Fréttir og pistlar
Framtíðarhorfur og áskoranir til þjóða heimsins
Komin er út skýrslan The State of the Future 20.0, Framtíðarhorfur 20. útgáfa. Skýrslan er gefin út af samstarfsvettvanginum Millennium Project en Framtíðarsetur Íslands er formlegur samstarfsaðili vettvangsins. Skýrslan er víðtæk og veitir yfirsýn yfir málefni og tækifæri í tengslum við framtíð mannkyns. Hún sýnir það sem við ættum að vita í dag til að við getum forðast það versta og náð því besta fyrir framtíð siðmenningarinnar.
Í skýrslunni eru teknar saman 15 hnattrænar áskoranir um sjálfbæra þróun og loftslagsbreytingar, um vatn, íbúa og auðlindir, lýðræðisvæðingu, framsýni og ákvarðanatöku, upplýsingatækni og gervigreind. Skýrslan fjallar um bil ríkra og fátækra, heilsu og sjúkdóma, menntun og nám, stríð og frið. Einnig er fjallað um breytt hlutverk kvenna, skipulagða glæpastarfsemi, vísindi og tækni, orkumál og alþjóðlega siðfræði. Hvert efni inniheldur stutt yfirlit, lista yfir aðgerðir ásamt svæðisbundnum sjónarmiðum þeirra. Umrædd skýrsla er sú tuttugasta í röð sambærilegra skýrsla, og eru skýrslurnar uppfærðar reglulega. Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu Millennium Project, https://www.millennium-project.org/the-millennium-project-releases-the-state-of-the-future-20-0/
Ákall um innviðauppbyggingu vegna þróun gervigreindar
Opið bréf hefur verið sent til forseta allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna undirritað af 230 stjórnmála-, viðskipta- og akademískum leiðtogum á sviði gervigreindar og framtíðarrannsókna, þar sem Sameinuðu þjóðirnar eru hvattar til að hefja vinnu við að byggja upp innviði svo hægt sé að takast á við þróunina á sviði gervigreindar.
Í fréttatilkynningu koma fram tvær áhugaverðar tilvitnanir:
„Að hafa yfirsýn á þróun gervigreindar gæti verið flóknasta og erfiðasta viðfangsefnið sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir,“ segir Jerome Glenn, forstjóri Millennium Project.
Stuart Russell, leiðandi sérfræðingur í gervigrend við háskólann í Berkeley í Kaliforníu, bætir við: „Án þess að leysa það [AGI stjórnun] áður en haldið er áfram að búa til AGI kerfi væri afdrifarík mistök fyrir mannlega siðmenningu. Enginn aðili hefur rétt til að gera þessi mistök.“
Framangreint bréf varar við því að innan áratugar gætu margar útgáfur af óreglubundnu AGI verið gefnar út á netinu. Án innlendra leyfiskerfa og samhæfingu Sameinuðu þjóðanna gæti mannkynið misst stjórn á AGI sem getur endurskrifað sinn eiginn kóða og verður snjallari og snjallari, augnablik fyrir augnablik, sem síðan þróast í gervi ofurgreind sem er langt umfram okkar stjórn eða skilning.
Á fyrirhuguðum sérstökum fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um AGI, verður kallað eftir ályktun Sameinuðu þjóðanna um að stofna nefndir svo hægt verði að semja samkomulag Sameinuðu þjóðanna um gervigreind með tveimur köflum - einn um þrönga gervigreind (ANI) og annan um almenna gervigreind (AGI) – sem síðan gæti leitt til stofnunar sérhæfðrar stofnunar fyrir stjórnun og örugga þróun gervigreindar í öllum sínum myndum.
Bréfið er gefið út af Millennium Project í samvinnu við World Academy of Art and Science og World Futures Study Federation. Framtíðarsetur Íslands er formlegur aðili að bréfinu og samstarfsaðili framangreindra aðila. Bréfið má nálgast á vef seturins www.framtidarsetur.is
Karl Friðriksson, forstjóri Framtíðarseturs Íslands
A total of 20 presentations. There are 5 thematic sessions: Ideologies and metalinguistic discourses; Linguistic minorities; Lifespan changes, attitudes and regional pronunciation; English in Iceland; Norms and cultural bias. The conference is in English. It is open to the public, free of charge, and no registration is required.
Fyrsti stjórnarfundur stjórnar faghóps framtíðarfræða var haldinn síðastliðinn föstudag. Áhugaverðar hugmyndir um viðburði framundan kom fram og mun stjórnin vinna áfram með þann efnivið sem fram komu. Hlökkum til skemmtilegrar funda á næstunni, endlega hafið samband við okkur í stjórn ef þið teljið að eitthvað eigi erindi til að fjalla um. Fyrir hönd stjórnar, Karl
Íslensk erfðagreining mælist hæst fyrirtækja á Sjálfbærniásnum -16 fyrirtæki hlutu viðurkenningu Sjálfbærniássins 2024
Í dag fór fram fyrsta viðurkenningarathöfn Sjálfbærniássins í Opna háskólanum, þar sem 16 fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir árangur í sjálfbærni. Sjálfbærniásinn er nýr mælikvarði sem metur viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja í sjálfbærni. Mælingin er svar við aukinni kröfu viðskiptavina og annarra hagaðila um að fyrirtæki leggi meiri áherslu á sjálfbærni.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 63% þjóðarinnar að áhersla fyrirtækja á sjálfbærni hafi mjög eða frekar mikil áhrif á viðhorf þeirra gagnvart fyrirtækjum. Þetta viðhorf er sérstaklega sterkt meðal yngri kynslóða, þar sem 76% svarenda á aldrinum 18 til 24 ára telja sjálfbærni fyrirtækja hafa mikil eða frekar mikil áhrif á viðhorf þeirra. Verkefnið er unnið í samstarfi Prósents, Langbrókar og Stjórnvísi, með það að markmiði að hvetja fyrirtæki til aukinnar ábyrgðar og auka vitund neytenda um mikilvægi sjálfbærni.
„Við höfum lagt mikla vinnu í að þróa Sjálfbærniásinn með því að styðjast við þróun mælikvarða sem hafa verið notaðir á alþjóðlegum mörkuðum til að mæla sjálfbærni fyrirtækja. Leit okkar að besta mælikvarðanum tók um ár, og í fyrstu mælingum voru skoðaðir 14 markaðir og 47 fyrirtæki. Mælingarnar veita skýra mynd af viðhorfi fólks til þeirra fyrirtækja sem eru mæld, og við vonum að niðurstöðurnar verði hvatning til fyrirtækja að vanda enn frekar til verka í þessum málum og miðla upplýsingum um samfélagslega ábyrgð sína.“
Trausti Heiðar, framkvæmdastjóri Prósents.
„Það er ekki tilviljun að Íslensk erfðagreining mælist hæst á Sjálfbærniásnum. Sjálfbærni felst ekki aðeins í umhverfisvernd, heldur einnig í því að hafa jákvæð og varanleg áhrif á fólk og samfélagið. Með frumkvöðlastarfi sínu í upphafi COVID-19 faraldursins lagði fyrirtækið sitt af mörkum til að vernda heilsu og velferð landsmanna. Íslensk erfðagreining hefur einnig stuðlað að aukinni þekkingu, nýsköpun og alþjóðlegri samvinnu, sem eru grundvallarstoðir sjálfbærs samfélags. Þessi víðtæku áhrif endurspegla þá grunnhugmynd sjálfbærni að fyrirtæki sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins, hvort sem er í gegnum vísindarannsóknir, störf eða aðra samfélagslega ábyrgð, eru lykilþátttakendur í að skapa betri framtíð fyrir öll.“
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
„Við hjá Stjórnvísi höfum mikla trú á að Sjálfbærniásinn ýti undir jákvæða þróun í íslensku atvinnulífi og skapi sér sess sem mikilvæg viðurkenning til þeirra vinnustaða sem leggja áherslu á sjálfbærni og virkt framlag í baráttunni gegn loftslagsvánni. Við göngum því til þátttöku í þessu frumkvöðlaverkefni okkar góðu samstarfsaðila með mikilli tilhlökkun.“
Niðurstöður
Fyrirtækin hlutu 0 til 100 stig þar sem 0-49 stig er talin slæm frammistaða, 50-59 stig meðalgóð frammistaða, 60-69 stig er góð frammistaða og 70 stig og yfir er framúrskarandi frammistaða.
Mynd 1. Viðmið Sjálfbærniássins
Sá markaður sem fékk heilt yfir flest stig var fyrirtæki á alþjóðamarkaði og sá markaður sem fékk heilt yfir fæst stig var markaðurinn sjávarútvegsfyrirtæki.
Mynd 2. Heildarmeðaltal markaða.
Stigalægsta fyrirtækið hlaut 34 stig af 100 mögulegum og stigahæsta fyrirtækið hlaut 86 stig. Það fyrirtæki sem hlaut flest stig allra mældra fyrirtækja er Íslensk erfðagreining með 86 stig. Indó mældist með næsthæstu einkunn, 85 stig og Össur með þriðju hæstu einkunnina, 84 stig.
Mynd 3. Meðaltal fyrirtækja.
Mynd 4. Meðaltal fyrirtækja eftir mörkuðum.
Markmið Sjálfbærniássins:
· Veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum.
· Hvetja íslensk fyrirtæki til að leggja enn meiri áherslu á sjálfbærni.
· Hjálpa fyrirtækjum að skilja mikilvægi þess að upplýsa almenning um að stefnu sína og verkefni sem snúa að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð.
· Auka vitund neytenda um mikilvægi sjálfbærni og hvernig þeir geta haft áhrif með kauphegðun sinni.
· Vera íslenskum fyrirtækjum hvatning til að leggja enn frekari áherslu á þessi mál.
Framkvæmd og þátttakendur:
Rannsóknin er framkvæmd af rannsóknarfyrirtækinu Prósenti. Framkvæmdatími var frá janúar til ágúst 2024 og var um að ræða netkannanir sem voru sendar á handahófskennt úrtak úr könnunarhópi Prósents sem inniheldur 15.000 Íslendinga, 18 ára og eldri.
Rannsóknin:
Rannsóknarmódelið samanstendur af sex spurningum sem kanna viðhorf neytenda til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum. Spurningarnar snúa meðal annars að því hvort að fyrirtæki leggi sitt af mörkum til samfélagsins, hvort þau hugi að velferð viðskiptavina og hvort að þau leitist við að lágmarka sóun
Markaðir og viðurkenningar:
Í ár voru 47 fyrirtæki mæld á 14 mörkuðum. Viðurkenningar voru veittar á hverjum markaði fyrir sig auk þess sem fyrirtæki sem mældust með framúrskarandi einkunn hlutu sérstaka viðurkenningu. Fyrirtæki sem fá viðurkenningu munu fá tækifæri til að nota merki Sjálfbærniássins í markaðsstarfi sínu sem undirstrikar frammistöðu þeirra í sjálfbærni að mati almennings. Vinningshöfum verður þannig veittur heiður sem getur styrkt orðspor og ímynd fyrirtækisins.
Sjálfbærniásinn er i eigu Prósents, Langbrókar og Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar
Soffía Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Langbrókar , í síma 694 9099, netfang: soffia@langbrok.is
Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents í síma 546 1008 / 859 9130, netfang: trausti@prosent.is.
Hér má sjá myndir frá viðburðinum.
Í dag hittust stjórnir faghópa Stjórnvísi í Akademías þar sem nýju starfsári var startað af krafti. Þema starfsársins er "Snjöll framtíð". Farið var yfir ýmis atriði til að létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, tími gafst til að sameinast um viðburði, skerpt var á stefnu og gildum félagsins og boðið var upp á dýrindis veitingar frá Múlakaffi.
Krafturinn í stjórnum faghópanna er mikill eins og meðfylgjandi excelskjal sýnir þar sem komin eru drög að á annað hundruð viðburða í vetur. Einnig hlýddum við á einstaklega áhugavert erindi frá einum reyndasta MBA kennara Norðurlandanna sem jafnframt er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða Dr. Eyþór Ívar Jónsson forseti Akademias "Hvernig eflir maður stjórnir og stjórnarsamstarf?"
Hér er tengill á upptökuna: https://us06web.zoom.us/rec/share/5KwiKRPQPUE5c_-bEGRUonHrJ6DQbKLi9qTeSYXEgQ398JfnwxBLfiaw1i4Ft17W.llSeba6Ryww9uZQ4?startTime=1724947995000
Passcode: Vx7Rv#rJ
Stjórn faghóps framtíðarfræða mun hittast í hádeginu föstudaginn 6 september næstkomandi. Þátttakendur í hópnum eru hvattir til að koma á framfæri hugmyndum um viðburði næsta vetur á framfæri við þá aðila sem er í stjórn hópsins, en stjórnina skipa eftirfarandi:
Karl Friðriksson - Framtíðarsetur Íslands / Formaður
Anna Sigurborg Ólafsdóttir - Skrifstofa Alþingis
Funi Magnússon - Össur
Guðjón Þór Erlendsson - Skipulagsstofnun
Gunnar Haugen - CCP hf.
Ingibjörg Smáradóttir - Náttúrufræðistofnun Íslands
Kolfinna Tómasdóttir - Rannís
Sigurður Br. Pálsson - BYKO
Sævar Kristinsson - KPMG ehf
Þór Garðar Þórarinsson - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
Netföng framangreinda er á vef Stjórnvís. Hlökkum til góðrar þátttöku í vetur, til að móta æskilega framtíð, kær kveðja Karl
Myndir af hátíðinni. Samkvæmt hlutafélagalögum skulu vald og ábyrgð innan fyrirtækja skiptast í þrjá meginþætti, hluthafafund, stjórn og framkvæmdastjóra. Vald og áhrif hluthafa takmarkast við hluthafafundi en stjórnir félaga sækja umboð sitt til fundanna og fara með stjórn félaganna á milli fundanna. Það er síðan á ábyrgð stjórna félaganna að ráða framkvæmdastjóra (einn eða fleiri) og kalla til ábyrgðar varðandi rekstur þeirra. Framkvæmdastjórar bera síðan ábyrgð á daglegum rekstri félaganna í samræmi við stefnur og fyrirmæli stjórna þeirra.
Góðir stjórnarhættir snúast öðru fremur um að skipting valds og ábyrgðar sé með þeim hætti sem þrískipting hlutafélagaformsins gerir ráð fyrir, skýr mörk séu á milli vald- og ábyrgðarsviðs hvers þáttar og að aðilar hlutist ekki til um málefni sem eru á forræði annars aðila.
Fylgni við góða og ábyrga stjórnarhætti er talin styrkja innviði félaga og efla almennt traust gagnvart viðskiptalífinu.
„Mikilvægt er að hvetja til góðra stjórnarhátta á Íslandi. Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum hefur sannað sig sem áhrifaríkt tæki í þeirri vegferð.“
Í dag hlutu 18 fyrirtæki viðurkenningu Stjórnvísi fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar.
Fyrirmyndarfyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi
Fyrirmyndarfyrirtækin 18 eru í afar fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna fjármála- og tryggingastarfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, eignaumsýslu og ferðaþjónustu. Fyrirtækin þykja öll vel að nafnbótinni komin enda eru starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar.
Eftirtalin fyrirtæki voru að þessu sinni metin sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum:
- Arion banki hf.
- Eik fasteignafélag hf.
- Fossar fjárfestingarbanki hf.
- Heimar hf.
- Icelandair Group hf.
- Íslandssjóðir hf.
- Kvika banki hf.
- Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
- Orkan IS ehf.
- Reiknistofa bankanna hf.
- Reitir hf.
- Sjóvá hf.
- Stefnir hf.
- Sýn hf.
- TM tryggingar hf.
- Vátryggingafélag Íslands hf.
- Vörður hf.
- Ölgerðin Egill Skallagríms hf.
Á viðurkenningarathöfninni hélt Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademías, varaforseti European Academy of Management og upphafsmaður verkefnisins, stutt erindi þar sem hann fjallaði um áskoranir í stjórnarháttum og hvernig stjórnir verða markvirkar.
Eyþór benti á að ein af lykilforsendum fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum er að skilja hvernig stjórnir geta kennt og lært. Hann fór í gegnum nýtt módel, stjórnarkanvas, sem hann hefur þróað sem verkfæri fyrir viðurkennda stjórnarmenn sem eru þjálfaðir hjá Akademias. Stjórnarkanvasinn er verkfæri fyrir stjórnir til þess að samræma skilning stjórnarmanna á hlutverki stjórnar og skipuleggja stjórnarstarfið með markvirkni að leiðarljósi.
Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf fór því næst stuttlega yfir verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum sem sett var á laggirnar fyrir rúmum áratug. Markmið verkefnisins er að stuðla að góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín. Viðurkenningin tekur mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem sjá má á www.leidbeiningar.is.
Það voru svo Anna Hrefna Ingimundardóttir hjá Samtökum atvinnulífsins og Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi, sem afhentu viðurkenningarnar en fundarstjóri var Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Samkvæmt hlutafélagalögum skulu vald og ábyrgð innan fyrirtækja skiptast í þrjá meginþætti, hluthafafund, stjórn og framkvæmdastjóra. Vald og áhrif hluthafa takmarkast við hluthafafundi en stjórnir félaga sækja umboð sitt til fundanna og fara með stjórn félaganna á milli fundanna. Það er síðan á ábyrgð stjórna félaganna að ráða framkvæmdastjóra (einn eða fleiri) og kalla til ábyrgðar varðandi rekstur þeirra. Framkvæmdastjórar bera síðan ábyrgð á daglegum rekstri félaganna í samræmi við stefnur og fyrirmæli stjórna þeirra.
Góðir stjórnarhættir snúast öðru fremur um að skipting valds og ábyrgðar sé með þeim hætti sem þrískipting hlutafélagaformsins gerir ráð fyrir, skýr mörk séu á milli vald- og ábyrgðarsviðs hvers þáttar og að aðilar hlutist ekki til um málefni sem eru á forræði annars aðila.
Fylgni við góða og ábyrga stjórnarhætti er talin styrkja innviði félaga og efla almennt traust gagnvart viðskiptalífinu.
„Mikilvægt er að hvetja til góðra stjórnarhátta á Íslandi. Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum hefur sannað sig sem áhrifaríkt tæki í þeirri vegferð.“
Í dag hlutu 18 fyrirtæki viðurkenningu Stjórnvísi fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar.
Fyrirmyndarfyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi
Fyrirmyndarfyrirtækin 18 eru í afar fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna fjármála- og tryggingastarfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, eignaumsýslu og ferðaþjónustu. Fyrirtækin þykja öll vel að nafnbótinni komin enda eru starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.
Eftirtalin fyrirtæki voru að þessu sinni metin sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum:
- Arion banki hf.
- Eik fasteignafélag hf.
- Fossar fjárfestingarbanki hf.
- Heimar hf.
- Icelandair Group hf.
- Íslandssjóðir hf.
- Kvika banki hf.
- Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
- Orkan IS ehf.
- Reiknistofa bankanna hf.
- Reitir hf.
- Sjóvá hf.
- Stefnir hf.
- Sýn hf.
- TM tryggingar hf.
- Vátryggingafélag Íslands hf.
- Vörður hf.
- Ölgerðin Egill Skallagríms hf.
Á viðurkenningarathöfninni hélt Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademías, varaforseti European Academy of Management og upphafsmaður verkefnisins, stutt erindi þar sem hann fjallaði um áskoranir í stjórnarháttum og hvernig stjórnir verða markvirkar.
Eyþór benti á að ein af lykilforsendum fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum er að skilja hvernig stjórnir geta kennt og lært. Hann fór í gegnum nýtt módel, stjórnarkanvas, sem hann hefur þróað sem verkfæri fyrir viðurkennda stjórnarmenn sem eru þjálfaðir hjá Akademias. Stjórnarkanvasinn er verkfæri fyrir stjórnir til þess að samræma skilning stjórnarmanna á hlutverki stjórnar og skipuleggja stjórnarstarfið með markvirkni að leiðarljósi.
Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf fór því næst stuttlega yfir verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum sem sett var á laggirnar fyrir rúmum áratug. Markmið verkefnisins er að stuðla að góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín. Viðurkenningin tekur mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem sjá má á www.leidbeiningar.is.
Það voru svo Anna Hrefna Ingimundardóttir hjá Samtökum atvinnulífsins og Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi, sem afhentu viðurkenningarnar en fundarstjóri var Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Áhugaverð grein í Financial Times sem fjallar um samkeppnislega áhættu af gervigreind.
"More than half of the US’s biggest companies see artificial intelligence as a potential risk to their businesses, according to a new survey of corporate filings that highlights how the emerging technology could bring about sweeping industrial transformation."
"The predictive machine learning technology has boomed over the past two years since OpenAI’s release of its popular chatbot ChatGPT in November 2022. Since then, Big Tech companies have invested tens of billions of dollars to develop powerful AI systems and hundreds of start-ups have launched to capitalise on the opportunity for disruption."
"Among Fortune 500 companies, AI risks mentioned in annual financial reports this year include greater competition, as boardrooms fret they may fail to keep pace with rivals who are better exploiting the technology."
https://www.ft.com/content/5ee96d38-f55b-4e8a-b5c1-e58ce3d4111f
Nýlega kom er út áhugaverð skýrsla frá Sameinuðu þjóðunum sem nefnist Navigating New Horizons A global foresight report on planetary health and human wellbeing. Sjá hér:
Skýrslan gefur innsýn í þær framtíðaráskoranir sem mannkynið þarf að takast á við í framtíðinni. Skýrslan byggir ekki á spám heldur gefur innsýn í ólíkar framtíðir að hætti framtíðarfræðinga.
Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:
Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:
https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/
Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum.
Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum.
Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2. Kosning til stjórnar 3. Önnur mál.
Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis.
- 14. september - Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
- 9. október – Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
- 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
- 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur ávinningurinn?
Stjórnarkjör:
Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:
- Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn
- Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
- stjórn
- Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
- Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
- Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
- Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
- Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
- Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur – situr áfram í stjórn
- Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn
- Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn
Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.
Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:
- Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
- Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið
- Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur
- Grace Achieng, Gracelandic ehf.
- Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur
- Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte
Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.
Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.
Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."
Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/
Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html
Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun var haldinn 15. maí sl.
Starfsárið 2022-2023 var gert upp, dagskrá komandi árs rædd og kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024. Í stjórn á komandi ári verða:
- Júlía Þorvaldsdóttir, Þjóðskrá (Formaður)
- Ásta Rut Jónasdóttir, Fastus
- Brynjar Rafn Ómarsson, Eimskip
- Helga Franklínsdóttir, Efla
- Gunnlaugur Bjarki Snædal, Isavia
Þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum góð störf .
Stjórn hópsins mun hittast á næstunni og leggja drög af dagskrá starfsársins. Endilega komið áleiðis hugmyndum eða óskum um efnistök ef þið hafið áhuga.
Þökkum öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta!
Ég mun senda inn fréttir hér reglulega, en til gamans held ég líka úti fréttahóp um gervigreind á Facebook.
https://www.facebook.com/groups/gervigreind
(Róbert, formaður faghóps um gervigreind)
(þýtt af ChatGPT 4o)
Hér eru góðar hugleiðingar frá Ethan Mollick um hvað nýja gervigreindarmódel OpenAI, GPT-4o þýðir fyrir okkur mannfólkið: https://www.oneusefulthing.org/p/what-openai-did
Faghópur um gervigreind – Aðalfundur 14 maí 2024.
Góð mæting var á fundinum. Farið var eftir fyrirliggjandi dagsskrá. Erindi Róberts Bjarnasonar frá Citizens Foundation vakti verulega athygli. Róbert fór yfir nýlega þróun í sviði gervigreindar, áskoranir sem fyrirtæki og samfélög standa frammi fyrir. Upptaka á erindinu verður sýnt fljótlega, en hér er erindið:
https://docs.google.com/presentation/d/17_0LLYTIhzzPe01rOQf8SP2iWsL-h1d94sJEAtwKLyg
Faríð var stuttlega yfir þá viðburði sem haldnir voru á seinasta starfsári. Yfirlit yfir viðburðina er hér að neðan.
Helga Ingimundardóttir frá Háskóla Íslands var tekin í stjórn faghópsins ásamt Róberti Bjarnasyni, sem var síðan tilnefndur sem formaður stjórnar fyrir næsta starfsár. Sjá skipun stjórnar hér að neðan.
Nokkur umræða var um erindi Róberts enda yfirgripsmikið, engin sérstök önnur mál voru rædd, en nýr formaður mun boða til fundar þegar líður að hausti.
Karl Friðriksson, fráfarandi stjórnarformaður.
Dagskrá fundar
- Að fjárfesta í gervigreind til verðmætasköpunar. Dæmi um þróunina. Róbert Bjarnason, Cittizens
- Síðasta starfsár
- Mótun stjórnar
- Önnur mál
Stjórn faghópsins
Anna Sigurborg Ólafsdóttir Framtíðarnefnd Alþingis.
Brynjólfur Borgar Jónsson DataLab
Gyða Björg Sigurðardóttir Orkan IS
Helga Ingimundardóttir Háskóli Íslands
Karl Friðriksson Framtíðarsetur Íslands
Róbert Bjarnason Citizens Foundation, formaður faghópsins
Sævar Kristinsson KPMG.
Þorsteinn Siglaugsson Sjónarrönd
- Frumsýning á myndbandi. Líttu upp, gervigreind á krossgötum.
Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind og framtíðarfræði.
Dagsetning: 21.ágúst 2023.
Staðsetning: Á netinu.
- Gervigreind. Ólíkar sviðsmyndir. London Futurist.
Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði, góða stjórnarhætti og gervigreind.
Dagsetning: 26.ágúst 2023.
Staðsetning: Á netinu.
- Skarpari hugsun með hjálp gervigreinar.
Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind, stefnumótun og árangursmat.
Dagsetning: 26.september 2023.
Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík og á Teams.
Fyrirlesari: Þorsteinn Siglaugsson, Sjónarrönd.
- Lagalegar áskoranir við að nýta tækifæri gervigreindar.
Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.
Dagsetning: 23.nóvember 2023.
Staðsetning: Á netinu.
Fyrirlesari: Thelma Christel Kristjánsdóttir, BBA/Fjeldco
Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.
Dagsetning: 7.desember 2023.
Staðsetning: Teams.
Fyrirlesari: Sigríður Hagalín, rithöfundur.
- Sýn til ársins 2024 og framtíðar. Laugardagur með London Futurists.
Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.
Dagsetning: 9.desember 2023.
Staðsetning: Á netinu.
- Gervigrein og upplýsingaöryggi.
Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind og upplýsingaöryggi.
Dagsetning: 14.desember 2023.
Staðsetning: Teams.
Fyrirlesarar: Tryggvi Freyr Elínarson, Datera.
Rachel Nunes, Microsoft.
Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.
Dagsetning: 2.febrúar 2024.
Staðsetning: Harpa, tónlistahús Eldborg.
Fyrirlesarar: José Cordeiro.
- Ástríða fyrir ódauðleikanum - Getur tæknin læknað dauðann?
Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.
Dagsetning: 3. Febrúar 2024.
Staðsetning: Harpa, tónlistahús Eldborg.
Fyrirlesarar: Jose Cordeiro, framtíðarfræðingur.
Kári Stefánsson, Íslensk erfðagreining.
- Ný hugsun fyrir nýjar kynslóðir.
Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.
Dagsetning: 3. Febrúar 2024.
Staðsetning: Harpa, tónlistahús Kaldalón.
Fyrirlesarar: Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, HÍ
Þóra Óskarsdóttir, Fab Lab Reykjavík.
Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands.
Rúna Magnúsdóttir, sjálfstætt starfandi
Svava Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur í nýsköpun.
- Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind - Framtíðarnefnd Alþingis
Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.
Dagsetning: 16.febrúar 2024.
Staðsetning: Á netinu.
Málstofa framtíðarnefndar Alþingis um alþjóðlega stöðu stefnumótunar um gervigrein.
- Framtíðarþróun lýðræðis - Futures Democracies
Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.
Dagsetning: 21.febrúar 2024.
Staðsetning: Versló, Ofanleiti.
Alþjóðleg ráðstefna um framtíðarþróun lýðræðis á vegum Framtíðarseturs Íslands og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga.
- Framtíðir kynlífs og nándar árið 2052
Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.
Dagsetning: 23.febrúar 2024.
Staðsetning: Versló, Ofanleiti 1.
Framtíðarstofa í samstarfi við Ljóðsmæðrafélag Íslands og Framtíðarsetur Íslands.
- Alþjóðlegur dagur framtíða 2024. Taktu þátt í alþjóðlegu samtali um bæta framtíð.
Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.
Dagsetning: 1.mars 2024.
Staðsetning: Á netinu.
Millieinum Project og fimm -önnur alþjóðleg framtíðarsamtök hýsa hinn árlega dag framtíða.
- Áhættumat á hugsanlegum hörmungum gervigreindar
Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.
Dagsetning: 16.mars 2024.
Staðsetning: Á netinu
Fyrirlesari: David Wood, London Futurists.
- Dagur framtíðarrýnis þjóða innan OECD
Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.
Dagsetning: 25.apríl 2024.
Staðsetning: Á netinu
Um 58 erindi verða flutt um ólíkar framtíðaráskoranir á ólíkum sviðum.
- Framtíðarvika í Kanada á netinu - Fjöldi viðburða 7 til 9 maí
Sameiginlegir fundir faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.
Dagsetning: 7.maí 2024.
Staðsetning: Á netinu
Árlegur viðburður þar sem hver og einn getur tekið þátt í ólíkum viðburðum.
- Aðalfundur faghóps um gervigreind.
Dagsetning: Maí 2024.
Staðsetning: Teams.
Hefðbundin aðalfundarstörf.