Future of Coaching in Organisations

Þær Anna María Þorvaldsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsstjóri Arctic Adventures og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsráðgjafi hjá Zenter kynntu á morgunfundi hjá Arctic Adventure efnistök ráðstefnu sem þær fóru á í Ungverjalandi sl. vor.

ICF Hogan ráðstefnan ræddi nýjar hugmyndir um tilvist markþjálfunar innan fyrirtækja og reynir að sjá hvernig markþjálfun muni festa sig í sessi. Leitast var við að svara spurningunni, hver væri sýnin á framtíð markþjálfunar innan fyrirtækja.

Þær Anna María og Ágústa fóru yfir innihald áhugaverðustu fyrirlestranna sem fluttir voru og kynntu PRISM verðlaun sem ICF (International Coaching Federation) veita þeim fyrirtækjum sem hafa unnið vel í því að innleiða markþjálfun í starfsemi sína. Viðburðurinn var samvinna faghóps Stjórnvísi og ICF Iceland – félags markþjálfa.

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Hogan International og ætlunin er að slík ráðstefna verði haldin árlega héðan í frá eftir góða byrjun í Budapest. Hér eru upplýsingar um efnistök ráðstefnunnar http://www.coachfederationevents.com/

Viðburðurinn var hugsaður sérstaklega fyrir starfandi markþjálfa sem og fulltrúa fyrirtækja sem hafa áhuga á að taka næsta skref í innleiðingu á aðferðum markþjálfunar í fyrirtækjum sínum og vilja fræðast meira um PRISM verðlaunin. Ágústa byrjaði á að kynna Hogan sem var samstarfsaðili ráðstefnunnar en þeir hafa hannað tól fyrir markþjálfa sem er mest áberandi í dag og eru í samstarfi við ICF.  Markþjálfar fengu að hámarki 4,75 CCFU punkta fyrir að mæta á alla fyrirlestra ráðstefnunnar.  Spurning ráðstefnunnar var: „Hver er framtíð markþjálfunar í fyrirtækjum?“ og gekk ráðstefnan út á að svara því.  Þær fóru yfir nokkra áhugaverða fyrirlestra og sögðu ítarlega frá þeim. 

Sá fyrsti var frá Dr. Hogan „Who is Uncoachable? Hvað einkennir fólk sem erfitt er að markþjálfa? Það eru þeir sem eru ekki tilbúnir að hlusta, vaxa og dafna.  Einstaklingar þurfa að vera forvitnir til að skoða sjálfa sig og ná fram breytingum.  Hvað er árangursrík markþjálfun? Það er þegar sá sem verið er að markþjálfa fer virkilega að hugsa og skoða hvernig hann getur breytt hegðun sinni.  Skoðaðu endatakmarkið og farðu síðan til baka og finndu leiðina þangað.  Hvað viltu standa fyrir í lífinu?  Hvernig viltu að þú framkallist í samfélaginu þ.e. hvaða orðspor viltu marka.  Árangur er betur tryggður ef þú tengir við kjarnann i sjálfum þér.

Næsti fyrirlesari fjallaði um rannsókn sem PWC gerði fyrir ICF brotið niður eftir aldri.  Því yngri sem þátttakendur voru því meira vissu þeir um markþjálfun sem er jákvætt fyrir fagið, markþjálfun.  Einnig var mælt hvernig stjórnunarstíll er í fyrirtækjum og hvaða aðferð er mest notuð.  Niðurstaðan var sú að óskað var eftir breytingu þ.e. að markþjálfun yrði meira notuð.  Þeir sem eru að stjórna mannauðnum þurfa að horfa á ólíkar kynslóðir og passa upp á yngri kynslóðir og einnig að þjálfa nýja stjórnendur til þess að þeir nái til allra aldursskeiða. Meðalaldur markþjálfa er í kringum 45 ára og þeir þurfa að nýta ólíkar aðferðir við að markþjálfa. 

Kynntir voru örfyrirlestrar þ.e. 20 mínútna fyrirlestrar.  Daphna Horowich hvatti fólk til að hugsa um spurninguna: „Hvað einkennir þig þegar þú ert að bugast?“ Hver er þinn innri kraftur.  Virkjaðu innri kraftinn, notaðu hann og virkjaðu því það er hann sem kemur þér áfram.

Það sem Ágústa tók með sér af ráðstefnunni sem markþjálfi og getur nýtt sér var fyrirlestur  Janet Wilson formaður ICF í Bretlandi.  Hún talaði um bókina „Ethicability“ – Eitt er að vera með stefnu og annað að framkvæma þau „Ethics are moral values in action“.  Janet talaði um þrjú stig 1. Undirbúningur 2. Hvað er rétt (notaðu gildin þín) 3. Prófaðu.  RIGHT módelið var kynnt: R:What are the rules? I:Are we acting with integrity? G:Who is this good for? H:ho could we harm? T:What´s the truth? 

Að lokum voru Prism verðlaunin kynnt.  Einungis markþjálfar í ICF geta tilnefnt fyrirtæki til verðlaunanna en þau fyrirtæki verða að hafa stefnumiðuð markmið sem móta menningu fyrirtækisins. 

 

Um viðburðinn

Future of Coaching in Organisations

Þær Anna María Þorvaldsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsstjóri Arctic Adventures og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsráðgjafi hjá Zenter kynna efnistök ráðstefnu sem þær fóru á í Ungverjalandi sl. vor.

ICF Hogan ráðstefnan ræðir nýjar hugmyndir um tilvist markþjálfunar innan fyritækja og reynir að sjá hverning markþjálfun muni festa sig í sessi. Leitast var við að svara spurningunni, hver væri sýnin á framtíð markþjálfunar innan fyrirtækja.

Þær stöllur fara yfir innihald áhugaverðustu fyrirlestranna sem fluttir voru og kynna PRISM verðlaun sem ICF (International Coaching Federation) veita þeim fyritækjum sem hafa unnið vel í því að innleiða markþjálfun í starfsemi sína. Viðburðurinn er samvinna faghóps Stjórnvísi og ICF Iceland – félags markþjálfa.

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Hogan International og ætlunin er að slík ráðstefna verði haldin árlega héðan í frá eftir góða byrjun í Budapest. Hér eru upplýsingar um efnistök ráðstefnunnar http://www.coachfederationevents.com/

Viðburðurinn er hugsaður sérstaklega fyrir starfandi markþjálfa sem og fulltrúa fyritækja sem hafa áhuga á að taka næsta skref í innleiðingu á aðferðum markþjálfunar í fyrirtækjum sínum og vilja fræðast meira um PRISM verðlaunin.

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?