Vakin er athygli á að Háskóli Íslands biður upp á sérlega áhugavert námskeið um Fjölbreytileika og inngildingu í skipulagsheildum (e. Diversity & Inclusion in Organisations) á vorönn 2022. Hér er lýsing á námskeiðinu:
Námskeiðið veitir nemendum tækifæri til að bera kennsl á þörfina á að þróa vinnuumhverfi sem byggir á jafnréttislögmálum þar sem allir eru velkomnir og þar sem allir fá stuðning til að taka þátt. Nemendur læra að bera kennsl á félagslegt réttlæti/útilokun tengd minnihlutahópum eins og kynþáttur, þjóðerni, aldur, kyn, trúarbrögð, kynhneigð, fötlun/færni, stétt og fleiri þættir tengdir fjölbreytileika í skipulagsheildum og nýta þeirra þekkingu til að greina og nota aðferðir fyrir inngildingu í skipulagsheildum. Nemendur nema nýjar fræðilegar rannsóknir á sviðinu til að geta þróað með sér gagnrýna hugsun um viðfangsefnið eins og sjálfsmynd (e. identity), sambandið á milli mismunar og hlutdrægni, jöfn tækifæri í skipulagsheildum á heimsvísu og hvernig þau tengjast málum skipulagsheildar varðandi jöfn tækifæri, inngildingu og hagkvæmni.
Námskeið er á framhaldsstigi og hægt er að senda umsókn til innritunnar (HÍ) á vormisseri til 15. október 2021.