Þær Anna María Þorvaldsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsstjóri Arctic Adventures og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsráðgjafi hjá Zenter kynntu á morgunfundi hjá Arctic Adventure efnistök ráðstefnu sem þær fóru á í Ungverjalandi sl. vor.
ICF Hogan ráðstefnan ræddi nýjar hugmyndir um tilvist markþjálfunar innan fyrirtækja og reynir að sjá hvernig markþjálfun muni festa sig í sessi. Leitast var við að svara spurningunni, hver væri sýnin á framtíð markþjálfunar innan fyrirtækja.
Þær Anna María og Ágústa fóru yfir innihald áhugaverðustu fyrirlestranna sem fluttir voru og kynntu PRISM verðlaun sem ICF (International Coaching Federation) veita þeim fyrirtækjum sem hafa unnið vel í því að innleiða markþjálfun í starfsemi sína. Viðburðurinn var samvinna faghóps Stjórnvísi og ICF Iceland – félags markþjálfa.
Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Hogan International og ætlunin er að slík ráðstefna verði haldin árlega héðan í frá eftir góða byrjun í Budapest. Hér eru upplýsingar um efnistök ráðstefnunnar http://www.coachfederationevents.com/
Viðburðurinn var hugsaður sérstaklega fyrir starfandi markþjálfa sem og fulltrúa fyrirtækja sem hafa áhuga á að taka næsta skref í innleiðingu á aðferðum markþjálfunar í fyrirtækjum sínum og vilja fræðast meira um PRISM verðlaunin. Ágústa byrjaði á að kynna Hogan sem var samstarfsaðili ráðstefnunnar en þeir hafa hannað tól fyrir markþjálfa sem er mest áberandi í dag og eru í samstarfi við ICF. Markþjálfar fengu að hámarki 4,75 CCFU punkta fyrir að mæta á alla fyrirlestra ráðstefnunnar. Spurning ráðstefnunnar var: „Hver er framtíð markþjálfunar í fyrirtækjum?“ og gekk ráðstefnan út á að svara því. Þær fóru yfir nokkra áhugaverða fyrirlestra og sögðu ítarlega frá þeim.
Sá fyrsti var frá Dr. Hogan „Who is Uncoachable? Hvað einkennir fólk sem erfitt er að markþjálfa? Það eru þeir sem eru ekki tilbúnir að hlusta, vaxa og dafna. Einstaklingar þurfa að vera forvitnir til að skoða sjálfa sig og ná fram breytingum. Hvað er árangursrík markþjálfun? Það er þegar sá sem verið er að markþjálfa fer virkilega að hugsa og skoða hvernig hann getur breytt hegðun sinni. Skoðaðu endatakmarkið og farðu síðan til baka og finndu leiðina þangað. Hvað viltu standa fyrir í lífinu? Hvernig viltu að þú framkallist í samfélaginu þ.e. hvaða orðspor viltu marka. Árangur er betur tryggður ef þú tengir við kjarnann i sjálfum þér.
Næsti fyrirlesari fjallaði um rannsókn sem PWC gerði fyrir ICF brotið niður eftir aldri. Því yngri sem þátttakendur voru því meira vissu þeir um markþjálfun sem er jákvætt fyrir fagið, markþjálfun. Einnig var mælt hvernig stjórnunarstíll er í fyrirtækjum og hvaða aðferð er mest notuð. Niðurstaðan var sú að óskað var eftir breytingu þ.e. að markþjálfun yrði meira notuð. Þeir sem eru að stjórna mannauðnum þurfa að horfa á ólíkar kynslóðir og passa upp á yngri kynslóðir og einnig að þjálfa nýja stjórnendur til þess að þeir nái til allra aldursskeiða. Meðalaldur markþjálfa er í kringum 45 ára og þeir þurfa að nýta ólíkar aðferðir við að markþjálfa.
Kynntir voru örfyrirlestrar þ.e. 20 mínútna fyrirlestrar. Daphna Horowich hvatti fólk til að hugsa um spurninguna: „Hvað einkennir þig þegar þú ert að bugast?“ Hver er þinn innri kraftur. Virkjaðu innri kraftinn, notaðu hann og virkjaðu því það er hann sem kemur þér áfram.
Það sem Ágústa tók með sér af ráðstefnunni sem markþjálfi og getur nýtt sér var fyrirlestur Janet Wilson formaður ICF í Bretlandi. Hún talaði um bókina „Ethicability“ – Eitt er að vera með stefnu og annað að framkvæma þau „Ethics are moral values in action“. Janet talaði um þrjú stig 1. Undirbúningur 2. Hvað er rétt (notaðu gildin þín) 3. Prófaðu. RIGHT módelið var kynnt: R:What are the rules? I:Are we acting with integrity? G:Who is this good for? H:ho could we harm? T:What´s the truth?
Að lokum voru Prism verðlaunin kynnt. Einungis markþjálfar í ICF geta tilnefnt fyrirtæki til verðlaunanna en þau fyrirtæki verða að hafa stefnumiðuð markmið sem móta menningu fyrirtækisins.