Vodafone, Skútuvogur 2, 104 Reykjavík
ÖÖ: óvirkur: Fjármál fyrirtækja, Lean - Straumlínustjórnun,
Beyond Budgeting aðferðarfræðin hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri og kynnt sem framsækin leið til þess að nýta betur tækifæri í rekstri, minnka sóun og kostnað í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna.
Aðferðarfræðin hefur leitast við að boða breyttan hugsunarhátt í stjórnun fyrirtækja úr miðstýrðu eftirlitsdrifnu umhverfi yfir í dreifingu ábyrgðar og valds til starfsmanna.
Aðferðarfræðin byggir á 12 grunnreglum og voru 8 af þeim er lúta að stjórnun kynntar fyrir fullbókuðum sal í mars mánuði.
Axel Guðni Úlfarsson hjá Össur og María Arthúrsdóttir hjá Vodafone munu deila með þátttakendum tveimur áskorunum sem þeirra fyrirtæki hafa verið að fást við:
Áskoranir tengdar því að færa sig frá ársáætlun yfir í rúllandi áætlun.
Áskoranir tengdar aðskilnaði Target og forecast.
Markmið þessarar vinnustofu er að þátttakendum gefist kostur á að deila þekkingu og reynslu sín á milli um þessar tvær áskoranir er tengjast seinni fjórum grunnreglum aðferðarfræðinnar.
Athugið að það er takmarkað framboð á þessa vinnustofu