Traust ....í samhengi við góða stjórnarhætti

Mánudaginn 21. október var haldinn viðburður í húsakynnum Akademías í Borgartúni.

Formaður faghóps um góða stjórnarhætti hélt stuttan inngang en að því loknu flutti Dr. Eyþór Ívar Jónsson ákaflega áhugavert og fróðlegt erindi um traust í samhengi við góða/ábyrga stjórnarhætti. Þar fór hann yfir nokkrar kenningar um traust og setti í samhengi við fyrirtækjarekstur, stjórnarhætti, teymisvinnu og fleiri þætti.

Óhætt er að segja að gerður hafi verið góður rómur að erindinu og að því loknu áttu sér stað líflegar umræður og skoðanaskipti sem tengdust efni erindisins, störfum stjórna og stjórnarháttum almennt.

"Slæður/glærur" eru aðgengilegar og einnig er von á að hægt verði að birta upptöku af viðburðinum fljótlega.

Um viðburðinn

Traust.....?!

Fjallað um traust í samhengi góðra/ábyrgra stjórnarhátta.

Erindi frá Dr. Eyþóri Ívari Jónssyni um tilurð, mikilvægi og takmarkanir trausts í samhengi við góða/ábyrga stjórnarhætti.

Gert er ráð fyrir að tækifæri gefist til að skiptast aðeins á skoðunum að erindi loknu.

Fleiri fréttir og pistlar

Heimsókn í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Við vorum svo heppin að fá boð í heimsókn til HVIN, þar sem Ásdís Halla Bragadóttir  ráðuneytisstjóri og Þórir Hrafnsson mannauðsstjóri tóku á móti okkur í nýju og glæsilegu húsi ráðuneytisins að Reykjastræti 6.
 
Ásdís Halla fór vel yfir það sem þau kalla Stiklur í starfsemi sinni og er leiðarvísir þeirra að árangri fyrir Ísland. HVÍNandinn var ræddur sem leggur áherslu á að samstarfsfólk hjálpist að og vandi sig, viðurkenni mistök og læri af þeim, hlusti, virði og sýni hvert öðru umhyggju, gleðjist og fagni áföngum og viðhaldi heiðarlegum samskiptum. Þau Ásdís Halla og Þórir telja að þetta sé búið að ganga mjög vel og húsið sé eins og hannað fyrir þessi samskipti með opnum rýmum.
 
Þau fóru einnig vel yfir hvernig verkefni innan ráðuneytisins eru unnin. Þá er verkefnum forgangsraðað og þau bútuð niður og unnin í tímasettum sprettum. Þau beita sýnilegri stjórnun þar sem farið er yfir sprettina einu sinn í viku á töflum sem eru sýnilegar öllum. Með þessari aðferð hefur náðst að ljúka við fleiri verkefni, einnig þau sem alla jafna þurfa að bíða þegar önnur mikilvæg verkefni sem brennur á að ljúka koma fram. Verkefnin eru skilgreind sem þríþætt, sífellu verkefni, tilfallandi verkefni og sprettir. Verkefnin eru eðlilega ólík að stærð og úrlausnir þeirra kalla oft á ólík vinnubrögð.  Verklagið stýrir því í hvaða flokk verkefnin fara og stundum geta þau þróast þannig að þau færast á milli flokka.
 
Starfsfólk ráðuneytisins starfar í þverfaglegum teymum þar sem sérfræðingar frá ólíkum skrifstofum starfa saman og leiða saman einstaklinga sem hafa sérþekkingu á ólíkum sviðum. Að lokum fengum við túr um húsnæðið þar sem einn starfsmaður frá hverri skrifstofu sagði stuttlega frá þeirra verkefnum og uppbyggingu.
 
Heimsóknin var virkilega skemmtileg og fróðleg, það var gaman að spjalla við starfsfólkið og allir tóku hópnum okkar vel. Við þökkum öllum í HVIN fyrir að gefa sér þennan dýrmæta tíma til að taka á móti okkur og félögum okkar í breytingastjórnunarhópnum. 

Námskeið: Mitigating Unconscious Bias in the Workplace

12/11/2024 – 03/12/2024 (Four online sessions every Tuesday from 9:00 to 12:00, starting on 12th of November)

We are bombarded by millions of pieces of information every day and we simply don’t have the mental capacity to deal with it all consciously. So we develop the habit of taking mental shortcuts that lead to snap judgments (often based on identifiers such as gender, ability, race, sexual orientation, and age) about people’s talents or character. Naturally, sometimes we misjudge people, make mistakes and assumptions that negatively impact workplace safety, recruitment, and promotions decisions, interactions with colleagues, customers, and partners.

Metnaðarfull, spennandi og fjölbreytt dagskrá framundan hjá Stjórnvísi 2024-2025

Stjórnir faghópa og stjórn Stjórnvísi hafa lagt drög að á annað hundrað viðburða fyrir starfsárið 2024-2025.  Það ættu því allir að finna áhugavert efni við sitt hæfi en sjá má framboðið með því að smella hér. Skjalið er í stöðugri vinnslu og munu fleiri viðburðir bætast inn á næstunni. Hér eru nokkur dæmi um viðburði í vetur:

  • Snjöll aðstöðustjórnun
  • Stjórnkerfi húsa
  • Af hverju er alltaf brjálað að gera? "The art of not giving a f...."
  • Gervigreind og heilsuefling á vinnustað - hver eru tengslin?
  • Hvernig virkjum við "Viskuvélar" og aðferðir markþjálfunar á stafrænum vettvangi vaxtar. AI coach
  • Hagnýt gervigreind: Stjórnvöld
  • Hagnýt gervigreind: Sjávarútvegur
  • Gæðamarkmið og mælingar. Hvernig nýtum við þær fyrir stöðugar umbætur í rekstri?
  • Gæðastjórahittingur: Gæðastjórar og ábyrgðarmenn gæðastjórnunarkerfa hittast og miðla af reynslu sinni.
  • Samkeppnisgreining á fjármálamarkaði.
  • Gervigreind og stefnumótun - "Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir". 
  • Notkun vídjó-viðtala við ráðningar
  • Öryggisstjórnun fyrir mannauðssvið
  • Algengustu mistök árangursmælinga
  • Fjölmenning - áskorun - öryggi
  • Vinna við raka/myglu og áhrif á starfsfólk
  • Alþjóðlegi persónuverndardagurinn
  • Loftþéttimælingar bygginga og ávinningur fyrir vistvænar/vistvottaðar byggingar

Fjölbreytileiki og inngilding: Reynslusögur fyrirtækja: Hrafnista/Samkaup/Ríkislögregla/Reykjavíkurborg

Framtíðarfestival í byrjun næsta árs. Borgarbókasafnið

Framtíðarfestival 2025 - Opið fyrir umsóknir 

Hefur þú áhyggjur af þróun mála? Tengslarof, ójöfnuður, vistkreppa - hvernig getum við komið í veg fyrir að vandamálin fylgi okkur inn í framtíðina? 

Framtíðarfestivalið er haldið í Grófinni 25. janúar 2025.
Hér gefst tækifæri til að losa okkur úr fötrum hversdagsleikans og þróa fjölbreyttar framtíðir:

Hugsaðu 100 ár fram í tímann og ímyndaðu þér að þú sért á ferð í gegnum framtíðarsamfélagið þitt. Hvernig ferðu á milli staða og hvað sérðu umhverfis þig? Er hljóðlátt? Er fólk í kringum þig? Hvar eru dýr, gróður eða vatn? Hvaða verkfæri ert þú með í töskunni? Hvar getur þú hvílt þig? Getur þú ímyndað þér hvað þú borðaðir á þessum degi? 

Nánari upplýsingar er á vef safnsins Framtíðarfestival | Borgarbókasafnið (borgarbokasafn.is)

Vettvangsferð í HVIN

Kæru félagar, okkur hefur verið boðið í vettvangsferð til HVIN. 
 
Viðburðurinn verður 22. okt. næstkomandi á milli 8:30-10:00, takmarkaður fjöldi sem kemst að, fyrstir koma fyrsti fá. 
 
Frá stofnun háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins (HVIN) hefur áhersla verið lögð á breytt vinnubrögð og áherslur í starfsemi ráðuneytisins. Markmiðið var að ná auknum árangri samhliða því að vera sveigjanlegri og hafa fólk í forgrunni allrar ákvarðanatöku, ekki kerfið sjálft.
 
 Til að styðja við þessa áherslu var það forgangsmál hjá HVIN að hafa skýra sýn og sveigjanlegt skipurit sem ýtir undir nýsköpun. Skrifstofum var fækkað og yfirbygging minnkuð. Á sama tíma er áhersla lögð á skipulagningu verkefna þannig að stefnumarkandi mál eru aðskilin almennri stjórnsýslu og rekstrarlegum viðfangsefni. Slík breyting, að hafa skýra forgangsröðun og greina á milli mikilvægra langtímaverkefna og áríðandi daglegra úrlausnarefna, hefur verið lykilatriði í því að starfsfólk ráðuneytisins er ekki fast í viðbragðsstjórnun heldur starfar eftir skýrri stefnumörkun og markmiðum. Þannig hefur HVIN tekist að hrinda stórum breytingum í framkvæmd sem hafa jafnvel verið föst á teikniborðinu um margra ára skeið.
 
 Í heimsókninni mun Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri kynna verklagið og hvernig tekist hefur verið á við þau ljón sem hafa verið á veginum.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?