Stjórnir faghópa og stjórn Stjórnvísi hafa lagt drög að á annað hundrað viðburða fyrir starfsárið 2024-2025. Það ættu því allir að finna áhugavert efni við sitt hæfi en sjá má framboðið með því að smella hér. Skjalið er í stöðugri vinnslu og munu fleiri viðburðir bætast inn á næstunni. Hér eru nokkur dæmi um viðburði í vetur:
- Snjöll aðstöðustjórnun
- Stjórnkerfi húsa
- Af hverju er alltaf brjálað að gera? "The art of not giving a f...."
- Gervigreind og heilsuefling á vinnustað - hver eru tengslin?
- Hvernig virkjum við "Viskuvélar" og aðferðir markþjálfunar á stafrænum vettvangi vaxtar. AI coach
- Hagnýt gervigreind: Stjórnvöld
- Hagnýt gervigreind: Sjávarútvegur
- Gæðamarkmið og mælingar. Hvernig nýtum við þær fyrir stöðugar umbætur í rekstri?
- Gæðastjórahittingur: Gæðastjórar og ábyrgðarmenn gæðastjórnunarkerfa hittast og miðla af reynslu sinni.
- Samkeppnisgreining á fjármálamarkaði.
- Gervigreind og stefnumótun - "Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir".
- Notkun vídjó-viðtala við ráðningar
- Öryggisstjórnun fyrir mannauðssvið
- Algengustu mistök árangursmælinga
- Fjölmenning - áskorun - öryggi
- Vinna við raka/myglu og áhrif á starfsfólk
- Alþjóðlegi persónuverndardagurinn
- Loftþéttimælingar bygginga og ávinningur fyrir vistvænar/vistvottaðar byggingar
Fjölbreytileiki og inngilding: Reynslusögur fyrirtækja: Hrafnista/Samkaup/Ríkislögregla/Reykjavíkurborg