Aðalfundur faghóps Stjornvísi um góða stjórnarhætti var haldinn þann 3. maí, 2024.:
Í stjórn á komandi starfsári verða:
- Jón Gunnar Borgþórsson, ráðgjafi, (formaður)
- Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA
- Rut Gunnarsdóttir, KPMG
- Sigurjón G. Geirsson, Háskóli Íslands,
- Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Reykjavíkurborg
Aðrar ákvarðanir:
- Ákveðið var að stjórnin hittist í byrjun júní til að kynnast aðeins og ræða framhaldið.
- Nýttir verða áfram Facebook og Messenger hópar til samskipta og ákvarðanatöku
- Ákveðið að stjórn hittist aftur í ágúst til að koma starfinu af stað næsta starfsár
- Óskað verði eftir hugmyndum að umfjöllunarefnum hjá þátttakendum faghópsins
Annað:
- Farið var lauslega yfir starfsemi síðasta starfsárs.
- Nýtt stjórnarfólk var boðið velkomið og því þakkað fyrir auðsýndan áhuga á starfi hópsins.
- Hvatt var til þess að stjórnarfólk kynni sér vefsvæði Stjórnvísi – ekki síst mælaborðið og þær upplýsingar sem að starfi faghópsins snúa.
- Kynnt var afhending viðurkenninga til fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum þann 23. ágúst n.k.