Góðir stjórnarhættir: Fréttir og pistlar

Traust ....í samhengi við góða stjórnarhætti

Mánudaginn 21. október var haldinn viðburður í húsakynnum Akademías í Borgartúni.

Formaður faghóps um góða stjórnarhætti hélt stuttan inngang en að því loknu flutti Dr. Eyþór Ívar Jónsson ákaflega áhugavert og fróðlegt erindi um traust í samhengi við góða/ábyrga stjórnarhætti. Þar fór hann yfir nokkrar kenningar um traust og setti í samhengi við fyrirtækjarekstur, stjórnarhætti, teymisvinnu og fleiri þætti.

Óhætt er að segja að gerður hafi verið góður rómur að erindinu og að því loknu áttu sér stað líflegar umræður og skoðanaskipti sem tengdust efni erindisins, störfum stjórna og stjórnarháttum almennt.

"Slæður/glærur" eru aðgengilegar og einnig er von á að hægt verði að birta upptöku af viðburðinum fljótlega.

Átján fyrirmyndarfyrirtækjum í stjórnarháttum veitt viðurkenning

Myndir af hátíðinni. Samkvæmt hlutafélagalögum skulu vald og ábyrgð innan fyrirtækja skiptast í þrjá meginþætti, hluthafafund, stjórn og framkvæmdastjóra. Vald og áhrif hluthafa takmarkast við hluthafa­fundi en stjórnir félaga sækja umboð sitt til fundanna og fara með stjórn félaganna á milli fundanna. Það er síðan á ábyrgð stjórna félaganna að ráða framkvæmdastjóra (einn eða fleiri) og kalla til ábyrgðar varðandi rekstur þeirra. Framkvæmdastjórar bera síðan ábyrgð á daglegum rekstri félaganna í samræmi við stefnur og fyrirmæli stjórna þeirra.

Góðir stjórnarhættir snúast öðru fremur um að skipting valds og ábyrgðar sé með þeim hætti sem þrískipting hlutafélagaformsins gerir ráð fyrir, skýr mörk séu á milli vald- og ábyrgðarsviðs hvers þáttar og að aðilar hlutist ekki til um málefni sem eru á forræði annars aðila.

Fylgni við góða og ábyrga stjórnarhætti er talin styrkja innviði félaga og efla almennt traust gagnvart viðskiptalífinu. 

 „Mikilvægt er að hvetja til góðra stjórnarhátta á Íslandi. Verkefnið Fyrir­myndar­fyrirtæki í góðum stjórnarháttum hefur sannað sig sem áhrifaríkt tæki í þeirri vegferð.“

Í dag hlutu 18 fyrirtæki viðurkenningu Stjórnvísi fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndar­fyrir­tæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu­lífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar.

Fyrirmyndarfyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi

Fyrirmyndarfyrirtækin 18 eru í afar fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna fjármála- og trygginga­starfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, eignaumsýslu og ferðaþjónustu. Fyrirtækin þykja öll vel að nafnbótinni komin enda eru starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar.

Eftirtalin fyrirtæki voru að þessu sinni metin sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum:

  • Arion banki hf.
  • Eik fasteignafélag hf.
  • Fossar fjárfestingarbanki hf.
  • Heimar hf.
  • Icelandair Group hf.
  • Íslandssjóðir hf.
  • Kvika banki hf.
  • Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
  • Orkan IS ehf.
  • Reiknistofa bankanna hf.
  • Reitir hf.
  • Sjóvá hf.
  • Stefnir hf.
  • Sýn hf.
  • TM tryggingar hf.
  • Vátryggingafélag Íslands hf.
  • Vörður hf.
  • Ölgerðin Egill Skallagríms hf.

Á viðurkenningarathöfninni hélt Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademías, varaforseti European Academy of Management og upphafsmaður verkefnisins, stutt erindi þar sem hann fjallaði um áskoranir í stjórnarháttum og hvernig stjórnir verða markvirkar.

Eyþór benti á að ein af lykilforsendum fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum er að skilja hvernig stjórnir geta kennt og lært. Hann fór í gegnum nýtt módel, stjórnarkanvas, sem hann hefur þróað sem verkfæri fyrir viðurkennda stjórnarmenn sem eru þjálfaðir hjá Akademias. Stjórnarkanvasinn er verkfæri fyrir stjórnir til þess að samræma skilning stjórnarmanna á hlutverki stjórnar og skipuleggja stjórnarstarfið með markvirkni að leiðarljósi.

Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf fór því næst stuttlega yfir verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum sem sett var á laggirnar fyrir rúmum áratug. Markmið verkefnisins er að stuðla að góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín. Viðurkenningin tekur mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem sjá má á www.leidbeiningar.is.

Það voru svo Anna Hrefna Ingimundardóttir hjá Samtökum atvinnulífsins og Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi, sem afhentu viðurkenningarnar en fundarstjóri var Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti 2024

Aðalfundur faghóps Stjornvísi um góða stjórnarhætti var haldinn þann 3. maí, 2024.:

Í stjórn á komandi starfsári verða:

  • Jón Gunnar Borgþórsson, ráðgjafi, (formaður)
  • Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA
  • Rut Gunnarsdóttir, KPMG
  • Sigurjón G. Geirsson, Háskóli Íslands,
  • Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Reykjavíkurborg

Aðrar ákvarðanir:

  • Ákveðið var að stjórnin hittist í byrjun júní til að kynnast aðeins og ræða framhaldið.
  • Nýttir verða áfram Facebook og Messenger hópar til samskipta og ákvarðanatöku
  • Ákveðið að stjórn hittist aftur í ágúst til að koma starfinu af stað næsta starfsár
  • Óskað verði eftir hugmyndum að umfjöllunarefnum hjá þátttakendum faghópsins

 Annað:

  • Farið var lauslega yfir starfsemi síðasta starfsárs.
  • Nýtt stjórnarfólk var boðið velkomið og því þakkað fyrir auðsýndan áhuga á starfi hópsins.
  • Hvatt var til þess að stjórnarfólk kynni sér vefsvæði Stjórnvísi – ekki síst mælaborðið og þær upplýsingar sem að starfi faghópsins snúa.
  • Kynnt var afhending viðurkenninga til fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum þann 23. ágúst n.k.

Mikill áhugi um skilvirka áhættustjórnun á fundi KPMG og Stjórnvísi í morgun.

KPMG og Stjórnvísi buðu til fundar í morgun um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynntu leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli.  Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.  Á annað hundrað manns sóttu fundinn sem var bæði í streymi og í glæsilegum nýuppgerðum húsakynnum KPMG í Borgartúni.  Erindi fluttu Sigurjón Birgir Hákonarson og Hafþór Ægir Sigurjónsson hjá KPMG og Sigrún Ósk Sigurðardóttir ÁTVR.  Fundarstjóri var Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG. Fundurinn aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.   

Góðir stjórnarhættir: Stefnumið og sjálfbærni - ný viðmið, fyrirmyndir og gagnsæi

Í morgun var haldinn einstaklega áhugaverður viðburður þar sem farið var yfir breytta lagaumgjörð, viðmið um bestu framkvæmd og fyrirmyndir meðal annars með erlendum fyrirlesara frá Hollandi. Fundurinn var á vegum faghóps um góða stjórnarhætti og var frábær mæting á fundinn.

Aðalfyrirlesari var Simon Theeuwes sem fjallaði um samþættingu fjárhagslegra og ófjárhagslegra upplýsinga, auknar kröfur um sjálfbærni upplýsingar og um stefnumiðaða stjórnarhætti. Auk þess fjallaði Bjarni Snæbjörn Jónsson um innleiðingu stefnumiðaðra stjórnarhátta og Sigurjón Geirsson um breytta lagaumgjörð á þessu sviði og um aukna ábyrgð stjórna. 

Tilnefninganefndir - reynslan og hvað næst?

Tilnefninganefndir - reynslan og hvað næst?

Í dag var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Kauphöllinni á morgunfundi þar sem fjallað var um nýjungar sem tengjast tilnefninganefndum, velt var fyrir sér gildi þeirra til framtíðar, aðkomu lífeyrissjóða sem hluthafa að vali fólks í stjórnir, og fjallað um samhengi þeirra og hluthafalýðræðis.

Formaður faghóps um góða stjórnarhætti Jón Gunnar Borgþórsson stýrði fundinum og flutti örstuttan inngang.  Í framhaldi voru flutt tvö erindi af þeim Hrafnhildi S. Mooney (Seðlabankinn)  og Magnúsi Harðarsyni (Nasdaq Iceland). Að erindum loknum urðu fjörugar umræður.

Hrafnhildur velti því upp í erindi sínu hvort fólk spyrði sig: „Er þetta enn ein nefndin?“  Meginhlutverk tilnefninganefndanna er að auka gagnsæi og betri niðurstöðu.  Tilnefningarnefnd á að tryggja fjölbreytileika og fjölbreytta samsetningu stjórnar.  Tekið hefur tíma að þróa tilnefningarnefndir rétt eins og góða stjórnarhætti.  Enn er þó óvissa um hvernig tilnefninganefndir eiga að starfa. Tilnefninganefndirnar hafa til þessa haft það meginverkefni að fara yfir stjórnarmenn.  Töluvert hefur verið rætt um hvort þetta sé undirnefnd stjórnar eða hluthafa.  Í tilnefningarnefnd þurfa að vera aðilar sem eru reynslumiklir og fólk lítur upp til.  Hrafnhildur sagði að samkvæmt lögunum þyrftir að: 1. Tilnefna einstaklinga til stjórnarsetu fyrir hluthafafund 2. Meta a.m.k. árlega skipulag, stærð, samsetningu og árangur stjórnar og framkvæmdastjóra og gera tillögur að úrbótum til stjórnar þegar við á. 3. Meta a.m.k. árlega og gefa stjórn skýrslu um þekkingu, hæfni og reynslu einstakra stjórnarmanna og stjórnar í heild og framkvæmdastjóra. 4. Meta amk árlega stefnu fyrirtækisins um ráðningu framkvæmdastjóra og stjórnenda .  Við val á tilnefningum skal tilnefningarnefnd horfa til 1. Hæfniskrafna til stjórnarmanna 2. Þess að stjórnarmenn hafi fjölbreytta þekkingu og reynslu 3. Kynjajafnvægi.  En er nóg að skipa tilnefningarnefndina?  Það segir ekki neitt nema að vera yfirlýsing það þarf að vera búið að setja nákvæmt niður og skjalfesta störf nefndarinnar.   

Magnús ræddi um yfirlýsingar frá lífeyrissjóðum og vísaði þar til LSR, Gildis og Lífeyrissjóðs verslunarmanna.  Rauði þráðurinn hjá öllum þessum lífeyrissjóðum eru góðir stjórnarhættir og að gagnsæi sé ríkjandi.  Lífeyrissjóðirnir hafa reynst mikil stoð á markaðnum.  Hlutdeild þeirra mætti vera minna afgerandi á markaðnum en hún er í dag.  Magnús sér fyrir sér að hlutdeild þeirri muni minnka en það gæti tekið tíma.   Þar kemur til aukin þátttaka erlendra fjárfesta á Íslandi og fjárfesting íslenskra lífeyrissjóða erlendis. 

Magnús velti því upp hvort hluthafar væru að hafa nægjanleg áhrif í tilnefningarnefndunum?  Hver er tilurð nefndanna og hverjir voru hvatamenn nefndanna?  Það voru nefnilega erlendir fjárfestar – markmiðið að auka gagnsæi stjórnar því þeir eru með takmarkað aðgengi að íslensku viðskiptalífi.  Erlendir fjárfestar hafa því mun minni áhrif en heimamenn.  Þessi hvatning er að Magnúsar mati hvatinn að tilnefningarnefndunum og það er engin spurning að með tilkomu tilnefningarnefnda hefur orðið aukið gagnsæi sem hefur laðað að erlenda fjárfesta.   Í dag stendur Ísland illa er kemur að erlendum fjárfestum og erum við langtum neðar prósentulega séð en aðrar Norðurlandaþjóðir.  Það er einungis fimmtungur eða fjórðungur samanborið við aðrar þjóðir.   Hluthafar hafa takmarkaða möguleika til að fara gegn tilnefninganefndunum – skerða þeir valið sem hluthafar höfðu?  Kauphöllin tók saman opinber gögn varðandi framboð í stjórnir og stjórnarkjör og bar saman við gögn 2013 og 2014 þegar tilnefningarnefndir voru ekki starfandi.  Borin voru saman fjöldi frambjóðanda við fjölda stjórnarmanna sem kosið var um.  Áður en nefndirnar komu til var fjöldi þeirra sem bauð sig fram sá sami og var í stjórninni.  Árið 2021 voru flest allir með tilnefningarnefndir og alltaf fleiri sem buðu sig fram í stjórnina. Eitt aðalhlutverk nefndanna er að passa upp á samsetningu stjórnarinnar.  Hluthafar eru engan veginn valdalausir því þeir eru hafðir með í ráðum.  Magnús velti upp tveimur atriðum í lokin.  Mætti breyta því þannig að eins og í Svíþjóð þá væru 100% að fulltrúar stærstu hluteigenda væru í nefndinni – það seinna væri að bjóða upp á valkosti við einn tiltekinn aðila í stjórn þ.e. í ráðgjöfinni færi áfram ráð um æskilega samsetningu.

  

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.
 
Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.
Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.
 
 
Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl. Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

Frá aðalfundi faghóps um stjórnarhætti

Aðalfundur faghóps um stjórnarhætti var haldinn þann 6. maí.

Í stjórn hópsins voru kosin þau:

  • Jón Gunnar Borgþórsson, (formaður), JGB ráðgjöf
  • Guðrún Helga Hamar, Arion banka
  • Hildur Einarsdóttir, Össur hf
  • Hrafnhildur S. Mooney, Seðlabanka
  • Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga
  • Sigurjón G. Geirsson, Kontra ráðgjöf ehf
  • Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Reykjavíkurborg

Farið var yfir starfið hingað til, stöðu mála og starfið framundan.
Stjórnin mun hittast síðar í mánuðinum til að ræða áherslur og komandi starfsár.

Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Mars viðburður faghóps markþjálfunar, 2. mars kl.8:30.

Flottir stjórnendur ræða hvar liggja virði markþjálfunar.

Lifandi umræða þar sem þið þáttakendur eruð líka með í samtalinu.

 

Leiðbeiningar um góða stjórnarhætti - ný útgáfa

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.

Fundurinn varði í klukkustund, var líflegur og skemmtilegur og þátttakendur voru tæplega 70.
Fundarstjóri var Jón Gunnar Borgþórsson, formaður faghóps félagsins um góða stjórnarhætti og varaformaður Stjórnvísi.

Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögmaður Viðskiptaráðs Íslands, fór nokkuð ítarlega yfir helstu breytingar í nýrri útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnurekenda og Nasdaq á Íslandi. Í framhaldi fór Dr. Eyþór Ívar Jónsson yfir leiðbeiningarnar á breiðum grunni, úr hvaða jarðvegi þær eru sprottnar, kom inn á ástæður tilveru þeirra og þankagang á bak við þær. Í framhaldi var fyrirspurnartími sem var nýttur til fullnustu. Almenn ánægja virðist hafa verið með fundinn - allavega meðal þeirra sem gáfu honum einkunn.

Vísum aftur á upptöku fundarins sem birt er á Facebook síðu félagsins og hlekkur er á í upphafi þessarar fréttar.

 

Um val í og hlutverk stjórna nýsköpunarfyrirtækja

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Sæunn Þorkelsdóttir í stjórn faghóps um góða stjórnarhætti setti fundinn og kynnti fyrirlesara.  Fyrirlesturinn fjallaði um stjórnarmenn í nýsköpunarfyrirtækjum og eftir hvaða eiginleikum og þekkingu sé helst sóst eftir í fari þeirra. Einnig var brugðið ljósi á hvort og þá hvernig hlutverk slíkra stjórna er frábrugðið almennt skilgreindu hlutverki stjórna, hvort starfshættir séu með öðrum hætti en almennt gerist og hvernig umbunað er fyrir vinnu fólks í slíkum stjórnum. Flutt voru þrjú erindi.

Gréta María Grétarsdóttir, stjórnarformaður Matvælasjóðs og ráðgjafi í stefnumótun hjá fjártæknifyrirtækinu Indó var fyrsti fyrirlesari dagsins.  Hún sagði marga ekki gera sér grein fyrir því hve mikilvægt væri að skipa stjórn strax. Góð stjórn getur skilið á milli þess að sprotinn nái árangri eða ekki.  Þetta er langur ferill frá því hugmyndin kviknar og þar til hún er komin í sölu.  Frumkvöðullinn þarf að stýra ferðinni hvaða folk hann vill fá með sér.  Mikilvægt er að skipa þekkingarráð ef það er ekki til staðar í stjórninni.  Það skiptir líka miklu máli hversu vel maður þekkir sjálfan sig og í hverju þarf maður aðstoð.  Frumkvöðlar skapa sína eigin framtíð að vera ákveðnir í að leita til þeirra sem mikilvægt er að leita til.  Ef frumkvöðullinn hefur ekki ráð á að hafa góða stjórn þá er mikilvægt að ná fólki inn með því ráðgjafinn fær hlut í fyrirtækinu.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis sagði þörf fyrir ólíkan stuðning á mismunandi tímum.  Kerecis er hratt vaxandi fyrirtæki.  Guðmundur sat stjórnarfundi hjá Össuri og hefur einnig setið í stjórn fyrirtækis í kauphöll í Kanada og sínum eigin tölvufyrirtæki í Danmörku.  Kerecis fékk snemma góða aðila að með aukna þekkingu og mikilvægt að vera ekki hræddur við að gefa hluti í fyrirtækinu.  Árið 2014 byrjaði fyrirtækið að fá tekjur en var stofnað 2009.  Þeir hafa safnað 28milljón dollara fram til þessa.  Tekjurnar tvöfölduðust milli 2019 og 2020.  Í dag er fyrirtækið í eigu frumkvöðla að einum þriðja.  Fyrirtækið vinnur að því að koma í veg fyrir aflimanir aðallega vegna sykursýki.  Guðmundur segir markmið stjórnar að fá gagnrýni á söluáætlun sem er mikilvægasta verkefnið núna.  Er Kerecis að ná markmiðum sínum, hvaða vandamál eru að koma upp? Gott er að hafa innan stjórnarinnar aðila sem hafa þekkingu á þessu stigi.  Hversu hratt á að ráða inn sölumenn, hversu hratt á að vaxa? Mikilvægt er að upplýsa stjórnina vel hvernig stjórnendur eru að standa sig. þú getur verið með stjórnanda sem er góður með 5 starfsmenn en ekki með stóran fjölda og halda ekki í við þroskann sem fylgir vextinum.  Því er mikilvægt að færa stjórnendur til svo þeir komi ekki í veg fyrir vöxt. Á hverjum stjórnarfundi er viðskiptaáætlunin rædd.  Á start up stigi er mikilvægt að leyfi séu fengin og skoðað hvort markaður sé fyrir vöruna.  Þegar vöruþróun er lokið og komið tekjumódel og búið að hitta á réttan markað þá eru men minna leitandi, varan tilbúin og farið að selja hana. Er sölu og markaðsstrategian sú rétta?  Allt aðrir fjárfestar hafa áhuga á þessu tímabili en því fyrra.  Á þessu stigi þarf að skila skýrslum á stjórnarfundi.  Þegar þú kemst á vaxtarskeið og búið að tvöfalda tekjurnar og varan er tilbúin þá er áherslan á sölu og markaðsmál sú allra mikilvægasta.  Á þessu stigi hafa miklu fleiri fjárfestar áhuga og allt annað að leita eftir fjármagni.  Á þessu stigi eru komnir starfsmenn sem geta gert góðar skýrslur á skiljanlegan máta. Á þessu stigi er mikilvægt að velja stjórnarmenn sem trúa á verkefnið. Betra að vera með fólki á fundi sem hefur þekkingu og er ófeimið að koma með athugsemdir.  Stjórnin er einungis virk á meðan á stjórnarfundi stendur og því mikilvægt að geta leitað til stjórnarmanna á milli funda. Skýrslugjöf er gríðarlega mikilvæg eftir því sem fyrirtækið þroskast. 

Guðmundur sagði að lokum að þetta væri ekki fyrsta startupið sitt og nýtur hann þeirrar reynslu núna. Hann er því búinn að vera með stjórn frá 2010 sem er mikilvægt gagnvart fjárfestum til að geta sýnt fram á festu í reksti.  Mikilvægt er að allir eigi hluti í barninu hvort heldur eru starfsmenn eða stjórn.  Guðmundur segir einnig mikilvægt að hafa ráðgjafanefnd og að vera alltaf leitandi eftir nýjum leiðum og huga stöðugt að starfsmannamálum og vera óhræddur við að færa fólk til þegar það ræður ekki lengur við störf sín.  Svo lengi sem business planið heldur þá eru hlutirnir í lagi. Nýsköpun er enn mikilvæg og stefnumótun kemur frá starfsmönnum sem þekkja kröfur viðskiptavina.  Stjórnendur og stjórn ræða síðan saman um stefnuna.  Stjórnarmenn sem koma að fyrirtækinu núna eru þroskað fólk með mikla reynslu og testa stefnuna. 

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fjárfestir og stjórnarmaður í fjölmörgum fyrirtækjum ræddi um að í upphafi væri það frumkvöðullinn sem veldi stjórn og mikilvægt að þeir hefðu ólíkan bakgrunn og reynslu. Mikilvægt er að þeir nái vel saman og með frumkvöðlinum.  Stjórnarmenn þurfa að hafa brennandi áhuga á verkefninu og treysta og trúa á frumkvöðulinn.  Mikið atriði í byrjun er að allir stjórnarmenn séu hvetjandi við frumkvöðlana og að frumkvöðullinn treysti stjórn og fari að ráðum þeirra.  Gott er að einhver í stjórn hafi reynslu af rekstri smærri fyrirtækja.  Mikilvægt er að passa upp á að bókhald sé fært og allir standi í skilum með öll gjöld.  Þegar fyrirtæki fara inn á erlendan markað er mikilvægt að fá aðila frá því landi í stjórn.  Mjög langan tíma tekur oft að komast á breiðu brautina og tekur oft meira en áratug. Lánsfjármagn frá bönkum er ófáanlegt því ekkert hægt að setja að veði.  Guðbjörg þekkir nokkur dæmi þar sem fjárskortur háði félagi og eigandi vildi ekki gefa eftir hluti í félaginu.  Einnig hefur Guðbjörg reynslu af því að frumkvöðlar fresta stjórnarfundum því komin eru upp vandamál. Þá er mikilvægt að skipta út og fá hæfari einstaklinga í starfið.  Traust er mikilvægt og að tölur séu réttar.  Að lokum ræddi Guðbjörg um laun stjórnarmanna og mikilvægi þess að ákveða laun á aðalfundi félagsins ár hvert. 

Ábyrgir stjórnarhættir - nýjar kröfur

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Hundrað manns sóttu í morgun fund faghópa um góða stjórnarhætti og samfélagsábyrgð þar sem fjallað var um ábyrga stjórnarhætti og rætt um breytingar á lögum um ársreikninga og lög um endurskoðendur og endurskoðun (gagnsæi upplýsinga fyrirtækja).

Fundarstjóri var Jón Gunnar Borgþórsson formaður faghóps um góða stjórnarhætti. Jón Gunnar kynnti Stjórnvísi og hvatti alla þá sem ekki væru skráðir í félagið að sækja um aðild.  Í framhaldi kynnti hann þá þrjá aðila sem fluttu erindi á fundinum.  Frá sjónarhóli stjórnarmannsins: Sigurður Ólafsson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði og fyrirtækjum, fjallar um ábyrgð stjórnarmanna á upplýsingagjöf til fjármagnsveitenda. Frá sjónarhóli sérfræðings í fjármálagreiningum: Jeffrey Sussman, ráðgjafi Kontra Nordic, fjallar um mun á algengri íslenskri skýrslugjöf og þess sem koma skal. Frá sjónarhóli fjármagnsveitenda: Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fjallar um mikilvægi upplýsinga vegna greiningarskyldu fjármagnsveitenda.  (sjá einnig lög nr. 102, 9. júlí 2020: https://www.althingi.is/altext/150/s/1954.html)

Sigurður Ólafsson byrjaði erindis sitt á að kynna sjálfan sig og sagði erindi sitt flutt út frá sjónarhóli stjórnarmannsins.  Þörfin fyrir gagnsæi er orðin mikil til að auka traust í íslensku atvinnulífsins. Enn eru að birtast fréttir af brestum í upplýsingagjöf.  Upplýsingar og góðar greiningar á þeim eru forsenda fyrir heilbrigðum rekstri og sátt í samfélaginu. Skýrar línur hafa verið lagðar með nýjum lögum.  Fjárfestar fá því betri gögn og geta gert betri greiningar. Skýrsla stjórnar á að gefa glöggt yfirliti og þar á að fjalla um allt sem máli skiptir, hvað hefur gengið vel og hvaða áhætta er framundan.  Varðandi breytingu laga þá breyttust þau um mitt ár 2020. Lögin skerpa á hvað skal vera í skýrslu stjórnar. Stjórn þarf að staðfesta þessar upplýsingar með undirskrift.  Skatturinn og alþjóða gjaldeyrissjóðurinn höfðu bent á þetta.  Árangur, áhætta og óvissa, hvernig henni er stýrt og hvað er framundan og hvernig eigi að bregðast við.  Endurskoðendur staðreyna ekki þessar upplýsingar. En hvað er skýrsla stjórnar og hvað er ekki skýrsla stjórnar?  Samfélagsskýrslur eru til mikillar fyrirmyndar en þær fullnægja ekki þeim kröfum sem gerðar eru til stjórnar enda ekki ætlaðar til þess.  Skýrsla stjórnar er heldur ekki ávarp framkvæmdastjóra.  Þegar sótt er fjármögnun sbr. Icelandair þá er óskað eftir miklum upplýsingum. Skýrsla stjórnar er plagg sem er undirritað af stjórn. Hún þarf að uppfylla ýmsar formkröfur og innihalda þær upplýsingar sem skipta máli. Skýrsla stjórnar er í rauninni skýrsla stjórnenda sem stjórn staðfestir að sé rétt.  Fjárfestir vill vita um árangur, hverju er stefnt að og hver er áhættan framundan. Skýrsla stjórnar þarf því að vera ríkari en áður hefur verið.  Stjórnarmenn eiga að gera kröfur til endurskoðenda og stjórnenda.  Áður en stjórnarmaður setur undirskrift sína undir skýrsluna þarf hann að vera viss um gæði skýrslunnar.  Löggjöfin hefur sett fram skýrar línur.  Umhverfið hefur mátt vera skýrara.  Til að fóta sig betur sem stjórnarmaður hefur Staðlaráð Íslands hafið störf um að staðla eða setja fram stuðningsefni til að fullnægja betur kröfunum.  Allt snýst þetta um góða stjórnarhætti.  Að lokum hvatti Sigurður stjórnarmenn til að kynna sér vel lög og reglur um framsetningu viðbótarupplýsinga.

Jeffrey Sussman, ráðgjafi Kontra Nordic, fjallaði því næst um mun á algengri íslenskri skýrslugjöf og þess sem koma skal. Jeffrey bar saman tvær skýrslur KLM og Icelandair.

Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fjallaði um mikilvægi upplýsinga vegna greiningarskyldu fjármagnsveitenda.  Snædís fór yfir hlutverk lífeyrissjóða sem langtímafjárfestir, reynsla af ófjárhagslegri upplýsinga gjöf og greiningu og tækifærin framundan.  Lífeyrissjóðir eru eining um almannastarfsemi og hvatti Snædís alla til að eiga bókina „umboðsskilda“ með því að senda sér póst.  Lífeyrissjóðir fá fjármagn sem er skilda að greiða af starfsmönnum fyrirtækja.  Mikil áhersla er lögð á greiningu. Allar fjárfestingar skulu byggðar á viðeigandi greiningu.  Því skiptir miklu máli að gögnin séu góð sem verið er að greina. Lífeyrissjóðir þurfa að gæta þess að eignasafnið sé ólíkt til að skapa ekki of mikla áhættu.  Mikilvægt er að skoða hvar áhættan liggur t.d. gagnvart ferðaiðnaðinum eða sjávarútvegi.  Lífeyrissjóðir skulu setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum og sérstaka áhættustefnu og áhættustýringastefnu.  Lífeyrissjóðir er eignirnar sem þeir hafa fjárfest í. Nú eru að bætast við ófjárhagslegar upplýsingar.  Tvennt ýtti því af stað þ.e. að veita upplýsingar um umhverfis og starfsmannamál og að lífeyrissjóðir skuli setja sér siðferðisleg viðmið.   En hvernig eiga fyrirtæki að koma þessum upplýsingum á framfæri?  Kauphöllin lagðist yfir alla þá staðla sem notaðir hafa verið erlendis og tóku saman 33 lykla til að auðvelda fyrirtækjum að koma þessum upplýsingum á framfæri.  Þetta auðveldar fjárfestum og öll vinna verður markvissari.  Mikilvægi vandaðrar upplýsingagjafar er gríðarlega mikilvæg og undirstaðan undir verðmat.  Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar og horfa jafnvel 40 ár fram í tímann eða lengur. Góð upplýsingagjöf skiptir því miklu máli.  Upplýsingagjöf styður við félagið, styður fjárfestinn o.fl.  Breytingarnar fela í sér að fyrirtæki verður að taka skýrt fram óvissuþætti og megináhættu.  Snædís Ögn sagði að það hefði gefist afskaplega vel skapalónið sem Kauphöllin lagði fram. Umhverfisáhrif vega þyngra hjá einum aðila en öðrum.  Samræmd upplýsingagjöf einfaldar alla greiningarvinnu og ákvörðunartöku.  Skilja þarf eftir svigrúm til að tengja við rekstur fyrirtækisins. Þessar viðbótarupplýsingar verði til þess að dýpka upplýsingar sem koma fram í Samfélagsskýrslu og Ársskýrslu.  Í lok fundar voru fyrirspurnir og þar kom m.a. fram að dæmi um góða ársskýrslu væri að finna hjá Marel. 

Samtal um leiðtogafærni í nútíð og framtíð

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Nýr faghópur um leiðtogafærni hélt sinn fyrsta fund í morgun. Fundurinn vakti mikla athygli því hátt á annað hundrað manns mættu á fundinn. Áslaug Ármannsdóttir formaður faghópsins bauð alla velkomna á fyrsta fund faghópsins sem stofnaður var í byrjun sumars.  Áslaug hvatti fundargesti til að skrá sig í faghópinn.  Hún kynnti fyrirlesarana þau Hauk Inga Jónasson og Sigrúnu Gunnarsdóttur og fór yfir þær þrjár spurningar sem voru ræddar á fundinum og brenna á okkar vörum.  

Spurningarnar eru: Hvað þarf til til að vera leiðtogi í dag / hvernig er nútímaleiðtogi?
Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar “þessu ástandi líkur” - hvaða lærdóm þurfum við að draga af ástandinu og hvernig tryggjum við að allt detti ekki aftur í viðjar vanans? 
Hvernig þarf framtíðar leiðtoginn að vera – eru einhverjar breytingar fyrirsjáanlegar sem leiðtogar þurfa að hafa í huga.? Viðburðinum var streymt á Teams.

Haukur Ingi sagði okkur vera að ganga í gegnum sérstaka tíma.  Við erum stödd í miðri kennslustofu hvað virkar og hvað virkar ekki.  Haukur Ingi sagði leiðtoga þurfa að búa yfir leiðtogafærni og stefnumótunarfærni.  Haukur hvetur leiðtoga til að þroska með sér að geta lesið tilfinningar og gera upp sínar eigin tilfinningar, djúpsæi er getan til að horfa inn á við og bregðast við því áður en þú bregst við fólkinu í kringum þig.  Mikilvægt er að geta skipt um tækni ef ein tækni virkar ekki.  Ein leiðin er þjónandi forysta þar sem þú styður þá sem þú vilt fá til lags við þig með því að bjóða því þjónustu þína, stundum þarf að leita samráðs og stundum og nota lýðræðislegar ákvarðanir.  Mikilvægt er að leiðtogi geti beitt sér með ólíkum þætti.

Sigrún sagðist að þegar horft væri á leiðtoga sem ná árangri í samtímanum séu sérlega færir í samskiptum, samskiptin við þá eru opin og greið og fólk í kringum þá hikar ekki við að taka erfiðar ákvarðanir.  Þannig er skapað heilbrigt umhverfi þar sem hver og einn hefur sína ábyrgð og allir halda áfram að blómstra.  Hvort heldur þetta eru leiðtogar þjóða eða vinnustofa þá skiptir miklu máli samskiptahæfni.  Mikilvægt er að undirbúa sig og byggja upp innri styrk sem gerir mann færan.  Egoið er lagt til hliðar og þeir sem hafa þekkinguna fá að njóta sín.  Leiðtoginn dregur það fram og varpar ljósinu á hinn.  Mikilvægt er að nota ólíkar aðferðir og stundum þarf boðvald eins og verið er að gera í þjóðfélaginu í dag varðandi Covid.  Í stuttu máli er góður leiðtogi sá sem skapar gott starfsumhverfi og góða vinnustaðamenningu og getur lagt sjálfan sig til hliðar þ.e. er auðmjúkur. 

Spurningar bárust frá félögum m.a. hvernig leiðtogar mæla sig nú á þessum tímum. Sigrún nefndi aðferðir sem eru nýttar í Noregi þar sem búið er til form þrátt fyrir fjarlægðina.  Á Íslandi hefur gengið vel að vinna í fjarvinnu og áskorunin er mikil t.d. mikil fyrir kennara.  Haukur Ingi nefndi gervigreindina.  Vitvélar munu ekki grípa eins mikið inn í að grípa teymi eða grípa hlutverk leiðtogans en gervigreindin mun geta nýtt gögn til að laga ferla og spá fyrir um fjölda hluta sem bæta aðferðir.  Væntanlega verður hægt að beita leiðtogavaldi í gegnum vitvélarnar. Það er mjög gagnlegt að þroska teymin sín þannig að fólk sé viljugt til að eiga í hreinskilnum samskiptum.  Besti kennarinn er oft samstarfsfélaginn.  Haukur Ingi sagði mikilvægt að endurgjöfin sé á kvörðum og fyllt út af báðum aðilum.  Partur af starfinu yrði að gefa hvor öðrum álit og þroskast saman.  En hvernig metur leiðtogi sjálfan sig?  Ef hann getur ekki metið sjálfan sig hvernig á hann þá að meta aðra.  Hluti af góðri leiðtogafærni er að vinna þessa innri vinnu.  Leiðtoginn þarf að staldra við nokkrar mínútur og skoða alltaf hvernig gekk og hvað má gera betur.  Mikilvægast af öllu er að hafa löngun til að læra stöðugt. Mikilvægt er að spyrja sjálfan sig: „Hver ertu aleinn?“. 

Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar ástandinu líkur og hvernig styrkjum við að ekki sé farið í viðjar vanans?  Sigrún sagði að staðan í dag væri eins og við séum á tilraunastofu. Í stuttu máli er lærdómurinn þessi:  Það sem almennt gekk vel í vor 1. Það voru skýrar línur, við ætlum að forða okkur frá smiti og tryggja öryggi. Skýrar línur komu frá yfirvöldum. 2. Á öllum vinnustöðum var okkur umhugað um náungann.  Allir fóru að aðstoða alla við góð samskipti. 3. Allir þurftu að læra eitthvað nýtt eins og að þvo sér um hendurnar og læra á fjarfundarbúnað.  Þegar þessi þrenna fór saman náðist árangur.  Í vor urðu allir svo kurteisir, við þurfum að halda í það, sýna ábyrgð og styrkja okkur.  Haukur sagði að það væri svo mikilvægt að hafa góða leiðtoga.  Í dag höfum við heilbrigt fólk á öllum sviðum, heilbrigt viðhorf til vandann og ráða við aðstæður.  Það eru ekki allir leiðtogar sem ráða við vandann. Heilbrigðir leiðtogar skipta gríðarlegu máli og leiðtoginn verður að líta inn á við.  Fyrsta verkefnið er að rýna inn á við.  Enginn getur orðið leiðtogi sem ekki þekkir sjálfan. Þegar þú þekkir sjálfan þig þá geturðu haldið áfram að hvetja aðra. En hvernig þarf framtíðarleiðtoginn að vera? Sigrún sagði að góður leiðtogi þyrfti að hafa hæfni til að aðlagast breytingum.  Hann þarf að getað lesið heiminn þ.e. hvað er brýnast núna.  Nú blasa við nokkur stór mál því við búum við óöryggi fram undan. Þetta tókst á Íslandi í vor, þökk sé og gæfa íslenskri þjóð að hafa þá leiðtoga sem voru í framlínunni. Heilsa, umhverfismál, lýðræði og mannréttindi eru stórir þættir sem er ógnað á okkar tímum.  Við þurfum öll að hjálpast að við að stofna skapandi leiðtoga.  Gefðu fólki frelsi því þá skapast margt.  Haukur sagði mikilvægt að þroska með sér gagnrýni þannig verða börn sjálfstæð.  Þannig verðum við góðir samfélagsþegnar og getum tekið að okkur leiðandi hlutverk.  Núna eru miklir möguleikar.  Menn hlusta í dag á fyrirlestra hvar sem er í heiminum. Við erum að fara í gegnum sérstaka tíma og áhugaverðir tímar fram undan.  Þriðja iðnbyltingin er merkilegt fyrirbrigði þar sem verður aukin skilvirkni í hagkerfinu sem við erum rétt að byrja að glitta í .  Haukur tók dæmi um Spotify þar sem hægt er að hlusta á alla tónlist í veröldinni á einum stað.  Mikilvægt er að spyrja sig og að það sé hlutverk okkar allra að gera heilt það sem brotið.

Sigrún fjallaði um að við þurfum að átta okkur á því að við erum frjálsar manneskjur og við þurfum að passa upp á að hver og einn hafi sjálfstæði og ábyrgð á sínu starfi. Við þurfum að passa okkur á því að vera ekki þrælar einhvers, verða frjáls og hafa áhrif.  Passa verður upp á að verða aldrei fórnarlömb.  „Hafðu áhrif“.  Mikilvægt er að draga andann og spyrja sjálfan sig hvort maður þurfi aðstoð, taka pásu og gefur lífsgæði og forðar manni frá að fara framúr sér og brenna út.  Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér.  Haukur talaði um þetta innra samtal sem maður er stöðugt í.  Ef maður er með eitthvað í fartaskinu þá fær maður ekki þetta lífsgefandi afl þannig að maður geti á heilum sér tekið og unnið uppbyggilega með öðrum.  Maður þarf að vinna heill með innri hugann. Þú þarft að finna út hvað þarf að gera og setja fókus á það sem öllu máli skipta.  Taoisminn „þú gerir það sem þú gerir ekki“. Spyrja sig hvernig maður geti haft áhrif með því að gera minna en styður við framvinduna og leyfa hlutunum að gerast.  Það er mikilvægt að draga úr álaginu á sjálfum sér og skapa raunverulegan ávinning og lífsgæði.  Alltaf skal taka ákvarðanir sem leiða til mestu lífsgæða fyrir þig þ.e. í sátt við sjálfan sig og hleypa ástríðunni að og með uppbyggilegum hætti.  

Þekking á netinu - Framtíðin

Gríðarlegur fjöldi alls staðar úr heiminum var á þessum fundi í gær og mikið var ánægjulegt að sjá Íslendinga á meðal þeirra. Það var faghópur um framtíðarfræði sem vakti athygli Stjórnvísifélaga á þessum fundi sem nálgast má hér. 

Ábyrgir stjórnarhættir - auknar kröfur um gagnsæi

Á þessum morgunfundi fjallaði Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs um auknar áherslur fjármagnveitenda á ábyrgar fjárfestingar. Að því loknu fjallaði Sigurður Ólafsson út frá sjónarhóli stjórnarmanns, um auknar kröfur til ófjárhagslegra viðbótarupplýsinga. Þessar upplýsingar veita innsýn, eru mikilvægar til að auka gagnsæi og þurfa að byggja á vönduðum stjórnarháttum. 

Birta lífeyrissjóður nálgast ábyrgar fjárfestingar sem hugmyndafræði sem miðar að því að bæta vænta ávöxtun og áhættu til lengri tíma með sjálfbærni sem megin markmið samkvæmt UFS flokkun. Það sem er í boði eru viðmið ESG Reporting Guide 2,0, GRI Standards og IR Integrated Reporting. (ófjárhagslegar upplýsingar).  Meðalhófið er mikilvægt.
Ólafur tók nokkur dæmi af UFS umræðu; umhverfið, samfélagið og stjórnarhættir.  Birta styrkir Virk sem er mikilvægt og þar er hægt að ræða um fjárhagslega stærð.
Það er frábært framlag sem felst í að veita umhverfisverðlaun í atvinnulífinu því það virðist minnka kostnað og bæta framlegð sem verður vegna tiltektar í rekstrinum.
Árið 2015 voru gefnar út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og SI.  Leiðbeiningarnar fela í sér tilmæli til viðbótar við lög og reglur og þeim fylgir meiri sveigjanleiki þar sem grundvöllur leiðbeininganna um stjórnarhætti fyrirtækja er “fylgið eða skýrið” reglan.  Stjórnarhættir eiga að vera virðisskapandi.
Vínbúðin og ISAVIA vinna skv. GRI.  GRI 300 er ekkert annað en fjárhagslegar upplýsingar.  Það að draga úr útblæstri dregur úr kostnaði.  Í GRI 400 eru áhugaverðar kennitölur eins og hve margir voru veikir vegna álags í vinnu.  Fari talan yfir 5% í veikindum þá er það sannarlega farið að hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins.  Sama á við um fræðslu og þróun þegar fyrirtæki fjárfesta í menntun starfsmanna sem svo hætta vegna of mikils álags.  Til að dæma um hvort þetta eru verðmyndandi upplýsingar þá þurfa upplýsingarnar að vera til staðar yfir 5 ára tímabil.
Þegar borin er saman arðsemi eigin fjár og þess að fylgja reglunum þá er fylgnin ekki mikil ca. 0,07 en alla vega, þá leiðir það ekki til lakari árangurs.  Margt bendir til að það bæti ávöxtun og minnki áhættu Birtu.

Birta breytir ekki heiminum en lýsir yfir vilja til samstarfs og tengir sig við markmið. Birta hefur fjárfest bæði í Marel og Össur og einnig í mörgum nýsköpunarfyrirtækjum.  Nýsköpun og uppbygging á innviðum tengjast markmiðum nr.9 sem er nýsköpun og uppbygging og byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu.  Niðurstaða Ólafs er sú að það þurfi viðbótarupplýsingar og nú er öskrandi tækifæri fyrir gagnaveitur. 

Sigurður sagði ófjárhagslegar upplýsingar verða fjárhagslegar til lengri tíma.  Í dag er öskrað eftir upplýsingum og kallað eftir gagnsæi og réttum upplýsingum í stjórnkerfinu, á almennum og opinberum markaði.  Skýrsla stjórnar um ófjárhagsleg mál getur uppfyllt þessa þörf.  Endurksoðendur gefa álit sitt að ársreikningi, í skýrslu stjórnar koma upplýsingar úr samfélagsskýrslunni ESG/GRI. Úr ársreikningi koma tölur sem skipta máli fyrir fjárfesta og meta fyrirtækið út frá þeim gögnum sem þar eru settar fram.  Endurskoðendur staðfesta að í skýrslu stjórnar sé verið að fjalla um ákveðin málefni.  Stjórnarmaðurinn er því ábyrgur fyrir að þær upplýsingar sem komi fram í skýrslu stjórnar séu ábyggilegar.  Félag endurkoðenda telja að óvissa ríki um hvort endurskoðun skuli ná til upplýsinga í skýrslu stjórnar eða eingöngu staðfesti að  upplýsingar séu veittar án álits á réttmæti þeirra.  Ársreikningaskrá RSK sýnir að úrbóta er þörf.  Sérstaklega verður gengið eftir því að kanna upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar hvað varðar ófjárhagslegar upplýsingar. 

Ófjárhagslegar upplýsingar eru viðbótarupplýsingar og mikilvægt fyrir stjórnarmenn að kynna sér þær vel, þær séu vandaðar og hægt að treysta því að þær séu í lagi.  Málið snýst um 65.gr. og 66.gr. í 6.kafla skýrslu stjórnar.  Í Skýrslu stjórnar 8.grein skal upplýsa um aðalstarfsemi og gefa yfirlit yfir þróun, stöðu og árangur í rekstri félagsins ásamt lýsingu á megináhættu og óvissuþáttum.  Spurningar sem vert er að velta upp eru t.d. Er stjórnarmaður viss um að fylgt sé skilgreindu verklagi og góðum stjórnarháttum? Mega bankar og lífeyrissjóðir fjárfesta í eða lána fyrirætkjum ef vandaðar ófjárhagslegar viðbótarupplýsingar liggja ekki fyrir. Eru ófjárhagslegar viðbótarupplýsingar frá stjórnendum fyrirtækja staðfestar af stjórn?

Það er til staðall sem dregur þetta saman, en viðmið hafa ekki verið til hér á landi.  Til eru alþjóðleg viðmið  “The integrated Reporting Framework.  Að lokum sagði Sigurður að stjórnarmenn ættu að kynna sér vel lög og reglur um framsetingu viðbótarupplýsinga, upplýsingar verða að byggja á góðum stjórnarháttum, ferlum og undirliggjandi eftirlits-/stjórnkerfum.  Þessar upplýsingar eru mikilvægar til að auka gagnsæi og veita góða innsýn í rekstrarumhverfi fyrirtækis.  Vönduð og vel unnin skýrsla stjórnar er ein mikilvægasta undirstaða heilbrigðs verðs-og lánshæfismats.  Þetta er ekki sprettur heldur langhlaup.

Hér er hlekkur á áhugavert myndband um "Integrated Reporting Framework": https://videopress.com/v/nboxyfAp
H
ér er hlekkur á vefsvæði Kontra Nordic en þar er að finna ýmsar upplýsingar á þessu sviði: https://kontranordic.com/links/

Fundinum var streymt á Facebook - hér er hlekkur á myndskrána:
https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2585059381775400/

 

Ný stjórn faghóps um góða stjórnarhætti.

Yfir tuttugu aðilar sýndu áhuga á að koma í stjórn faghóps um góða stjórnarhætti, allt afburðafólk.  Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins.  Úr varð níu manna stjórn sem endurspeglar vel fjölbreytilega þeirra vinnustaða sem áhuga sýndu.  Fyrsti fundur stjórnarinnar var á Kringlukránni í dag þar sem farið var yfir almennt fyrirkomulag og umsboð stjórna Stjórnvísi, hlutverk stjórnar, kosningu formanns og næstu skref.

Stjórnina skipa þau Jón Gunnar Borgþórsson stjórnendaráðgjafi sem kosinn var á fundinum formaður stjórnar, Hrafnhildur S. Mooney Fjármálaeftirlitinu, Guðrún Helga Hamar Arion banka, Gróa Björg Baldvinsdóttir Skeljungi, Sigurjón G. Geirsson Kontra ráðgjöf ehf, Hanna María Jónsdóttir Capacent, Þórhildur Ósk Halldórsdóttir Reykjavíkurborg, Sæunn Björk Þorkelsdóttir Eimskip og Huld Magnúsdóttir Nýsköpunarsjóð Íslands.

Stjórnarhættir og stefnumótun

Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og stefnumótun héldu fund í ISAVIA í morgun þar sem þrír frábærir fyrirlesarar fluttu erindi. Vegna mikillar eftirspurnar og færri komust að en vildu var fundinum streymt á síðu Stjórnvísi.  

 

Ákvæði um góða stjórnarhætti í ársreikningum

Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð héldu morgunverðarfund miðvikudaginn 23. maí kl. 8:30 hjá Marel.  Efni fundarins var góðir stjórnarhættir og samfélagsleg ábyrgð þar sem fókusinn var á lagabreytingu í lögum um ársreikninga frá 2016. En þar kom inn ákvæði um góða stjórnarhætti (grein 66 c sem heitir góðir stjórnarhættir) þar sem birta skal árlega  yfirlýsingu um góða stjórnarhætti í sérstökum kafla um skýrslu stjórnar sem og grein 66 d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Þar er beðið um upplýsingar sem  eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang og stöðu félagsins í tengslum við umhverfismál, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og  mútumálum. Fundarstjóri var Harpa Guðmundsdóttir Marel sem situr í stjórn faghóps um ábyrga stjórnarhætti. 

Fyrsta erindið flutti Þorsteinn Kári Jónsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Marel.  Vel hefur gengið að innleiða ábyrga stjórnarhætti hjá Marel.  Þorsteinn fjallaði um lög og reglur ársreikninga á Íslandi 66c.  Þar kemur fram að félag skal árlega birta yfirlýsingu um stjórnarhætti sína í sérstökum kafla.  Í 66d kemur fram að fyrirtæki þurfa að veita upplýsingar sem leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-,félags-og starfsmannamál  jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar-og mútumálum.

En hvað gerist ef ekki er verið að uppfylla lögin.   Í 124gr. Segir að hver sá sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi brýtur gegn ákvæðum laga þessara geti hlotið fangelsissekt.  Á rsk.is kemur fram í eftirliti ársreikningaskrá áhersluatriði. 

En hvaða viðmið skal velja?  Mikil flóra er af viðmiðum, stöðlum og hjálparögnum.  Í flestum tilfellum er bent á GRI, yfirgripsmikill og skilur lítið eftir útundan, aðferðafræðin bakvið mælikvarða er mjög skýr en þungur í framkvæmd og krefst mikillar vinnu.  ISO 26000 fer mjög vel yfir alþjóðleg viðmið, mjög hjálplegur við stefnumótun, hjálpar ítið vð ársskýrsluritun.  Global Compact SÞ er mjög aðgengilegur og þægilegur fyrir fyrstu skref, fyrst og fremst hjálplegur til þess að skilja alþjóðleg viðmið, kostnaðarsamt að taka þátt fyrir fyrirtæki af ákveðinni stærðargráðu.  ESG viðmið Nasdaq, einföld framkvæmd, samræmd skilaboð, tilbúin til samanburðar.  ESG er mjög hjálplegur fyrir fyrirtæki að bera sig saman við aðra og hjálpar að skilja ófjárhagslega mælikvarða.  Gríðarlega verðmæt tækifæri til að virkja starfsfólkið og skipulagsheildina ef þetta er framsett á mannamáli.  Mannlegu og umhverfisþættirnir eru alltaf að verða meira og meira mikilvægir.  Allir fjárfestar horfa á fjárhagslegan ávinning en lítið spurt út í sjálfbærni í rekstri.   Erlendir fjárfestar spyrja meira út i sjálfbærni en íslenskir.  Hægt er að hafa áhrif á fjármagnskostnað með því að sýna að þú mælir ófjárhagslega mælikvarða í rekstri fyrirtækja og sýnir fram á að þú sért ábyrgur.  Sumir fjárfesta ekki lengur í fyrirtækjum sem ekki eru með ófjárhagslega mælikvarða. Helstu áskoranirnar eru hugarfarsbreytingin; þetta er ekki aukaverkefni, þetta á ekki heima undi neinni sjálfbærnideild, stjórnendur verða að taka þetta alvarlega og styðja við breytingarnar. Varðandi úthaldið þá má þetta ekki vera átaksverkefni um að komast á ákveðinn punkt, þarf að snúast um sífelldar framfarir og má ekki vera íþyngjandi.  Gagnasöfnun þarf að vera vönduð frá upphafi því það er erfitt að hefja umbótaverkefni án góðra gagna og samanburður þarf að vera áreiðanlegur.  Varðandi umbætur þá þarf þetta að tengjast helstu verkefnum. 

Þóranna Jónsdóttir, lektor í HR og stjórnunarráðgjafi fjallaði í erindi sínu um gagnsæi, völd og valdmörk o „fylgja eða skýra“.  Samspil milli góðra stjórnarhátta og samfélagsábyrgðar fyrirtækja fer að fara vaxandi upp úr 2009.  Þess vegna hafa þeir verið meira í dagsljósið.  En mikilvægt er að gera skýran greinarmun þar á.  Góðir stjórnarhættir eru leiðandi til þess að fyrirtækið verði samfélagslega ábyrgt. Fræðigreinin fer að birtast fyrir 15 árum síðan um góða stjórnarhætti „Corporate Governance(CG). Þórunn hvetur aðila til að staldra við og hugsa málið, hvernig getur þetta hjálpað okkur að vera betri.  Hluthafafundur – stjórn – framkvæmdastjóri er þríliða sem verður að vera til staðar og sýnir hvernig við dreifum valdi innan fyrirtækisins.  Stjórnarhættir snýst um samskiptin í þessari þríliðu.  Á hluthafafundi er kosin stjórn sem tekur ábyrgð á því að félagið sé rekstrarhæft og hafi góðan framkvæmdastjóra.  Í grunninn snúast góðir stjórnarhættir um að öxluð sé ábyrgð af öllum þessum þremur aðilum og gæta þess að hver og einn sé ekki að vaða inn á starfsemi hins.  Allir eiga að axla sína ábyrgð en ekki að fara inn á svið hins.  En hvernig getum við passað upp á hagsmunaárekstra og óhæði stjórnarmanna.  Stjórn þarf að vera hlutlaus gagnvart framkvæmdastjóri sem og hluthafar gagnvart stjórn.  Stjórn á t.d. ekki að taka fram fyrir framkvæmdastjóra og fara beint í starfsmenn. 

Upphaflega eru upplýsingarnar gerðar til að skapa gagnsæi og skýra upplýsingagjöf til fjárfesta sem geta þá tekið upplýsta ákvörðun um hvort þetta sé góður fjárfestingakostur.  Í dag er vaxandi krafa um vaxandi ábyrgð bæði eftirlitsaðila, vinnuafl, stjórna o.fl.  Sem almennir borgarar eigum við að geta verið þess fullviss að fyrirtæki séu að gera þá hluti sem þau segjast vera að gera. Fyrirtæki hafa leiðbeiningarnar sem leiðarljós og styðjast við hvað eigi að vera að hugsa um.  Við erum að þessu fyrir fyrirtækið þannig að það sé líklegra til að ná árangri til lengri tíma.  Í grein 54 er fyrirtækjum skylt að fylgja lögum um ábyrga stjórnarhætti.  Er þá lagasetningin farin að taka þetta of langt?  Hvernig sinnum við best þeim hagsmunum sem okkur varðar?  Eitt af prinsipum í góðum stjórnarnháttum er að fylgja lögum.  Notum staðla og viðmið en beitum skynseminni!

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Birtu Lífeyrissjóðs sagði frá eigendastefnu Birtu lífeyrissjóðs. Stefnunni er ætlað að vera til leiðbeiningar um þær kröfur sem sjóðurinn gerir til góðra stjórnarhátta.  Góðir stjórnarhættir fyrir Birtu lífeyrissjóð eru stjórnarhættir sem leiða til langtíma verðmætasköpunar, takmarka áhættu og hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið.  Ólafur kynnti rannsókn á fylgni stjórnhátta og árangri fyrirtækja sem gerð var á 51 þáttum í stjórnháttum fyrirtækja og rekstrarárangri. Brown og félagar sem gerðu þessa rannsókn tók dæmi um undirþætti sem skoðaðir eru sérstaklega s.s. mæting á stjórnarfundi, sjálfstæð valnefnd, hámarksseta í stjórn, starfsreglur stjórnar séu opinnberar o.fl. Birta lífeyrissjóður leggur áherslu á að árangurstengdar greiðslur og /eða kaupréttir til lykilstjórnenda og almennra starfsmanna hafi langtímahagsmuni hluthafa að leiðarljósi.  Slík kerfi verða fyrst og fremst að hafa skýr og mælanleg markmið sem auðvelt er að rökstyðja fyrir hluthöfum  Á hverju byggir svona setning og hvað felst í henni?  Erlendar rannsóknir benda til þess að árangurstengdar greiðslur hafi jákvæð áhrif á fyrirtæki. Stjórn Birtu er samþykk árangurstengdum greiðslum og kaupréttum. Árangurstengingar þurfa að vera skýrar.  Óútskýranlegar hvatatengdar greiðslur sem eru ekki í samræmi við stærð og rekstrarárangur hafa neikvæð áhrif á árangur skv. rannsókn Moody´s á 85000 fyrirtækjum frá 1993-2003.  Óhóflegir og ósamhverfir valréttir hafa neikvæð áhrif á arðsemi hluthafa, valda óhóflegri áhættutöku og hafa áhrif á framsetningu ársreikninga.  Rannsókn Sanders og Hamcrick á 950 fyrirtækjum En hvað eru góðir stjórnarhættir fyrir Birtu lífeyrissjóð?  Birta lífeyrissjóður er langtíma fjárfestir og gerir kröfur um að sjónarmið sjóðsins fái umfjöllun í stjórnum fyrirtækja þar sem sjoðurinn á hlutdeild.  Stærsta fjárfesting Birtu er í Marel þar sem viðhafðir eru góðir stjórnarhættir sem gagnast.  Vonandi verða til þættir þar sem hægt er að tengja saman ákveðna þætti.  

Mikilvægt fyrir innri endurskoðendur og stjórnarmenn að taka þátt!

Stjórn faghóps um góða stjórnarhætti vekur athygli faghópsins á eftirfarandi: Ráðstefnan Góðir stjórnarhættir - Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum verður haldin 10. apríl nk. í Háskóla Íslands. Þema ráðstefnunnar er: Áhrif og ákvarðanir stjórna. Aðalfyrirlesari er Bob Garratt, einn helsti hugmyndafræðingur góðra stjórnarhátta í Bretlandi. Ennfremur munu halda erindi: Hekla Björk Eiríksdóttir - stjórnarformaður Landsbankans, Eyjólfur Árni Rafnsson - stjórnarformaður Eikar og SA, Guðrún Hafsteinsdóttir - stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og SI, Þórður Magnússon - stjórnarformaður Eyrir Invest, Þórey S. Þórðardóttir - framkvæmdastjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða, Flóki Halldórsson - framkvæmdastjóri Stefnis og Páll Harðarson - forstjóri Nasdaq á Íslandi.

Fundarstjóri er Eyþór Ívar Jónsson - forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti. 

Skráning: https://godirstjornarhaettir2018.eventbrite.com/?aff=stjorn2

Sjá link: https://shoutout.wix.com/so/1M9d5Avf#/main

Áhrif stjórnarhátta á velgengni fyrirtækja

Faghópur Stjórnvísi um góða stjórnarhætti hélt morgunverðarfund þann 15. febrúar í höfuðstöðvum Vodafone.  Á fundinum var fjallað um áhrif stjórnarhátta á velgengni fyrirtækja, en sérstaklega var horft til breyttra stjórnarhátta í þroskaferli fyrirtækja og hvort lífaldur eða menning hafi áhrif á velgengni.

Fyrirlesarar voru: Helga Valfells, meðstofnandi og meðeigandi Crowberry Capital, Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, meðstofnandi og meðeigandi Visku og Svana Gunnarsdóttir, meðstofnandi og meðeigandi Frumtak Ventures.

Fundurinn var ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum, jafnt byrjendum sem lengra komna. Fundurinn var einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa setið í stjórnum eða hafa hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu. Boðið var upp á kaffi og morgunhressingu.   

Helga Valfells ræddi hvernig er að vera í stjórnum stórra fyrirtækja.  Eitt af því sem einkennir að sitja í stjórnum stórra fyrirtækja er eftirlitsskylda sem tekur mikinn tíma af stjórnarfundum.  Fundir verða því oft mjög langir.  Helga hefur ekki setið í stjórn skráðs félags. Starfsreglur stjórnar eru opinberar hjá stórum fyrirtækjum.  Mikilvægt er að fylgja lögum og reglum.  Til eru leiðbeiningar um stjórnahætti fyrirtækja sem mikilvægt er að lesa og læra áður en fólk fer i stjórnir og stjórnarmanni ber að gera.  Einnig er mikilvægt að vera með góða stjórnarsiði. Góður stjórnarformaður skiptir miklu og einnig samsetning stjórnar, er hún rétt?  Eftir stjórnarfund er alltaf rætt örstutt saman af stjórn sem er ekki bókað en þarna gest tækifæri til að ræða hluti sem ekki eru bókaðir og eru oft án allra starfsmanna og framkvæmdastjóra.  Alltaf þarf að hugsa fyrst og fremst um fyrirtækið að það sé númer eitt.  Mikilvægt er einnig að fá starfsmenn inn á fundi og að senda fundargerðir strax eftir fund.  Fundadagskrá ákveðin fram í tímann.  Einnig er mikilvægt að varðveita stofnanalega þekkingu þ.e. að skipta ekki allri stjórn út í einu.  Einnig er gott að taka inn fulltrúa viðskiptavina og hafa Sókratískar umræður.  Stjórn á að vinna vel saman og vera traust.  Mikilvægt að stjórn komist að sameiginlegri ákvörðun.    Til að vita hvort maður er í góðri en slæmri stjórn er mikilvægt að fara í sjálfsmat.  Þar fær stjórnin árlega frammistöðu, ræðir niðurstöður, fær ráðgjafa og mat frá stjórnendum.  Af þessu er mikið hægt að læra.  Stjórn snýst að miklu leyti að góðu starfi við framkvæmdastjóra.  Það er einmannalegt á toppnum og því verður framkvæmdastjóri að vera í góðu samstarfi.  Mikilvægt er fyrir framkvæmdastjóra að treysta stjórninni og að stjórnin treysti framkvæmdastjóra – þetta skiptir allra mestu máli.  En bestu litlu fyrirtækin eiga að hugsa eins og stórt fyrirtæki

Svana Gunnarsdóttir ræddi „Hvað eru góðir stjórnarhættir?“ og mikilvægi þess að kynna sér þessar leiðbeiningar en þau vinna samkvæmt þessum leiðbeiningum á leiðbeiningar.is  Svana sagði frá því hvernig þau hjá Frumtak vinna með sínum fjárfestingum.  Almennt eru frumkvöðlarnir stærstu eigendurnir og eru ekki búnir að skipta neinu en ekkert reynir á þetta samband fyrr en á þeim tímapunkti sem fjárfestar koma inn.  Mikilvægt er að það séu skýrar línur milli einkalífs og vinnu.  Frumtak byrjar á að fara í áreiðanleikakönnun og leggur mikla áherslu á að hjálpa frumkvöðlum fyrstu skrefin.  Þegar Frumtak kemur inn í stjórn þá er passað upp á mikla eftirfylgni og það eru þemafundir.  Þar er tekið á megináhættum félagsins s.s. sölu og markaðsmálum.  Hvernig komast fyrirtækin inn á markaði erlendis? Og mikilvægi þess að spyrja góðra spurninga.  Alltaf er stefnumótun á haustin og sett markmið með tímalínu og áætlun.  Við reynum að finna hvert við erum að fara.  Varðandi Meniga þá var fjárfest í þeim 2010 en þá voru þau í kennslustofu í HR og komust varla fyrir þar.  Frumtak var þeirra fyrsti fjárfestir. Næstu fjárfestar á eftir þeim voru Hollendingar og þá voru allar fundargerðir í lagi og governance.  Í dag er fyrirtækið 100 manna með milljarð í veltu.  Mörkin eru að breytast á milli stórra og lítilla fyrirtækja.  Endanotandinn er að fá svo mikið vald og því þurfa allir að hugsa miklu hraðar.  Hægt er að tilnefna í stjórnir og hvenær þarftu að láta vita ef þú ætlar ekki að sitja áfram?  Ef aðili er ekki að standa sig þá er tekið seint og illa á því.  Þetta á við starfsmenn, stjórnendur og stjórn og mætti skoða betur. 

 

Þriðji fyrirlesarinn Stefanía, lærði hvað mest hjá Plain Vanilla hve mikill munur er að kynna eitthvað fyrir stjórn eða leita ráða hjá stjórn.  Þegar Stefanía stofnaði Visku þá ákváðu þau að líta aldrei á stjórnina sem vald heldur eitthvað sem þau gætu alltaf leitað ráða hjá.  Stjórnendur stjórna ekki lengur heldur vald efla þeir.  Hvernig getur stjórn gert slíkt hið sama.  Í staðinn fyrir að stýra teymum ertu að styðja þau.  Stjórnin á að vera í hlutverki einhvers konar þjálfara.  Að sama skapi og valdefling stjórnenda gagnvart starfsmönnum þá þarf að hafa í huga að  jafnvægi áskorana og getu  skilar starfsánægju.  Þetta þurfa stjórnendur sífellt að hafa í huga.  Ef stjórn vandar til verka þá á hún ekki alltaf að leggja fram lausnir á vandamáli heldur hvetja aðilana til að leysa vandamálið sjálft.  Þjálfa þarf teymið til að leysa vandamálið sjálft.  Þannig verður minni velta þekkingar og starfsfólks. 

Stefanía fór yfir nokkur af þeim tólum sem hún nýtir til að vald efla starfsfólk.  Það sem henni hefur reynst vel í teymissamstarfi er: You do it, you decide; ekki leysa vandamál fyrir starfsmenn heldur leyfðu þeim að leysa það sjálfum en þetta krefst áskorunar. 1:1s við starfsmenn, stjórn. Stefanía hefur notað það á 2ja vikna fresti við starfsmenn en það léttir á vettvanginum, þannig þarf starfsmaðurinn aldrei að óska eftir viðtali við stjórnandann.  Þannig hjálparðu starfsfólki stöðugt við að vaxa og búa til eitthvað meira spennandi.  Leið til að gefa endurgjöf er „Vel gert“ vs. „Vel gert vegna þess að“  það er svo mikilvægt að fá skýringuna á því hvað það var sem var vel gert.  Retrospectives er að ræða allt það sem er vel gert og hvað má gera betur t.d. til að slípa til vinnuferli.  Þetta kemur úr agile hugmyndafræðinni.  En hafa stjórnarhættir áhrif á velferð fyrirtækja? „Já“ heldur betur.  Varðandi reglur og viðmið þá skiptir miklu meira máli að hafa strúktúr, vald efla stjórnendur.  En gott er að hafa vinnuramma um öll verkefni þannig að allir séu sammála um hvað eigi að gera. 

Að lokum ræddi Stefanía Sprota vs restin.  Stór vinnustaður krefst agaðra vinnubragða, Netflix og Google v. Deautche Bank og Ernst og Yong.  Fyrir stjórnarfund hittist hópurinn og ræðir hvað er highlight og hvers vegna þau sofa ekki á nóttunni.  Góðar umræður urðu eftir fundinn þar sem hin áhugaverðustu atriði komu fram.   

 

 

Hefur aukin þátttaka kvenna í atvinnulífinu haft áhrif á stjórnarhætti?

Faghópur Stjórnvísi um góða stjórnarhætti hélt fund í samvinnu við fræðslunefnd FKA í Húsi Atvinnulífsins. Á fundinum var fjallað almennt um einkenni stjórna og þá vitundarvakningu sem orðið hefur á síðustu árum um góða stjórnarhætti.

Jón Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi frá PwC fjallaði um hvernig má flokka stjórnir í fjórar tegundir stjórna, málamyndastjórn, leppstjórn/stimpilstjórn, ráðgefandi stjórn og virka stjórn.  Jón kynnti helstu kenningar í stjórnarháttum (sjá ítarefni). Stjórnir geta verið umboðsmannastjórnir, managerial-hegemony theory þ.e. stjórn til skrauts sem er stýrð af framkvæmdastjóra, Stewardship theory valdamikil stjórn þar sem er mikil virkni og nýsköpun, alveg öfugt við Rubber eða stimpilstjórn, þetta eru stjórnir nýsköpunarfyrirtækja sem eru oft á undan sér og að lokum er það Advisor eða ráðgjafastjórnin.  Sú stjórn leggur áherslu á hvernig við bestum en ekki þróun.  En hvernig er besta stjórnin?  Sú besta er sú sem er blanda þ.e. drífandi stjórn, einnig fer þetta eftir stjórnarformanninum því hann er verkstjóri, hve margir eru í stjórn og hvernig hún er samsett.  Ef allir eru á fleygiferð þá gleymist kjarnastarfsemin.  Stefnumótun stjórna er ekki mikil í nýsköpunarfyrirtækjum.  Í sjálfsmati stjórnar sést vel hvernig stjórnin er samsett.   Eigendur þurfa að huga vel að því  hvernig fyrirtækið er, framleiðslufyrirtæki þarf t.d. ráðgjöf en félög á fleygiferð þurfa að huga að því hvert þau eru að fara.  Hvaða auð á fyrirtækið?  Mikilvægasta atriðið er að huga að því hvernig stjórn við erum. 

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands fjallaði um hvaða áhrif diplomanám í góðum stjórnarháttum höfðu á verklag og vinnubrögð hennar í hlutverki framkvæmdastjóra. Hulda starfaði sem bóndi í 16 ár, lærði að vera kjólameistari, starfaði í Arion banka og er nú framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar.  Hulda tók nám í góðum stjórnarháttum hjá Eyþóri Ívarssyni og breytti það hennar sýn sem framkvæmdastjóri.  Ragnheiður hefur lært að gefa stjórnarmönnum frumkvæðið og gefið þeim tækifæri til að þroskast.  Varðandi áætlun stjórnar t.d. þá er mikilvægt að heyra frá stjórn hvaða verkefni þau vilja sinna en ekki kynna sem framkvæmdastjóri hvað hún vill.  Hver er ábyrgur fyrir stefnunni ef framkvæmdastjóri kemur með hana og kynnir hana?  Framkvæmdastjóri á ekki að matreiða til stjórnar heldur fá stjórnina með sér.  Þeir sem eru í stjórn verða að gæta þess að framkvæmdastjórinn taki ekki af þeim ábyrgð og leyfi þeim að vaxa.  Framkvæmdastjórinn þarf líka að gæta þess að taka ekki ábyrgðina sjálfur.   
Martha Eiríksdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarkona fjallaði um um reynslu sína af því að vera í ólíkum hlutverkum í atvinnulífinu. Martha hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem frumkvöðull, stjórnandi og stjórnarmaður m.a. í Reitum, Innnes, Olíudreifingu, Farice og Ísfelli. Martha hefur lengst af starfað í bankageiranum, verið bæði framkvæmdastjóri Kreditkorta og stjórnarformaður, unnið hjá Saga-film við James Bond mynd sem varð upphafið að því að farið var að sigla á Jökulsárlóni.  Martha situr í nokkrum stjórnum t.d. Innnes, Olíudreifingu, Ísfelli og hefur í stjórn Varðar o.fl.  þær stjórnir sem Martha hefur starfað í hafa verið ólíkar.  Sérþekkingin er til staðar inn í fyrirtækinu og stjórnarmaður þarf ekki þessa sérþekkingu heldur að laða fram sérþekkingu framkvæmdastjóra.  Miklar jákvæðar breytingar hafa orðið á stjórnum sl. fimm ár.  Þær eru orðnar faglegri og allir meðlimir orðnir meðvitaðri.  Bestu stjórnirnar eru þær sem eru með ólíku fólki úr ólíkum geira og ólíkum aldri.  Sem stjórnarmaður færðu tækifæri til að vinna með frábæru fólki og getur miðlað inn í eigið líf og aðrar stjórnir.  Starf stjórnar má líkja við skipafélag.  Stjórn ákveður hve stór skipið á að vera og ræður skipstjórann.  Skipstjórinn siglir skipinu þangað sem stjórnin ákveður að það eigi að fara.  Hann þarf að bregðast skjótt við ef versnar í sjóinn og taka ábyrgar ákvarðanir.    Stjórnin styður skipstjórann og lykilatriðið að báðir gangi í takt við hvorn annan.  Í eigin fyrirtæki ertu allt í senn, hluthafinn, fjármálastjórinn, með lengsta vinnutímann og lægstu launin.  Sífellt koma upp ný verkefni.  Stundum er eins og sumir haldi að leiðin að árangri eigi að vera samfelld og bein, stefnuföst og markviss.  En leiðin er oft að fara mismunandi stíga.  Vegakortið þitt verður aldrei hannað fyrir þig.

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma, stjórnarformaður N1 og varaformaður stjórnar Isavia fjallaði um hvort og þá hvaða breytingar hafa orðið á stjórnarháttum með aukinni stjórnarþátttöku kvenna.  Margrét hefur setið í stjórn N1, Isavia, RB, Heklu, Lyfjaþjónustunni, Esso, Statoil, Q8, Shell, Icepharma o.fl. Margrét varpaði fram spurningunni: „En af hverju fer maður í stjórn?“ Það getur verið eignarhald þ.e. þú ert eigandi, faglegar forsendur þ.e. þú ert að nýta reynslu þína þar inni eða það geta verið hagsmunir fyrirtækis þ.e. þú ert að verja hagsmuni fyrirtækja sem á í fyrirtækinu, kvótakerfi.  Í dag eru tímamót í samfélaginu því þessi gömlu völd eru að hrynja.  Í dag sitja 39 konur í stjórnum 23 stærstu fyrirtækjum landsins, þar af eru 7 stjórnarformenn og 3 varaformenn og í þremur stjórnum sitja erlendar konur með mikla faglega þekkingu/reynslu.  Konur eru að breyta heilmiklu í samfélaginu og árif kvenna í stjórnum eru mikil.  Konur eru ekki að sækjast eftir völdum, frekar að hafa áhrif og láta gott af sér leiða  þær reyna að hafa áhrif á stöðu jafnréttismála og tryggja að fleiri konur fái tækifæri sem stjórnendur.  Þær fylgja góðum stjórnarháttum og hafa sterka samfélagsvitund.  Kvótakerfið er mjög mikilvægur þáttur í breytingarferli stjórnarhátta  auk þess að styrkja jafnréttisbaráttuna.  Mikilvægt er að stjórn sé í samskiptum við fleiri aðila en framkvæmdastjóra og einnig er mikilvægt er að fara yfir í upphafi stjórnarfunda hvaða samskipti hafi átt sér stað milli funda. 

 

Ábyrgar fjárfestingar

Fræðslufundur Stjórnvísi og Festu um ábyrgar fjárfestingar var haldinn í morgun í KPMG.   Það voru faghópar um fjármál fyrirtækja, gæðastjórnun og ISO staðla, góða stjórnarhætti og samfélagsábyrgð sem stóðu að fundinum.  Fundarstjóri var Viktoría Valdimarsdóttir, CEO Business Group Luxemborg s.ár.l. og stjórnarformaður Ábyrgra lausna ehf. Yfirskrift fundarins var: „ Er innleiðing nýrra laga um ófjárhagslega upplýsingaskyldu og fjárfestingarstarfsemi sjóða tækifæri til nýsköpunar og aukinna sóknarfæra?

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð fjallaði um mismunandi leiðir sem fjárfestar geta valið til að innleiða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og tækifæri sem þeim fylgja. Festa er að fjalla um fjárfesta sem hluta af stóru myndinni. Samfélagsábyrgð er heildarábyrgð á fyrirtækjarekstur og fjárfestar eru einn af hagsmunaaðilunum.  En hvað eru ábyrgar fjárfestingar? „Ábyrgar fjárfestingar felast í að taka mið af umhverfis-og samfélagsþáttum, auk stjórnarhátta og siðferðis þegar fjárfestingaákvarðanir eru teknar. Það eru langtímasjónarmið, hlusta á hagaðila og að fyrirtæki líta svo á að þau hafi það markmið að búa til betra samfélag fyrir alla aðila.  Þetta tengist sjálfbærni og sjálfbærri þróun.  Sumar tegundir fjárfestinga eru kallaðar kynslóðafjárfestingar þ.e. þær munu koma næstu kynslóðum vel.  Samfélagábyrgð felst í að fyrirtæki axli ábyrgð á áhrifum sem ákvarðanir og athafnir þess hafa á samfélagið og umhverfið.  Það er gert með gagnsæi og siðrænni hegðun, með gagnkvæmum ávinningi, stuðli að sjálfbærni, hlusti á væntingar hagsmunaaðila og fari að lögum.  Samfélagsábyrgð er með auknum mæli að færast inn í lög.  T.d. skylda lög ESB stór fyrirtæki í Evrópu til að gefa árlega út skýrslu um samfélagsábyrgð sína. Ketill kom inn á að samfélagsábyrgð borgar sig.  Því til stuðnings nefndi hann að Deutsche Bank komst að því að fyrirtæki sem skora hátt á samfélags-,umhverfis-og stjórnarháttum bera lægri vaxtarkostnað og vegna betur til miðlungs-og langs tíma.   Einnig gerðu þrír hagfræðingar frá Harvard og LBS saman tvo hópa með 90 fyrirtækjum frá 1993-2001.  Í öðrum hópnum voru öll með stefnu um SÁ. Sá hópur skilaði mun betri rekstri.  Ketill sýndi líka módel (Sheila Bonini and Stephan Börner 2011) hvernig hægt er að aðstoða fjármálastjóra við að sjá ávinning. En hvað ýtir á samfélagsábyrgð fyrirtækis?  Áhætta, rekstur, siðferði og samfélag.

Tómas N. Möller, lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna fjallaði um nýlegar breytingar á lögum og reglum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Tómas velti upp spurningum og ábendingum varðandi umboðsskyldu, tengsl reglnanna við aukna umræðu um ábyrgar fjárfestingar (SRI - Social Responsible Investment) og auknar kröfur varðandi umhverfismál, samfélagsábyrgð og góða stjórnarhætti (ESG - Environment, Social, Governance). Lífeyrissjóðir eru langstærsti fjárfestirinn á Íslandi í dag. Starfsemi lífeyrissjóðs takmarkast við móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyrir.  Í dag þurfa lífeyrissjóðir að horfa til fimm viðmiða/vegvísa.  Í frjálsara umhverfi þurfa lífeyrissjóðir að taka meðvitaða ákvörðun um það hversu stórum hluta fjárfestinga sinna þeir verja í innlend verkefni.  Sú ákvörðun ætti bæði að byggjast á viðleitni til að takmark áhættu með eignadreifingu og tryggja að hérlendis ríki til lengri tíma litið fjölbreytt og góð atvinnuskilyrði sem stuðla að búsetu og lífsgæðum í landinu.  En hvað hefur Lífeyrissjóður VR gert?  Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur sett sér gildi og viðmið. Fjárfesting í nýsköpun getu falið í sér áhugaverð fjárfestingartækifæri.  Mikilvægt að forsvarsmenn nýsköpunarverkefna skilji þarfir og skyldu lífeyrissjóða sem fjárfesta. Mikilvægt að fara vel með það fé sem fengið er frá fjárfestum til nýsköpunarverkefna varðandi orðspor og framhaldið.

Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbanka Íslands fjallaði um innleiðing stefnu um ábyrgar fjárfestingar (RI) hjá Landsbankanum. Hrefna fór yfir innleiðingu Landsbankans á stefnu um ábyrgar fjárfestingar og einnig fjallaði hún um nýstofnuð samtök um ábyrgar fjárfestingar. Stóru sporin eru í fjárfestingum og lánveitingum.  Árið 2013 setti Landsbankinn niður stefnu. Flottir sérfræðingar voru fengnir inn í bankann og bankaráðið þurfti að vera með ásamt framlínunni.  Þetta var ekki samkeppnismál því nú var þörf á að nýta reynslu fræðimanna sem komu erlendis frá og því bauð Landsbankinn samkeppnisaðilum á fræðslufundi þeim tengdum.  Allt hófst þetta með fræðslunni og sendur var spurningarlisti til hlutafélaga í Kauphöllinni.  Stofnuð hafa verið samtök og byggir starfsemin á faglegri virkni stjórnarmanna en stjórnina skipa: Arnór Gunnarsson, VÍS, Davíð Rúdólfsson, Gildi, Hrefna Sigfinnsdóttir Landsbanki, Jóhann Guðmundsson Live, Kristín Jóna Kristjánsdóttir Íslandssjóði og Kristján Geir Pétursson, Birta.  Ný stjórn hefur fyrst og fremst það hlutverk að forma starfsemina og setja fræðslu af stað með fræðsluviðburðum og vinnuhópum stjórnar.  

Ábyrgð og árangur stjórnarmanna

Fyrsti fundi nýs faghóps um góða stjórnarhætti var haldinn í Húsi atvinnulífsins í morgun.  Fyrirlesturinn fjallaði um hlutverk, ábyrgð og árangur stjórnarmanna og markmiðið var að auka vitund á hlutverki og verklagi stjórna.  Fyrirlesarar voru þær Svava Bjarnardóttir, ráðgjafi og meðeigandi Kapituli og vottaður ACC- markþjálfi og Auður Ýr Helgadóttir , hdl. og meðeigandi í LOCAL lögmenn. Þær hafa báðar mikla reynslu er viðkemur stjórnum.  Svava  hefur setið í fjölda stjórna í íslensku atvinnulífi og er virk sem stjórnarmaður/stjórnarformaður í nokkrum félögum í dag. Hún leggur mikla áherslu á stefnumótun, vandaða stjórnarhætti og fagmennsku í öllum  þáttum reksturs fyrirtækja. Auður Ýr Helgadóttir kennir góða stjórnarhætti við Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.

Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum jafnt byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa sitið í stjórnum eða hafa hug að því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.

Auður Ýr fór yfir vangaveltur stjórnarmanna.  Hvað ef ég er ekki sammála stjórninni?  Mikilvægt er að huga að þrískiptingu valds í stjórnum hluthafi/stjórn/frkvstj.  Þessi formfesta er mikilvæg því lögin mynda ramma um ábyrgð, skyldur og réttindi stjórnarmanna.  Einnig samþykktir, starfsreglur stjórnar og stjórnarhætti fyrirtækja.  Stjórnarmaður getur borið skaðabóta-eða refsiábyrgð gagnvart félaginu hluthöfum eða öðrum.  Stjórnin fer með æðsta vald félags á milli hluthafafunda, annast skipulag og að starfsemi félags sé í réttu og góðu horfi.  En hvað þýðir þetta í raun og veru? Hluthafar kjósa stjórn. Stjórn fer með vald sem henni er fengið að lögum en er bundin af ályktunum og fyrirmælum hluthafafunda.  Skyldur stjórnarmanna eru að mæta á fundi, trúnaðarskylda og þagnarskylda.  Það liggur í eðli hlutarins að gæta eigi þagnarskildu.  Stjórnarmenn eiga réttindi að gögnum, launum og skyldu til að mæta á stjórnarfund.  Sérstöku skyldurnar eru að gæta þess að daglegur rekstur sé í lagi, bókhald, ritun firma, veiting prókúruumboðs, upplýsingaskylda, boðun hluthafafunda o.fl.  Varðandi formlegheit þá eiga stjórnarfundir að fylgja forskrift en eiga þó ekki að bera fundinn ofurliði. Stundum er gott að skipta um röð á fundinum þ.e. að lesa fundargerð í lokin.  En hvað á að vera í fundargerðinni?  Helstu ákvarðanir, hvaða rök voru sett fram og hver var lokasamþykktin.  Fundargerðin á að endurspegla ákvarðanir.  Mikilvægt er að láta fylgigögn vera með. 

Oft er fundur á undan fundinum en ekki má vera búið að taka ákvarðanir fyrir fundinn.  Almennur stjórnarmaður á ekki að vera að funda með framkvæmdastjóra fyrir fund og allir eiga að sitja við sama borð.  Stjórnarmenn bera ábyrgð á stjórnarmálum hvort sem þeir eru á fundinum eða ekki.  Ekkert mál er að kalla inn sérfræðinga til að skera úr um mál.  Stjórn er oft samansett af fólki alls staðar úr atvinnulífinu og því mikilvægt að spyrja um frekari upplýsingar.  Þegar nægilegar upplýsingar liggja fyrir þarf að passa sig á að fylgja ekki straumnum, hægt er að sitja hjá og bóka andmæli.  Menntun og reynsla á að endurspeglast í umræðum og hvernig stjórnarmaður beitir atkvæði. Oft eru fengnir inn reynsluboltar í stjórnir.  Stjórn á að fara með yfirstjórn og eftirlit, ráða framkvæmdastjóra, gefa honum fyrirmæli, hafa eftirlit með bókhaldi o.fl. mikilvægt er að fá úttekt hjá stjórn. 

Svava fjallaði um mikilvægi þess að stjórn hefði gagnagátt og aðgengi hvenær sem er að þeim gögnum.  Mikilvægt er að gefa mat á störfum forstjóra og gefa heiðarlega endurgjöf, hún er rýni til gagns og allir geta gert betur.  Hlutverk og ábyrgð forstjóra þarf að vera vel skilgreint sem og starfsreglur, ferlar skýrir, starfsáætlun stjórnar, upplýsingagjöf og stjórn meti störf sín.  Starfsáætlunin þarf að vera tengd stefnu og KPI´s skoðuð.  Framkvæmdastjórar annarra deilda komi inn á fundinn.  Öll vinna á að vera gerð í einlægni.  Mikilvægast að varast að taka ekki ákvarðanir utan stjórnarherbergisins.  Í starfsáætlunum stjórnar skal ræða hvað hefur átt sér stað á milli funda.  Mikilvægt er að verið sé að ræða málin.  Ef forstjórinn eða stjórnarformaðurinn er sterk manneskja þá þarf að passa upp á að hann verði ekki of ráðandi (Ás).  Stundum eru framkvæmdastjóri og stjórnarformaður búnir að matreiða allan fundinn þannig að allt er búið að ákveða fyrir fundinn (Tvistur).  Framkvæmdastjórinn, fjármálastjórinn og stjórnarformaður (Þristurinn) þá er búið að pússa til fjármálaupplýsingar fyrir fundinn.  Ekki hafa glansmyndir á fundum heldur nýta þekkingu hvers og eins.  Allir geta bætt sig í mannlegum samskiptum, byggja þarf á virðingu, þolinmæði og það skapast traust.  Stjórnin virkar ekki rétt nema traust ríki innan fundanna.  Þegar virðing er gagnkvæm er enginn skotinn niður. Allar spurningar eiga rétt á sér og framsetning verður að vera skýr.  Dagskrá og gögn fyrir fundinn þurfa að koma tímanlega. Allir þurfa að fara heim með sömu niðurstöðuna.  Stjórn þarf að hafa tíma til að kynnast, fara saman út að borða ásamt framkvæmdastjóra og fjármálastjóra.  Mikilvægt að þekkjast.  Spurning kom varðandi varamenn, hvenær er nauðsynlegt að fá þá inn.  Stundum sitja varamenn alltaf með stjórn og stundum ekki.  Stjórnarformaður er verkefnisstjóri þess að gera sjálfsmat stjórnar.  Þetta þarf að vera lifandi til að stýra fólki í naflaskoðuninni. Það skiptir öllu máli að allir séu sáttir þegar þeir fara út af fundi.  Óháðir stjórnarmenn skipta miklu máli.   

Nýr faghópur um góða stjórnarhætti

Stofnaður hefur verið nýr faghópur um góða stjórnarhætti. Markmið faghópsins er að stuðla að og styðja við góða stjórnarhætti innan fyrirtækja með því að skapa vettvang fyrir fræðslu og miðlun upplýsinga um málaflokkinn. Tilgangur hópsins er að gefa starfandi meðlimum í stjórnum, nefndum og ráðum og öðrum sem hafa áhuga á málaflokkinum tækifæri til að efla hæfni sína. 

Tilgangurinn með góðum stjórnarháttum felur í sér að stjórnarhættir séu ávallt í samræmi við lög og reglur og að þeir styrki jafnt innviði fyrirtækja sem og efli almennt traust á markaði. Til að stjórnendur geti tileinkað sér góða stjórnarhætti er því mikilvægt að hlutverk og ábyrgð þeirra sé þeim skýrt og ljóst.

Hlutverk faghópsins er að því skapa vettvang um fræðslu og upplýsinga fyrir þá sem starfa í eða hafa áhuga á stjórnun skipulagsheilda: í stjórnum fyrirtækja, stjórnum á vegum stofnana, nefnda eða ráða.

Faghópurinn mun  leitast við að vekja athygli á mikilvægi góðra stjórnarhátta innan eða á vegum skipulagsheilda,  horfa til og vekja athygli á því sem vel er gert, auka umræðu og efla fræðslu um mikilvægi og þá ábyrgð sem felst í stjórnarstarfi og áhrifum þess á skipulagsheildina, vera vettvangur til vekja athygli á straumum og stefnum í stjórnarháttum og tækifæri til að efla þá sem eru starfandi stjórnarmenn eða hafa áhuga á að taka virkan þátt í stjórnarstörfum.

Á fundum hópsins skapast vettvangur fyrir þverfaglegar umræður ásamt miðlun þekkingar og reynslu á sviði stjórnunar.  Þá er hópurinn góður vettvangur tengslamyndunar.

Tillögur að áhugaverðum fundum:

 

-        Samtalið í stjórnarherberginu

-        Árangursmat á stjórnarháttum

-        Hlutverk í stjórnum

Rannsóknarverkefni á vegum rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti

-        Stjórnarhættir í minni fyrirtækjum og ört vaxandi fyrirtækjum

-        Ráðgjafastjórn

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?