Haustráðstefna Stjórnvísi "Snjöll framtíð" Frítt inn og allir velkomnir

Smelltu hér til að bóka þig á þessa áhugaverðu ráðstefnu.
Boðið verður upp á hið vinsæla morgunverðarhlaðborð Grand Hótel.

Nánari upplýsingar eru hér:

08:30    Húsið opnar: Létt morgunhressing

09:00    Laufey Guðmundsdóttir, Sýningarstjóri Jarðhitasýningarinnar í Hellisheiðavirkjun og í stjórn Sjórnvísi: Setning ráðstefnu

09:05    Ráðstefnustjóri: Bergur Ebbi, rithöfundur og fyrirlesari

09:10    Haraldur Bjarnason forstjóri Auðkennis og í stjórn Stjórnvísi stýrir pallborði. Þátttakendur: 

             Stefán Baxter, forstjóri og stofnandi Snjallgagna

             Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID

09:35    Kolfinna Tómasdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og meðstofnandi og meðstjórnandi AiXist.  "Gervigreind og íslensk nýsköpun"

09:50    Stutt hlé: Tengslamyndun og spjall

10:05    Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar: „Vegferð Orkunnar – Snjallari greiðslulausnir“

10:20    Róbert Bjarnason, Forstjóri, Citizens Foundation„Gervigreind, straumar og stefnur“

10:35    Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur. “Jæja, getum við þá loksins hætt að hugsa?”

10:50   Thelma Christel Kristjánsdóttir, Lögmaður hjá BBA//Fjeldco, LL.M., og stundakennari við Háskóla Íslands. “Lögfræði og mállíkön”

11:00     Lilja Gunnarsdóttir, markþjálfi og teymisþjálfi í stjórn Stjórnvísi: Samantekt

 

11:05     Ráðstefnuslit

Fleiri fréttir og pistlar

Conference: How can the Nordic countries better promote labour market integration among migrant mothers and fathers?

The conference brings together experts to present new research and different examples of practical solutions from the Nordic countries. Together we share experiences and explore opportunities to improve employment among migrant fathers and mothers – both in policy and in practice.

Framtíðarhorfur og alþjóðaáskoranir

Framtíðarhorfur og áskoranir til þjóða heimsins

Komin er út skýrslan The State of the Future 20.0, Framtíðarhorfur 20. útgáfa. Skýrslan er gefin út af samstarfsvettvanginum Millennium Project en Framtíðarsetur Íslands er formlegur samstarfsaðili vettvangsins. Skýrslan er víðtæk og veitir yfirsýn yfir málefni og tækifæri í tengslum við framtíð mannkyns. Hún sýnir það sem við ættum að vita í dag til að við getum forðast það versta og náð því besta fyrir framtíð siðmenningarinnar.

Í skýrslunni eru teknar saman 15 hnattrænar áskoranir um sjálfbæra þróun og loftslagsbreytingar, um vatn, íbúa og auðlindir, lýðræðisvæðingu, framsýni og ákvarðanatöku, upplýsingatækni og gervigreind. Skýrslan fjallar um bil ríkra og fátækra, heilsu og sjúkdóma, menntun og nám, stríð og frið. Einnig er fjallað um breytt hlutverk kvenna, skipulagða glæpastarfsemi, vísindi og tækni, orkumál og alþjóðlega siðfræði. Hvert efni inniheldur stutt yfirlit, lista yfir aðgerðir ásamt svæðisbundnum sjónarmiðum þeirra. Umrædd skýrsla er sú tuttugasta í röð sambærilegra skýrsla, og eru skýrslurnar uppfærðar reglulega. Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu Millennium Project, https://www.millennium-project.org/the-millennium-project-releases-the-state-of-the-future-20-0/

Ákall um innviðauppbyggingu vegna þróun gervigreindar

Ákall um innviðauppbyggingu vegna þróun gervigreindar

Opið bréf hefur verið sent til forseta allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna undirritað af 230 stjórnmála-, viðskipta- og akademískum leiðtogum á sviði gervigreindar og framtíðarrannsókna, þar sem Sameinuðu þjóðirnar eru hvattar til að hefja vinnu við að byggja upp innviði svo hægt sé að takast á við þróunina á sviði gervigreindar.

Í fréttatilkynningu koma fram tvær áhugaverðar tilvitnanir:

„Að hafa yfirsýn á þróun gervigreindar gæti verið flóknasta og erfiðasta viðfangsefnið sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir,“ segir Jerome Glenn, forstjóri Millennium Project.

Stuart Russell, leiðandi sérfræðingur í gervigrend við háskólann í Berkeley í Kaliforníu, bætir við: „Án þess að leysa það [AGI stjórnun] áður en haldið er áfram að búa til AGI kerfi væri afdrifarík mistök fyrir mannlega siðmenningu. Enginn aðili hefur rétt til að gera þessi mistök.“

Framangreint bréf varar við því að innan áratugar gætu margar útgáfur af óreglubundnu AGI verið gefnar út á netinu. Án innlendra leyfiskerfa og samhæfingu Sameinuðu þjóðanna gæti mannkynið misst stjórn á AGI sem getur endurskrifað sinn eiginn kóða og verður snjallari og snjallari, augnablik fyrir augnablik, sem síðan þróast í gervi ofurgreind sem er langt umfram okkar stjórn eða skilning.

Á fyrirhuguðum sérstökum fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um AGI, verður kallað eftir ályktun Sameinuðu þjóðanna um að stofna nefndir svo hægt verði að semja samkomulag Sameinuðu þjóðanna um gervigreind með tveimur köflum - einn um þrönga gervigreind (ANI) og annan um almenna gervigreind (AGI) – sem síðan gæti leitt til stofnunar sérhæfðrar stofnunar fyrir stjórnun og örugga þróun gervigreindar í öllum sínum myndum.

Bréfið er gefið út af Millennium Project í samvinnu við World Academy of Art and Science og World Futures Study Federation. Framtíðarsetur Íslands er formlegur aðili að bréfinu og samstarfsaðili framangreindra aðila. Bréfið má nálgast á vef seturins www.framtidarsetur.is

Karl Friðriksson, forstjóri Framtíðarseturs Íslands

Changes, beliefs, practices Current research into the contemporary sociolinguistic situation in Iceland

A total of 20 presentations. There are 5 thematic sessions: Ideologies and metalinguistic discourses; Linguistic minorities; Lifespan changes, attitudes and regional pronunciation; English in Iceland; Norms and cultural bias. The conference is in English. It is open to the public, free of charge, and no registration is required.

Áhugaverðir viðburðir framundan - Fyrsti stjórnarfundur á þessari önn

Fyrsti stjórnarfundur stjórnar faghóps framtíðarfræða var haldinn síðastliðinn föstudag. Áhugaverðar hugmyndir um viðburði framundan kom fram og mun stjórnin vinna áfram með þann efnivið sem fram komu. Hlökkum til skemmtilegrar funda á næstunni, endlega hafið samband við okkur í stjórn ef þið teljið að eitthvað eigi erindi til að fjalla um. Fyrir hönd stjórnar, Karl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?