Sjálfbærniásinn, ný viðurkenning fyrir árangur í sjálfbærni, veitt í fyrsta sinn til íslenskra fyrirtækja

Íslensk erfðagreining mælist hæst fyrirtækja á Sjálfbærniásnum -16 fyrirtæki hlutu viðurkenningu Sjálfbærniássins 2024
Í dag fór fram fyrsta viðurkenningarathöfn Sjálfbærniássins í Opna háskólanum, þar sem 16 fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir árangur í sjálfbærni. Sjálfbærniásinn er nýr mælikvarði sem metur viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja í sjálfbærni. Mælingin er svar við aukinni kröfu viðskiptavina og annarra hagaðila um að fyrirtæki leggi meiri áherslu á sjálfbærni.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 63% þjóðarinnar að áhersla fyrirtækja á sjálfbærni hafi mjög eða frekar mikil áhrif á viðhorf þeirra gagnvart fyrirtækjum. Þetta viðhorf er sérstaklega sterkt meðal yngri kynslóða, þar sem 76% svarenda á aldrinum 18 til 24 ára telja sjálfbærni fyrirtækja hafa mikil eða frekar mikil áhrif á viðhorf þeirra. Verkefnið er unnið í samstarfi Prósents, Langbrókar og Stjórnvísi, með það að markmiði að hvetja fyrirtæki til aukinnar ábyrgðar og auka vitund neytenda um mikilvægi sjálfbærni.

„Við höfum lagt mikla vinnu í að þróa Sjálfbærniásinn með því að styðjast við þróun mælikvarða sem hafa verið notaðir á alþjóðlegum mörkuðum til að mæla sjálfbærni fyrirtækja. Leit okkar að besta mælikvarðanum tók um ár, og í fyrstu mælingum voru skoðaðir 14 markaðir og 47 fyrirtæki. Mælingarnar veita skýra mynd af viðhorfi fólks til þeirra fyrirtækja sem eru mæld, og við vonum að niðurstöðurnar verði hvatning til fyrirtækja að vanda enn frekar til verka í þessum málum og miðla upplýsingum um samfélagslega ábyrgð sína.“

Trausti Heiðar, framkvæmdastjóri Prósents.
„Það er ekki tilviljun að Íslensk erfðagreining mælist hæst á Sjálfbærniásnum. Sjálfbærni felst ekki aðeins í umhverfisvernd, heldur einnig í því að hafa jákvæð og varanleg áhrif á fólk og samfélagið. Með frumkvöðlastarfi sínu í upphafi COVID-19 faraldursins lagði fyrirtækið sitt af mörkum til að vernda heilsu og velferð landsmanna. Íslensk erfðagreining hefur einnig stuðlað að aukinni þekkingu, nýsköpun og alþjóðlegri samvinnu, sem eru grundvallarstoðir sjálfbærs samfélags. Þessi víðtæku áhrif endurspegla þá grunnhugmynd sjálfbærni að fyrirtæki sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins, hvort sem er í gegnum vísindarannsóknir, störf eða aðra samfélagslega ábyrgð, eru lykilþátttakendur í að skapa betri framtíð fyrir öll.“

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
„Við hjá Stjórnvísi höfum mikla trú á að Sjálfbærniásinn ýti undir jákvæða þróun í íslensku atvinnulífi og skapi sér sess sem mikilvæg viðurkenning til þeirra vinnustaða sem leggja áherslu á sjálfbærni og virkt framlag í baráttunni gegn loftslagsvánni. Við göngum því til þátttöku í þessu frumkvöðlaverkefni okkar góðu samstarfsaðila með mikilli tilhlökkun.“

Niðurstöður
Fyrirtækin hlutu 0 til 100 stig þar sem 0-49 stig er talin slæm frammistaða, 50-59 stig meðalgóð frammistaða, 60-69 stig er góð frammistaða og 70 stig og yfir er framúrskarandi frammistaða.

Mynd 1. Viðmið Sjálfbærniássins

Sá markaður sem fékk heilt yfir flest stig var fyrirtæki á alþjóðamarkaði og sá markaður sem fékk heilt yfir fæst stig var markaðurinn sjávarútvegsfyrirtæki.




Mynd 2. Heildarmeðaltal markaða.
Stigalægsta fyrirtækið hlaut 34 stig af 100 mögulegum og stigahæsta fyrirtækið hlaut 86 stig. Það fyrirtæki sem hlaut flest stig allra mældra fyrirtækja er Íslensk erfðagreining með 86 stig. Indó mældist með næsthæstu einkunn, 85 stig og Össur með þriðju hæstu einkunnina, 84 stig.




Mynd 3. Meðaltal fyrirtækja.




Mynd 4. Meðaltal fyrirtækja eftir mörkuðum.

Markmið Sjálfbærniássins:
·        Veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum.
·        Hvetja íslensk fyrirtæki til að leggja enn meiri áherslu á sjálfbærni.
·        Hjálpa fyrirtækjum að skilja mikilvægi þess að upplýsa almenning um að stefnu sína og verkefni sem snúa að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð.
·        Auka vitund neytenda um mikilvægi sjálfbærni og hvernig þeir geta haft áhrif með kauphegðun sinni.
·        Vera íslenskum fyrirtækjum hvatning til að leggja enn frekari áherslu á þessi mál.

Framkvæmd og þátttakendur:
Rannsóknin er framkvæmd af rannsóknarfyrirtækinu Prósenti. Framkvæmdatími var frá janúar til ágúst 2024 og var um að ræða netkannanir sem voru sendar á handahófskennt úrtak úr könnunarhópi Prósents sem inniheldur 15.000 Íslendinga, 18 ára og eldri.

Rannsóknin:
Rannsóknarmódelið samanstendur af sex spurningum sem kanna viðhorf neytenda til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum. Spurningarnar snúa meðal annars að því hvort að fyrirtæki leggi sitt af mörkum til samfélagsins, hvort þau hugi að velferð viðskiptavina og hvort að þau leitist við að lágmarka sóun

Markaðir og viðurkenningar:
Í ár voru 47 fyrirtæki mæld á 14 mörkuðum. Viðurkenningar voru veittar á hverjum markaði fyrir sig auk þess sem fyrirtæki sem mældust með framúrskarandi einkunn hlutu sérstaka viðurkenningu. Fyrirtæki sem fá viðurkenningu munu fá tækifæri til að nota merki Sjálfbærniássins í markaðsstarfi sínu sem undirstrikar frammistöðu þeirra í sjálfbærni að mati almennings. Vinningshöfum verður þannig veittur heiður sem getur styrkt orðspor og ímynd fyrirtækisins.
Sjálfbærniásinn er i eigu Prósents, Langbrókar og Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar  
Soffía Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Langbrókar , í síma 694 9099,  netfang: soffia@langbrok.is   
Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents í síma 546 1008 / 859 9130, netfang: trausti@prosent.is.

Fleiri fréttir og pistlar

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Certificate in Diversity Equity and Inclusion (DEI) from Institute of Sustainability Studies

Explore how to integrate DEI into your organisation’s sustainability efforts. Enroll today to acquire data-driven strategies to enhance decision-making and foster an inclusive, equitable, and sustainable business.

Participants will gain a deep understanding of DEI strategies, data-driven approaches, and effective communication techniques. By mastering these skills, organisations can enhance employee engagement, drive innovation, and ensure long-term success. 

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?