Faghópur um leiðtogafærni vekur athygli á þessum áhugaverða viðburði:
Þér er boðið á viðburðinn „Moving Forward: Partnership for an Equal World“ sem haldinn er í Hátíðarsal Háskóla Íslands, fimmtudaginn 10. nóvember, klukkan 10:00 til 11:00 í tilefni af heimsókn Simu Bahous, framkvæmdastýru UN Women til Íslands.
Sima Bahous verður heiðursgestur viðburðarins og er því um að ræða einstakt tækifæri til að heyra frá fyrstu hendi um stöðu mála og áherslur UN Women á heimsvísu. Bahous mun halda erindi þar sem hún ræðir meðal annars mikilvægt samstarf UN Women við Ísland, en stofnunin á í nánu samstarfi við íslensk stjórnvöld og ríkislögreglu er kemur að jafnréttismálum. Þá er stuðningur Íslendinga við verkefni stofnunarinnar eftirtektarverður, en vegna hans hefur íslenska landsnefndin sent hæsta framlag allra landsnefnda til verkefna UN Women á heimsvísu sex ár í röð, óháð höfðatölu. Bahous mun jafnframt fjalla um stöðu jafnréttismála í heiminum í dag og helstu áskoranir sem blasa við UN Women í framtíðinni.
Forsetafrú Íslands, Eliza Reid, mun setja viðburðinn og í kjölfar erindis Bahous fara fram pallborðsumræður þar sem þátttakendur í pallborði ræða mikilvægi samvinnu til að sporna gegn því bakslagi sem orðið hefur í jafnréttismálum á síðastliðnum árum.
Þátttakendur í pallborði eru Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi ráðherra, Andrés Ingi Jónsson þingmaður, Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands, Askur Hannesson meðlimur Ungmennaráðs UN Women á Íslandi, og Steinunn Gestsdóttir aðstoðarrektor Háskóla Íslands. Umræðustjóri er Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi ráðherra.
Vinsamlegast staðfestu þátttöku þína með því að skrá þig á viðburðinnhér
Kær kveðja,
Starfskonur UN Women á Íslandi