Háskólinn í Reykjavík, stofa M111 Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Verkefnastjórnun,
Gnýr Guðmundsson, leiðtogi verkefnastjórnunar hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi kynnir ferli verkefnastjórnunar fjárfestingaverkefna hjá ISAL og viðhald verkefnaskráa.
Farið verður lauslega yfir uppbyggingu og viðhald verkefnaskrár en aðalfókusinn verður á ferli verkefnastjórnunar og helstu áskoranir sem verkefnastjórar standa fyrir við undibúning og framkvæmd fjárfestingarverkefna.
Komið verður inn á mismunandi fasa verkefna og hvernig svokallað hliðferli nýtist við að hámarka arðsemi verkefna.
Að auki verður farið yfir þær breytingar sem átt hafa sér stað á undanförnum árum og hvaða árangri þær hafa skilað í betri verkefnum.