Áhrif stjórnarhátta á velgengni fyrirtækja

Faghópur Stjórnvísi um góða stjórnarhætti hélt morgunverðarfund þann 15. febrúar í höfuðstöðvum Vodafone.  Á fundinum var fjallað um áhrif stjórnarhátta á velgengni fyrirtækja, en sérstaklega var horft til breyttra stjórnarhátta í þroskaferli fyrirtækja og hvort lífaldur eða menning hafi áhrif á velgengni.

Fyrirlesarar voru: Helga Valfells, meðstofnandi og meðeigandi Crowberry Capital, Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, meðstofnandi og meðeigandi Visku og Svana Gunnarsdóttir, meðstofnandi og meðeigandi Frumtak Ventures.

Fundurinn var ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum, jafnt byrjendum sem lengra komna. Fundurinn var einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa setið í stjórnum eða hafa hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu. Boðið var upp á kaffi og morgunhressingu.   

Helga Valfells ræddi hvernig er að vera í stjórnum stórra fyrirtækja.  Eitt af því sem einkennir að sitja í stjórnum stórra fyrirtækja er eftirlitsskylda sem tekur mikinn tíma af stjórnarfundum.  Fundir verða því oft mjög langir.  Helga hefur ekki setið í stjórn skráðs félags. Starfsreglur stjórnar eru opinberar hjá stórum fyrirtækjum.  Mikilvægt er að fylgja lögum og reglum.  Til eru leiðbeiningar um stjórnahætti fyrirtækja sem mikilvægt er að lesa og læra áður en fólk fer i stjórnir og stjórnarmanni ber að gera.  Einnig er mikilvægt að vera með góða stjórnarsiði. Góður stjórnarformaður skiptir miklu og einnig samsetning stjórnar, er hún rétt?  Eftir stjórnarfund er alltaf rætt örstutt saman af stjórn sem er ekki bókað en þarna gest tækifæri til að ræða hluti sem ekki eru bókaðir og eru oft án allra starfsmanna og framkvæmdastjóra.  Alltaf þarf að hugsa fyrst og fremst um fyrirtækið að það sé númer eitt.  Mikilvægt er einnig að fá starfsmenn inn á fundi og að senda fundargerðir strax eftir fund.  Fundadagskrá ákveðin fram í tímann.  Einnig er mikilvægt að varðveita stofnanalega þekkingu þ.e. að skipta ekki allri stjórn út í einu.  Einnig er gott að taka inn fulltrúa viðskiptavina og hafa Sókratískar umræður.  Stjórn á að vinna vel saman og vera traust.  Mikilvægt að stjórn komist að sameiginlegri ákvörðun.    Til að vita hvort maður er í góðri en slæmri stjórn er mikilvægt að fara í sjálfsmat.  Þar fær stjórnin árlega frammistöðu, ræðir niðurstöður, fær ráðgjafa og mat frá stjórnendum.  Af þessu er mikið hægt að læra.  Stjórn snýst að miklu leyti að góðu starfi við framkvæmdastjóra.  Það er einmannalegt á toppnum og því verður framkvæmdastjóri að vera í góðu samstarfi.  Mikilvægt er fyrir framkvæmdastjóra að treysta stjórninni og að stjórnin treysti framkvæmdastjóra – þetta skiptir allra mestu máli.  En bestu litlu fyrirtækin eiga að hugsa eins og stórt fyrirtæki

Svana Gunnarsdóttir ræddi „Hvað eru góðir stjórnarhættir?“ og mikilvægi þess að kynna sér þessar leiðbeiningar en þau vinna samkvæmt þessum leiðbeiningum á leiðbeiningar.is  Svana sagði frá því hvernig þau hjá Frumtak vinna með sínum fjárfestingum.  Almennt eru frumkvöðlarnir stærstu eigendurnir og eru ekki búnir að skipta neinu en ekkert reynir á þetta samband fyrr en á þeim tímapunkti sem fjárfestar koma inn.  Mikilvægt er að það séu skýrar línur milli einkalífs og vinnu.  Frumtak byrjar á að fara í áreiðanleikakönnun og leggur mikla áherslu á að hjálpa frumkvöðlum fyrstu skrefin.  Þegar Frumtak kemur inn í stjórn þá er passað upp á mikla eftirfylgni og það eru þemafundir.  Þar er tekið á megináhættum félagsins s.s. sölu og markaðsmálum.  Hvernig komast fyrirtækin inn á markaði erlendis? Og mikilvægi þess að spyrja góðra spurninga.  Alltaf er stefnumótun á haustin og sett markmið með tímalínu og áætlun.  Við reynum að finna hvert við erum að fara.  Varðandi Meniga þá var fjárfest í þeim 2010 en þá voru þau í kennslustofu í HR og komust varla fyrir þar.  Frumtak var þeirra fyrsti fjárfestir. Næstu fjárfestar á eftir þeim voru Hollendingar og þá voru allar fundargerðir í lagi og governance.  Í dag er fyrirtækið 100 manna með milljarð í veltu.  Mörkin eru að breytast á milli stórra og lítilla fyrirtækja.  Endanotandinn er að fá svo mikið vald og því þurfa allir að hugsa miklu hraðar.  Hægt er að tilnefna í stjórnir og hvenær þarftu að láta vita ef þú ætlar ekki að sitja áfram?  Ef aðili er ekki að standa sig þá er tekið seint og illa á því.  Þetta á við starfsmenn, stjórnendur og stjórn og mætti skoða betur. 

 

Þriðji fyrirlesarinn Stefanía, lærði hvað mest hjá Plain Vanilla hve mikill munur er að kynna eitthvað fyrir stjórn eða leita ráða hjá stjórn.  Þegar Stefanía stofnaði Visku þá ákváðu þau að líta aldrei á stjórnina sem vald heldur eitthvað sem þau gætu alltaf leitað ráða hjá.  Stjórnendur stjórna ekki lengur heldur vald efla þeir.  Hvernig getur stjórn gert slíkt hið sama.  Í staðinn fyrir að stýra teymum ertu að styðja þau.  Stjórnin á að vera í hlutverki einhvers konar þjálfara.  Að sama skapi og valdefling stjórnenda gagnvart starfsmönnum þá þarf að hafa í huga að  jafnvægi áskorana og getu  skilar starfsánægju.  Þetta þurfa stjórnendur sífellt að hafa í huga.  Ef stjórn vandar til verka þá á hún ekki alltaf að leggja fram lausnir á vandamáli heldur hvetja aðilana til að leysa vandamálið sjálft.  Þjálfa þarf teymið til að leysa vandamálið sjálft.  Þannig verður minni velta þekkingar og starfsfólks. 

Stefanía fór yfir nokkur af þeim tólum sem hún nýtir til að vald efla starfsfólk.  Það sem henni hefur reynst vel í teymissamstarfi er: You do it, you decide; ekki leysa vandamál fyrir starfsmenn heldur leyfðu þeim að leysa það sjálfum en þetta krefst áskorunar. 1:1s við starfsmenn, stjórn. Stefanía hefur notað það á 2ja vikna fresti við starfsmenn en það léttir á vettvanginum, þannig þarf starfsmaðurinn aldrei að óska eftir viðtali við stjórnandann.  Þannig hjálparðu starfsfólki stöðugt við að vaxa og búa til eitthvað meira spennandi.  Leið til að gefa endurgjöf er „Vel gert“ vs. „Vel gert vegna þess að“  það er svo mikilvægt að fá skýringuna á því hvað það var sem var vel gert.  Retrospectives er að ræða allt það sem er vel gert og hvað má gera betur t.d. til að slípa til vinnuferli.  Þetta kemur úr agile hugmyndafræðinni.  En hafa stjórnarhættir áhrif á velferð fyrirtækja? „Já“ heldur betur.  Varðandi reglur og viðmið þá skiptir miklu meira máli að hafa strúktúr, vald efla stjórnendur.  En gott er að hafa vinnuramma um öll verkefni þannig að allir séu sammála um hvað eigi að gera. 

Að lokum ræddi Stefanía Sprota vs restin.  Stór vinnustaður krefst agaðra vinnubragða, Netflix og Google v. Deautche Bank og Ernst og Yong.  Fyrir stjórnarfund hittist hópurinn og ræðir hvað er highlight og hvers vegna þau sofa ekki á nóttunni.  Góðar umræður urðu eftir fundinn þar sem hin áhugaverðustu atriði komu fram.   

 

 

Um viðburðinn

Áhrif stjórnarhátta á velgengni fyrirtækja

Faghópur Stjórnvísi um góða stjórnarhætti heldur morgunverðarfund þann 15. febrúar kl. 8:30 í höfuðstöðvum Vodafone, Suðurlandsbraut 8, 6. hæð.

Á fundinum verður fjallað um áhrif stjórnarhátta á velgengni fyrirtækja, en sérstaklega verður horft til breyttra stjórnarhátta í þroskaferli fyrirtækja og hvort lífaldur eða menning hafi áhrif á velgengni.

Fyrirlesarar eru:

  • Helga Valfells, meðstofnandi og meðeigandi Crowberry Capital  
  • Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, meðstofnandi og meðeigandi Visku
  • Svana Gunnarsdóttir, meðstofnandi og meðeigandi Frumtak Ventures

Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum, jafnt byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa setið í stjórnum eða hafa hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.

Boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu.  Ráðlagt er að mæta tímanlega þar sem erfitt getur reynst að fá bílastæði.  

Hlökkum til að sjá þig.

Fleiri fréttir og pistlar

Námskeið: Fordómar og inngilding í íslensku samfélagi

Á þessu námskeiði fá þátttakendur kennslu í kynþátta- og menningarfordómum, birtingarmyndum og áhrifum þeirra í íslensku samfélagi ásamt umfjöllun um hugtakið inngildingu og hvernig inngilding nýtist í baráttunni við fordóma.

Hugtökin fordómar og inngilding eru á allra vörum en ekki er öllum skýrt hvað þau þýða. Á námskeiðinu verður farið yfir muninn á kynþátta- og menningarfordómum, sögu þeirra og hvernig þeir birtast í alþjóðlegu og íslensku samhengi. Fjallað verður um áhrif fordóma á líðan þeirra sem verða fyrir þeim til að auka skilning á mikilvægi baráttunnar gegn fordómum.

Síðari hluti námskeiðisns verður helgaður inngildingu (e. inclusion) og hvernig inngildandi hugarfar er mikilvægur þáttur í að stuðla að jafnara og sanngjarnara samfélagi, en inngilding snertir allt fólk á einhvern hátt. Hægt er að nota inngildingu sem tól til að auka menningarnæmi, en á námskeiðinu verður líka farið yfir hugtökin menningarnæmi og menningarnám.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með gagnvirkum spurningum sem þátttakendur geta svarað í rauntíma, auk umræðna.

Gæðastjórnun – hvað kostar? - Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands

Einar Guðbjartsson dósent í viðskiptafræðideild flytur áhugavert erindi um gæðastjórnun með fræðilegri nálgun, hvernig hægt er að reikna kostnað og ábata af gæðastjórnunarkerfum.  Erindi þetta getur stuðlað að betri sýn á gæðastjórnun, þá sérstaklega á hagrænt gildi í rekstri.  

Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.

Við innleiðingu á gæðastjórnun þá er vænst að hagnaður og eða ánægja viðskiptavina aukist. Ekki er alltaf auðvelt að reikna hver er í raun ávinningur af gæðastjórnunarkerfum sem hafa verið innleidd í fyrirtækinu.

Samhliða þróun á gæðastjórnun þá komu til skjalanna staðlar (ISO-staðlar) sem hafa treyst gæðastjórnun í sessi, sem hluti að stjórnunarkerfi fyrirtækja og góðum stjórnarháttum. Sá staðall sem er hvað einna mest þekktur er ISO-9001 og fjallar meðal annars um ánægju viðskiptavinar með keypta vöru eða þjónustu. Þar nálgumst við skilgreiningu á gæði.

Flytjandi erindisins: Einar Guðbjartsson - Dósent | Háskóli Íslands 

Nánari upplýsingar um viðburðinn hér: Gæðastjórnun – hvað kostar? • Submission 83 • Þjóðarspegillinn 2024

Ávinningur af stjórnkerfisstöðlunum ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001 - Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands

Hér er stórmerkilegur viðburður fyrir allt áhugafólk um ávinning af notkun stjórnkerfisstaðlanna ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001. 

Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.

Höfundar: Elín Huld Hartmannsdóttir MIS, gæða- og skjalastjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Jóhanna Gunnlaugsdóttir PhD, prófessor emerítus.

Nánari texta um erindið er að finna í heildardagskrá ráðstefnunnar, undir síðasta erindinu sem er nr. 46: https://virtual.oxfordabstracts.com/event/73508/session/134454

Vonandi hafa sem flestir tök á að hlýða á þær Elínu Huld og Jóhönnu á föstudaginn kemur.

 

Notkun skapandi gervigreindar meðal stjórnenda tvöfaldast í 72% á milli ára

"Samkvæmt könnun þar sem rætt var við yfir 800 stjórnendur kemur í ljós að vikuleg notkun á skapandi gervigreindar hefur nær tvöfaldast, úr 37% árið 2023 í 72% árið 2024, með miklum vexti í deildum sem áður voru hægari að tileinka sér tæknina, svo sem markaðs- og mannauðsdeildum. Þrátt fyrir aukna notkun standa fyrirtæki enn frammi fyrir áskorunum þegar kemur að því að meta fullan ávinning og arðsemi gervigreindarinnar."

Hér er ný skýrsla frá The Wharton School:
https://ai.wharton.upenn.edu/focus-areas/human-technology-interaction/2024-ai-adoption-report/

Heimsókn í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Við vorum svo heppin að fá boð í heimsókn til HVIN, þar sem Ásdís Halla Bragadóttir  ráðuneytisstjóri og Þórir Hrafnsson mannauðsstjóri tóku á móti okkur í nýju og glæsilegu húsi ráðuneytisins að Reykjastræti 6.
 
Ásdís Halla fór vel yfir það sem þau kalla Stiklur í starfsemi sinni og er leiðarvísir þeirra að árangri fyrir Ísland. HVÍNandinn var ræddur sem leggur áherslu á að samstarfsfólk hjálpist að og vandi sig, viðurkenni mistök og læri af þeim, hlusti, virði og sýni hvert öðru umhyggju, gleðjist og fagni áföngum og viðhaldi heiðarlegum samskiptum. Þau Ásdís Halla og Þórir telja að þetta sé búið að ganga mjög vel og húsið sé eins og hannað fyrir þessi samskipti með opnum rýmum.
 
Þau fóru einnig vel yfir hvernig verkefni innan ráðuneytisins eru unnin. Þá er verkefnum forgangsraðað og þau bútuð niður og unnin í tímasettum sprettum. Þau beita sýnilegri stjórnun þar sem farið er yfir sprettina einu sinn í viku á töflum sem eru sýnilegar öllum. Með þessari aðferð hefur náðst að ljúka við fleiri verkefni, einnig þau sem alla jafna þurfa að bíða þegar önnur mikilvæg verkefni sem brennur á að ljúka koma fram. Verkefnin eru skilgreind sem þríþætt, sífellu verkefni, tilfallandi verkefni og sprettir. Verkefnin eru eðlilega ólík að stærð og úrlausnir þeirra kalla oft á ólík vinnubrögð.  Verklagið stýrir því í hvaða flokk verkefnin fara og stundum geta þau þróast þannig að þau færast á milli flokka.
 
Starfsfólk ráðuneytisins starfar í þverfaglegum teymum þar sem sérfræðingar frá ólíkum skrifstofum starfa saman og leiða saman einstaklinga sem hafa sérþekkingu á ólíkum sviðum. Að lokum fengum við túr um húsnæðið þar sem einn starfsmaður frá hverri skrifstofu sagði stuttlega frá þeirra verkefnum og uppbyggingu.
 
Heimsóknin var virkilega skemmtileg og fróðleg, það var gaman að spjalla við starfsfólkið og allir tóku hópnum okkar vel. Við þökkum öllum í HVIN fyrir að gefa sér þennan dýrmæta tíma til að taka á móti okkur og félögum okkar í breytingastjórnunarhópnum. 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?