Faghópur um persónuvernd hélt í morgun áhugaverðan fund í HR sem fullbókað var á. Fundinum var streymt og fylgdist mikill fjöldi með streyminu. Að þessu sinni var fjallað um rétt til aðgangs að eigin persónuupplýsingum og hvað ber að afhenda. Fyrirlesarar voru þær Alma Tryggvadóttir, persónuverndarfulltrúi Landsbankans sem fjallaði um aðgangsréttinn og Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem sagði frá innleiðingu OR á nýju persónuverndarlögunum, helstu áskorunum sem mættu þeim á vegferðinni og stöðu innleiðingarinnar í dag. Ný persónuverndarlög veita einstaklingum rétt til aðgangs að eigin persónuupplýsingum og afritum af þeim. Rétturinn er þó ekki skilyrðislaus og í undantekningartilvikum er heimilt að halda eftir persónuupplýsingum. Krafa er á að hafa upplýsingar skýrar fyrir einstaklinginn og þægilegar. Ábyrgðaraðilum ber að afhenda gögn innan mánaðar þ.e. 30 daga frestur en hann má framlengja um 2 mánuði ef það er nauðsynlegt vegna fjölda beiðna eða flækjustigs. Einstaklingar áttu áður rétt á vitneskju ekki afritarétti sem nú er. Þrátt fyrir að gögn séu 30-40 ára gömul þá þarf að afhenda þau.
Persónuvernd: Hvað ber að afhenda?
Um viðburðinn
Fullbókað: Réttur til aðgangs að eigin persónuupplýsingum, hvað ber að afhenda? Innleiðingarferli Orkuveitu Reykjavíkur á persónuverndarlöggjöfinni
Faghópur Stjórnvísi um persónuvernd boðar til fyrsta fræðslufundar haustsins.
Fundinum verður streymt á Facebook síðu Stjórnvísi.
Að þessu sinni verður fjallað um rétt til aðgangs að eigin persónuupplýsingum, hvað ber að afhenda og sagt frá innleiðingarferli Orkuveitu Reykjavíkur á persónuverndarlögunum og helstu áskorunum í því ferli.
Alma Tryggvadóttir, persónuverndarfulltrúi Landsbankans mun fjalla um aðgangsréttinn en ný persónuverndarlög veita einstaklingum rétt til aðgangs að eigin persónuupplýsingum og afritum af þeim. Rétturinn er þó ekki skilyrðislaus og í undantekningartilvikum er heimilt að halda eftir persónuupplýsingum. Rætt verður um afhendingarskylduna almennt, hvar mörkin liggja og hvenær undantekningar frá aðgangsréttinum eiga við.
Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur mun segja frá innleiðingu OR á nýju persónuverndarlögunum, helstu áskorunum sem mættu þeim á vegferðinni og segja frá stöðu innleiðingarinnar í dag.
Fræðslufundurinn er fyrir alla þá sem koma að afgreiðslu aðgangsbeiðna, persónuverndarfulltrúa sem og aðra er láta persónuverndarmál sig varða. Við hvetjum alla til að mæta hvort sem þeir eru langt komnir í innleiðingarferlinu eða jafnvel að stíga sín fyrstu skref.
Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, 19. september nk. í stofu M215 kl 12:00-13:00
Fleiri fréttir og pistlar
Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!
Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.
https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844
https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/
https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla. Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.
Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason, Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín
Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:
https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc
https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK
- Inclusive Design and Policy: Moving beyond compliance to create accessible environments in workspaces and public life that respect autonomy and dignity.
- Intersectional Experiences: How disability intersects with race, gender, class, and other identities, creating unique challenges and opportunities for equity in both professional and social settings.
- Representation and Leadership: The critical need for disability-inclusive leadership and decision-making in workplaces, communities, and societal institutions.
- Cultural and Systemic Change: How workplaces and societies can address ableism, promote belonging, and establish sustainable frameworks for inclusion in all areas of life.
Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.
Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum?
Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.
Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.
Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.
Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá
Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!