Framtíðarfestival 2025 - Opið fyrir umsóknir
Hefur þú áhyggjur af þróun mála? Tengslarof, ójöfnuður, vistkreppa - hvernig getum við komið í veg fyrir að vandamálin fylgi okkur inn í framtíðina?
Framtíðarfestivalið er haldið í Grófinni 25. janúar 2025.
Hér gefst tækifæri til að losa okkur úr fötrum hversdagsleikans og þróa fjölbreyttar framtíðir:
Hugsaðu 100 ár fram í tímann og ímyndaðu þér að þú sért á ferð í gegnum framtíðarsamfélagið þitt. Hvernig ferðu á milli staða og hvað sérðu umhverfis þig? Er hljóðlátt? Er fólk í kringum þig? Hvar eru dýr, gróður eða vatn? Hvaða verkfæri ert þú með í töskunni? Hvar getur þú hvílt þig? Getur þú ímyndað þér hvað þú borðaðir á þessum degi?
Nánari upplýsingar er á vef safnsins Framtíðarfestival | Borgarbókasafnið (borgarbokasafn.is)