WOMEN SOLUTIONS & SUSTAINABILITY - áhugaverð ráðstefna 6. og 7. september 2023.

Stjórn faghóps um leiðtogafærni vekur athygli á þessari einstaklega áhugaverðu ráðstefnu þar sem gefst tækifæri til að efla tengslanetið og fagna með konum hvaðanæva úr heiminum sem eru að gera frábæra hluti. 
Þú bókar þig með því að smella hér.

Fjöldi íslenskra kvenna eru tilnefndar og fram til þessa hafa tæplega 100 konur frá Íslandi verið tilnefndar til þessara verðlauna.
Hér er listi yfir konur sem eru tilnefndar til verðlauna og koma til Íslands:
- frá Ítalíu:
Carlotta Santolini - www.blueat.eu  verkefnið gengur út á að koma á jafnvægi í sjávarútvegi, að veiða blá krabbann og gera úr honum verðmæti en hann raskar lífríkinu í Miðjarðarhafi
- Eleonora Schellino - www.teti.world - bað í Teti baði hjálpar frumum að endurnýjast og viðhalda raka í líkamanum
- Carla Chiarantoni -  er með nýja hugmynd varðandi byggingu milliveggja ég finn ekki heimasíðuna en það kallast Blokko
- Deborra Mirabelli - www.6libera.org eitthvað app sem á að hjálpa þeim sem lenda í kynferðislegri áreitni á vinnustað
- Donatella Termini - er með kerfi sem heitir Simon, sem eykur nýtingu sólarsella og lætur vita ef eitthvað bilar https://www.seeng-s.co.uk/
- Francesca Varvello - www.heallosolutions.com hún er að fullnýta trefjar í landbúnaði með að búa til Soluble Arabinoxylan Fiber
- Arianna Campione-  www.kymiacosmetics.com er a fullnýta pistachio hýði og búa til efni sem má nota í snyrtivörur og drykki, er ríkt af antioxidants, bakteríudrepandi o.fl
- Daria Maccora - er vísindakona sem er með skuggaefni til að auðvelda greiningu krabbameins

 

Frá Japan kemur Yuko Hiraga sem er með uppfinningu sem eykur endingu steypu, eykur endingu tanka  https://www.e-hiraga.com/

 

Frá Lettlandi kemur:
- Diane Timofejeva sem er með iðjuþjálfameðferð sem kallast heitur sandkassi 
- Silvia Zakke er með skó sem gerðir eru úr ullarþæfing og hampi 

 

Frá Malaysia kemur:
- Dr. Mariatti Jaafar sem er með 3D aðferð við að endurgera bein

 

Frá Nígeríu kemur:
- Prinsess Gloria sem hefur verið að markþjálfa stúlkur til áhrifa
- Imaan Sulaiman sem hefur einnig verið að vinna að jafnrétti og auka hlut kvenna í stjórnsýslunni

 

Frá Spáni kemur Jennifer Richmond sem er með verkefni "Teacher for peace" tengslanet kennara og héraða til að kenna í krísu tíð

 

Frá United Arab Emirates kemur Mariam Hassan Rashid Al-Ghafri sem er tölvuforrit til að snúa texta yfir á blindralestur Braille sem síðan er sent í Solenoid actuators

 

Frá UK kemur:
- Paula Sofowora  www.maryjoel.com bækur ætlaðar minnihluta hópum þannig að börn læri að meta sig og sína sérstöðu og sögu
- Abosede Agbesanwa  www.raisingchampionchildren.org bækur um hvernig maður elur upp sigurvegara
- Sandra Whittle www.mykori.co.uk  og www.massagemitts.com hjálpartæki til að gefa sjálfum sér nudd, veit ekki hvort þetta tengist ástarlífinu

 

Frá Bandaríkjunum kemur Gabriela Gonzales með drykk sem heitir "Pink Drink" hún vinnur hjá Starbucks

 

frá Kanada kemur Maria Julia Guimaares sem er með hanska með skynjurum ætluðum þeim sem eru með Raynaud sjúkdóminn þar sem fingur verða ískaldir  www.totumtech.com

 

frá Danmörku kemur Christine Blin með stærðfræði kennslu kubba www.newmero.dk 

 

Frá Frakklandi kemur Lahou Keita sem er með nýja tegund af "svörtum kassa" www.keitas.com

 

frá Ghana kemur Vera Osei Bonsu sem er með nýja tegund af barnamat www.eatsmartfoodsgh.com

 

frá Hong Kong kemur Cary Chan sem er með lausn innandyra til að minnka co2 www.hshgroup.com

 

Frá Indlandi kemur Supatra Areekit  er með DNA strip test til að greina fljótar bakteríu sem veldur blóðsýkingu.



Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?