Capacent - Ármúli 13, 108 Reykjavík Ármúli 13, 108 Reykjavík
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur,
Capacent heldur kynningu á vegum Stjórnvísi um stjórnun hugbúnaðarleyfa þann 15. Apríl.
Kynningin fer fram í húsakynnum Capacent, Ármúla 13 og stendur frá kl. 8:30-10:00.
Stjórnun og utanumhald hugbúnaðar er mikilvægur þáttur í rekstri fyrirtækja. Gott skipulag við úttektir, umsýslu, samningagerð og verklag við stjórnun hugbúnaðarleyfa getur verið mjög ábatasamt og dregið úr rekstraráhættu. Þetta á ekki síst við nú, þar sem fleiri fyrirtæki eru í aukum mæli að horfa til „skýja“. Hugbúnaður og upplýsinga-kerfi eru oft grundvöllur framleiðni og samkeppnisfærni fyrirtækja. Leyfismálin eru því grundvallaratriði þegar kemur að rekstrarlegu áhættumati.
Hugbúnaðarframleiðendur hafa í auknum mæli látið framkvæma úttekt á hlítingu við skilmála samninga um notkunarrétt hugbúnaðs hjá fyrirtækjum og stofnunum. Munu slíkar úttektir festast í sessi komandi ár og þar með, mun mikilvægi þess að haldið sé skipulega utan um notkun hugbúnaðar og kerfa aukast til muna.
Capacent aðstoðar fyrirtæki við útfærslu og innleiðingu á stjórnunarkerfi fyrir umsýslu hugbúnaðar. Aðferðafræði Capacent byggir að miklu leyti á alþjóðlegum staðli (ISO 19770-1 Information Technology - Software Asset Management) og fellur vel að öðrum stöðlum eins og t.d. Stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi samkvæmt
ISO 27001.
Í kynningu sinni mun Capacent fara yfir aðferðafræði og lausnir tengdum stjórnun og mælingu á þroskastigi stjórnunar á hug- og vélbúnaði. Einnig verður fjallað um úttektir, framsetningu á gögnum og fleira.
Fyrirlesarar verða Bjarki Elías Kristjánsson og Ólafur Róbert Rafnsson, ráðgjafar hjá Capacent.