11. ágúst 2023 10:25
Stjórn faghóps um leiðtogafærni vekur athygli á þessari einstaklega áhugaverðu ráðstefnu þar sem gefst tækifæri til að efla tengslanetið og fagna með konum hvaðanæva úr heiminum sem eru að gera frábæra hluti.
Þú bókar þig með því að smella hér.
Fjöldi íslenskra kvenna eru tilnefndar og fram til þessa hafa tæplega 100 konur frá Íslandi verið tilnefndar til þessara verðlauna.
Hér er listi yfir konur sem eru tilnefndar til verðlauna og koma til Íslands:
- frá Ítalíu:
Carlotta Santolini -
www.blueat.eu verkefnið gengur út á að koma á jafnvægi í sjávarútvegi, að veiða blá krabbann og gera úr honum verðmæti en hann raskar lífríkinu í Miðjarðarhafi
- Eleonora Schellino -
www.teti.world - bað í Teti baði hjálpar frumum að endurnýjast og viðhalda raka í líkamanum
- Carla Chiarantoni - er með nýja hugmynd varðandi byggingu milliveggja ég finn ekki heimasíðuna en það kallast Blokko
- Deborra Mirabelli -
www.6libera.org eitthvað app sem á að hjálpa þeim sem lenda í kynferðislegri áreitni á vinnustað
- Donatella Termini - er með kerfi sem heitir Simon, sem eykur nýtingu sólarsella og lætur vita ef eitthvað bilar
https://www.seeng-s.co.uk/
- Francesca Varvello -
www.heallosolutions.com hún er að fullnýta trefjar í landbúnaði með að búa til Soluble Arabinoxylan Fiber
- Arianna Campione-
www.kymiacosmetics.com er a fullnýta pistachio hýði og búa til efni sem má nota í snyrtivörur og drykki, er ríkt af antioxidants, bakteríudrepandi o.fl
- Daria Maccora - er vísindakona sem er með skuggaefni til að auðvelda greiningu krabbameins
Frá Lettlandi kemur:
- Diane Timofejeva sem er með iðjuþjálfameðferð sem kallast heitur sandkassi
- Silvia Zakke er með skó sem gerðir eru úr ullarþæfing og hampi
Frá Malaysia kemur:
- Dr. Mariatti Jaafar sem er með 3D aðferð við að endurgera bein
Frá Nígeríu kemur:
- Prinsess Gloria sem hefur verið að markþjálfa stúlkur til áhrifa
- Imaan Sulaiman sem hefur einnig verið að vinna að jafnrétti og auka hlut kvenna í stjórnsýslunni
Frá Spáni kemur Jennifer Richmond sem er með verkefni "Teacher for peace" tengslanet kennara og héraða til að kenna í krísu tíð
Frá United Arab Emirates kemur Mariam Hassan Rashid Al-Ghafri sem er tölvuforrit til að snúa texta yfir á blindralestur Braille sem síðan er sent í Solenoid actuators
Frá UK kemur:
- Paula Sofowora
www.maryjoel.com bækur ætlaðar minnihluta hópum þannig að börn læri að meta sig og sína sérstöðu og sögu
Frá Bandaríkjunum kemur Gabriela Gonzales með drykk sem heitir "Pink Drink" hún vinnur hjá Starbucks
frá Kanada kemur Maria Julia Guimaares sem er með hanska með skynjurum ætluðum þeim sem eru með Raynaud sjúkdóminn þar sem fingur verða ískaldir
www.totumtech.com
frá Danmörku kemur Christine Blin með stærðfræði kennslu kubba
www.newmero.dk
Frá Frakklandi kemur Lahou Keita sem er með nýja tegund af "svörtum kassa"
www.keitas.com
frá Hong Kong kemur Cary Chan sem er með lausn innandyra til að minnka co2
www.hshgroup.com
Frá Indlandi kemur Supatra Areekit er með DNA strip test til að greina fljótar bakteríu sem veldur blóðsýkingu.