Fréttir og pistlar
Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:
https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc
https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK
- Inclusive Design and Policy: Moving beyond compliance to create accessible environments in workspaces and public life that respect autonomy and dignity.
- Intersectional Experiences: How disability intersects with race, gender, class, and other identities, creating unique challenges and opportunities for equity in both professional and social settings.
- Representation and Leadership: The critical need for disability-inclusive leadership and decision-making in workplaces, communities, and societal institutions.
- Cultural and Systemic Change: How workplaces and societies can address ableism, promote belonging, and establish sustainable frameworks for inclusion in all areas of life.
Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.
Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum?
Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.
Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.
Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.
Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá
Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!
Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri. Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina. Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja. Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári. Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms. Lísbet tók dæmi um ávöxtun hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.- 82,5% ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls. Í fræðslustefnu fyrirtækja er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins. Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á. Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar.
Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?
Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri. Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.
Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla. Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.
Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar.
Einar Guðbjartsson dósent í viðskiptafræðideild flytur áhugavert erindi um gæðastjórnun með fræðilegri nálgun, hvernig hægt er að reikna kostnað og ábata af gæðastjórnunarkerfum. Erindi þetta getur stuðlað að betri sýn á gæðastjórnun, þá sérstaklega á hagrænt gildi í rekstri.
Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.
Við innleiðingu á gæðastjórnun þá er vænst að hagnaður og eða ánægja viðskiptavina aukist. Ekki er alltaf auðvelt að reikna hver er í raun ávinningur af gæðastjórnunarkerfum sem hafa verið innleidd í fyrirtækinu.
Samhliða þróun á gæðastjórnun þá komu til skjalanna staðlar (ISO-staðlar) sem hafa treyst gæðastjórnun í sessi, sem hluti að stjórnunarkerfi fyrirtækja og góðum stjórnarháttum. Sá staðall sem er hvað einna mest þekktur er ISO-9001 og fjallar meðal annars um ánægju viðskiptavinar með keypta vöru eða þjónustu. Þar nálgumst við skilgreiningu á gæði.
Flytjandi erindisins: Einar Guðbjartsson - Dósent | Háskóli Íslands
Nánari upplýsingar um viðburðinn hér: Gæðastjórnun – hvað kostar? • Submission 83 • Þjóðarspegillinn 2024
Hér er stórmerkilegur viðburður fyrir allt áhugafólk um ávinning af notkun stjórnkerfisstaðlanna ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001.
Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.
Höfundar: Elín Huld Hartmannsdóttir MIS, gæða- og skjalastjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Jóhanna Gunnlaugsdóttir PhD, prófessor emerítus.
Nánari texta um erindið er að finna í heildardagskrá ráðstefnunnar, undir síðasta erindinu sem er nr. 46: https://virtual.oxfordabstracts.com/event/73508/session/134454
Vonandi hafa sem flestir tök á að hlýða á þær Elínu Huld og Jóhönnu á föstudaginn kemur.
"Samkvæmt könnun þar sem rætt var við yfir 800 stjórnendur kemur í ljós að vikuleg notkun á skapandi gervigreindar hefur nær tvöfaldast, úr 37% árið 2023 í 72% árið 2024, með miklum vexti í deildum sem áður voru hægari að tileinka sér tæknina, svo sem markaðs- og mannauðsdeildum. Þrátt fyrir aukna notkun standa fyrirtæki enn frammi fyrir áskorunum þegar kemur að því að meta fullan ávinning og arðsemi gervigreindarinnar."
Hér er ný skýrsla frá The Wharton School:
https://ai.wharton.upenn.edu/focus-areas/human-technology-interaction/2024-ai-adoption-report/
Mánudaginn 21. október var haldinn viðburður í húsakynnum Akademías í Borgartúni.
Formaður faghóps um góða stjórnarhætti hélt stuttan inngang en að því loknu flutti Dr. Eyþór Ívar Jónsson ákaflega áhugavert og fróðlegt erindi um traust í samhengi við góða/ábyrga stjórnarhætti. Þar fór hann yfir nokkrar kenningar um traust og setti í samhengi við fyrirtækjarekstur, stjórnarhætti, teymisvinnu og fleiri þætti.
Óhætt er að segja að gerður hafi verið góður rómur að erindinu og að því loknu áttu sér stað líflegar umræður og skoðanaskipti sem tengdust efni erindisins, störfum stjórna og stjórnarháttum almennt.
"Slæður/glærur" eru aðgengilegar og einnig er von á að hægt verði að birta upptöku af viðburðinum fljótlega.
Stjórnir faghópa og stjórn Stjórnvísi hafa lagt drög að á annað hundrað viðburða fyrir starfsárið 2024-2025. Það ættu því allir að finna áhugavert efni við sitt hæfi en sjá má framboðið með því að smella hér. Skjalið er í stöðugri vinnslu og munu fleiri viðburðir bætast inn á næstunni. Hér eru nokkur dæmi um viðburði í vetur:
- Snjöll aðstöðustjórnun
- Stjórnkerfi húsa
- Af hverju er alltaf brjálað að gera? "The art of not giving a f...."
- Gervigreind og heilsuefling á vinnustað - hver eru tengslin?
- Hvernig virkjum við "Viskuvélar" og aðferðir markþjálfunar á stafrænum vettvangi vaxtar. AI coach
- Hagnýt gervigreind: Stjórnvöld
- Hagnýt gervigreind: Sjávarútvegur
- Gæðamarkmið og mælingar. Hvernig nýtum við þær fyrir stöðugar umbætur í rekstri?
- Gæðastjórahittingur: Gæðastjórar og ábyrgðarmenn gæðastjórnunarkerfa hittast og miðla af reynslu sinni.
- Samkeppnisgreining á fjármálamarkaði.
- Gervigreind og stefnumótun - "Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir".
- Notkun vídjó-viðtala við ráðningar
- Öryggisstjórnun fyrir mannauðssvið
- Algengustu mistök árangursmælinga
- Fjölmenning - áskorun - öryggi
- Vinna við raka/myglu og áhrif á starfsfólk
- Alþjóðlegi persónuverndardagurinn
- Loftþéttimælingar bygginga og ávinningur fyrir vistvænar/vistvottaðar byggingar
Fjölbreytileiki og inngilding: Reynslusögur fyrirtækja: Hrafnista/Samkaup/Ríkislögregla/Reykjavíkurborg
Framtíðarfestival 2025 - Opið fyrir umsóknir
Hefur þú áhyggjur af þróun mála? Tengslarof, ójöfnuður, vistkreppa - hvernig getum við komið í veg fyrir að vandamálin fylgi okkur inn í framtíðina?
Framtíðarfestivalið er haldið í Grófinni 25. janúar 2025.
Hér gefst tækifæri til að losa okkur úr fötrum hversdagsleikans og þróa fjölbreyttar framtíðir:
Hugsaðu 100 ár fram í tímann og ímyndaðu þér að þú sért á ferð í gegnum framtíðarsamfélagið þitt. Hvernig ferðu á milli staða og hvað sérðu umhverfis þig? Er hljóðlátt? Er fólk í kringum þig? Hvar eru dýr, gróður eða vatn? Hvaða verkfæri ert þú með í töskunni? Hvar getur þú hvílt þig? Getur þú ímyndað þér hvað þú borðaðir á þessum degi?
Nánari upplýsingar er á vef safnsins Framtíðarfestival | Borgarbókasafnið (borgarbokasafn.is)
Haustráðstefna Stjórnvísi hitti heldur betur í mark í ár. Frábær mæting var bæði á Grand Hótel og í streymi enda dagskráin stútfull af áhugaverðum fyrirlesurum. Hér má sjá upptökur af öllum erindum og hér eru myndir af ráðstefnunni.
Dagskráin var svohljóðandi.
08:30 Húsið opnar: Létt morgunhressing
09:00 Laufey Guðmundsdóttir, Sýningarstjóri Jarðhitasýningarinnar í Hellisheiðavirkjun og í stjórn Sjórnvísi: Setning ráðstefnu
09:05 Ráðstefnustjóri: Bergur Ebbi, rithöfundur og fyrirlesari
09:10 Haraldur Bjarnason forstjóri Auðkennis og í stjórn Stjórnvísi stýrir pallborði. Þátttakendur:
Stefán Baxter, forstjóri og stofnandi Snjallgagna
Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID
09:35 Kolfinna Tómasdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og meðstofnandi og meðstjórnandi AiXist. "Gervigreind og íslensk nýsköpun"
09:50 Stutt hlé: Tengslamyndun og spjall
10:05 Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar: „Vegferð Orkunnar – Snjallari greiðslulausnir“
10:20 Róbert Bjarnason, Forstjóri, Citizens Foundation„Gervigreind, straumar og stefnur“
10:35 Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur. “Jæja, getum við þá loksins hætt að hugsa?”
10:50 Thelma Christel Kristjánsdóttir, Lögmaður hjá BBA//Fjeldco, LL.M., og stundakennari við Háskóla Íslands. “Lögfræði og mállíkön”
11:00 Lilja Gunnarsdóttir, markþjálfi og teymisþjálfi í stjórn Stjórnvísi: Samantekt
11:05 Ráðstefnuslit
Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins taka höndum saman gegn vinnumansali á Íslandi.
Sameiginleg ráðstefna ASÍ og SA fer fram þann 26. september í Hörpu – 10:00 - 16:00
10:00-12:00 Ráðstefna í Norðurljósum Hörpu: erindi, umræður og fræðsluefni
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-14:00 Málstofur
14:00-14:15 Kaffihlé
14:15-15:15 Málstofur
15:15-16:00 Samantekt og yfirlýsing ASÍ og SA
Smelltu hér til að horfa á ráðstefnuna í beinu streymi.
Boðið verður upp á hið vinsæla morgunverðarhlaðborð Grand Hótel.
Nánari upplýsingar eru hér:
08:30 Húsið opnar: Létt morgunhressing
09:00 Laufey Guðmundsdóttir, Sýningarstjóri Jarðhitasýningarinnar í Hellisheiðavirkjun og í stjórn Sjórnvísi: Setning ráðstefnu
09:05 Ráðstefnustjóri: Bergur Ebbi, rithöfundur og fyrirlesari
09:10 Haraldur Bjarnason forstjóri Auðkennis og í stjórn Stjórnvísi stýrir pallborði. Þátttakendur:
Stefán Baxter, forstjóri og stofnandi Snjallgagna
Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID
09:35 Kolfinna Tómasdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og meðstofnandi og meðstjórnandi AiXist. "Gervigreind og íslensk nýsköpun"
09:50 Stutt hlé: Tengslamyndun og spjall
10:05 Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar: „Vegferð Orkunnar – Snjallari greiðslulausnir“
10:20 Róbert Bjarnason, Forstjóri, Citizens Foundation„Gervigreind, straumar og stefnur“
10:35 Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur. “Jæja, getum við þá loksins hætt að hugsa?”
10:50 Thelma Christel Kristjánsdóttir, Lögmaður hjá BBA//Fjeldco, LL.M., og stundakennari við Háskóla Íslands. “Lögfræði og mállíkön”
11:00 Lilja Gunnarsdóttir, markþjálfi og teymisþjálfi í stjórn Stjórnvísi: Samantekt
11:05 Ráðstefnuslit