Hefur aukin þátttaka kvenna í atvinnulífinu haft áhrif á stjórnarhætti?

Faghópur Stjórnvísi um góða stjórnarhætti hélt fund í samvinnu við fræðslunefnd FKA í Húsi Atvinnulífsins. Á fundinum var fjallað almennt um einkenni stjórna og þá vitundarvakningu sem orðið hefur á síðustu árum um góða stjórnarhætti.

Jón Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi frá PwC fjallaði um hvernig má flokka stjórnir í fjórar tegundir stjórna, málamyndastjórn, leppstjórn/stimpilstjórn, ráðgefandi stjórn og virka stjórn.  Jón kynnti helstu kenningar í stjórnarháttum (sjá ítarefni). Stjórnir geta verið umboðsmannastjórnir, managerial-hegemony theory þ.e. stjórn til skrauts sem er stýrð af framkvæmdastjóra, Stewardship theory valdamikil stjórn þar sem er mikil virkni og nýsköpun, alveg öfugt við Rubber eða stimpilstjórn, þetta eru stjórnir nýsköpunarfyrirtækja sem eru oft á undan sér og að lokum er það Advisor eða ráðgjafastjórnin.  Sú stjórn leggur áherslu á hvernig við bestum en ekki þróun.  En hvernig er besta stjórnin?  Sú besta er sú sem er blanda þ.e. drífandi stjórn, einnig fer þetta eftir stjórnarformanninum því hann er verkstjóri, hve margir eru í stjórn og hvernig hún er samsett.  Ef allir eru á fleygiferð þá gleymist kjarnastarfsemin.  Stefnumótun stjórna er ekki mikil í nýsköpunarfyrirtækjum.  Í sjálfsmati stjórnar sést vel hvernig stjórnin er samsett.   Eigendur þurfa að huga vel að því  hvernig fyrirtækið er, framleiðslufyrirtæki þarf t.d. ráðgjöf en félög á fleygiferð þurfa að huga að því hvert þau eru að fara.  Hvaða auð á fyrirtækið?  Mikilvægasta atriðið er að huga að því hvernig stjórn við erum. 

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands fjallaði um hvaða áhrif diplomanám í góðum stjórnarháttum höfðu á verklag og vinnubrögð hennar í hlutverki framkvæmdastjóra. Hulda starfaði sem bóndi í 16 ár, lærði að vera kjólameistari, starfaði í Arion banka og er nú framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar.  Hulda tók nám í góðum stjórnarháttum hjá Eyþóri Ívarssyni og breytti það hennar sýn sem framkvæmdastjóri.  Ragnheiður hefur lært að gefa stjórnarmönnum frumkvæðið og gefið þeim tækifæri til að þroskast.  Varðandi áætlun stjórnar t.d. þá er mikilvægt að heyra frá stjórn hvaða verkefni þau vilja sinna en ekki kynna sem framkvæmdastjóri hvað hún vill.  Hver er ábyrgur fyrir stefnunni ef framkvæmdastjóri kemur með hana og kynnir hana?  Framkvæmdastjóri á ekki að matreiða til stjórnar heldur fá stjórnina með sér.  Þeir sem eru í stjórn verða að gæta þess að framkvæmdastjórinn taki ekki af þeim ábyrgð og leyfi þeim að vaxa.  Framkvæmdastjórinn þarf líka að gæta þess að taka ekki ábyrgðina sjálfur.   
Martha Eiríksdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarkona fjallaði um um reynslu sína af því að vera í ólíkum hlutverkum í atvinnulífinu. Martha hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem frumkvöðull, stjórnandi og stjórnarmaður m.a. í Reitum, Innnes, Olíudreifingu, Farice og Ísfelli. Martha hefur lengst af starfað í bankageiranum, verið bæði framkvæmdastjóri Kreditkorta og stjórnarformaður, unnið hjá Saga-film við James Bond mynd sem varð upphafið að því að farið var að sigla á Jökulsárlóni.  Martha situr í nokkrum stjórnum t.d. Innnes, Olíudreifingu, Ísfelli og hefur í stjórn Varðar o.fl.  þær stjórnir sem Martha hefur starfað í hafa verið ólíkar.  Sérþekkingin er til staðar inn í fyrirtækinu og stjórnarmaður þarf ekki þessa sérþekkingu heldur að laða fram sérþekkingu framkvæmdastjóra.  Miklar jákvæðar breytingar hafa orðið á stjórnum sl. fimm ár.  Þær eru orðnar faglegri og allir meðlimir orðnir meðvitaðri.  Bestu stjórnirnar eru þær sem eru með ólíku fólki úr ólíkum geira og ólíkum aldri.  Sem stjórnarmaður færðu tækifæri til að vinna með frábæru fólki og getur miðlað inn í eigið líf og aðrar stjórnir.  Starf stjórnar má líkja við skipafélag.  Stjórn ákveður hve stór skipið á að vera og ræður skipstjórann.  Skipstjórinn siglir skipinu þangað sem stjórnin ákveður að það eigi að fara.  Hann þarf að bregðast skjótt við ef versnar í sjóinn og taka ábyrgar ákvarðanir.    Stjórnin styður skipstjórann og lykilatriðið að báðir gangi í takt við hvorn annan.  Í eigin fyrirtæki ertu allt í senn, hluthafinn, fjármálastjórinn, með lengsta vinnutímann og lægstu launin.  Sífellt koma upp ný verkefni.  Stundum er eins og sumir haldi að leiðin að árangri eigi að vera samfelld og bein, stefnuföst og markviss.  En leiðin er oft að fara mismunandi stíga.  Vegakortið þitt verður aldrei hannað fyrir þig.

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma, stjórnarformaður N1 og varaformaður stjórnar Isavia fjallaði um hvort og þá hvaða breytingar hafa orðið á stjórnarháttum með aukinni stjórnarþátttöku kvenna.  Margrét hefur setið í stjórn N1, Isavia, RB, Heklu, Lyfjaþjónustunni, Esso, Statoil, Q8, Shell, Icepharma o.fl. Margrét varpaði fram spurningunni: „En af hverju fer maður í stjórn?“ Það getur verið eignarhald þ.e. þú ert eigandi, faglegar forsendur þ.e. þú ert að nýta reynslu þína þar inni eða það geta verið hagsmunir fyrirtækis þ.e. þú ert að verja hagsmuni fyrirtækja sem á í fyrirtækinu, kvótakerfi.  Í dag eru tímamót í samfélaginu því þessi gömlu völd eru að hrynja.  Í dag sitja 39 konur í stjórnum 23 stærstu fyrirtækjum landsins, þar af eru 7 stjórnarformenn og 3 varaformenn og í þremur stjórnum sitja erlendar konur með mikla faglega þekkingu/reynslu.  Konur eru að breyta heilmiklu í samfélaginu og árif kvenna í stjórnum eru mikil.  Konur eru ekki að sækjast eftir völdum, frekar að hafa áhrif og láta gott af sér leiða  þær reyna að hafa áhrif á stöðu jafnréttismála og tryggja að fleiri konur fái tækifæri sem stjórnendur.  Þær fylgja góðum stjórnarháttum og hafa sterka samfélagsvitund.  Kvótakerfið er mjög mikilvægur þáttur í breytingarferli stjórnarhátta  auk þess að styrkja jafnréttisbaráttuna.  Mikilvægt er að stjórn sé í samskiptum við fleiri aðila en framkvæmdastjóra og einnig er mikilvægt er að fara yfir í upphafi stjórnarfunda hvaða samskipti hafi átt sér stað milli funda. 

 

Um viðburðinn

Fullbókað: Hefur aukin þátttaka kvenna í atvinnulífinu haft áhrif á stjórnarhætti?

Faghópur Stjórnvísis um góða stjórnarhætti heldur morgunverðarfund í samvinnu við fræðslunefnd FKA þann 27. nóvember kl. 8:30 í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð

Á fundinum verður fjallað almennt um einkenni stjórna og þá vitundarvakningu sem orðið hefur á síðustu árum um góða stjórnarhætti.

1. Fjórar ólíkar stjórnargerðir,
Jón Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi frá PwC fjallar um hvernig má flokka stjórnir í fjórar tegundir stjórna, málamyndastjórn, leppstjórn/stimpilstjórn, ráðgefandi stjórn og virka stjórn.

2. Reynslusaga, fyrir og eftir fræðslu um góða stjórnarhætti
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands fjallar um hvaða áhrif diplomanám í góðum stjórnarháttum höfðu á verklag og vinnubrögð hennar í hlutverki framkvæmdastjóra.

3. Af ólíkum sjónarhornum
Martha Eiríksdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarkona fjallar um um reynslu sína af því að vera í ólíkum hlutverkum í atvinnulífinu. Martha hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem frumkvöðull, stjórnandi og stjórnarmaður m.a. í Reitum, Innnes, Olíudreifingu, Farice og Ísfelli.

4. Þroskaferill stjórna með aukinni stjórnarþátttöku kvenna
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma, stjórnarformaður N1 og varaformaður stjórnar Isavia fjallar um hvort og þá hvaða breytingar hafa orðið á stjórnarháttum með aukinni stjórnarþátttöku kvenna

Boðið verður upp á kaffi.  

Ráðlagt er að mæta tímanlega þar sem erfitt getur reynst að fá bílastæði.  

 

Fleiri fréttir og pistlar

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Certificate in Diversity Equity and Inclusion (DEI) from Institute of Sustainability Studies

Explore how to integrate DEI into your organisation’s sustainability efforts. Enroll today to acquire data-driven strategies to enhance decision-making and foster an inclusive, equitable, and sustainable business.

Participants will gain a deep understanding of DEI strategies, data-driven approaches, and effective communication techniques. By mastering these skills, organisations can enhance employee engagement, drive innovation, and ensure long-term success. 

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?