Guy Yeoman var fyrirlesari á fundi á vegum framtíðarfræða í KPMG í morgun. Fyrirlestur Guy var bæði fræðilegur og áhugaverður og er hægt að nálgast hann í streymi á facebooksíðu Stjórnvísi.
Guy sagði frá því að fólki líkar svo vel við tölur því það skilur þær. Við gerum stefnumótun til 5 ára í senn því við viljum öryggi og skilja hvert við erum að fara og geta haldið utan um það. „Yet change itself is neither static nor neatly parceled in unrelated single-issue packets...“ (Wendy Schultz) er eitt af uppáhaldskvótum Guy. Vandamálið okkar er að við leitum alltaf í öryggi. Guy ræddi mikilvægi þess að fara í stefnumótunarvinnu. Mikilvægt er að skilja 1. Hver við erum sem fyrirtæki að fara 2. Hver er tilgangur okkar? Stefnumótunarvinna gerir okkur kleift að taka betri ákvarðanir í dag. Með því að fara í stefnumótunarvinnu skiljum við betur hvar við erum stödd og það umhverfi sem við erum í. Við komum auga á tækifæri, áhættur í umhverfinu og að skilja ólíkar framtíðir með því að fá ólíka einstaklinga á öllum stigum með í vinnuna. Þannig fáum við ólíka og réttari sýn.