Fjölbreytileiki og inngilding (e. diversity & inclusion): Fréttir og pistlar

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Certificate in Diversity Equity and Inclusion (DEI) from Institute of Sustainability Studies

Explore how to integrate DEI into your organisation’s sustainability efforts. Enroll today to acquire data-driven strategies to enhance decision-making and foster an inclusive, equitable, and sustainable business.

Participants will gain a deep understanding of DEI strategies, data-driven approaches, and effective communication techniques. By mastering these skills, organisations can enhance employee engagement, drive innovation, and ensure long-term success. 

Námskeið: Fordómar og inngilding í íslensku samfélagi

Á þessu námskeiði fá þátttakendur kennslu í kynþátta- og menningarfordómum, birtingarmyndum og áhrifum þeirra í íslensku samfélagi ásamt umfjöllun um hugtakið inngildingu og hvernig inngilding nýtist í baráttunni við fordóma.

Hugtökin fordómar og inngilding eru á allra vörum en ekki er öllum skýrt hvað þau þýða. Á námskeiðinu verður farið yfir muninn á kynþátta- og menningarfordómum, sögu þeirra og hvernig þeir birtast í alþjóðlegu og íslensku samhengi. Fjallað verður um áhrif fordóma á líðan þeirra sem verða fyrir þeim til að auka skilning á mikilvægi baráttunnar gegn fordómum.

Síðari hluti námskeiðisns verður helgaður inngildingu (e. inclusion) og hvernig inngildandi hugarfar er mikilvægur þáttur í að stuðla að jafnara og sanngjarnara samfélagi, en inngilding snertir allt fólk á einhvern hátt. Hægt er að nota inngildingu sem tól til að auka menningarnæmi, en á námskeiðinu verður líka farið yfir hugtökin menningarnæmi og menningarnám.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með gagnvirkum spurningum sem þátttakendur geta svarað í rauntíma, auk umræðna.

Námskeið: Mitigating Unconscious Bias in the Workplace

12/11/2024 – 03/12/2024 (Four online sessions every Tuesday from 9:00 to 12:00, starting on 12th of November)

We are bombarded by millions of pieces of information every day and we simply don’t have the mental capacity to deal with it all consciously. So we develop the habit of taking mental shortcuts that lead to snap judgments (often based on identifiers such as gender, ability, race, sexual orientation, and age) about people’s talents or character. Naturally, sometimes we misjudge people, make mistakes and assumptions that negatively impact workplace safety, recruitment, and promotions decisions, interactions with colleagues, customers, and partners.

Vinnumansal á Íslandi

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins taka höndum saman gegn vinnumansali á Íslandi.
 
Sameiginleg ráðstefna ASÍ og SA  fer fram þann 26. september í Hörpu – 10:00 - 16:00

 

10:00-12:00  Ráðstefna í Norðurljósum Hörpu: erindi, umræður og fræðsluefni
12:00-13:00  Hádegisverður 
13:00-14:00  Málstofur 
14:00-14:15  Kaffihlé
14:15-15:15  Málstofur 
15:15-16:00 Samantekt og yfirlýsing ASÍ og SA

Diversify Nordic Summit

The Diversify Nordics Summit (DNS) is the leading international conference that provides the largest platform in the Nordics to connect, find solutions and share best practices on societal and workplace challenges.

Conference: How can the Nordic countries better promote labour market integration among migrant mothers and fathers?

The conference brings together experts to present new research and different examples of practical solutions from the Nordic countries. Together we share experiences and explore opportunities to improve employment among migrant fathers and mothers – both in policy and in practice.

Changes, beliefs, practices Current research into the contemporary sociolinguistic situation in Iceland

A total of 20 presentations. There are 5 thematic sessions: Ideologies and metalinguistic discourses; Linguistic minorities; Lifespan changes, attitudes and regional pronunciation; English in Iceland; Norms and cultural bias. The conference is in English. It is open to the public, free of charge, and no registration is required.

Intercultural Conference of Reykjavík City

The Intercultural Conference offers a unique platform for people of diverse backgrounds to come together and share their knowledge, have lively discussions, and enjoy the day together. The Conferences’ objectives are communication, democracy, and attitudes.

Reykjavík City ‘s Intercultural Conference will take place at Hitt Húsið on the 4th of May 2024. 

The Conference is an essential forum for active discussion regarding people of foreign origin and immigrants in Reykjavík. Reykjavik City is an intercultural city, and 25% of its residents are of foreign origin.

Language, literature, and inclusion will be a focal point at the Intercultural Conference. For the first time at the Conference, a seminar for youth to discuss the experiences of youth and ethnic minority backgrounds takes place.

 

Hvað þurfa vinnustaðir að gera þegar fjölbreytileikinn eykst?

Við hjá Reykjavíkurborg erum stolt af þeirri vegferð sem hafin er í viðbrögðum við auknum þjóðernisfjölbreytileika, en vitum þó að gera þarf enn betur. Eins er ljóst að tungumálakennsla og tungumálaviðmið eru ekki einu skilyrðin fyrir aðlögun, jafnræði og jöfnum tækifærum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna. Nauðsynlegt er einnig að fræða fleira starfsfólk um fjölbreytileika og inngildingu, og hvað felst í því að verða fjölmenningarlegur vinnustaður, og höfum við hafið þá vinnu samhliða.

Hvaða tungumál er hlutlaust í fjölbreyttu starfsumhverfi? / What counts as a neutral language?

* In English below

Rafrænn hádegisfyrirlestur VR - Trans fólk í nútímasamfélagi

Bendum á fræðslu Uglu Stefaníu um Trans fólk í nútíma samfélagi. 

The Diversify Nordics Summit 2023

Benefits of Inclusion in the Workplace

“We want a culture that is inclusive and where everyone who joins feels they have opportunities to succeed and grow.” -Nellie Borrero

There’s a lot of talk these days about diversity and inclusion programs in the workplace. Yet, while people often have a grasp of what diversity looks like and how to put it into action, inclusion can be lost and forgotten in the shuffle. In this blog, we’ll explore why inclusion is so critical in the workplace, and how diversity and inclusion (and their benefits) complement one another. Let’s get started.

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Hér má nálgast einstaklega áhugaverðar glærur frá viðburðinum og myndir.  Faghópur um jafnlaunastjórnun hélt viðburð um nýjustu rannsóknir BHM og Samtakanna '78 um laun og kjör hinsegin fólks á Íslandi.  Nýleg greining­ sem unnin var í samstarfi Sam­tak­anna '78 og BHM sýnir fram á að launamunur virðist vera á milli einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði eftir kynhneigð þeirra. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM sagði frá rannsókninni og niðurstöðunum. Sólveig Rós frá Ráði ehf., stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í hinseginleika var jafnframt með fræðsluerindi um hinseginleika og vinnustaðamenningu.

Maður, manneskja, man eða menni?

Eitt helsta baráttumál Rauðsokkahreyfingarinnar kringum 1970 var að fá viðurkenningu á jafnstöðu kvenna við karla – að konur væru líka menn. Þetta var mjög skiljanleg og eðlileg barátta á þeim tíma, og oft er vitnað í ummæli Vigdísar Finnbogadóttur í kosningabaráttunni 1980 þegar hún sagði „Það á að ekki að kjósa mig vegna þess að ég er kona, heldur vegna þess að ég er maður“. En kringum 1990 vildu Kvennalistakonur fremur leggja áherslu á sérstöðu kvenna og fannst orðið maður ekki vísa til sín – vildu heldur nota orðið manneskja, t.d. í laga-máli. Það er líka mjög skiljanlegt og eðlilegt. Hér vantar heppilegt orð sem konur og kynsegin fólk geti tekið til sín en er laust við þá sterku skírskotun til karlmanna sem orðið maður óneitanlega hefur. Í fyrirlestrinum verður fjallað um merkingu orðsins maður í sögulegu samhengi og vandkvæði á að nota það í kynhlutlausri merkingu. Bent verður á að tilbrigði og blæbrigði í notkun orðsins eru fjölbreyttari en oft er gert ráð fyrir í umræðunni, og ekki er hægt að setja allar beygingarmyndir orðsins undir sama hatt. Þá verður rætt um samsetningar sem enda á -maður og hvort hægt sé eða eðlilegt að nota samsetningar sem enda á -fólk í staðinn. Enn fremur verður rætt um samsetningar þar sem rótin mann-/menn- er fyrri liður og rökstutt að öðru máli gegni um þær en hinar. Að lokum verður fjallað um kosti og galla annarra orða sem reynt hefur verið eða stungið upp á að nota í staðinn – manneskja, man og menni.

Hádegisfundur TVE: Þjóðleg fjölbreytni í stjórnun íslenskra hlutafélaga

Þriðjudaginn 11. október kl. 12-13 stendur TVE-Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, að opnum hádegisfundi. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands. Fundargestum er boðið að þiggja léttar veitingar á Litla torgi að fundi loknum.

Á fundinum kynnir Gylfi Magnússon grein hans, Simonu Vareikaité og Ingu Minelgaité um þjóðlega fjölbreytni í stjórnun íslenskra hlutafélaga. Greinin birtist í nýjasta hefti TVE en nálgast má greinar tímaritsins á vefslóðinni www.efnahagsmal.is. Í greininni er fjallað um hvernig aukinn fjölbreytileiki íslensks vinnumarkaðar hvað þjóðerni varðar endurspeglast illa í félagsstjórnum íslenskra hlutafélaga og niðurstöður greindar í ljósi kenninga um fjölbreytileikastjórnun. Stjórnarmönnum af erlendum uppruna hefur þó fjölgað ört hlutfallslega undanfarin ár en talsverður munur er milli atvinnugreina hvað þetta varðar.

Gylfi Magnússon er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Paola Cardenas, formaður innflytjendaráðs, mun bregðast við erindi Gylfa.

Fundarstjóri er Þórhallur Örn Guðlaugsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands sér um skipulag fundarins fyrir hönd TVE.

Fundurinn fer fram á íslensku.

Öll velkomin.

Jafnréttisþing 2022

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til jafnréttisþings 2022 þar sem fjallað verður um stöðu kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Umfjöllunarefni er aðgengi, möguleikar og hindranir sem konur af erlendum uppruna mæta á íslenskum vinnumarkaði. 

Fyrirlesarar munu fjalla um stöðu erlendra kvenna af ólíkum stéttum og með ólíka stöðu auk þess sem forsætisráðherra tekur þátt í og stjórnar umræðum með konum af erlendum uppruna og fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðar.

Dagskránni lýkur á að forsætisráðherra veitir sérstaka jafnréttisviðurkenningu.

Jafnréttisþing fer fram í Hörpu og eru öll velkomin en þátttakendur eru beðnir að skrá sig á skráningarsíðu fundarins. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla og táknmálstúlkun stendur til boða sé þess óskað með 7 daga fyrirvara. Á þinginu verður túlkað á íslensku/ensku.

Combatting long-term unemployment among immigrants

Diversify Nordic Summit

Í síðustu viku héldu tvær stjórnarkonur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu til Osló til að taka þátt í fyrsta Diversify Nordic Summit. Ráðstefnan var haldin í fallegu umhverfi við Holmenkollen skíðasvæðið. Á ráðstefnuna var mætt fólk víðsvegar að úr heiminum, flest frá Norðurlöndunum en auk þeirra voru þátttakendur frá Norður-Ameríku, Afríku og annars staðar frá Evrópu. Þátttakendur höfðu það flest sameiginlegt að brenna fyrir fjölbreytileika og inngildingu fólks til atvinnuþátttöku og í samfélögum sínum almennt. Ráðstefnan var skipulögð af Diversify sem eru samtök, ekki rekin í hagnaðarskyni, sem vinna að því að auka fjölbreytileika innan fyrirtækja og auka skilning samfélagsins á mikilvægi inngildingar.

Chisom Udeze sem stofnaði Diversify Nordics og er forsprakki þess að ráðstefnan var sett á fót, er upprunalega frá Nígeríu. Chisom hefur búið í Noregi í fjöldamörg ár og fannst tími til kominn að stofnað væri til samtals milli Norðurlandanna á sviði inngildingar. Hún viðurkenndi í setningarræðu sinni að gera þyrfti betur á næsta ári, því enginn fyrirlesara eða þátttakenda í pallborðsumræðum voru einstaklingar með fötlun eða frá frumbyggjaþjóðum líkt og Inúíta eða Sama. Einnig var skortur á þátttakendum frá Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum og sagðist Chisom staðráðin í því að bæta um betur á næsta ári. Að takast á við vankanta sinnar eigin ráðstefnu strax í upphafi setti tóninn fyrir það sem eftir kom. Umræður voru innihaldsríkar, gagnrýnar og á sama tíma leituðust þátttakendur til að sýna hvorum öðrum skilning. Öll voru vissulega komin til að læra af hvoru öðru, öðlast reynslu og betrumbæta sín samfélög eða fyrirtækjamenningu.

Þann lærdóm sem við drógum helst af þessari ráðstefnu er að Ísland er ekki bara komið frekar stutt á veg í þessu málefni, heldur eru Norðurlöndin ekki endilega komin mikið lengra en við í þessari umræðu. Hin svokallaða samnorræna „afneitun“ (e. Nordic denial), þ.e. tilhneigingin til að halda svo fast í þá hugmynd að allt hljóti að vera í lagi í velferðarríkjunum okkar að ekki gefst rými til að tala um vandamálin, eða hlusta á raddir þeirra sem verða fyrir óréttlæti í okkar eigin ríkjum, ristir enn djúpt. Nauðsynlegt er að horfast í augu við þá fordóma sem eru ríkjandi hjá okkur sjálfum og skoða hvernig ómeðvituð hlutdrægni heldur aftur af ákveðnum hluta fólks.

Þrátt fyrir að öll Norðurlöndin geti greinilega gert mun betur til að breyta hugarfari sínu gagnvart fjölbreyttu starfsfólki þá þykir okkur enn vanta upp á að samtalið sé tekið á Íslandi. Frá hinum löndunum mátti sjá mjög fjölbreyttan hóp einstaklinga sem starfa við mannauðsmál, fjölbreytileika- og inngildingarstjórnun fyrir hin ýmsu fyrirtæki og var umræðan eftir því. Þetta er ólíkt því sem gerist alla jafna á Íslandi. Hér er vissulega fjölbreytileiki til staðar, enda næstum fjórðungur íbúa landsins innflytjendur, börn innflytjenda eða einstaklingar með erlendan bakgrunn. Samt sem áður skortir fjölbreytileikann enn í mörgum geirum og sérstaklega í stjórnunarstöðum. 

Við viljum ekki að Ísland verði eftirbátur hinna landanna, enda höfum við allt bolmagn til þess að vera framarlega á sviði inngildingar, líkt og í svo mörgu öðru. Það er von okkar að sá aukni áhugi sem við finnum fyrir að fólk sýni inngildingu færi íslenskum fyrirtækjum og íslensku samfélagi meiri velferð. Enda hafa fjölbreyttar raddir, með fjölbreytta reynslu, sannað að þær færa sínu nærumhverfi hagsæld og hamingju - svo fremi sem þær upplifa inngildingu. 

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, stjórnarmeðlimur

Irina S. Ogurtsova, formaður

 

Diversify Nordics Summit

The Diversify Nordic Summit is the first-ever conference on Diversity, Equity, Inclusion and Belonging that brings together stakeholders from Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden.

Now more than ever, there’s a need to create inclusive and human-centric hybrid workplace environments to recruit and build productive and efficient teams, and ensure a collective Nordic society that is inclusive of all its inhabitants across social systems and structures.

The DNS is a meeting place for practitioners in the Nordics to share their work and discuss themes across diversity parameters including but not limited to gender, ethnicity, religion, neurodiversity, race, sexual orientation, identity, disability, age and other topics relevant to the priorities that intersect with the workplace and society at large. Engage in this full-day event that addresses current challenges in the Nordics, and gain insight into practical, impactful and measurable solutions.

CCP Games bauð Stjórnvísifélögum í heimsókn.

Þessir frábæru starfsmenn CCP Games tóku sannarlega vel á móti Stjórnvísifélögum. Árlega tekur CCP Games á móti fjölda erlendra sérfræðinga. Í heimsókninni var farið yfir ferlið eins og það liggur fyrir erlenda starfsmanninum, hvað CCP Games gerir í ferlinu og hvað þau telja að virki vel og hvar hægt sé að gera betur. 

Microaggressions and microinterventions - The macro of the micro

Community of Practice Events within Canadian Center for Diversity & Inclusion are designed to be highly interactive sessions of two and ½ hours, to foster an intimate environment in which participants feel secure to learn and explore a specific diversity and inclusion topic.

Believe it or not, we’ve all committed a microaggression – most of the time unintentionally. Microaggressions are problematic and perpetuate stereotypes. They are subtle insults. They can be verbal, non-verbal, or visual, directed towards individuals often automatically or unconsciously. Though they start with the term micro, microaggressions can have macro impacts on mental health, physical health and beyond.

Entitled Microaggressions and microinterventions - The macro of the micro, CCDI’s spring Community of Practice sessions will focus on exploring microaggressions and microintervention strategies on interpersonal and systemic levels.

At this event, we will:

  • define and present common example of microaggressions and examine how they show up in the workplace.
  • discuss the ‘macro’ impacts of microaggressions and how we can apply a systems lens to understand the macro.
  • explore how to respond to microaggressions from various points-of-view, whether you’re the recipient, an ally, a bystander, a manager, or the perpetrator.

Who should attend?

  • This session is open to anyone who wishes to learn about microaggressions in the workplace, forms of microaggressions, and how to address them from different perspectives.

NOTE: Each session has the same content. Simply select a date from the list below that best suits your schedule.

Spring 2022 schedule 

Registration is now open. Please select a date from the list above to begin.

Please contact events@ccdi.ca should you have any questions.  

Nominate for Nordic Inclusion Awards 2022 - The Blaze

The Blaze Awards celebrate and illuminate trailblazers – individuals and organizations –  who actively and passionately uplift Diversity, Inclusion, Equity and Belonging (DEIB) initiatives in their workspaces, communities and society overall. With a focus on the Nordic region, the Blaze Awards highlight DEIB champions in each country and recognise outstanding individuals and organisations whose practices shine within and beyond the Nordics.

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Áskoranir í kynslóðabili á vinnumarkaði

Á tímum breytinga í samfélaginu er staðreyndin sú að aldrei fyrr hafa eins margar kynslóðir verið starfandi á sama tíma á vinnumarkaðnum. Það hefur að mörgu leyti í för með sér krefjandi áskoranir fyrir flest fyrirtæki, starfsfólk og stjórnendur.

Í þessum fyrirlestri veltir Gunnur Líf, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, upp hugmyndum um það hvernig við getum komið til móts við ólíkar væntingar og þarfir kynslóðanna varðandi vinnu ásamt því hvernig við getum byggt upp öfluga og sameinaða liðsheild sem skapar árangur.

Hún fer yfir hvað einkennir kynslóðirnar, hverjir eru styrkleikar þeirra, áherslur og þarfir, hvernig við störfum saman og hvernig nýtist sú vitneskja okkur til þess að viðhalda góðri samvinnu og byggja upp árangursríka vinnustaðamenningu. Sérhvert okkar er mikilvægt en á sama tíma erum við mikilvæg sem heild því bestu teymin eru oft þau sem byggja á styrkleikum allra kynslóða á vinnustaðnum. Við þurfum á hvert öðru að halda. Viska, reynsla og færni eldri kynslóðanna í bland við snerpu, innsýn og frumkvöðlasýn yngri kynslóðanna gæti verið lykillinn að árangri.

Tímasetning: 7. apríl kl. 12:00 - 12:45. Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hleknnum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga. Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.

Leiðbeinandi: Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa

Webinar: Grasping the diversity among older adults – Active and healthy ageing in the Nordic region

What do we know about the diversity of the Nordic senior population in terms of health, activity and societal participation? New Nordic research shows that older adults are a diverse group and that their possibilities to live an active and healthy life depends on many different background variables.

Welcome to join us at Nordregio´s and the Nordic Welfare Centre´s webinar Grasping the diversity among older adults. In this webinar, researchers from Nordregio will present the results of two new studies:

  • Indicators for Active and Healthy Ageing in the Nordic Region. Possibilities and Challenges.
  • Active and Healthy Ageing – heterogenous perspectives and Nordic indicators.

The webinar will be held on 6 April 2022, 13.00–14.30 CET on the platform Zoom.

Erlent starfsfólk í ferðaþjónustu - ráðningarferli og fjölmenning

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 1. mars nk. kl. 9.00. Á fundinum verður sjónum beint að ráðningarferli þegar kemur að ráðningu erlendra ríkisborgara og fjölmenningu á vinnustöðum.
Kynntar verða leiðbeiningar fyrir atvinnurekendur og starfsfólk til að auðvelda þeim ráðningarferlið og gefa yfirsýn yfir það sem þarf að gera.
 
 
DAGSKRÁ
Þegar ráða á erlenda ríkisborgara til starfa – Kynning á nýju verkfæri
Valdís A. Steingrímsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar
Fjölbreytileikinn vinnur! Hvers vegna skiptir góð móttaka máli?
Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs
Áskoranir og tækifæri á fjölmenningarlegum vinnustað
Sólborg Steinþórsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Mývatn
Reynslusaga
Lidija Lopac, vaktstjóri Icelandair hótel Reykjavík Marína
Fundarstjóri er Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF

International conference on integration

"30 years of integration: success stories, challenges, and unused opportunities"

This two-day conference brings together leading experts on integration issues, policy-makers and hands-on practitioners from Estonia and around Europe to share visionary ideas, research results and best practices for the effective integration in diverse societies.

Participation at the conference is free of charge. The working language will be English, with simultaneous translation to Estonian and Russian. The presentations can be followed live on the conference website.

The conference is organised by the Integration Foundation with the support from partners.

We look forward to seeing you at the upcoming conference!

 

CIPD - Inclusion and Diversity Conference - creating an inclusive culture where all your people can thrive

A lot of great progress has been made on the inclusion and diversity front in the workplace. Following the pandemic, the business case for inclusion and diversity has gained priority, becoming stronger than ever. However, many companies are still showing a slow growth in diversity and very little progress on inclusion. 

It is now time for organisations to take far bolder actions to create a long-lasting inclusive culture. Promoting inclusive behaviour among their people to boost their reputation and achieve greater profits and faster business growth. 

At the CIPD Inclusion and Diversity Conference, you’ll gain insights and practical takeaways on the best practices that your organisation should implement to create a work environment where every single individual is able to fulfil their potential at work regardless of their ethnicity, gender, sexuality, or background.

The event features inspirational talks, practical case studies and interactive panel discussion. Offering you the opportunity to hear, connect and learn from senior leaders and inclusion and diversity experts on how to create a working environment that is truly inclusive and fully welcomes diversity. 

Vefnámskeið um menningarnæmni

Í samskiptum fólks geta komið upp aðstæður þar sem aðilar skilja ósáttir vegna misskilnings sem rekja má til skorts á menningarnæmi. Menningarnæmi eða „cultural sensitiviy“ gerir okkur kleift að vinna og búa saman í  samfélagi margbreytileikans í sátt og samlyndi. Menningarnæmi er einn þáttur í því að vera menningarlega hæfur eða „culturally competent“.

Hver og einn getur lagt sitt af mörkum til að aðstoða fólk með fjölbreyttan bakgrunn til að samlagast íslensku samfélagi. Við höfum öll hlutverki að gegna sem íslenskukennarar, upplýsingafulltrúar og samfélagsleiðbeinendur þegar kemur samlögun að samfélaginu.

Í fyrirlestrinum fjallar Nichole Leigh Mosty forstöðumaður Fjölmenningarseturs um ýmis hugtök og aðferðir tengdar menningarnæmi. 
Nichole segir okkur einnig frá hlutverki Fjölmenningarseturs og hvaða þjónustu það býður upp á fyrir einstaklinga og stofnanir. 

Menningarbrú á norðurslóðum: Rússland-Ísland-Færeyjar

Menning á norðurslóðum: Rússland, Færeyjar, Ísland: Landfræði, saga, bókmenntir og menning.
Dagar rússneskrar menningar á Islandi. Málþing í tilefni af 200 ára afmæli rithöfundarins Fjodors Dostoevskijs og formennsku Rússlands í Norðurskautsráðinu. Dagskrá fundarins:
- ljósmyndasýningin "Rússneska norðurskautssvæðið"
- fyrirlestrar: "Dostojevskij barnanna", "Rússneska norðurskautssvæðið: náttúra og fólk"
- heimildarmyndin "Flottu strákarnir úr Tikhaja-víkinni".
Þátttakendur:
Elena Barinova, framkvæmdarstjóri Vináttufélags Rússlands og Íslands (ODRI https://www.facebook.com/odri.msk.ru),
Fjodor Romanenko, rannsóknaprófessor við Moskvuháskóla og pólfari,
Maja Merkúlova, prófessor við Borgarháskólann í Moskvu,
Andrej Korovín, rannsóknaprófessor við Gorkí stofnunina í Moskvu,
Írína Malíkova, dósent við Háskóla vináttu þjóðanna, tökumaður,
Andrej Melníkov, kennari við Norræna skólann í Moskvu.
Allir eru velkomnir á annan dag í fyrirlestraröðinni 27.okt.

Ráðstefna "Know Your rights" (KYR)

Boðið er á lokaráðstefnu ”Know Your Rights” verkefnisins sem verður haldinn í Þjóðminjasafninu, Suðurgötu 41 102 Reykjavík,  miðvikudaginn 20. október kl. 13-16.  Ráðstefnan er á ensku, forskráning er ekki skilyrði en okkur þætti vænt um að vita af þér.  Sjá meðfylgjandi dagskrá.

Erasmus+ styrkir verkefnið sem Einurð leiðir og vinnur í samstarfi við Jafnréttishús, Compass Austurríki, Center for social innovation í Kýpur, Social Innovation Fund Litháen Acción Laboral og Asociaación Camions á Spáni.  Markmið verkefnisins er að auka vitund erlendra starfsmanna um þau réttindi, stuðning og þjónustu sem þeir geta nýtt sér í samstarfslöndunum og samkvæmt Evrópskri vinnulöggjöf.

Afurðir verkefnisins eru þarfagreining á stöðu erlendra starfsmanna í þátttökulöndunum, námskrá og námsefni fyrir jafningjafræðslu, fræðslumyndbönd og upplýsingasíður um réttindi og stuðning við erlenda starfsmenn á 3-5 tungumálum í hverju landi.  Opið menntaefni og fræðslumyndbönd voru unnin um: lágmarkslaun og skattaumhverfi, vinnuaðstæður og öryggismál, heilsugæslu og sjúkratryggingar, verkalýðsfélög og ráðningasamninga. 

Á Íslandi var unnið fræðsluefni og myndbönd á spænsku, taílensku, rússnesku, arabísku og ensku en horft er til þess að nýta og aðlaga fræðsluefni og myndbönd fyrir fleiri tungumálahópa í framtíðinni.   

Fyrirlestrarröð SALTO um inngildingu og fjölbreytileika

Faghópur um fjölbreytileika og inngildingu vekur athygli meðlima á áhugaverðum fyrirlestrum SALTO-Youth um inngildingu og fjölbreytileika. Fyrirlestrarröðin er miðuð að þeim sem starfa með ungu fólki en á þó fullt erindi til alls samfélagsins.

Fjallað er um ólíka þætti inngildingar í hverjum fyrirlestri. Í haust hafa verið haldnir fyrirlestrar um kynþætti, hinsegin samfélagið og stéttaskiptingu en eftir eru fyrirlestrar um kyn (20. október) og fjölbreytileika (3. nóvember). Alla fyrirlestrana er hægt að nálgast á formi upptöku nokkrum vikum eftir að þeir hafa verið fluttir, að kostnaðarlausu.

Hægt er að nálgast fyrri fyrirlestrarraðir á vef SALTO ásamt því að samantekt úr fyrirlestrum vetrarins 2020-2021 hefur verið gefin út á rafrænum bækling, ID Talks Magazine. Fyrirlestrarnir veturinn 2020-2021 voru um trú, líkamlega getu, fólksflutninga, kynslóðabil og samtvinnun (e. intersectionality), en eldri fyrirlestrar um inngildingu í rafrænu ungmennastarfi, í samtökum, fyrirtækjum og í samfélögum framtíðarinnar eru einnig aðgengilegir á vefnum. 

SALTO-Youth stendur fyrir Support, Advanced Learning and Training Opportunities for Youth og vinnur SALTO náið með Erasmus+ samstarfinu sem Ísland er þátttakandi í.

Nýyrðið „inngilding“

Nýlega breytti faghópur um málefni starfsfólks af erlendum uppruna um nafn og heitir núna faghópur um fjölbreytileika og inngildingu (e. diversity & inclusion). Nýyrðið „inngilding“ hefur vakið mikla athygli og mörgum finnst það hljóma sérkennilega. Þess vegna ákváðum við að deila með ykkur orðum Eiriks Rögnvaldssonar prófessors emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands sem fjallar um þetta nýyrði á síðu sinni hjá háskólanum:

Í dag lenti ég alveg óvart inni í umræðu á Facebook um orðið inngilding sem Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent á Menntavísindasviði, bjó til fyrir nokkrum árum sem þýðingu á inclusion. Það orð hefur oft verið þýtt sem án aðgreiningar og talað um skóla án aðgreiningarsamfélag án aðgreiningar o.fl. en það er dálítið stirt. Í þessari umræðu fannst mér koma fram dálítill misskilningur á eðli og merkingu orða.  Sumir þátttakendur í umræðunni eru ekki sáttir við orðið inngilding – segja að það skilgreini hugtakið sem um er að ræða ekki vel, sé gildishlaðið, nái ekki yfir hugtakið, og sé jafnvel orðskrípi.

Áðurnefndur misskilningur er mjög skiljanlegur út frá þeim hugmyndum okkar að orð eigi að vera „gagnsæ“ – segja sjálf hvað þau merki, þannig að fólk átti sig á merkingu þeirra þótt það hafi ekki heyrt þau eða séð áður. Því hefur lengi verið haldið að okkur að íslensk orð séu einmitt svona. Það er vissulega sannleikskjarni í því – en bara kjarni. Þótt orð feli oft í sér einhverja vísbendingu um merkingu þurfum við samt oftast að læra nákvæma merkingu þeirra sérstaklega. Og um leið og orð er komið í almenna notkun öðlast það sjálfstætt líf og hættir að vera háð uppruna sínum – gagnsæið hættir að skipta máli.

Það er auðvelt að benda á tugi og hundruð íslenskra orða sem merkja ekki það sem þau líta út fyrir að merkja, út frá samsetningu sinni og uppruna. En við tökum venjulega ekkert eftir því, vegna þess að við erum vön orðunum og vitum hvað þau merkja án þess að hugsa út í upprunann. Eins og ég hef oft nefnt finnst okkur ný orð oftast skrítin, óheppileg og jafnvel alveg ómöguleg – það þarf að venjast þeim og það tekur tíma. Það getur vel verið að það megi finna ýmislegt að orðinu inngilding – ég var ekkert sérlega hrifinn af því þegar ég sá það fyrst. En mér skilst að það sé komið í talsverða notkun og þess vegna væri ábyrgðarhluti að hafna því, nema fram kæmi eitthvert orð sem almenn sátt yrði um þegar í stað – svona eins og þegar þota leysti þrýstiloftsflugvél af hólmi á sínum tíma. Mér finnst bara ekki líklegt að svo verði.

Eirikur Rögnvaldsson (2021)

 

 

Ný stjórn og nafnabreyting á faghópi um málefni starfsfólks af erlendum uppruna

Í september 2021 tók við ný stjórn faghóps um málefni starfsfólks af erlendum uppruna. Strax var farið í nafnabreytingu á faghópnum og ber hann nú heitið faghópur um fjölbreytileika og inngildingu ( e. diversity & inclusion). Lögð verður áhersla á víðari málefni sem ná til inngildingu allra minnihlutahópa hjá skipulagsheildum. Þú skráir þig í faghópinn hér.  

Á síðastliðnu ári voru nokkrar breytingar í stjórn faghópsins og hafa Björg Þorkelsdóttir, Ester Gústavsdóttir, Kári Kristinsson og María Rún Hafliðadóttir hætt störfum í stjórn faghópsins. Viljum við þakka þeim innilega fyrir gott samstarf.

Nýir meðlimir í stjórn faghópsins eru Miriam Petra Ómarsdóttir Awad – sérfræðingur hjá Rannís, Monika Waleszczynska – ráðgjafi hjá Attentus og Þröstur V. Söring – sviðsstjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Við bjóðum þeim velkomin og hlökkum til að starfa með þeim. 

Á myndinni eru stjórnarmeðlimir faghópsins; talið frá vinstri: Þröstur V. Söring, Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, Telma Sveinsdóttir, Alma Sigurðardóttir, Gísli Níls Einarsson, Monika Waleszczynska, Joanna Marcinkowska og Irina S. Ogurtsova.

Námskeið um fjölbreytileika og inngildingu í skipulagsheildum (e. Diversity & Inclusion in Organisations)

Vakin er athygli á að Háskóli Íslands  biður upp á sérlega áhugavert námskeið um Fjölbreytileika og inngildingu í skipulagsheildum (e. Diversity & Inclusion in Organisations) á vorönn 2022. Hér er lýsing á námskeiðinu:

Námskeiðið veitir nemendum tækifæri til að bera kennsl á þörfina á að þróa vinnuumhverfi sem byggir á jafnréttislögmálum þar sem allir eru velkomnir og þar sem allir fá stuðning til að taka þátt. Nemendur læra að bera kennsl á félagslegt réttlæti/útilokun tengd minnihlutahópum eins og kynþáttur, þjóðerni, aldur, kyn, trúarbrögð, kynhneigð, fötlun/færni, stétt og fleiri þættir tengdir fjölbreytileika í skipulagsheildum og nýta þeirra þekkingu til að greina og nota aðferðir fyrir inngildingu í skipulagsheildum. Nemendur nema nýjar fræðilegar rannsóknir á sviðinu til að geta þróað með sér gagnrýna hugsun um viðfangsefnið eins og sjálfsmynd (e. identity), sambandið á milli mismunar og hlutdrægni, jöfn tækifæri í skipulagsheildum á heimsvísu og hvernig þau tengjast málum skipulagsheildar varðandi jöfn tækifæri, inngildingu og hagkvæmni.

Námskeið er á framhaldsstigi og hægt er að senda umsókn til innritunnar (HÍ) á vormisseri til 15. október 2021.

Ráðgjaf­ar­stofa inn­flytj­enda var form­lega opnuð á Lauga­vegi 116

Ráðgjaf­ar­stofa inn­flytj­enda var form­lega opnuð á Lauga­vegi 116. Þar geta inn­flytj­end­ur sem setj­ast að hér á landi fengið upp­lýs­ing­ar um allt sem við kem­ur rétt­ind­um þeirra og skyld­um sem ný­bú­ar á Íslandi.

Ráðgjaf­ar­stofa inn­flytj­enda er til­rauna­verk­efni á veg­um fé­lags­málaráðuneyt­is­ins. Fyr­ir­mynd­ir að ráðgjaf­ar­stof­unni eru til víða, meðal ann­ars í Dan­mörku, Portúgal og Kan­ada og er þá gjarn­an talað um slíkt sem first-stop-shop.

Inn­flytj­end­um er bæði boðið að líta við á ráðgjaf­ar­stof­unni að Lauga­vegi 116, ræða við ráðgjafa gegn­um síma eða í gegn­um net­spjall á vefsíðunni new­inice­land.is. Þar er í boði net­spjall á sjö tungu­mál­um; ís­lensku, ensku, pólsku, spænsku, portú­gölsku, lit­háísku og ar­ab­ísku.

Styrkir VIRK 2021 - sérstaklega verður horft til verkefna og/eða úrræða sem sniðin eru að þörfum einstaklinga af erlendum uppruna í styrkveitingum VIRK árið 2021

Styrkir VIRK 2021 - umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki sem veittir verða árið 2021 til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi.

VIRK er heimilt samkvæmt lögum að styrkja og stuðla með öðrum hætti að rannsóknum, þróun og uppbyggingu í atvinnutengdri starfsendurhæfingu. Veittir eru styrkir til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna einu sinni á ári og þurfa umsóknir um styrkina að hafa borist sjóðnum 15. febrúar n.k. inn á netfangið styrkir@virk.is.

Sérstaklega verður horft til verkefna og/eða úrræða sem sniðin eru að þörfum einstaklinga af erlendum uppruna í styrkveitingum VIRK árið 2021.

Aðeins umsóknir sem uppfylla allar reglur um styrki VIRK eru teknar til greina. Nánari upplýsingar, stefnur og reglur varðandi umsóknir og umsóknareyðublöð má finna hér.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2021.

Open for grant applications

VIRK Vocational Rehabilitation Fund has started accepting grant applications for projects that will increase the diversity and availability of interventions in vocational rehabilitation and grants for research projects that promote development and greater general knowledge about vocational rehabilitation in Iceland.

Grants are offered once a year for activity projects, research projects and development projects and grant applications must be received by VIRK by 15. of February via the e-mail address styrkir@virk.is

This year VIRK will pay special attention to applications for projects and/or interventions that are tailored to the needs of individuals of foreign origin.

Only applications that meet all regulations set forth by VIRK will be accepted. Further information regarding the application and about olicies and rules as well as the application form can be found on VIRK´s web page here (it can be translated using the Translation button on the top right of the page).

The application deadline is end of day February 15th, 2021.

Hvernig geta stjórnendur stutt erl. starfsfólk sem lendir í uppsögnum?

Faghópar um mannauðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og málefni erlendra starfsmanna stóðu fyrir fundi í dag þar sem rætt var um hvernig stjórnendur geti stutt erlent starfsfólk sem lendir í uppsögnum. Alma Sigurðardóttir Ístak í stjórn faghóps um málefni erlendra starfsmanna kynnti faghópinn og fyrirlesara fundarins. Síðustu mánuði hefur atvinnuleysi farið stöðugt hækkandi. Um 40% einstaklinga á atvinnuleysiskrá eru af erlendum uppruna. Ýmis atriði flækja stöðu þessa hóps, meðal annars skortur á  tengslaneti á Íslandi,  slakari íslenskukunnátta og meiri hætta við að lenda í fordómum og  í félagslegum einangrun. Það fer ekki á milli mála að öll þessi atriði flækja atvinnuleitina.

Það er mikilvægt að atvinnurekendur hugi sérstaklega að þessum hóp þegar hann lendir í uppsögnum og stundum þarf að ganga skrefinu lengra við að leiðbeina þeim um möguleikana sem til eru í boði við atvinnumissi.

Í viðburðinum var varpað ljósi á stöðu einstaklinga af erlendum uppruna í atvinnuleysi og einnig var reynt að koma með góð ráð fyrir stjórnendur sem neyðast til að segja starfsmönnum sínum upp. Leitast var við að svara eftirfarandi spurningum:
Hvernig geta atvinnurekendur stutt starfsfólk af erlendum uppruna sem lendir í uppsögnum?
Hvaða þjónusta er í boði fyrir starfsfólk af erlendum uppruna sem verður atvinnulaust?

Fyrirlesarar voru Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - sérfræðingur í málefnum útlendinga og flóttafólks á vinnumarkaði hjá ASÍ. 

Guðrún Margrét sagði atvinnuleysi útlendinga langt umfram aðra á Íslandi þar sem þeir starfa í þeim greinum sem Covid hefur haft mest áhrif á.  Mikilvægt er að hvetja þá til dáða sem misst hafa vinnuna af erlendum uppruna.

Fjöldi innflytjanda tvöfaldaðist á sjö árum og eru þau ár lengsta hagvaxtarsekið Íslandssögunnar. Góðærið átti skuggahliðar.  ASÍ hefur fengið góða innsýn þar.  Skipulagður launaþjófnaður, mannsal og nauðungarvinna.

Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar sagði að markmið deildarinnar væri að aðstoða alla af erlendum uppruna við úrræði.  Starfsmenn deildarinnar eru frá Spáni, Rúmeníu, Póllandi o.fl.  Vinnumálastofnun vill koma öllum í starf eða nám og vinna í samstarfi við atvinnulífið.  Vinnumálastofnun er með fólk frá 110 þjóðernum á skrá. Ráðgjöfin miðast við að finna leiðir út úr atvinnuleysi hvort heldur er í gegnum íslenskunámskeið, tvö eru veitt ókeypis á ári eða í gegnum nám eða störf.  Ásdís hvatti fyrirtæki til að nýta sér úrræði Vinnumálastofnunar sem eru fjölmörg m.a. til nýksöpunarfyrirtækja. 

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku. Áformað er að verja allt að 120 m.kr. til íslenskukennslu útlendinga árið 2021*. Umsóknarfrestur er til 3. desember 2020, kl. 16:00.

Fræðsluaðilar, fyrirtæki og stofnanir sem bjóða starfsmönnum sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku og eru á fyrirtækjaskrá geta sótt um styrki.

Upplýsingar um sjóðinn veitir Skúli Leifsson, sérfræðingur á mennta- og menningarsviði i síma 515 5843 og á skuli.leifsson@rannis.is

 

 

The Power of Inclusion - Fjölbreytnimenning innan fyrirtækja

Í tilefni af samstarfi Nasdaq við Hinsegin daga heldur Richard Taylor, VP of Employee Experience hjá Nasdaq opið klukkustundarlangt vefnámskeið þar sem hann veitir hagnýt ráð um hvernig koma megi á og hlúa að fjölbreytnimenningu innan fyrirtækja sem verndar og styður allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, þjóðerni eða aðstöðumun af einhverjum toga. Námskeiðið hentar stjórnendum fyrirtækja en einnig öllum öðrum áhugasömum um málefnið.
 
English: This short workshop will help organizations with the business case for diversity and inclusion, the challenges that must be faced, and very practical tips on how to re-imagine your hiring, talent development, and retention practices for maximum effectiveness.
 
Speaker: Richard Taylor is the VP of Employee Experience at Nasdaq, where he’s intent on transforming people’s relationship with work. This is through re-imagining everything from company values & culture, leadership, recognition, diversity and careers, to the day-to-day work environment like work environment, processes, and tools. Prior to Nasdaq, Rich has held HR leadership roles at Palo Alto Networks, LinkedIn, Applied Materials, Reuters, and several startups.
 
Event is online and can be accessed via Facebook page of Stjórnvísi. 
 

Erlendir starfsmenn hjá Landspítala - ferlar og áskoranir

Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítala fór í dag yfir ferla og áskoranir sem Landspítali hefur staðið frammi fyrir þegar kemur að ráðningum, móttöku og starfsþróun erlendra starfsmanna.  Fundurinn var haldinn á Barnaspítala Landspítalans við Hringbraut og var á vegum faghópa um málefni erlendra starfsmanna og mannauðsstjórnun. 

Landspítali ræður inn erlenda sérfræðinga reglulega yfir árið bæði innan og utan EES. Ásta fór yfir hvernig Landspítali hefur aðstoðað þessa einstaklinga, hvernig er tekið á móti þeim og hvaða lærdóm Landspítali hefur dregið af þessum ráðningum. Einnig var farið yfir hvernig er haldið utan um þessa einstaklinga, hvernig er staðið að starfsþróun þeirra og hvernig Landspítalinn kemur til móts við ólíkar þarfir mismunandi hópa. 

Skv. nýjustu tölum er 23% af mannaflanum með annað ríkisfang en íslenskt á vinnumarkaði á Íslandi.  Á Landspítala eru 43 þjóðerni og er stærsti hópurinn frá Filippseyjum.  Mesta aukningin hefur orðið í hjúkrunarfræðingum.  Varðandi ráðningarferlið þegar erlendur aðili er ráðinn þá er oft farið í að aðstoða makann við að útvega sér vinnu, aðstoða við að koma börnum í skóla o.m.fl.

Mannauðsskrifstofan er komin með miðlæga móttöku í Skaftahlíð og þar fer fyrsta móttakan fram fyrir alla starfsmenn hvort heldur eru íslenskir eða erlendir.  Í hverri viku koma inn 10-50 nýir starfsmenn og á fyrsta degi mæta þeir í Skaftahlíðina, mæta í nýliðamóttökuna fara í myndatöku og fá auðkennikort, opnaður er aðgangur, ræða við starfsmannahjúkrunarfræðing varðandi bólusetningar, aðstoð við skattkort, rafræn skilríki og ýmis hagnýt atriði.  Mjög mikilvægt er að í öllum fyrirtækjum sé góð móttaka starfsmanna á fyrsta degi.   

Íslenskunám er á öllum stigum, hefst tvisvar sinnum á ári og er Landspítalinn í samstarfi við tvo skóla Mímir fyrir heilbrigðisstarfsfólk og Retor fyrir stoð-einingar. Eftirfylgni er mikilvæg og að heyra í stjórnanda og starfsmönnum hvað það er sem betur megi fara og hvernig gangi.  Það er á ábyrgð starfsmannsins sjálfs að endurnýja leyfin sín. Landspítalinn aðstoðar og fer jafnvel með starfsmönnum til Útlendingaeftirlitsins til að aðstoða við pappíra.  Mikil starfsþróun er í gangi, sérstaklega fyrir hjúkrunarfræðinga.  Í janúar í ár hófst sérstök starfsþróun fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga, valdeflingarnámskeið um ákveðni þjálfun út af menningarmun.  

En hvað hefur Landspítalinn lært?  Skýrari ráðningarferlar, betra utan umhald um hópinn, fræðsla innan og utan spítala, strangari kröfur um íslenskukunnáttu, starfsreynsla sé vottuð og öll prófgögn séu til staðar á vottaðan h´tt áður en ferli hefst til að tryggja starfsleyfi.  

Mikilvægt er að stýra flæðinu vel: hægja á ráðningum þeirra sem ekki tala íslensku, gæta að hlutfalli, ekki of margir erlendir á sömu starfseiningu, skýrari verkferlar, ráðningarlotur t.d. 2svar á ári og vinna áfram að því að einfalda ferla milli stofnana.  Verið er að búa til ferli þannig að það fáist leyfi til að senda á milli stofnana upplýsingar um einstakling milli t.d. UTL, VMST og háskóla).

 

Einnig að auka utanumhald t.d.; fleiri opin hús, meiri eftirfylgni, tryggja að ekki sé unnið ólöglega, fleiri námskeið fyrir fleiri hópa, kynna og miðla menningu og fagna fjölbreytileikanum.    

 

Temporary nature of migrant work: reality or myth?

Anna Wojtyńska, PhD hélt fyrirlestur  „Temporary nature of migrant work: reality or myth?“ þar sem hún fjallaði um pólska farandverkamenn á Íslandi, flutningamynstur þeirra og þá þætti sem hafa áhrif á ákvörðun einstaklinga um að koma til landsins, dvelja hér eða snúa til baka til Póllands. Hún tók sérstaklega fyrir flutninga sem hugsaðir eru til skamms tíma og hvernig sú hugmynd getur haft afleiðingar á aðlögun farandverkamanna á vinnumarkaðinum og í samfélaginu öllu.

Streymi frá viðburðinum er aðgengilegt á Facebook síðu Stjórnvísis.

Hádegisfundur - Jafnir möguleikar innflytjenda á atvinnumarkaði

Undanfarna mánuði hafa Claudia A Wilson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir unnið að gerð ítarlegrar skýrslu um jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði hérlendis. Í tilefni af því að skýrslan hefur nú verið gefin út verður haldinn opinn hádegisfundur til kynningar á skýrslunni á milli kl. 12-13 þann 7. nóvember nk. í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík. Allir velkomnir. Kynningin fer fram á ensku.

Fundarstjóri: Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands og Innflytjendaráðs.

These past few months, Claudia A Wilson and Auður Tinna Aðalbjarnardóttir have been conducting an extensive research on the equality of immigrants in the Icelandic labor market- the public sector.

The report is now completed and published. The findings will be presented in English at an open meeting on November 7, 2019 from 12 noon – 1pm on at Hannesarholt, Grundarstíg 10, Reykjavík. Everyone is welcome.

Event chair: Tatjana Latinovic, chairperson for the Icelandic Women’s Rights Association and the Immigration Council

Fjölþjóðlegur vinnustaður – auður og áskoranir

Fyrsti fundur nýstofnaðs faghóps um málefni erlendra starfsmanna var haldinn í dag í húsakynnum Reykjavíkurborgar í Borgartúni.  Fundurinn bar yfirskriftina Fjölþjóðlegur vinnustaður – auður og áskoranir og var streymt af Facebooksíðu Stjórnvísi. Fyrirlesari dagsins var Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur og framkvæmdastjóri Mirru, fræðslu og rannsóknarseturs. 

Hallfríður sagði að mestur núningur í samskiptum væri í tímaskynjun, mismunandi skilningi á umhverfi og tíma.  Helstu áskoranirnar væru að aðlagast og mætast á miðri leið, árekstrar í samskiptum, þekkingarleysi og ólíkur skilningur, fordómar og mismunun eru oft fylgifiskar margbreytileikans, fordómar og mismunun ekki náttúrulögmál og að mannfólkið er meira líkt en ólíkt. Mikilvægt er að spyrja sig stöðugt hvaðan okkar eigin hugmyndir koma.  Á Íslandi ríkir mikil einsleitni. Vinnustaðir endurspegla þjóðfélagið sem við búum í.  Innflytjendum hefur fjölgað um 80% frá árinu 2000.  Í dag er 5 hver manneskja á vinnumarkaði af erlendum uppruna.  Þetta hefur gerst á 20 árum á meðan það gerist á 60-80 árum annar staðar.  Þetta eru því gríðarlegar breytingar á stuttum tíma. 

Menning er manngerð, lærð og lifandi.  Ef hún væri það ekki gætum við engu breytt.  Viðhorf breytast og við erum stöðugt að breyta menningunni t.d. til kvenna með kvennabaráttunni.  Við sjáum ekki breytinguna fyrr en við berum saman eitt tímabil við annað. 

 

 

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um málefni erlendra starfsmanna.

Sextán áhugaverðir aðilar sýndu faghópi um málefni erlendra starfsmanna áhuga, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta fyrstu stjórn hópsins. Úr varð tíu manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra vinnustaða sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur hópsins var á Nauthól í dag þar sem farið var yfir hugsanlegar áherslur hópsins á næstunni. Stjórnin stefnir á að boða til fundar í faghópnum um miðjan maí.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér:  https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/malefni-erlendra-starfsmanna

Stjórn faghópsins skipa: 

Alma Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Ístak, Björg Þorkelsdóttir lögfræðingur Sjúkratrygginga, Ester Gústavsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík, Gísli Níles Einarsson sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi í málefnum erlendra starfsmanna hjá Rreykjavíkurborg, Joanna Marcinkows sérfræðingur í málefnum innflytjenda hjá Reykjavíkurborg, Kári Kristinsson Associate Professor í Háskóla Íslands, María Rún Hafliðadóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs FoodCo hf, Thelma Sveinsdóttir verkefnastjóri mannauðssviðs Landspítala og Vilborg Grétarsdóttir mannauðsstjóri Heilbrigðisráðuneytisins

Stofnaður faghópur um málefni erlendra starfsmanna.

Þann 11. mars var sendur póstur til allra Stjórnvísifélaga og óskað eftir áhugasömum aðilum að koma í stjórn faghópsins.  Alls sýndu 16 aðilar áhuga og verður á næstu dögum mynduð 10 manna stjórn.   Nú þegar er búið að vekja athygli á áhugaverðum viðburði í næstu viku á vegum félagsmálaráðuneytisins í samvinnu við Evrópuráð og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þú bókar þig hér.
Hér má sjá markmið faghópsins:  Erlendum ríkisborgurum fer fjölgandi á íslenskum vinnumarkaði og því mikilvægt að stjórnendur aðlagi sig breyttu vinnuumhverfi. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsingamiðlunar og umræðu fyrir stjórnendur og fagfólk sem starfa við fjölmenningarlega  stjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki. Fjölmenningarleg stjórnun snýst um að stjórna og styðja starfsfólk af erlendum uppruna, allt frá ráðningu til starfsloka. Þessi málaflokkur er nýr á Íslandi því erlendir starfsmenn byrjuðu ekki að koma til Íslands í miklu mæli fyrr en um síðastu aldarmót. Þess vegna er brýn  þörf á miðlun upplýsinga, faglegri reynslu og aukinni þekkingu á öllum þáttum fjölmenningarstjórnunar á Íslandi.

Fyrirkomulag starfseminnar er þannig að á hverjum fundi verður kynnt ákveðin viðfangsefni sem byggist á þörfum hópsins og að lokum fara fram umræður. Hópurinn stendur einnig fyrir ráðstefnum og miðlar faglegu efni um málefnið. 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?