Ábyrgð og árangur stjórnarmanna

Fyrsti fundi nýs faghóps um góða stjórnarhætti var haldinn í Húsi atvinnulífsins í morgun.  Fyrirlesturinn fjallaði um hlutverk, ábyrgð og árangur stjórnarmanna og markmiðið var að auka vitund á hlutverki og verklagi stjórna.  Fyrirlesarar voru þær Svava Bjarnardóttir, ráðgjafi og meðeigandi Kapituli og vottaður ACC- markþjálfi og Auður Ýr Helgadóttir , hdl. og meðeigandi í LOCAL lögmenn. Þær hafa báðar mikla reynslu er viðkemur stjórnum.  Svava  hefur setið í fjölda stjórna í íslensku atvinnulífi og er virk sem stjórnarmaður/stjórnarformaður í nokkrum félögum í dag. Hún leggur mikla áherslu á stefnumótun, vandaða stjórnarhætti og fagmennsku í öllum  þáttum reksturs fyrirtækja. Auður Ýr Helgadóttir kennir góða stjórnarhætti við Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.

Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum jafnt byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa sitið í stjórnum eða hafa hug að því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.

Auður Ýr fór yfir vangaveltur stjórnarmanna.  Hvað ef ég er ekki sammála stjórninni?  Mikilvægt er að huga að þrískiptingu valds í stjórnum hluthafi/stjórn/frkvstj.  Þessi formfesta er mikilvæg því lögin mynda ramma um ábyrgð, skyldur og réttindi stjórnarmanna.  Einnig samþykktir, starfsreglur stjórnar og stjórnarhætti fyrirtækja.  Stjórnarmaður getur borið skaðabóta-eða refsiábyrgð gagnvart félaginu hluthöfum eða öðrum.  Stjórnin fer með æðsta vald félags á milli hluthafafunda, annast skipulag og að starfsemi félags sé í réttu og góðu horfi.  En hvað þýðir þetta í raun og veru? Hluthafar kjósa stjórn. Stjórn fer með vald sem henni er fengið að lögum en er bundin af ályktunum og fyrirmælum hluthafafunda.  Skyldur stjórnarmanna eru að mæta á fundi, trúnaðarskylda og þagnarskylda.  Það liggur í eðli hlutarins að gæta eigi þagnarskildu.  Stjórnarmenn eiga réttindi að gögnum, launum og skyldu til að mæta á stjórnarfund.  Sérstöku skyldurnar eru að gæta þess að daglegur rekstur sé í lagi, bókhald, ritun firma, veiting prókúruumboðs, upplýsingaskylda, boðun hluthafafunda o.fl.  Varðandi formlegheit þá eiga stjórnarfundir að fylgja forskrift en eiga þó ekki að bera fundinn ofurliði. Stundum er gott að skipta um röð á fundinum þ.e. að lesa fundargerð í lokin.  En hvað á að vera í fundargerðinni?  Helstu ákvarðanir, hvaða rök voru sett fram og hver var lokasamþykktin.  Fundargerðin á að endurspegla ákvarðanir.  Mikilvægt er að láta fylgigögn vera með. 

Oft er fundur á undan fundinum en ekki má vera búið að taka ákvarðanir fyrir fundinn.  Almennur stjórnarmaður á ekki að vera að funda með framkvæmdastjóra fyrir fund og allir eiga að sitja við sama borð.  Stjórnarmenn bera ábyrgð á stjórnarmálum hvort sem þeir eru á fundinum eða ekki.  Ekkert mál er að kalla inn sérfræðinga til að skera úr um mál.  Stjórn er oft samansett af fólki alls staðar úr atvinnulífinu og því mikilvægt að spyrja um frekari upplýsingar.  Þegar nægilegar upplýsingar liggja fyrir þarf að passa sig á að fylgja ekki straumnum, hægt er að sitja hjá og bóka andmæli.  Menntun og reynsla á að endurspeglast í umræðum og hvernig stjórnarmaður beitir atkvæði. Oft eru fengnir inn reynsluboltar í stjórnir.  Stjórn á að fara með yfirstjórn og eftirlit, ráða framkvæmdastjóra, gefa honum fyrirmæli, hafa eftirlit með bókhaldi o.fl. mikilvægt er að fá úttekt hjá stjórn. 

Svava fjallaði um mikilvægi þess að stjórn hefði gagnagátt og aðgengi hvenær sem er að þeim gögnum.  Mikilvægt er að gefa mat á störfum forstjóra og gefa heiðarlega endurgjöf, hún er rýni til gagns og allir geta gert betur.  Hlutverk og ábyrgð forstjóra þarf að vera vel skilgreint sem og starfsreglur, ferlar skýrir, starfsáætlun stjórnar, upplýsingagjöf og stjórn meti störf sín.  Starfsáætlunin þarf að vera tengd stefnu og KPI´s skoðuð.  Framkvæmdastjórar annarra deilda komi inn á fundinn.  Öll vinna á að vera gerð í einlægni.  Mikilvægast að varast að taka ekki ákvarðanir utan stjórnarherbergisins.  Í starfsáætlunum stjórnar skal ræða hvað hefur átt sér stað á milli funda.  Mikilvægt er að verið sé að ræða málin.  Ef forstjórinn eða stjórnarformaðurinn er sterk manneskja þá þarf að passa upp á að hann verði ekki of ráðandi (Ás).  Stundum eru framkvæmdastjóri og stjórnarformaður búnir að matreiða allan fundinn þannig að allt er búið að ákveða fyrir fundinn (Tvistur).  Framkvæmdastjórinn, fjármálastjórinn og stjórnarformaður (Þristurinn) þá er búið að pússa til fjármálaupplýsingar fyrir fundinn.  Ekki hafa glansmyndir á fundum heldur nýta þekkingu hvers og eins.  Allir geta bætt sig í mannlegum samskiptum, byggja þarf á virðingu, þolinmæði og það skapast traust.  Stjórnin virkar ekki rétt nema traust ríki innan fundanna.  Þegar virðing er gagnkvæm er enginn skotinn niður. Allar spurningar eiga rétt á sér og framsetning verður að vera skýr.  Dagskrá og gögn fyrir fundinn þurfa að koma tímanlega. Allir þurfa að fara heim með sömu niðurstöðuna.  Stjórn þarf að hafa tíma til að kynnast, fara saman út að borða ásamt framkvæmdastjóra og fjármálastjóra.  Mikilvægt að þekkjast.  Spurning kom varðandi varamenn, hvenær er nauðsynlegt að fá þá inn.  Stundum sitja varamenn alltaf með stjórn og stundum ekki.  Stjórnarformaður er verkefnisstjóri þess að gera sjálfsmat stjórnar.  Þetta þarf að vera lifandi til að stýra fólki í naflaskoðuninni. Það skiptir öllu máli að allir séu sáttir þegar þeir fara út af fundi.  Óháðir stjórnarmenn skipta miklu máli.   

Um viðburðinn

Ábyrgð og árangur stjórnarmanna

Nú er komið að fyrsta fundi nýs faghóps um góða stjórnarhætti. Okkur finnst við hæfi að hefja veturinn á fyrirlestri um hlutverk, ábyrgð og árangur stjórnarmanna.

Með fundinum viljum við auka vitund á hlutverki og verklagi stjórna. 

Fyrirlesarar eru:
Svava Bjarnardóttir, ráðgjafi og meðeigandi Kapituli og vottaður ACC- markþjálfi.
Auður Ýr Helgadóttir , hdl. og meðeigandi í LOCAL lögmenn.

Svava  hefur setið í fjölda stjórna í íslensku atvinnulífi og er virk sem stjórnarmaður/stjórnarformaður í nokkrum félögum í dag. Hún leggur mikla áherslu á stefnumótun, vandaða stjórnarhætti og fagmennsku í öllum  þáttum reksturs fyrirtækja.

Auður Ýr Helgadóttir kennir góða stjórnarhætti við Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.

Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum jafnt byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa sitið í stjórnum eða hafa hug að því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.

Hlökkum til að sjá þig.
Vertu með okkur frá byrjun!

Viðburðurinn verður í Kviku á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins.

Boðið verður upp á kaffi.

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?