Leiðtogafærni: Fréttir og pistlar

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

WOMEN SOLUTIONS & SUSTAINABILITY - áhugaverð ráðstefna 6. og 7. september 2023.

Stjórn faghóps um leiðtogafærni vekur athygli á þessari einstaklega áhugaverðu ráðstefnu þar sem gefst tækifæri til að efla tengslanetið og fagna með konum hvaðanæva úr heiminum sem eru að gera frábæra hluti. 
Þú bókar þig með því að smella hér.

Fjöldi íslenskra kvenna eru tilnefndar og fram til þessa hafa tæplega 100 konur frá Íslandi verið tilnefndar til þessara verðlauna.
Hér er listi yfir konur sem eru tilnefndar til verðlauna og koma til Íslands:
- frá Ítalíu:
Carlotta Santolini - www.blueat.eu  verkefnið gengur út á að koma á jafnvægi í sjávarútvegi, að veiða blá krabbann og gera úr honum verðmæti en hann raskar lífríkinu í Miðjarðarhafi
- Eleonora Schellino - www.teti.world - bað í Teti baði hjálpar frumum að endurnýjast og viðhalda raka í líkamanum
- Carla Chiarantoni -  er með nýja hugmynd varðandi byggingu milliveggja ég finn ekki heimasíðuna en það kallast Blokko
- Deborra Mirabelli - www.6libera.org eitthvað app sem á að hjálpa þeim sem lenda í kynferðislegri áreitni á vinnustað
- Donatella Termini - er með kerfi sem heitir Simon, sem eykur nýtingu sólarsella og lætur vita ef eitthvað bilar https://www.seeng-s.co.uk/
- Francesca Varvello - www.heallosolutions.com hún er að fullnýta trefjar í landbúnaði með að búa til Soluble Arabinoxylan Fiber
- Arianna Campione-  www.kymiacosmetics.com er a fullnýta pistachio hýði og búa til efni sem má nota í snyrtivörur og drykki, er ríkt af antioxidants, bakteríudrepandi o.fl
- Daria Maccora - er vísindakona sem er með skuggaefni til að auðvelda greiningu krabbameins

 

Frá Japan kemur Yuko Hiraga sem er með uppfinningu sem eykur endingu steypu, eykur endingu tanka  https://www.e-hiraga.com/

 

Frá Lettlandi kemur:
- Diane Timofejeva sem er með iðjuþjálfameðferð sem kallast heitur sandkassi 
- Silvia Zakke er með skó sem gerðir eru úr ullarþæfing og hampi 

 

Frá Malaysia kemur:
- Dr. Mariatti Jaafar sem er með 3D aðferð við að endurgera bein

 

Frá Nígeríu kemur:
- Prinsess Gloria sem hefur verið að markþjálfa stúlkur til áhrifa
- Imaan Sulaiman sem hefur einnig verið að vinna að jafnrétti og auka hlut kvenna í stjórnsýslunni

 

Frá Spáni kemur Jennifer Richmond sem er með verkefni "Teacher for peace" tengslanet kennara og héraða til að kenna í krísu tíð

 

Frá United Arab Emirates kemur Mariam Hassan Rashid Al-Ghafri sem er tölvuforrit til að snúa texta yfir á blindralestur Braille sem síðan er sent í Solenoid actuators

 

Frá UK kemur:
- Paula Sofowora  www.maryjoel.com bækur ætlaðar minnihluta hópum þannig að börn læri að meta sig og sína sérstöðu og sögu
- Abosede Agbesanwa  www.raisingchampionchildren.org bækur um hvernig maður elur upp sigurvegara
- Sandra Whittle www.mykori.co.uk  og www.massagemitts.com hjálpartæki til að gefa sjálfum sér nudd, veit ekki hvort þetta tengist ástarlífinu

 

Frá Bandaríkjunum kemur Gabriela Gonzales með drykk sem heitir "Pink Drink" hún vinnur hjá Starbucks

 

frá Kanada kemur Maria Julia Guimaares sem er með hanska með skynjurum ætluðum þeim sem eru með Raynaud sjúkdóminn þar sem fingur verða ískaldir  www.totumtech.com

 

frá Danmörku kemur Christine Blin með stærðfræði kennslu kubba www.newmero.dk 

 

Frá Frakklandi kemur Lahou Keita sem er með nýja tegund af "svörtum kassa" www.keitas.com

 

frá Ghana kemur Vera Osei Bonsu sem er með nýja tegund af barnamat www.eatsmartfoodsgh.com

 

frá Hong Kong kemur Cary Chan sem er með lausn innandyra til að minnka co2 www.hshgroup.com

 

Frá Indlandi kemur Supatra Areekit  er með DNA strip test til að greina fljótar bakteríu sem veldur blóðsýkingu.



Stjórn faghóps um leiðtogafærni 2023-2024

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni var haldinn 2. maí síðastliðinn. 
Starfsárið 2022-2023 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024 sem er eftirfarandi:

Þórhildur Þorkelsdóttir, Marel, Formaður

Áslaug Eva Björnsdóttir, Gangverk

Elísabet Jónsdóttir, Löður

Hlín Benediktsdóttir, Landsnet

Jóhann Friðleifsson, Kerecis

Sigríður Þóra Valsdóttir, Hvesta

Unnur Magnúsdóttir, Leiðtogaþjálfun

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta!

MasterClass in Presence.

 

Faghópur markþjálfunar býður upp á vefnámskeið (Zoom) með Dr. Tünde Erdös þar sem hugtakið nærvera (Presence) verður rýnt, meðal annars út frá því hvernig við getum notað nærveru til að skapa betri sambönd, ná betri árangri og eiga í betri samskiptum. Nánari lýsing á námskeiðinu er á ensku frá Dr. Tünde inn á viðburðinum hér.

Athugið að námskeiðið sjálft verður einnig á ensku.

Þau sem taka þátt í námskeiðinu bjóðast aðgangur að lokuðum facebook-hóp þar sem Dr. Tünde Erdös mun taka þátt í samtali með okkur um nærveru og deila efni þessu tengdu og fer það samtal fram áður en námskeiðið er haldið í febrúar. Þátttaka í þessu samtali og samfélagi mun gefa okkur aukið virði þegar það kemur að sjálfu námskeiðinu. Hér er hægt að óska eftir aðgangi í hópi “hlekkur á facebook-hóp”.

Linkedin síðan hennar hér.

Facebook viðburður hér.

Gleðilega hátíð!

Boð á viðburð með Sima Bahous framkvæmdustýru UN Women fimmtudag kl.10:00

Faghópur um leiðtogafærni vekur athygli á þessum áhugaverða viðburði: 
Þér er boðið á viðburðinn „Moving Forward: Partnership for an Equal World“ sem haldinn er í Hátíðarsal Háskóla Íslands, fimmtudaginn 10. nóvember, klukkan 10:00 til 11:00 í tilefni af heimsókn Simu Bahous, framkvæmdastýru UN Women til Íslands.

Sima Bahous verður heiðursgestur viðburðarins og er því um að ræða einstakt tækifæri til að heyra frá fyrstu hendi um stöðu mála og áherslur UN Women á heimsvísu. Bahous mun halda erindi þar sem hún ræðir meðal annars mikilvægt samstarf UN Women við Ísland, en stofnunin á í nánu samstarfi við íslensk stjórnvöld og ríkislögreglu er kemur að jafnréttismálum. Þá er stuðningur Íslendinga við verkefni stofnunarinnar eftirtektarverður, en vegna hans hefur íslenska landsnefndin sent hæsta framlag allra landsnefnda til verkefna UN Women á heimsvísu sex ár í röð, óháð höfðatölu. Bahous mun jafnframt fjalla um stöðu jafnréttismála í heiminum í dag og helstu áskoranir sem blasa við UN Women í framtíðinni.

Forsetafrú Íslands, Eliza Reid, mun setja viðburðinn og í kjölfar erindis Bahous fara fram pallborðsumræður þar sem þátttakendur í pallborði ræða mikilvægi samvinnu til að sporna gegn því bakslagi sem orðið hefur í jafnréttismálum á síðastliðnum árum.

Þátttakendur í pallborði eru Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi ráðherra, Andrés Ingi Jónsson þingmaður, Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands, Askur Hannesson meðlimur Ungmennaráðs UN Women á Íslandi, og Steinunn Gestsdóttir aðstoðarrektor Háskóla Íslands. Umræðustjóri er Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi ráðherra.

Vinsamlegast staðfestu þátttöku þína með því að skrá þig á viðburðinnhér

Kær kveðja,

Starfskonur UN Women á Íslandi 

"Bylting í stjórnun 2022 - Í auga stormsins" ráðstefna 30. september

Faghópur um leiðtogafærni vekur athygli á einstaklega áhugaverðri ráðstenu "Bylting í stjórnun 2022 - Í auga stormsins" sem fer fram í Gamla bió 30. september. Nánari upplýsingar og skráning hér http://manino.is/i-auga-stormsins/  

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.
 
Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.
Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.
 
 
Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl. Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

Leiðtogar sem kunna á eigið egó auka helgun, framleiðni og tryggð

Við erum öll með egó, sem bregst sjálfkrafa við ógn af ýmsu tagi. Í dag fjallaði Thor Ólafsson um það hvernig við getum losnað úr greipum egósins og hvað breytist í okkar leiðtogastarfi þegar það tekst. Efnið byggir hann úr nýrri bók eftir sig sem ber heitið: BEYOND EGO - The Inner Compass of Conscious Leadership þar sem sértaklega er fjallað um okkar innri áttavita og hvernig við getum tengst honum. 
Thor Ólafsson hefur þjálfað stjórnendur í yfir 20 ár. Síðustu 18 árin hefur hann rekið þjálfunarfyrirtækið Strategic Leadership í Þýskalandi og Bretlandi og hefur hann sinnt leiðtogaþjálfun fyrir viðskiptavini þess í yfir 30 löndum. Hugðarefni Thors síðustu árin hefur verið að finna leiðir til þess að hjálpa stjórnendum að komast yfir eigið egó. Til þess stofnaði hann www.beyondego.com sem er góðgerðastarfsemi (not for profit) sem byggir á þekkingarframlagi meðlima alls staðar að úr heiminum.

En hvað er EGÓ? Egóið þitt samanstendur af sögunni sem þú segir sjálfum þér.  Á ákveðnum tíma uppgötvarðu að þú sért einn gagnvart umheiminum.  Margir taka mynstrið úr æsku með sér inn í fullorðinsárin því það er uppskriftin þín sem tryggir að þú komist sem best af í þessum heimi.  Í okkar besta vina hóp getum við verið við sjálf en traustið minnkar þegar við förum út úr þeim hópi og þá verðum við óörugg.  Öll mynstur í æsku fara með okkur upp í fullorðinsárin.  Því skiptir máli fyrir leiðtoga að spyrja sig „Hvers konar leiðtogi er ég“. Er ég opinn fyrir nýjungum, að læra eða fer ég stöðugt í vörn. Er ég forvitinn, spyr spurninga. 

Við sem manneskjur erum að kljást við hugbúnað í okkur sem hefur þróast frá örófi aldra.   Hvernig getum við þá vaknað til vitundar?  Með persónuleikaprófum, taka 360 gráðu innsýn, tímalínu æfing (ævin tekin og kortlögð), ekki leyfa 5 ára barninu þínu að stökkva inn í þig á fullorðins aldri.  Gott er að vinna með undirvitund.  Notuð eru mismunandi persónuleikapróf Hogan, Gallup Strenght finder, MDI Insight.  Mikilvægt er að fara í huganum inn í atvik og sjá hvaða hugsun eða tilfinning kemur rétt áður. Ertu með mörg svona atvik.  Einhvern tíma þjónaði eitthvað ákveðnum tilgangi, svo eldumst við og þessi viðbrögð þjóna manni ekki jafn vel. Því er mikilvægt að finna tilfinningu fyrir einhverju og læra að vinna með undirmeðvitundina.  Hægt er að nota hugleiðslu og núvitundaræfingu.  Gott að geta notið slíkar æfingar. Stuðningur frá vinnufélögum er líka mikilvægur. Þá gefur vinnufélagi stjórnanda endurgjöf t.d. frá öðrum stjórnanda og þeir bakka hvorn annan upp. 

Það eru til möguleikavíddir. Yang  (kaffibollinn í leir) og Ying (holan) án mýktarinnar verður ekki til langtíma stjórnunarmenning.

Truth-Purpose-Intention-Humility-Truth-Gratitude-Compassion – Forgiveness - Truth.

1.    Þekki ég mig, hver er sannleikurinn um mig.  2. Hvað skiptir máli í mínu lífi og ég vil færa inn í líf mitt (Googla KPMG tilraun).  Spyrja starfsmenn hver tilgangur þeirra sé með þeirra starfi.  Hver eru áhrif á starfsmenn ef stjórnandinn er mikið að ræða þetta við þá.  Munurinn er svakalegur.  Þeir mæla með vinnustaðnum, hugsa sjaldan um að hætta.  3. Setja sér ásetning. 4. Vera auðmjúk gagnvart okkur sjálfum. „Styrkurinn liggur í auðmýktinni“ (Magnús Pálsson). Sá sem er auðmjúkur leitar til þeirra sem eru leitandi svara í lífinu í opinni orku. Góður leiðtogi fær sig og aðra til að spyrja sig er ég með tilgang, er ég auðmjúkur, treysti ég sjálfum mér og stjórnandanum.  5. Traust. 6. Auðmýkt kallar á fyrirgefningu og mikilvægast er að fyrirgefa sjálfum sér (EGO dræfið er svo mikið). Starfsmenn vilja sjá samkennd hjá sínum yfirmönnum.  Í samkenndinni setjum við okkur í spor hvors annars, ekki vorkenna.  Þegar við erum komin svona langt þá fyllumst við þakklæti. 

Fyrirtækjamenning þar sem þrífst illt umtal og sögusagnir er ekki heilbrigð. Ávinningurinn að tengjast innri manni sem leiðtogi: meira traust, minna drama, aukin hreinskilni, öflugri samvinna, meiri áhugi og helgun, aukin framleiðni, heilbrigðari fyrirtækjamenning og tryggð. 

Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Mars viðburður faghóps markþjálfunar, 2. mars kl.8:30.

Flottir stjórnendur ræða hvar liggja virði markþjálfunar.

Lifandi umræða þar sem þið þáttakendur eruð líka með í samtalinu.

 

Hagnýtar handbækur þér að kostnaðarlausu úr smiðju FranklinCovey.

FranklinCovey er alþjóðlegt ráðgjafar- og þjálfunarfyrirtæki sem er leiðandi á sviðum stjórnendaþjálfunar, framkvæmdar stefnu, hollustu viðskiptavina, persónulegum árangri og forystu, trausts og framleiðni. Við höfum starfað með fjölda vinnustaða hér heima og um allan heim og nýtum sannreyndar, alþjóðlegar lausnir til að virkja framúrskarandi frammistöðu fólks á þekkingaröld. Nú kynnum við með stolti fjölda hagnýtra handbóka sem að þjóna árangri íslenskra vinnustaða í komandi sókn - https://franklincovey.is/rannsoknir-og-handbaekur/. Um er að ræða aðgang að vönduðu íslensku efni úr smiðju FranklinCovey þér að kostnaðarlausu sem þjónar algengum viðfangsefnum leiðtoga á öllum stigum, s.s. nýjan heim vinnu, forgangsröðun, samskipti og traust, öflug samtöl, árangur, orkustjórnun, fjarvinnu og margt fleira.

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni fór fram þriðjudaginn 18. maí. Þar var farið yfir hið góða starf hópsins í vetur og ný stjórn kosin. Faghópurinn bauð upp á 18 viðburði á starfsárinu og sumir þeirra fóru fram í samstarfi við aðra faghópa. Viðburðirnir voru fjölbreyttir og voru einkum vel sóttir en heildarfjöldi þátttakenda voru 1646 samtals. 

Úr stjórn hverfa Hafdís Huld Björnsdóttir, Hildur Jóna Bergþórsdóttir og Laufey Guðmundsdóttir og þeim eru færðar miklar þakkir fyrir þeirra öfluga framlag og góða samvinnu. Ný í stjórn eru Baldur Þorvaldsson nemi á Bifröst og Linda Fanney Valgeirsdóttir skrifstofustjóri atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis og eru þau boðin innilega velkomin til starfa. 

Með tilhlökkun mun ný stjórn hittast í júní til að kynnast og leggja drög að haustdagskrá.


The 8 habits of GREAT international leaders

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.

 

Spjall: Lífssaga leiðtogans - Birgir Jónsson

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Stjórn faghóps Stjórnvísi um leiðtogafærni stendur fyrir viðburðarröðinni “Lífssaga leiðtogans” en þar er háð samtal við leiðtoga á öllum sviðum íslensks mannlífs. Viðburðirnir eru í viðtalsformi og er tilgangur þeirra er að spyrja leiðtoga um það fólk, staði, hluti eða aðstæður sem hafa haft mótandi áhrif á stjórnendastíl þeirra og fá þá til að deila reynslu sinni með áheyrendum.

Birgir Jónsson fráfarandi forstjóri Póstsins ríður á vaðið. Birgir hefur víð­tæka stjórn­un­ar- og rekstr­ar­reynslu í atvinnu­líf­inu hér heima og erlend­is. Hann starfaði sem for­stöðu­maður mannauðs­lausna hjá Advania, aðstoðarforstjóri WOW-air, forstjóri Iceland Express auk þess sem hann stýrði einu stærsta prentfyrirtæki Evrópu. Þá muna margir eftir Birgi sem fyrr­ver­andi trommu­leik­ara þung­arokks­hljóm­sveit­ar­innar Dimmu. Birgir lærði prentun á Íslandi, lauk BA-gráðu í prent- og útgáfu­stjórnun frá London Institute og MBA-­prófi frá West­min­ster Uni­versity í London.  Spyrill á fundinum var Gestur Pálsson í stjórn faghóps um leiðtogafærni. 

Hluttekning og nánd á tímum fjarlægðar

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á Facebooksíðu Stjórnvísi.
Glærur má nálgast hér.
Þessi viðburður á vegum faghóps um leiðtogafærni fjallaði um hluttekningu og nánd á tímum fjarlægðar. Áhersla á hluttekningu (e. Compassion), velvild og góð félagsleg tengsl í stjórnun og menningu vinnustaða hefur aldrei verið mikilvægari en nú. Slíkar áherslur geta reynst öflugt mótsvar við álagi , streitu, kulnun og þeim gríðarlegu breytingum sem við stöndum frammi fyrir. Þegar stjórnendur beita þessari tegund af tilfinningagreind og styrkleika, taka eftir fólkinu sínu, upplifun þeirra og sýna einlægan vilja til að gera eitthvað í málunum t.d. þegar á móti blæs getur ávinningurinn verið mikill.  

Í þessu erindi var farið yfir hvað hluttekning er, helstu einkenni hennar og ávinning. Þá var skoðað hvað getur staðið í vegi fyrir því að hluttekning nái að þrífast í stjórnun og menningu vinnustaða. Og að lokum hvernig megi vinna með hagnýtum og strategískum hætti með hluttekningu svo að við komumst sífellt nær hinum mannlega vinnustað. 

En hvernig gerum við vinnustaðinn manneskjulegri?  Ylfa sagði mikilvægt að hver og einn hugsaði með sér hvað nærir okkur sjálf sem manneskjur.  Þegar við erum nærð eigum við svo gott með að gefa af okkur.  Hluttekning er að sýna fólki áhuga og samkennd, hlusta og huga að. Hluttekning einskorðast ekki við ákveðnar stéttir heldur á hluttekning við alls staðar. Hluttekning er að standa vörð um mannleg réttindi. Mikilvægt er að við séum góð hvort við annað því við vitum aldrei hvað sá sem við hittum er að kljást við.  Er í lagi að versta stund dagsins sé sú þegar þú hittir yfirmann þinn eða er í lagi að mánudagurinn sé versti dagur vikunnar?  Ylfa sagði mikilvægt að sýna hluttekningu og vera mannlegur.  Hluttekning er skilgreind sem næmni á sársauka eða þjáningu.  Lífið er upp og niður, gleði og sorg.  Ef þú ert á vinnustað þá er mikilvægt að tekið sé eftir hvað vel er gert og að við séum til staðar fyrir hvort annað og getum fagnað saman.

En hvað ýtir undir og hindrar að við notum hluttekningu markvisst?  Við höfum öll þennan grunn að sýna hluttekningu.  En stundum veljum við að loka á aðstæður.  Þegar við sýnum hluttekningu þá erum við meðvitað að sýna tengsl.  Við erum ekki alltaf að taka eftir t.d. að bjóða fólki sæti í strætó. Stundum veljum við líka að líta til hliðar. 

Það er gríðarlega mikilvægt að huga að því fyrir vinnustaði hvað þeir eru að gera núna. Að fanga árangurssögur er mikilvægt.  Einnig er áhugavert að halda fundi og hreinlega allir tjái sig hvernig þeim líður.

Ef við klæðumst eins eða erum í takt þá erum við í takt og samkennd myndast. Rannsóknir Gallup sýna að það sem fólk vill sjá í fari leiðtoga er hluttekning, umhyggja, vinátta og kærleikur. Það sem meira er að það eru jákvæð tengsl á milli fjárhagslegrar afkomu fyrirtækja og leiðtoga sem bera þessa eiginleika. Á vinnustöðum þar sem sýnd er hluttekning er minni kvíði, aukin skuldbinding og starfsmenn eru fljótari að jafna sig.

Ylfa fjallaði að lokum um hagnýtar leiðir fyrir leiðtoga út frá McKinsey skýrslu. Við verðum að byrja á að beina athyglinni að okkur sjálfum og verða meðvituð um okkur þá fyrst sjáum við það sem er að gerast í kringum okkur. Æfa þakklæti og vera í núvitund.  Þá fyrst getum við farið að ná fólki saman og skapa „við“.  Setja niður varnirnar og sýna auðmýkt.

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi – Samkaup

Viðburðurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Gunnur Líf Gunnarsdóttir stýrir mannauðssviði Samkaupa og hóf störf þar 2018.  Þegar hún hóf störf var stofnað nýtt svið mannauðssvið og var þá ákveðið að setja mikinn kraft í mannauðinn. Samskip var stofnað 1998 og eru þar 1400 starfmenn sá yngsti 14 ára og elsti 83 ára og unnu þau menntasprotann 2020.  Af 1400 starfsmönnum vinna 40 í stoðsviðum á skrifstofu. Kjarninn eru verslanirnar.  

En hvert stefnir Samkaup? Hlutverk – gildi og framtíðarsýn er skýr. Framtíðarsýn mannauðssviðs er skýr en það er að vera eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi. Leiðarljósið er að hugsa vel um starfsfólkið og Samkaup er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Helsta auðlindin er mannauðurinn og lykill þess að Samkaup nái árangri. Starfsmenn fá tækifæri til að þroskast sem manneskjur og í starfi.  Samkaup vill að starfsmenn láti gott af sér leiða, mæti á staðinn, hlusti og taki þátt. Þau vilja vera með rétta fólkið og réttu færnina.  Þau vilja heilsteypt samskipti.  Samkaup er með samskiptakort og upplýsingaflæði er tryggt. Þau nota Workplace.  Á stjórnendadögum eru sett verkefni í takt við stefnu. Í hverri einustu verslun eru sett markmið og hvað ætlar hver og einn að gera til að ná markmiðinu.  Þannig nær Samkaup að virkja hvern einasta starfsmann.  En hvernig mæla þau þetta allt saman?

Mælikvarðarnir í verslunum eru fjárhagslegir mælikvarðar, gæði og þjónusta og mannauður og menning. Stærsti mælikvarðinn er fjöldi þeirra sem mæta á árshátíð sem er næstum 1000 manns.  Í dag hefur hver einasti starfsmaður sýn á hvernig hans verslun stendur “Árangursvog verslana Samkaupa”.  Markmiðin byggja á metnaði. En hvað er framundan? Haldinn er Teams stjórnendadagurinn, vinnustofur 2021, lykilfundir mars 2021 o.m.fl.  Það sem drífur þau áfram er metnaðarfullt starfsfólk.

EFTIRLÝST/UR - leiðtogi, í breyttum heimi

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur í 1-2 vikur á facebooksíðu Stjórnvísi. Faghópur um leiðtogafærni hélt hádegisfund í dag og mættu á þriðja hundrað manns á fundinn.  Fyrirlesari var Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.  Hrund fjallaði um samtíma-, alþjóðlegar- og innlendar áskoranir og hvernig eiginleika þær áskoranir kalla á í fari leiðtoga. Hún reifaði á helstu einkennum sem leiðtogar í dag þurfa að búa yfir, m.a. samkvæmt rannsókn alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Accenture og Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem byggð er á könnun og samtölum við fjölda ungra og eldri leiðtoga víðsvegar um heim. 

Berglind Björk Hreinsdóttir hjá Hafrannsóknarstofnun sem situr í stjórn faghóps um leiðtogafærni bauð alla velkomna á fundinn og kynnti Hrund Gunnsteinsdóttur. Hrund sagði að það sem er að gerast í heiminum er okkur alltaf viðkomandi, við erum eitt stórt vistkerfi. Fyrirlesturinn má nálgast í heild sinni á facebooksíðu félagsins.

Svona kemstu í gegnum veturinn

Faghópur um leiðtogafærni hélt í morgun fund sem bar yfirskriftina „Svona kemstu í gegnum veturinn“.  Unnur Magnúsdóttir hjá Dale setti fundinn og sagði ánægjulegt hve margir væru tilbúnir að skoða leiðtogafærni sína.  Margir geta tekið undir það hve margt er óljóst og óvissan mikil. Unnur sagði að 80% af þeim þáttum sem við þurfum að kljást við í dag eru soft skills hvernig leiða eigi hópa í gegnum óvissu. Fyrir fundinn var sent leiðtogamat á alla þá sem skráðu sig. Þær  Dagný og Pála aðstoðuðu við að leiða Stjórnvísifélag í gegnum 14 þætti. 

Pála fór yfir hvernig hægt væri að taka þátt í fundinum og vera virkur þátttakandi.  Dagný fór síðan yfir tækniatriðin.  T.d. að rétta upp hönd þegar verið væri að spyrja, klappa með höndunum, chatið og kaffibollann til að sýna að við séum fjarverandi.  Pála sagði gríðarlegar breytingar hafa orðið á árinu.  Hún sjálf hefur þurft að breyta miklu til að halda live vinnustofur og fara langt út fyrir sinn þægindaramma.  Hún þurfti að vera jákvæð, sveigjanleg, hugrökk og sýna þrautseigju til að ná árangri. Hún spurði hvað hefði breyst árinu hjá þeim sem voru á vinnustofunni.  Margir tóku til máls og það sem m.a. kom fram var að allir þurftu að taka þeirri áskorun að breytast á núll einni.  Vinnustaðir þurftu að breyta sér snöggt, allt í einu þurfti að útvega tæki og tól, finna þurfti jafnvægi á nýjan leik því sumir höfðu of mikið að gera og aðrir of lítið því það eru ólíkar áskoranir heima hjá fólki.  Nú eru allir búnir að læra ótrúlega mikið og flestir geta unnið heima.  Mikilvægt er að hafa það hugarfar að fara ekki fram úr fólki því það er á alls konar stað.  Starfsmannastjórar þurftu að koma með nýjar nálganir.  Mikilvægt fyrir hópa að hittast reglulega, hittast á morgnana og kveðja í lok dagsins til að eiga spjallið; hvernig gekk dagurinn. 

En hvað gerir okkur að þeim leiðtogum sem við erum.  Allir voru hvattir til að gera örstutt leiðtogamat og meta hæfnisþætti sína.  Í hverju voru þeir hæstir og hvar getum við bætt okkur. Nú er stór áskorun að tjá sig á virkan hátt þannig að aðrir grípi það sem maður er að segja því veruleikinn er allt annar.  Þú sérð ekki fólkið þitt og svipbrigðin og verður því að geta þér til um margt.   Mikilvægur færniþáttur er að vera jákvæður því nú má ekkert hittast og engin partý á vinnustöðum. En það er enn mikilvægara að ræða um erfiðu hlutina og segja hlutina eins og þeir eru. Áskorunin er að menningin er að detta úr húsinu. 

Samtal um leiðtogafærni í nútíð og framtíð

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Nýr faghópur um leiðtogafærni hélt sinn fyrsta fund í morgun. Fundurinn vakti mikla athygli því hátt á annað hundrað manns mættu á fundinn. Áslaug Ármannsdóttir formaður faghópsins bauð alla velkomna á fyrsta fund faghópsins sem stofnaður var í byrjun sumars.  Áslaug hvatti fundargesti til að skrá sig í faghópinn.  Hún kynnti fyrirlesarana þau Hauk Inga Jónasson og Sigrúnu Gunnarsdóttur og fór yfir þær þrjár spurningar sem voru ræddar á fundinum og brenna á okkar vörum.  

Spurningarnar eru: Hvað þarf til til að vera leiðtogi í dag / hvernig er nútímaleiðtogi?
Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar “þessu ástandi líkur” - hvaða lærdóm þurfum við að draga af ástandinu og hvernig tryggjum við að allt detti ekki aftur í viðjar vanans? 
Hvernig þarf framtíðar leiðtoginn að vera – eru einhverjar breytingar fyrirsjáanlegar sem leiðtogar þurfa að hafa í huga.? Viðburðinum var streymt á Teams.

Haukur Ingi sagði okkur vera að ganga í gegnum sérstaka tíma.  Við erum stödd í miðri kennslustofu hvað virkar og hvað virkar ekki.  Haukur Ingi sagði leiðtoga þurfa að búa yfir leiðtogafærni og stefnumótunarfærni.  Haukur hvetur leiðtoga til að þroska með sér að geta lesið tilfinningar og gera upp sínar eigin tilfinningar, djúpsæi er getan til að horfa inn á við og bregðast við því áður en þú bregst við fólkinu í kringum þig.  Mikilvægt er að geta skipt um tækni ef ein tækni virkar ekki.  Ein leiðin er þjónandi forysta þar sem þú styður þá sem þú vilt fá til lags við þig með því að bjóða því þjónustu þína, stundum þarf að leita samráðs og stundum og nota lýðræðislegar ákvarðanir.  Mikilvægt er að leiðtogi geti beitt sér með ólíkum þætti.

Sigrún sagðist að þegar horft væri á leiðtoga sem ná árangri í samtímanum séu sérlega færir í samskiptum, samskiptin við þá eru opin og greið og fólk í kringum þá hikar ekki við að taka erfiðar ákvarðanir.  Þannig er skapað heilbrigt umhverfi þar sem hver og einn hefur sína ábyrgð og allir halda áfram að blómstra.  Hvort heldur þetta eru leiðtogar þjóða eða vinnustofa þá skiptir miklu máli samskiptahæfni.  Mikilvægt er að undirbúa sig og byggja upp innri styrk sem gerir mann færan.  Egoið er lagt til hliðar og þeir sem hafa þekkinguna fá að njóta sín.  Leiðtoginn dregur það fram og varpar ljósinu á hinn.  Mikilvægt er að nota ólíkar aðferðir og stundum þarf boðvald eins og verið er að gera í þjóðfélaginu í dag varðandi Covid.  Í stuttu máli er góður leiðtogi sá sem skapar gott starfsumhverfi og góða vinnustaðamenningu og getur lagt sjálfan sig til hliðar þ.e. er auðmjúkur. 

Spurningar bárust frá félögum m.a. hvernig leiðtogar mæla sig nú á þessum tímum. Sigrún nefndi aðferðir sem eru nýttar í Noregi þar sem búið er til form þrátt fyrir fjarlægðina.  Á Íslandi hefur gengið vel að vinna í fjarvinnu og áskorunin er mikil t.d. mikil fyrir kennara.  Haukur Ingi nefndi gervigreindina.  Vitvélar munu ekki grípa eins mikið inn í að grípa teymi eða grípa hlutverk leiðtogans en gervigreindin mun geta nýtt gögn til að laga ferla og spá fyrir um fjölda hluta sem bæta aðferðir.  Væntanlega verður hægt að beita leiðtogavaldi í gegnum vitvélarnar. Það er mjög gagnlegt að þroska teymin sín þannig að fólk sé viljugt til að eiga í hreinskilnum samskiptum.  Besti kennarinn er oft samstarfsfélaginn.  Haukur Ingi sagði mikilvægt að endurgjöfin sé á kvörðum og fyllt út af báðum aðilum.  Partur af starfinu yrði að gefa hvor öðrum álit og þroskast saman.  En hvernig metur leiðtogi sjálfan sig?  Ef hann getur ekki metið sjálfan sig hvernig á hann þá að meta aðra.  Hluti af góðri leiðtogafærni er að vinna þessa innri vinnu.  Leiðtoginn þarf að staldra við nokkrar mínútur og skoða alltaf hvernig gekk og hvað má gera betur.  Mikilvægast af öllu er að hafa löngun til að læra stöðugt. Mikilvægt er að spyrja sjálfan sig: „Hver ertu aleinn?“. 

Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar ástandinu líkur og hvernig styrkjum við að ekki sé farið í viðjar vanans?  Sigrún sagði að staðan í dag væri eins og við séum á tilraunastofu. Í stuttu máli er lærdómurinn þessi:  Það sem almennt gekk vel í vor 1. Það voru skýrar línur, við ætlum að forða okkur frá smiti og tryggja öryggi. Skýrar línur komu frá yfirvöldum. 2. Á öllum vinnustöðum var okkur umhugað um náungann.  Allir fóru að aðstoða alla við góð samskipti. 3. Allir þurftu að læra eitthvað nýtt eins og að þvo sér um hendurnar og læra á fjarfundarbúnað.  Þegar þessi þrenna fór saman náðist árangur.  Í vor urðu allir svo kurteisir, við þurfum að halda í það, sýna ábyrgð og styrkja okkur.  Haukur sagði að það væri svo mikilvægt að hafa góða leiðtoga.  Í dag höfum við heilbrigt fólk á öllum sviðum, heilbrigt viðhorf til vandann og ráða við aðstæður.  Það eru ekki allir leiðtogar sem ráða við vandann. Heilbrigðir leiðtogar skipta gríðarlegu máli og leiðtoginn verður að líta inn á við.  Fyrsta verkefnið er að rýna inn á við.  Enginn getur orðið leiðtogi sem ekki þekkir sjálfan. Þegar þú þekkir sjálfan þig þá geturðu haldið áfram að hvetja aðra. En hvernig þarf framtíðarleiðtoginn að vera? Sigrún sagði að góður leiðtogi þyrfti að hafa hæfni til að aðlagast breytingum.  Hann þarf að getað lesið heiminn þ.e. hvað er brýnast núna.  Nú blasa við nokkur stór mál því við búum við óöryggi fram undan. Þetta tókst á Íslandi í vor, þökk sé og gæfa íslenskri þjóð að hafa þá leiðtoga sem voru í framlínunni. Heilsa, umhverfismál, lýðræði og mannréttindi eru stórir þættir sem er ógnað á okkar tímum.  Við þurfum öll að hjálpast að við að stofna skapandi leiðtoga.  Gefðu fólki frelsi því þá skapast margt.  Haukur sagði mikilvægt að þroska með sér gagnrýni þannig verða börn sjálfstæð.  Þannig verðum við góðir samfélagsþegnar og getum tekið að okkur leiðandi hlutverk.  Núna eru miklir möguleikar.  Menn hlusta í dag á fyrirlestra hvar sem er í heiminum. Við erum að fara í gegnum sérstaka tíma og áhugaverðir tímar fram undan.  Þriðja iðnbyltingin er merkilegt fyrirbrigði þar sem verður aukin skilvirkni í hagkerfinu sem við erum rétt að byrja að glitta í .  Haukur tók dæmi um Spotify þar sem hægt er að hlusta á alla tónlist í veröldinni á einum stað.  Mikilvægt er að spyrja sig og að það sé hlutverk okkar allra að gera heilt það sem brotið.

Sigrún fjallaði um að við þurfum að átta okkur á því að við erum frjálsar manneskjur og við þurfum að passa upp á að hver og einn hafi sjálfstæði og ábyrgð á sínu starfi. Við þurfum að passa okkur á því að vera ekki þrælar einhvers, verða frjáls og hafa áhrif.  Passa verður upp á að verða aldrei fórnarlömb.  „Hafðu áhrif“.  Mikilvægt er að draga andann og spyrja sjálfan sig hvort maður þurfi aðstoð, taka pásu og gefur lífsgæði og forðar manni frá að fara framúr sér og brenna út.  Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér.  Haukur talaði um þetta innra samtal sem maður er stöðugt í.  Ef maður er með eitthvað í fartaskinu þá fær maður ekki þetta lífsgefandi afl þannig að maður geti á heilum sér tekið og unnið uppbyggilega með öðrum.  Maður þarf að vinna heill með innri hugann. Þú þarft að finna út hvað þarf að gera og setja fókus á það sem öllu máli skipta.  Taoisminn „þú gerir það sem þú gerir ekki“. Spyrja sig hvernig maður geti haft áhrif með því að gera minna en styður við framvinduna og leyfa hlutunum að gerast.  Það er mikilvægt að draga úr álaginu á sjálfum sér og skapa raunverulegan ávinning og lífsgæði.  Alltaf skal taka ákvarðanir sem leiða til mestu lífsgæða fyrir þig þ.e. í sátt við sjálfan sig og hleypa ástríðunni að og með uppbyggilegum hætti.  

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um leiðtogafærni.

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um leiðtogafærni og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér
Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. 
Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa:  Áslaug Ármannsdóttir formaður, Berglind Björk Hreinsdóttir Hafrannsóknarstofnun, Berglind Fanndal Káradóttir Rannís, Bragi Jónsson BYKO, Elín Ólafsdóttir Flugger, Elísabet Jónsdóttir Löður, Gestur K Pálmarson sérfræðingur, Hafdís Huld hjá Rata, Helga Elísa Þorkelsdóttir Medís, Hildur Jóna Bergþórsdóttir Landsvirkjun, Ída Jensdóttir Hafnarfjarðarbær, Lilja Gísladóttir Íslandspóstur, Linda Rós Reynisdóttir Þjóðskrá, Laufey Guðmundsdóttir Markaðsstofa Suðurlands, Sara Valný Sigurjónsdóttir Marel, Sigríður Þóra Valsdóttir Háskólinn á Bifröst, Unnur Magnúsdóttir Dalecarnegie og Þórhildur Þorkelsdóttir Veitur.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?