Fréttir og pistlar
Málefni: Fréttatilkynning frá stjórn faghóps um öryggisstjórnun hjá Stjórnvísi um viðburð hjá VINNÍS (Vinnuvistfræðifélag Íslands) – Aðalfundur og kynning á ÖHU Stjórnun Marel.
Leó Sigurðsson, sem situr í stjórn Vinnís og í stjórn faghóps um öryggisstjórnun og loftlagshóps hjá Stjórnvísi, vekur athygli á mjög áhugaverðum viðburði sem verður þann 26.apríl n.k. þegar VINNÍS (Vinnuvistfræðifélag Íslands) mun halda aðalfund. Á fundinum verður einnig boðið uppá kynningu á ÖHU málum (Öryggi-Heilsa-Umhverfi) hjá Marel ásamt léttri kynningargöngu um Marel með áherslu á framleiðslusvæði.
Í meðfylgjandi hlekk er linkur á viðburðinn: https://facebook.com/events/s/a%C3%B0alfundur-vinnis-2023/921541962387940/
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Ef þið eruð ekki félagar í Vinnís eruð þið hvött til að gerast félagar. Hægt er að ganga frá slíkri skráningu á fundinum.
Staður:
Marel á Íslandi. Austurhraun 9, 210 Garabær.
Tími:
Kl. 17 – 18:30
Skráning á viðburð:
Skráning fer fram á facebook síðu Vinnís: https://facebook.com/events/s/a%C3%B0alfundur-vinnis-2023/921541962387940/
Aðalfundur var haldinn í dag þar sem ný stjórn var kosin:
Formaður:
Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri hjá Kópavogsbær
Meðstjórnendur eru:
Eygló Hulda Valdimarsdóttir, Gæðastjóri hjá HS Veitur
Arngrímur Blöndahl, Gæðastjóri hjá Staðlaráð Íslands.
Jóna Björg Magnúsdóttir, Gæðastjóri hjá Seðlabanki Íslands
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, Gæðastjóri hjá Reykjanesbær
Maria Hedman, Vörstjóri hjá Origo
Gná Guðjónsdóttir, Framkvæmdastjóri hjá Versa Vottur
Einar Bjarnason, Gæðastjóri hjá Límtré Virnet
Framtíðarvika í Kanada - Okkur er boðið. Að sigla í ólgusjó!
Gjaldfrjáls Kanadískur viðburður á netinu.
Framtíðarvika (Futures Week) þeirra í Kanada fer fram 16. til 18. maí 2023. Um er að ræða ókeypis viðburði þar sem þátttakendum er boðið að hlusta á erindi um margvíslegar framtíðaráskoranir, greina tækifæri og hvernig framsýni/framrýni getur knúið fram umbreytingar.
Um er að ræða árlega netráðstefna og skipulögð af Policy Horizons Canada, https://horizons.gc.ca/en/home/, á vegum ríkisstjórnar Kanada. Ákveðið var í ár að kynna ráðstefnuna, útfyrir Kanada fyrir áhugafólki um framtíðarfræði og þróun.
Eins og fyrr segir þá er viðburðurinn er ókeypis og túlkaður á frönsku/ensku, myndatexta og táknmál verða í boði fyrir allar lotur.
Skoðið dagskrá viðburðarins og skráið ykkur til þátttöku.
"Ef þú segir mér hvernig frammistaða þín er mæld, þá get ég sagt þér hvernig þú hegðar þér" sagði Eli Goldratt eitt sinn.
Í stjórnun og stefnumótun eru réttir mælikvarðar lykilatriði. Rangir mælikvarðar geta leitt af sér ákvarðanatöku sem veldur fyrirtækinu eða stofnuninni tjóni. Í þessari stuttu grein er fjallað um dæmi um hvernig þetta getur gerst og hvernig við getum notað röklega greiningu til að finna slíka mælikvarða.
https://thorsteinnsiglaugsson.substack.com/p/from-symptoms-to-causes
Hér birtist nýtt viðtal við H. William Dettmer, upphafsmann Logical Thinking Process aðferðafræðinnar, en Dettmer hélt fyrirlestur á vegum faghópa um stjórnun viðskiptaferla og um stefnumótun og árangursmat vorið 2021.
Viðtalið birtist á nýrri upplýsingasíðu, "The Edge of Reason", sem helguð er röklegri greiningu og gagnrýninni hugsun.
H. William Dettmer er ráðgjafi og höfundur níu bóka um röklega greiningu og stjórnun hindrana (Theory of Constraints) og náinn samstarfsmaður Eli Goldratt, höfundar "The Goal". Sem ráðgjafi hefur Dettmer starfað með fjölda alþjóðlegra stórfyrirtækja við að bæta ákvarðanatöku á grunni röklegrar greiningar. Þar á meðal má nefna Deloitte, Boeing, Siemens, Lucent Technologies og Seagate, svo fátt eitt sé nefnt.
Dettmer er nú á sjötugasta og níunda aldursári, en síður en svo sestur í helgan stein. Megináhersla hans nú er á vefnámskeið í Logical Thinking Process aðferðafræðinni. Í viðtalinu segir hann m.a. frá þróun aðferðafræðinnar og kynnum sínum af Eli Goldratt og hugmyndum hans.
Tveggja heima sýn, tyrkneska ljósmyndarans Ugur Gallenkus, segir sína sögu á áhrifaríkan hátt. Mótun framtíðina þannig að hún styðji við velferð, hagsæld og frið.
https://www.youtube.com/watch?v=4tet-cuSd30
Framtíðaráform um miðbæ Riyadh, New Murabba. Áhugavert og skemmtilegt myndband?
https://www.youtube.com/watch?v=1MNizNkTUwI
Yfir 50 manns mættu á fyrirlestur Þórðar forstjóra Skeljungs þar sem hann fór yfir vegferð og ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni. Skeljungur hóf EOS vegferðina í janúar í fyrra og hefur Bjarki Jóhannesson hjá Bravo leitt þá í gegnum hana. Það helsta sem kom fram á fundinum :
Bjarki hóf fundinn og fór stuttlega yfir sögu EOS aðferðafræðinnar og út á hvað hún gengur útfrá EOS módelinu.
Þórður byrjaði á að segja frá Skeljungi í dag eftir uppskiptingu í lok árs 2021 þar sem einu félagi var skipt í þrjú, þ.e. Skeljung, Orkuna og Gallon. Fyrsta rekstrarár Skeljungs gekk vonum framar þrátt fyrir uppskiptingu, flutning starfseminnar og erfið markaðskilyrði. Telur hann að EOS hafi átt stóran þátt í því. Hann lýsti svo ferlinu við innleiðingu EOS og hvernig fyrsta árið þróaðist í því vinnulagi sem EOS skapar. Nú er svo komið að allt fyrirtækið er orðið virkt í aðferðafræðinni. Hann lauk svo fyrirlestrinum með þvi að fara yfir ávinninginn og nálgaðist það útfrá helstu EOS verkfærunum. Ljóst er að ávinningur EOS er töluverður en helstu punktar eru þessir
1. Félagið hefur skýra sýn, framkvæmdastjórnin er 100% á sömu blaðsíðu og mjög samstíga. Allt starfsfólkið þekkir sýn félagsins.
2. Fundaskipulagið tryggir að við erum að fara í rétta átt í öllum teymum, í hverri viku , í hverjum ársfjórðungi, ár eftir ár.
3. Vikulegu skorkortin byggja upp ábyrgð því allir eru með mælingar sem þeir þurfa að standa skil á. Þau ýta einnig undir að það mikilvægasta fyrir árangur í rekstrinum er gert í hverri einustu viku.
4. Unnið er skipulega að því að ná markmiðum fyrirtækisins með ársfjórðunglegum forgangsverkefnum. Teymin taka virkan þátt í að útfæra forgangsverkefni og mun fleiri umbætur eru virkjaðar en ella. Með vikulegri eftirfylgni aukast líkur á að þeim ljúki á tilsettum tíma verulega.
5. Mál eru dregin fram allstaðar í fyrirtækinu og tækluð. Allir eru vakandi fyrir því sem betur má fara og er unnið að lausnum í öllum teymum. Með vikulegri eftirfylgni tryggjum við framkvæmd úrlausna.
6. Kjarnagildin hafa þegar haft afgerandi áhrif á fyrirtækjamenninguna. Þau gera okkur alltaf meðvituð um hvernig viðhorf og hegðun við erum að leita eftir í okkar fólki og við ýtum undir þá hegðun.
7. Ábyrgðarritið hefur gert það að verkum að ábyrgðin er skýr og við erum meðvituð um að hlutverk okkar og hvers annars. Ábyrgðarritið hefur veitt stjórnendum góða yfirsýn og aukið ábyrgðartilfinningu starfsfólks.
8. EOS hefur fært stjórnendum verkfæri til að verða betri stjórnendur. Tekist hefur að dreifa ábyrgðinni betur og valdefla starfsfólkið. Við erum að sjá aukið traust í framkvæmdastjórninni og meiri samheldni, auk þess sem aðferðafræðin hefur fært okkur mikla yfirsýn og yfirvegun þar sem við vitum að fólkið er að vinna í réttum hlutunum í hverri einustu viku.
9. Hugbúnaðurinn sem heldur utan um allt það sem tengist EOS er orðið að helsta stjórntæki félagsins. Hann veitir mikla yfirsýn yfir stöðuna í öllum teymum (skorkortin, forgangsverkefnin og málin sem verið er að tækla.) Þar eru allir fundir teymana keyrðir og allar ákvarðanir skráðar og eftirfylgni tryggð.
Að lokum fór Þórður yfir næstu skref í EOS vinnunni. Hann telur að það taki að minnsta kosti ár í viðbót þar til EOS hugsunin er komin í DNA hjá fyrirtækinu.
Mikið var um spurningar í lokin og greinilegt að margir voru mjög ánægðir með fundinn.
Hér má sjá myndir frá hátíðinni og link á streymið. Fjórir einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2023 sem veitt voru veitt í dag við hátíðlega athöfn á Nauthól að viðstöddum forseta Íslands.Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum en þetta er í fjórtánda sinn sem þau eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2023 eru eftirtaldir: Í í flokki yfirstjórnenda Jón Björnsson, forstjóri Origo, í flokki millistjórnenda þau Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech og Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair og í flokki framkvöðla Finnur Pind, stofnandi og forstjóri Treble Technologies.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og örva umræðu um faglega stjórnun.
Í dómnefnd sátu
- Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
- Friðrik Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Verna
- Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
- Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs
- Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
- Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá PayAnalytics
- Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
- Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Hérna eru nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaunin: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun
Gervigreindin árið 2045. Skemmtilega framsetning. Njóttið :)
https://www.youtube.com/watch?v=wsQjiWyCH0M
Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2023.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar.
Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson mun afhenda verðlaunin á Nauthól þann 20. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00.
Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.
Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2023:
Stjórnvísi mætti að venju á Markþjálfunardaginn og hlustaði á áhugaverð og fjölbreytt erindi frá innlendum og erlendum fyrirlesurum um "Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað"
Mikið af áhugaverðu og skemmtilegu fólki kom við á kynningarbás Stjórnvísi og þökkum við þeim fyrir að heilsa upp á okkur.
Markþjálfunardagurinn 2023 - Velsæld og árangur!
Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.
Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.
Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.
Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.
Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.
Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.
Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Opið streymi með Gerd Leonhard um ofurgervigreindarlíkön eins og ChatGpt eða Dalle-2.
30 janúar kl 17:00. Sjá nánar https://www.futuristgerd.com/2023/01/join-me-for-a-very-special-gerdtalks-live-show-on-chatgpt-january-30-2023/
Heimurinn virðist vera á barmi umbreytinga þar sem fyrirtæki og einstaklingar eru farnir að nýta sér Generative AI líkön (ofurgervigreind) eins og Dalle-2, ChatGPT og sambærileg líkön. Hægt er að kalla þetta „páfagauka á ofurhormónum“ en ChatGPT getur á áhrifaríkan hátt líkt eftir mannlegum samtölum og búið til einstaka texta sem hafa ótrúlega mannlega eiginleika.
Faghópur um mannauðsstjórnun vekur athygli á nýju hlaðvarpi "Gott fólk með Guðrúnu Högna". Hér er vefsíða þátttanna https://franklincovey.is/gott-folk-hladvarpid/ Þeir eru líka aðgengilegir á Spotify ofl miðlum. Þetta er stutt spjall við reynda stjórnendur sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, hagnýtar lexíur, og bara lífsins speki valdra viðmælenda. Þættirnir koma hálfsmánaðarlega og er hver þáttur 30-40 mínútur. gfélög
Stjórn faghóps um sjálfbærni vekur athygli félaga á þessari áhugaverðu ráðstefnu:
Vertu með á stærsta árlega sjálfbærniviðburði hér á landi, sem er nú haldinn í tíunda sinn. Þetta er viðburður sem uppselt hefur verið á síðustu ár – tryggðu þér miða!
Í ár munum við heyra um hugmyndir sem breyta heiminum. ✨
Við fáum skýra mynd af breytingum framundan á lögum og kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja af öllum stærðum, stórhuga aðgerðum í farvatninu af hálfu nýsköpunarráðherra og dýpkum þekkingu okkar á stórum skrefum framundan í heimi sjálfbærni.
- 26. janúar kl. 13:00
- Hilton Nordica
Hér er linkur á streymið á örmyndbönd og myndir frá hátíðinni. Þann 13. janúar 2023 voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2022 kynntar og er þetta tuttugasta og fjórða árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti.
Að vinna Ánægjuvogina er eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki
Mikill heiður er fyrir fyrirtæki að vera hæst á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila. Þau fyrirtæki sem vinna á sínum markaði fá að nota merki Íslensku ánægjuvogarinnar á sínu markaðsefni sem og njóta heiðursins.
40 fyrirtæki í 14 atvinnugreinum voru mæld
Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 40 fyrirtæki í 14 atvinnugreinum. Nokkur munur er á ánægju þeirra fyrirtækja sem voru mæld og eru einkunnir frá 56,1 til 81,3 af 100 mögulegum. N1 rafmagn kemur nýtt inn í mælingar í ár sem raforkusali.
Átta fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði
Gyllta merkið er einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Þessir sigurvegarar mega þar af leiðandi segjast vera með ánægðustu viðskiptavinina.
Sigurvegarar Íslensku ánægjuvogarinnar 2022 – Gullhafar
- Costco eldsneyti 81,3 stig meðal eldsneytisfyrirtækja
- Nova 76,9 stig meðal fjarskiptafyrirtækja
- Apótekarinn 75,3 stig meðal apóteka
- IKEA 75,2 stig meðal húsgagnaverslana
- Krónan 74,4 stig meðal matvöruverslana
- Orka náttúrunnar 70,8 stig meðal raforkusala
- BYKO 70,5 stig meðal byggingavöruverslana
- Sjóvá 69,5 stig meðal tryggingafélaga
Vinningshafar í sinni atvinnugrein – Blátt merki
Efstu fyrirtæki á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur.
- Heimilistæki 75,6 stig meðal raftækjaverslana
- Play er í fyrsta skipti að fá mælingu með 72,1 stig meðal flugfélaga
- A4 71,7 stig meðal ritfangaverslana
- Smáralind 68,3 stig meðal verslunarmiðstöðva
- Landsbankinn 66,3 stig meðal banka
Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni og hafa fengið þá nafnbót frá því þau komu inn á íslenska markaðinn árið 2017.
Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá í töflunni hér að neðan.
Um framkvæmd rannsóknar
Prósent sá um framkvæmd mælinga sem fór fram frá maí til desember árið 2022. Könnunin var send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents. Um 3.000 manna úrtak á hverjum markaði. 200-1.000 svarendur fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins.
Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum:
- Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]?
- Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar?
- Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?
Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju. Athygli er vakin á siða- og viðmiðunarreglum um notkun á merki Íslensku ánægjuvogarinnar sem finna má á http://stjornvisi.is/anaegjuvogin ásamt öðrum upplýsingum um Íslensku ánægjuvogina.
Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni 2022.
Nánari upplýsingar
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi, í síma 840 4990, netfang: gunnhildur@stjornvisi.is
Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents í síma 546 1008 / 859 9130, netfang: trausti@prosent.is.