Stjórnunarreikningsskil á Íslandi - 21. apríl

Árið 2008 og 2014 stóð Háskólinn í Reykjavík fyrir rannsóknunum ICEMAC 1 og 2 um breytingar og þróun í stjórnunarreikningsskilum í íslenskum fyrirtækjum. Rannsóknin, sem var styrkt af RANNÍS, náði til fjármálastjóra í 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Stjórnunarreikningsskil (e: management accounting) er samheiti fyrir stjórntæki eins og áætlunargerð, kostnaðargreiningu, árangursstjórnun og innra eftirlit. Megintilgangur stjórnunarreikningsskila er að bæta ákvörðunartöku stjórnenda.
Á fundi okkar þann 21. apríl munu Páll Ríkharðsson, dósent við Háskólann í Reykjavík og Catherine E Batt rannsóknastjóri ICEMAC kynna niðurstöður þess hluta rannsóknarinnar sem tók á kostnaðargreiningum í íslenskra fyrirtækja.

Fundurinn verður haldin í Húsakynnum HR, Menntavegi 1

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Eru umhverfismál markaðsmál?

Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðari sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar.

Dagskrá:
Ólafur Elínarsonar, sviðstjóri markaðsrannsókna Gallup: Umhverfiskönnun Gallup.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius; Eru umhverfismál orðin markaðsmál?

Hvers virði er þjónusta og sala á tímum þrenginga og breyttu umhverfi?

Er hægt að bregðast við þrengingum með öðrum hætti en beinum niðurskurði?  

Markaðsaðstæður breytast hratt og stýring þjónustu- og vöruframboðs ber þess glöggt merki. Ytra rekstarumhverfi og örar tæknibreytingar kalla á sveigjanleika og hröð viðbrögð í þjónustu og rekstri.

Í þessum hagnýta fyrirlestri verður farið yfir hvernig virði þjónustu og sölu fer saman. Á hnitmiðaðan hátt verður farið yfir virðishugtakið út frá viðskiptavinum annars vegar og rekstarmódeli fyrirtækja hins vegar. Fléttað verður saman umræðu um þjónustu- og sölustýringu innan fyrirtækja, mikilvæg augnablik og mikilvægi gæðasölu  á tímum breytinga.

Fyrirlesarar eru tveir, Gunnar Andri  Þórisson sem hefur rekið eigin söluskóla (SGA) Söluskóli Gunnars Andra yfir tvo áratugi og Aðalheiður Sigursveinsdóttir ráðgjafi sem hefur umfangsmikla reynslu af þjónustustýringu og innleiðingu straumlínustjórnunar.

Gunnar Andri hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum jafnt stór sem smá frá árinu 1997 ásamt því haldið málstofur fyrir fyrirtæki í öllum geirum viðskipta. Meðal viðskiptavina Söluskóla Gunnars Andra (SGA) eru fjármálastofnanir, tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki. Að auki hefur hann margoft verið gestafyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Andri  er stofnandi og eigandi SGA2fyrir1leikhus.isoffer.is og happyhour.is.

Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi  „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.

Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga í þjónustu og rekstri. Aðalheiður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum.

Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.

Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars  unnið sem rekstarstjóri, mannauðsstjóri, þjónustustjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra.  Aðalheiður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og rekur www.breyting.is og er ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi.

Árangursmælingar vs. fjárfestingar í rekstri.

 

Öll fyrirtæki þurfta að gera fjárfestingar, stórar sem smáar, til að viðhalda rekstrarhæfi sínu. En hvernig skal meta fjárfestingu til árangurs? Stjórnendur eru oftar en ekki metnir eftir rekstrarárangi, þ.e. EBIDTA, EBIT eða aðra rekstrarkvarða. Hver er rétti rekstrarkvarðinn? Er hann til? Rætt verður um veikleikan á milli forenda í fjárfestingarákvörðun og forsenda við árangursmælingar gagnvart stjórnendum, t.d. miðað við tölur úr rekstri eða sjóðstreymi.  

Rekstrarhagræðing, hvað er það? FRESTAST til nóvember.

 Fyrirlesturinn frestast til nóvember, dagsetning auglýst síðar.

Er fyrirtæki lenda í rekstrarvanda þá er gripið til rekstrarhagræðingar. En hvað er rekstrarhagræðing? Eru allar aðgerðir til að lækka kostnað rekstrarhagræðing? Fjallað verður um hugtakið "rekstrarhagræðing" og hvernig það er skilgreint m.t.t. þess sem rekstrarhagræðing á að skila. 

Fyrirlesari er Einar Guðbjartsson, dósent, HÍ.

Eignastjórnun samkvæmt ISO 55000 stöðlunum

Farið yfir ISO 55000 staðlaröðina, grundvallaratriði hennar, stefnu, strategíu og markmiðasetningu sem og samstillingu við aðra staðla fyrir stjórnunarkerfi. Hvað einnkennir þessa staðla og hver er ávinningur af eignastjórnun sem uppfyllir ISO 55000. Einnig er farið yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem mögulega þarf að skoða við gerð eignastjórnunarkerfis.

Framsögumaður er Sveinn V. Ólafsson, ráðgjafi hjá Jensen Ráðgjöf.  Sveinn er verkfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað hjá Staðlaráði Íslands og Flugmálastjórn Íslands/Samgöngustofu í margvíslegum verkefnum tengdum stjórnunarkerfum, fræðslu, úttektum og flugöryggi. Sveinn hefur kennt fjölda námskeiða hjá Staðlaráði Íslands og innan Flugmálastjórnar Íslands/Samgöngustofu.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?