Fjármál fyrirtækja: Fréttir og pistlar
Gríðarlegur fjöldi alls staðar úr heiminum var á þessum fundi í gær og mikið var ánægjulegt að sjá Íslendinga á meðal þeirra. Það var faghópur um framtíðarfræði sem vakti athygli Stjórnvísifélaga á þessum fundi sem nálgast má hér.
Á þessum morgunfundi fjallaði Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs um auknar áherslur fjármagnveitenda á ábyrgar fjárfestingar. Að því loknu fjallaði Sigurður Ólafsson út frá sjónarhóli stjórnarmanns, um auknar kröfur til ófjárhagslegra viðbótarupplýsinga. Þessar upplýsingar veita innsýn, eru mikilvægar til að auka gagnsæi og þurfa að byggja á vönduðum stjórnarháttum.
Birta lífeyrissjóður nálgast ábyrgar fjárfestingar sem hugmyndafræði sem miðar að því að bæta vænta ávöxtun og áhættu til lengri tíma með sjálfbærni sem megin markmið samkvæmt UFS flokkun. Það sem er í boði eru viðmið ESG Reporting Guide 2,0, GRI Standards og IR Integrated Reporting. (ófjárhagslegar upplýsingar). Meðalhófið er mikilvægt.
Ólafur tók nokkur dæmi af UFS umræðu; umhverfið, samfélagið og stjórnarhættir. Birta styrkir Virk sem er mikilvægt og þar er hægt að ræða um fjárhagslega stærð.
Það er frábært framlag sem felst í að veita umhverfisverðlaun í atvinnulífinu því það virðist minnka kostnað og bæta framlegð sem verður vegna tiltektar í rekstrinum.
Árið 2015 voru gefnar út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og SI. Leiðbeiningarnar fela í sér tilmæli til viðbótar við lög og reglur og þeim fylgir meiri sveigjanleiki þar sem grundvöllur leiðbeininganna um stjórnarhætti fyrirtækja er “fylgið eða skýrið” reglan. Stjórnarhættir eiga að vera virðisskapandi.
Vínbúðin og ISAVIA vinna skv. GRI. GRI 300 er ekkert annað en fjárhagslegar upplýsingar. Það að draga úr útblæstri dregur úr kostnaði. Í GRI 400 eru áhugaverðar kennitölur eins og hve margir voru veikir vegna álags í vinnu. Fari talan yfir 5% í veikindum þá er það sannarlega farið að hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins. Sama á við um fræðslu og þróun þegar fyrirtæki fjárfesta í menntun starfsmanna sem svo hætta vegna of mikils álags. Til að dæma um hvort þetta eru verðmyndandi upplýsingar þá þurfa upplýsingarnar að vera til staðar yfir 5 ára tímabil.
Þegar borin er saman arðsemi eigin fjár og þess að fylgja reglunum þá er fylgnin ekki mikil ca. 0,07 en alla vega, þá leiðir það ekki til lakari árangurs. Margt bendir til að það bæti ávöxtun og minnki áhættu Birtu.
Birta breytir ekki heiminum en lýsir yfir vilja til samstarfs og tengir sig við markmið. Birta hefur fjárfest bæði í Marel og Össur og einnig í mörgum nýsköpunarfyrirtækjum. Nýsköpun og uppbygging á innviðum tengjast markmiðum nr.9 sem er nýsköpun og uppbygging og byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu. Niðurstaða Ólafs er sú að það þurfi viðbótarupplýsingar og nú er öskrandi tækifæri fyrir gagnaveitur.
Sigurður sagði ófjárhagslegar upplýsingar verða fjárhagslegar til lengri tíma. Í dag er öskrað eftir upplýsingum og kallað eftir gagnsæi og réttum upplýsingum í stjórnkerfinu, á almennum og opinberum markaði. Skýrsla stjórnar um ófjárhagsleg mál getur uppfyllt þessa þörf. Endurksoðendur gefa álit sitt að ársreikningi, í skýrslu stjórnar koma upplýsingar úr samfélagsskýrslunni ESG/GRI. Úr ársreikningi koma tölur sem skipta máli fyrir fjárfesta og meta fyrirtækið út frá þeim gögnum sem þar eru settar fram. Endurskoðendur staðfesta að í skýrslu stjórnar sé verið að fjalla um ákveðin málefni. Stjórnarmaðurinn er því ábyrgur fyrir að þær upplýsingar sem komi fram í skýrslu stjórnar séu ábyggilegar. Félag endurkoðenda telja að óvissa ríki um hvort endurskoðun skuli ná til upplýsinga í skýrslu stjórnar eða eingöngu staðfesti að upplýsingar séu veittar án álits á réttmæti þeirra. Ársreikningaskrá RSK sýnir að úrbóta er þörf. Sérstaklega verður gengið eftir því að kanna upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar hvað varðar ófjárhagslegar upplýsingar.
Ófjárhagslegar upplýsingar eru viðbótarupplýsingar og mikilvægt fyrir stjórnarmenn að kynna sér þær vel, þær séu vandaðar og hægt að treysta því að þær séu í lagi. Málið snýst um 65.gr. og 66.gr. í 6.kafla skýrslu stjórnar. Í Skýrslu stjórnar 8.grein skal upplýsa um aðalstarfsemi og gefa yfirlit yfir þróun, stöðu og árangur í rekstri félagsins ásamt lýsingu á megináhættu og óvissuþáttum. Spurningar sem vert er að velta upp eru t.d. Er stjórnarmaður viss um að fylgt sé skilgreindu verklagi og góðum stjórnarháttum? Mega bankar og lífeyrissjóðir fjárfesta í eða lána fyrirætkjum ef vandaðar ófjárhagslegar viðbótarupplýsingar liggja ekki fyrir. Eru ófjárhagslegar viðbótarupplýsingar frá stjórnendum fyrirtækja staðfestar af stjórn?
Það er til staðall sem dregur þetta saman, en viðmið hafa ekki verið til hér á landi. Til eru alþjóðleg viðmið “The integrated Reporting Framework. Að lokum sagði Sigurður að stjórnarmenn ættu að kynna sér vel lög og reglur um framsetingu viðbótarupplýsinga, upplýsingar verða að byggja á góðum stjórnarháttum, ferlum og undirliggjandi eftirlits-/stjórnkerfum. Þessar upplýsingar eru mikilvægar til að auka gagnsæi og veita góða innsýn í rekstrarumhverfi fyrirtækis. Vönduð og vel unnin skýrsla stjórnar er ein mikilvægasta undirstaða heilbrigðs verðs-og lánshæfismats. Þetta er ekki sprettur heldur langhlaup.
Hér er hlekkur á áhugavert myndband um "Integrated Reporting Framework": https://videopress.com/v/nboxyfAp
Hér er hlekkur á vefsvæði Kontra Nordic en þar er að finna ýmsar upplýsingar á þessu sviði: https://kontranordic.com/links/
Fundinum var streymt á Facebook - hér er hlekkur á myndskrána:
https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2585059381775400/
Faghópar um þjónustustjórnun, kostnaðarstjórnun og breytingarstjórnun héldu í morgun fund í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesarar voru þau Aðalheiður Sigursveinsdóttir og Gunnar Andri Þórisson.
Með því að veita góða þjónustu færðu tryggð sem þú hefur aldrei getað ímyndað þér. Aðalheiður sagði sögu af því hvernig hún eignaðist sinn fyrsta bíl í gegnum frábæra þjónustu sem hún veitti viðskiptavini. Viðmót á staðnum skiptir meira máli en upplýsingar. Fyrirtæki þurfa að ákveða með hvaða hætti er unnið og því er þjónustustýring hluti af stefnumótun. Það sem margir flaska á er að gleyma að setja fram mælikvarða. T.d. að lágmarka kvartanir er þjónustumarkmið, hve lengi viðskiptavinurinn bíður eftir þjónustu er þjónustumarkmið. En í þjónustu eru ekki öll augnablikin eins mikilvæg. Það fer eftir hvað verið er að fjalla um í hverju og einu tilfelli. Það er mikilvægara að klikka aldrei þegar verið er að fjalla um kvartanir heldur en þegar verið er að óska eftir nýrri þjónustu. Fókusa á hvar mestu tekjurnar koma? Mikilvægustu augnablikin eru 1. Auglýsingar á samfélagsmiðlum sem vekja nýja þörf 2. Umsagnir á netinu um vöruna 3. þegar viðskiptavinurinn sér vöruna þ.e. kemur inn í verslunina 4. Þegar viðskiptavinurinn fær vöruna, er upplifun miðað við væntingar 5. Umsagnir umtal. Tryggð er sú upplifun sem það tengir þjónustu eða einstaklings. Dæmi um það er þegar þú færir þig milli vinnustaða og viðskiptavinurinn fylgir með þ.e. hættir hjá fyrirtækinu og fer til samkeppnisaðila. Því þarf að greina virðisstraum þjónustunnar og fara alla leið. Hvað er sagt á samfélagsmiðlum um okkur? Byrja þarf þar. En hvaða þarfir er viðskiptavinurinn með? Hvaða þarfir uppfylli ég?
Bankar láta t.d. drauma rætast með því að opna dyr að því að eignast nýja hluti en ekki að skilja skilmálann að láninu. Það sama á við um tryggingar þær veita hugarró. Sóun í þjónustu er margs konar; óþarfa bið, ekki leyst úr kvörtunum, ekki samræmi milli tilbðs og virðis o.fl. Einnig þarf að skoða hvar er ósveigjanleiki? Og hvernig er fyrirtækið okkar uppbyggt?
Núna eru gríðarlegar breytingar og þær gerast hratt. Dæmi um það eru bankar þar sem allt er orðið sjálfsafgreiðsla; sama menntunarstig en allt aðrar lausnir. En hvað eiga Spotify, Google, Uber og Amazon sameiginlegt? Þau hafa sett fram nýtt þjónustuumhverfi og breytt um leið þjónustunni. Ný þörf=ný þjónusta. Öll störf eru að fara að breytast á næstu árum því gervigreind breytir því hvernig störfin eru unnin. Ríkisstjórn Íslands var að láta að gera greiningu á fjórðu iðnbyltingunni og skoða hvaða störf eru að breytast eða hverfa t.d. bankastarfsemi, innheimta, bókarar. Þetta þýðir minni sóun í pappír og færslum.
Þjónstugustigin 0=sjálfsafgreiðsla (engin persóna talar við þig) og virðið er mikið 1=fyrsta snerting getur lokið þjónustubeiðni (ekki þarf að ræða við annan til að klára málið) 2=sérhæfðari sérfræðingar sem styðja við þjónustuúrlasun. Burðarás í þjónustu eru tengsl við viðskiptavininn og forskotið næst með auknu trausti. Í dag þarf því að sýna samkennd, setja sig í spor annarra og sýna örlæti.
Gunnar Andri sagði frá því hvernig hann fékk hugmynd að söluskóla og einnig af sínu fyrsta sölustarfi. Virði er það sem öllu máli skiptir. Ef við erum eitthvað krumpuð þá finnst okkur virðið okkar minnka. Góð þjónusta leiðir af sér sölu. Tímarnir eru að breytast og þeir breytast ótrúlega hratt. Hvað getum við gert í breyttu umhverfi? Netverslun er að aukast mikið en kjarninn í okkur hann hefur ekkert breyst og við erum að leita eftir upplifun. Við erum alla daga stöðugt að selja hugmyndir okkar heima og að heiman. Gunnar fór yfir kauphita 0 og kauphita 10. Viðskipti ganga út á að ná í viðskiptavin og halda honum. Í kauphita 0 þekkir viðskiptavinurinn ekki vöruna en í 10 þá kaupir hann beint. Einnig er til viðskiptavinur í mínus kauphita þ.e. hann vill ekki skipta við viðskiptavininn. Sala er ferill. Undirbúningur, fyrsta snerting, fá viðskiptavin í lið og loka sölu. (tímalína). Viðskiptavinurinn kaupir út frá tilfinningu og notar síðan rök til að sannfæra sig um að kaupin séu rétt. Snerting við viðskiptavininn er mjög mikils virði. Gæðasala er þannig að kaupandi og seljandi fara sáttir fá borði win-win. En hvað er hægt að gera til að ná gæðasölu? Veita betri þjónustu og spá í hvernig við getum aukið virði. Fólk fjárfestir miklu meira í afþreyingu en endurmenntun. Það er mikilvægt að passa upp á endurmenntun starfsmanna. Walt Disney á engan viðskiptavin, einungis gesti. Ef hægt er að fá viðskiptavin til að brosa eða hlæja þá er hægt að fá hann til að kaupa. Fólk kaupir fólk. V= skiptir miklu máli – það vex það sem þú beinir athyglinni að v=viðskiptavinur v=virði v=victory
Er hægt að bregðast við þrengingum með öðrum hætti en beinum niðurskurði?
Markaðsaðstæður breytast hratt og stýring þjónustu- og vöruframboðs ber þess glöggt merki. Ytra rekstarumhverfi og örar tæknibreytingar kalla á sveigjanleika og hröð viðbrögð í þjónustu og rekstri.
Í þessum hagnýta fyrirlestri varr farið yfir hvernig virði þjónustu og sölu fer saman. Á hnitmiðaðan hátt var farið yfir virðishugtakið út frá viðskiptavinum annars vegar og rekstarmódeli fyrirtækja hins vegar. Fléttað var saman umræðu um þjónustu- og sölustýringu innan fyrirtækja, mikilvæg augnablik og mikilvægi gæðasölu á tímum breytinga.
Fyrirlesarar voru tveir:
Gunnar Andri hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum jafnt stór sem smá frá árinu 1997 ásamt því haldið málstofur fyrir fyrirtæki í öllum geirum viðskipta. Meðal viðskiptavina Söluskóla Gunnars Andra (SGA) eru fjármálastofnanir, tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki. Að auki hefur hann margoft verið gestafyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Andri er stofnandi og eigandi SGA, 2fyrir1, leikhus.is, offer.is og happyhour.is.
Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.
Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga í þjónustu og rekstri. Aðalheiður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum.Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.
Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars unnið sem rekstarstjóri, mannauðsstjóri, þjónustustjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðalheiður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og rekur www.breyting.is og er ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi.
Faghópur um fjármál hélt einstaklega áhugaverðan fund í HR í morgun þar sem þeir Ragnar Árnason hjá SA og Steinþór Þórðarson hjá PCC Bakka ræddu um komandi kjarasamninga. Ragnar er mikill reynslubolti við samningaborðið á vegum SA og Steinþór hefur stýrt og unnið að sérkjarasamningum hjá Alcoa Fjarðaráli og vinnur nú að undirbúningi kjarasamninga fyrir PCC Bakka.
Tilfinning Ragnars er sú að lítið hafi breyst og að viðræður muni fara seint af stað eða skömmu áður en samningar renna út. Erfitt er að koma viðræðum af stað áður en samningar falla úr gildi. Erlendis er mikið lagt í að lönd tapi ekki samkeppnisstöðunni sinni og mega því ekki verðleggja sig of hátt. Mikilvægt er að horfa á samkeppnishæfið. SA sendi öllum verkalýðfélögum bréf þar sem hvatt var til þess að samkeppni íslensks samkeppnis yrði tryggð í komandi kjarasamningum. Þau fyrirtæki á Íslandi sem ekki geta greitt mannsæmandi laun eiga ekki að vera á markaðinum. Sum fyrirtæki eru í mikilli samkeppni. Ferðaþjónusta er ekki hálaunagrein og það þarf að passa sig að verðleggja ekki Ísland út af markaðnum. Hæstu laun hafa hækkað mikið í undanförnum samningum. Meðalheildarlaun hjá starfsgreinarsambandinu eru 500þúsund og lægstu laun 300þúsund. Verið er að greiða mikla yfirvinnu og þvi þarf að hækka dagvinnuna. Með þessu er verið að koma til móts við þá sem þurfa að stóla á dagvinnu.
Meniga stendur fyrir áhugaverðri ráðstefnu um ýmislegt sem tengist fjártækni í Hörpu þann 6. nóv. nk.
Nánari upplýsingar:
Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð héldu morgunverðarfund miðvikudaginn 23. maí kl. 8:30 hjá Marel. Efni fundarins var góðir stjórnarhættir og samfélagsleg ábyrgð þar sem fókusinn var á lagabreytingu í lögum um ársreikninga frá 2016. En þar kom inn ákvæði um góða stjórnarhætti (grein 66 c sem heitir góðir stjórnarhættir) þar sem birta skal árlega yfirlýsingu um góða stjórnarhætti í sérstökum kafla um skýrslu stjórnar sem og grein 66 d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Þar er beðið um upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang og stöðu félagsins í tengslum við umhverfismál, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og mútumálum. Fundarstjóri var Harpa Guðmundsdóttir Marel sem situr í stjórn faghóps um ábyrga stjórnarhætti.
Fyrsta erindið flutti Þorsteinn Kári Jónsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Marel. Vel hefur gengið að innleiða ábyrga stjórnarhætti hjá Marel. Þorsteinn fjallaði um lög og reglur ársreikninga á Íslandi 66c. Þar kemur fram að félag skal árlega birta yfirlýsingu um stjórnarhætti sína í sérstökum kafla. Í 66d kemur fram að fyrirtæki þurfa að veita upplýsingar sem leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-,félags-og starfsmannamál jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar-og mútumálum.
En hvað gerist ef ekki er verið að uppfylla lögin. Í 124gr. Segir að hver sá sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi brýtur gegn ákvæðum laga þessara geti hlotið fangelsissekt. Á rsk.is kemur fram í eftirliti ársreikningaskrá áhersluatriði.
En hvaða viðmið skal velja? Mikil flóra er af viðmiðum, stöðlum og hjálparögnum. Í flestum tilfellum er bent á GRI, yfirgripsmikill og skilur lítið eftir útundan, aðferðafræðin bakvið mælikvarða er mjög skýr en þungur í framkvæmd og krefst mikillar vinnu. ISO 26000 fer mjög vel yfir alþjóðleg viðmið, mjög hjálplegur við stefnumótun, hjálpar ítið vð ársskýrsluritun. Global Compact SÞ er mjög aðgengilegur og þægilegur fyrir fyrstu skref, fyrst og fremst hjálplegur til þess að skilja alþjóðleg viðmið, kostnaðarsamt að taka þátt fyrir fyrirtæki af ákveðinni stærðargráðu. ESG viðmið Nasdaq, einföld framkvæmd, samræmd skilaboð, tilbúin til samanburðar. ESG er mjög hjálplegur fyrir fyrirtæki að bera sig saman við aðra og hjálpar að skilja ófjárhagslega mælikvarða. Gríðarlega verðmæt tækifæri til að virkja starfsfólkið og skipulagsheildina ef þetta er framsett á mannamáli. Mannlegu og umhverfisþættirnir eru alltaf að verða meira og meira mikilvægir. Allir fjárfestar horfa á fjárhagslegan ávinning en lítið spurt út í sjálfbærni í rekstri. Erlendir fjárfestar spyrja meira út i sjálfbærni en íslenskir. Hægt er að hafa áhrif á fjármagnskostnað með því að sýna að þú mælir ófjárhagslega mælikvarða í rekstri fyrirtækja og sýnir fram á að þú sért ábyrgur. Sumir fjárfesta ekki lengur í fyrirtækjum sem ekki eru með ófjárhagslega mælikvarða. Helstu áskoranirnar eru hugarfarsbreytingin; þetta er ekki aukaverkefni, þetta á ekki heima undi neinni sjálfbærnideild, stjórnendur verða að taka þetta alvarlega og styðja við breytingarnar. Varðandi úthaldið þá má þetta ekki vera átaksverkefni um að komast á ákveðinn punkt, þarf að snúast um sífelldar framfarir og má ekki vera íþyngjandi. Gagnasöfnun þarf að vera vönduð frá upphafi því það er erfitt að hefja umbótaverkefni án góðra gagna og samanburður þarf að vera áreiðanlegur. Varðandi umbætur þá þarf þetta að tengjast helstu verkefnum.
Þóranna Jónsdóttir, lektor í HR og stjórnunarráðgjafi fjallaði í erindi sínu um gagnsæi, völd og valdmörk o „fylgja eða skýra“. Samspil milli góðra stjórnarhátta og samfélagsábyrgðar fyrirtækja fer að fara vaxandi upp úr 2009. Þess vegna hafa þeir verið meira í dagsljósið. En mikilvægt er að gera skýran greinarmun þar á. Góðir stjórnarhættir eru leiðandi til þess að fyrirtækið verði samfélagslega ábyrgt. Fræðigreinin fer að birtast fyrir 15 árum síðan um góða stjórnarhætti „Corporate Governance(CG). Þórunn hvetur aðila til að staldra við og hugsa málið, hvernig getur þetta hjálpað okkur að vera betri. Hluthafafundur – stjórn – framkvæmdastjóri er þríliða sem verður að vera til staðar og sýnir hvernig við dreifum valdi innan fyrirtækisins. Stjórnarhættir snýst um samskiptin í þessari þríliðu. Á hluthafafundi er kosin stjórn sem tekur ábyrgð á því að félagið sé rekstrarhæft og hafi góðan framkvæmdastjóra. Í grunninn snúast góðir stjórnarhættir um að öxluð sé ábyrgð af öllum þessum þremur aðilum og gæta þess að hver og einn sé ekki að vaða inn á starfsemi hins. Allir eiga að axla sína ábyrgð en ekki að fara inn á svið hins. En hvernig getum við passað upp á hagsmunaárekstra og óhæði stjórnarmanna. Stjórn þarf að vera hlutlaus gagnvart framkvæmdastjóri sem og hluthafar gagnvart stjórn. Stjórn á t.d. ekki að taka fram fyrir framkvæmdastjóra og fara beint í starfsmenn.
Upphaflega eru upplýsingarnar gerðar til að skapa gagnsæi og skýra upplýsingagjöf til fjárfesta sem geta þá tekið upplýsta ákvörðun um hvort þetta sé góður fjárfestingakostur. Í dag er vaxandi krafa um vaxandi ábyrgð bæði eftirlitsaðila, vinnuafl, stjórna o.fl. Sem almennir borgarar eigum við að geta verið þess fullviss að fyrirtæki séu að gera þá hluti sem þau segjast vera að gera. Fyrirtæki hafa leiðbeiningarnar sem leiðarljós og styðjast við hvað eigi að vera að hugsa um. Við erum að þessu fyrir fyrirtækið þannig að það sé líklegra til að ná árangri til lengri tíma. Í grein 54 er fyrirtækjum skylt að fylgja lögum um ábyrga stjórnarhætti. Er þá lagasetningin farin að taka þetta of langt? Hvernig sinnum við best þeim hagsmunum sem okkur varðar? Eitt af prinsipum í góðum stjórnarnháttum er að fylgja lögum. Notum staðla og viðmið en beitum skynseminni!
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Birtu Lífeyrissjóðs sagði frá eigendastefnu Birtu lífeyrissjóðs. Stefnunni er ætlað að vera til leiðbeiningar um þær kröfur sem sjóðurinn gerir til góðra stjórnarhátta. Góðir stjórnarhættir fyrir Birtu lífeyrissjóð eru stjórnarhættir sem leiða til langtíma verðmætasköpunar, takmarka áhættu og hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið. Ólafur kynnti rannsókn á fylgni stjórnhátta og árangri fyrirtækja sem gerð var á 51 þáttum í stjórnháttum fyrirtækja og rekstrarárangri. Brown og félagar sem gerðu þessa rannsókn tók dæmi um undirþætti sem skoðaðir eru sérstaklega s.s. mæting á stjórnarfundi, sjálfstæð valnefnd, hámarksseta í stjórn, starfsreglur stjórnar séu opinnberar o.fl. Birta lífeyrissjóður leggur áherslu á að árangurstengdar greiðslur og /eða kaupréttir til lykilstjórnenda og almennra starfsmanna hafi langtímahagsmuni hluthafa að leiðarljósi. Slík kerfi verða fyrst og fremst að hafa skýr og mælanleg markmið sem auðvelt er að rökstyðja fyrir hluthöfum Á hverju byggir svona setning og hvað felst í henni? Erlendar rannsóknir benda til þess að árangurstengdar greiðslur hafi jákvæð áhrif á fyrirtæki. Stjórn Birtu er samþykk árangurstengdum greiðslum og kaupréttum. Árangurstengingar þurfa að vera skýrar. Óútskýranlegar hvatatengdar greiðslur sem eru ekki í samræmi við stærð og rekstrarárangur hafa neikvæð áhrif á árangur skv. rannsókn Moody´s á 85000 fyrirtækjum frá 1993-2003. Óhóflegir og ósamhverfir valréttir hafa neikvæð áhrif á arðsemi hluthafa, valda óhóflegri áhættutöku og hafa áhrif á framsetningu ársreikninga. Rannsókn Sanders og Hamcrick á 950 fyrirtækjum En hvað eru góðir stjórnarhættir fyrir Birtu lífeyrissjóð? Birta lífeyrissjóður er langtíma fjárfestir og gerir kröfur um að sjónarmið sjóðsins fái umfjöllun í stjórnum fyrirtækja þar sem sjoðurinn á hlutdeild. Stærsta fjárfesting Birtu er í Marel þar sem viðhafðir eru góðir stjórnarhættir sem gagnast. Vonandi verða til þættir þar sem hægt er að tengja saman ákveðna þætti.
Fræðslufundur Stjórnvísi og Festu um ábyrgar fjárfestingar var haldinn í morgun í KPMG. Það voru faghópar um fjármál fyrirtækja, gæðastjórnun og ISO staðla, góða stjórnarhætti og samfélagsábyrgð sem stóðu að fundinum. Fundarstjóri var Viktoría Valdimarsdóttir, CEO Business Group Luxemborg s.ár.l. og stjórnarformaður Ábyrgra lausna ehf. Yfirskrift fundarins var: „ Er innleiðing nýrra laga um ófjárhagslega upplýsingaskyldu og fjárfestingarstarfsemi sjóða tækifæri til nýsköpunar og aukinna sóknarfæra?
Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð fjallaði um mismunandi leiðir sem fjárfestar geta valið til að innleiða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og tækifæri sem þeim fylgja. Festa er að fjalla um fjárfesta sem hluta af stóru myndinni. Samfélagsábyrgð er heildarábyrgð á fyrirtækjarekstur og fjárfestar eru einn af hagsmunaaðilunum. En hvað eru ábyrgar fjárfestingar? „Ábyrgar fjárfestingar felast í að taka mið af umhverfis-og samfélagsþáttum, auk stjórnarhátta og siðferðis þegar fjárfestingaákvarðanir eru teknar. Það eru langtímasjónarmið, hlusta á hagaðila og að fyrirtæki líta svo á að þau hafi það markmið að búa til betra samfélag fyrir alla aðila. Þetta tengist sjálfbærni og sjálfbærri þróun. Sumar tegundir fjárfestinga eru kallaðar kynslóðafjárfestingar þ.e. þær munu koma næstu kynslóðum vel. Samfélagábyrgð felst í að fyrirtæki axli ábyrgð á áhrifum sem ákvarðanir og athafnir þess hafa á samfélagið og umhverfið. Það er gert með gagnsæi og siðrænni hegðun, með gagnkvæmum ávinningi, stuðli að sjálfbærni, hlusti á væntingar hagsmunaaðila og fari að lögum. Samfélagsábyrgð er með auknum mæli að færast inn í lög. T.d. skylda lög ESB stór fyrirtæki í Evrópu til að gefa árlega út skýrslu um samfélagsábyrgð sína. Ketill kom inn á að samfélagsábyrgð borgar sig. Því til stuðnings nefndi hann að Deutsche Bank komst að því að fyrirtæki sem skora hátt á samfélags-,umhverfis-og stjórnarháttum bera lægri vaxtarkostnað og vegna betur til miðlungs-og langs tíma. Einnig gerðu þrír hagfræðingar frá Harvard og LBS saman tvo hópa með 90 fyrirtækjum frá 1993-2001. Í öðrum hópnum voru öll með stefnu um SÁ. Sá hópur skilaði mun betri rekstri. Ketill sýndi líka módel (Sheila Bonini and Stephan Börner 2011) hvernig hægt er að aðstoða fjármálastjóra við að sjá ávinning. En hvað ýtir á samfélagsábyrgð fyrirtækis? Áhætta, rekstur, siðferði og samfélag.
Tómas N. Möller, lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna fjallaði um nýlegar breytingar á lögum og reglum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Tómas velti upp spurningum og ábendingum varðandi umboðsskyldu, tengsl reglnanna við aukna umræðu um ábyrgar fjárfestingar (SRI - Social Responsible Investment) og auknar kröfur varðandi umhverfismál, samfélagsábyrgð og góða stjórnarhætti (ESG - Environment, Social, Governance). Lífeyrissjóðir eru langstærsti fjárfestirinn á Íslandi í dag. Starfsemi lífeyrissjóðs takmarkast við móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyrir. Í dag þurfa lífeyrissjóðir að horfa til fimm viðmiða/vegvísa. Í frjálsara umhverfi þurfa lífeyrissjóðir að taka meðvitaða ákvörðun um það hversu stórum hluta fjárfestinga sinna þeir verja í innlend verkefni. Sú ákvörðun ætti bæði að byggjast á viðleitni til að takmark áhættu með eignadreifingu og tryggja að hérlendis ríki til lengri tíma litið fjölbreytt og góð atvinnuskilyrði sem stuðla að búsetu og lífsgæðum í landinu. En hvað hefur Lífeyrissjóður VR gert? Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur sett sér gildi og viðmið. Fjárfesting í nýsköpun getu falið í sér áhugaverð fjárfestingartækifæri. Mikilvægt að forsvarsmenn nýsköpunarverkefna skilji þarfir og skyldu lífeyrissjóða sem fjárfesta. Mikilvægt að fara vel með það fé sem fengið er frá fjárfestum til nýsköpunarverkefna varðandi orðspor og framhaldið.
Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbanka Íslands fjallaði um innleiðing stefnu um ábyrgar fjárfestingar (RI) hjá Landsbankanum. Hrefna fór yfir innleiðingu Landsbankans á stefnu um ábyrgar fjárfestingar og einnig fjallaði hún um nýstofnuð samtök um ábyrgar fjárfestingar. Stóru sporin eru í fjárfestingum og lánveitingum. Árið 2013 setti Landsbankinn niður stefnu. Flottir sérfræðingar voru fengnir inn í bankann og bankaráðið þurfti að vera með ásamt framlínunni. Þetta var ekki samkeppnismál því nú var þörf á að nýta reynslu fræðimanna sem komu erlendis frá og því bauð Landsbankinn samkeppnisaðilum á fræðslufundi þeim tengdum. Allt hófst þetta með fræðslunni og sendur var spurningarlisti til hlutafélaga í Kauphöllinni. Stofnuð hafa verið samtök og byggir starfsemin á faglegri virkni stjórnarmanna en stjórnina skipa: Arnór Gunnarsson, VÍS, Davíð Rúdólfsson, Gildi, Hrefna Sigfinnsdóttir Landsbanki, Jóhann Guðmundsson Live, Kristín Jóna Kristjánsdóttir Íslandssjóði og Kristján Geir Pétursson, Birta. Ný stjórn hefur fyrst og fremst það hlutverk að forma starfsemina og setja fræðslu af stað með fræðsluviðburðum og vinnuhópum stjórnar.
Faghópar um fjármál fyrirtæka og lean straumlínustjórnun héldu í morgun fund í OR sem fjallaði um stöðugar umbætur á uppgjörsferli OR. Frá því haustið 2015 hefur OR unnið að stöðugum umbótum á uppgjörsferli samstæðunnar. Bryndís María Leifsdóttir, forstöðumaður reikningshalds OR fjallaði um umbótavinnu á uppgjörsferlinu og hvernig verklagi hefur verið breytt og þeim árangri sem uppgjörsteymið hefur náð.
Bryndís byrjaði á að kynna hring Deming sem er grunnurinn í allri vinnunni Plan Do Check Act En af hverju var farið í verkefnið? Ástæðurnar voru að 1. Stjórnendur vildu fá rekstraruppgjörin fyrr 2. Bæta rýni á uppgjörum og tryggja gæði uppgjörsins 3. Bæta samskipti og upplýsingaflæði 4. Minnka sóun í ferlinu 5. Skjala uppgjörsferlið 6. Þjálfa þátttakendur í umbótum 7. Minnka yfirvinnu starfsmanna. Forsendurnar fyrir því að verkefnið heppnaðist var að fá mikilvægan stuðning frá forstjóra, fá utanaðkomandi ráðgjafa til þess að halda utan um verkefnið, góð samvinna með endurskoðendum, allir í sama liði með sama markmið og öguð vinnubrögð.
En hverju var breytt? Öll uppgjör byrja á upphafsfundum og enda með rýnifundum, bæði hjá OR og með endurskoðendum. Settir vor upp tékklistar með ábyrgðaraðilum o tímamörkum. Haldnir eru reglulegir töflufundir þar sem farið er yfir stöðuna á tékklistunum. Merkt er með rauðu og grænu eftir því hver staðan er. Í ársuppgjörinu er listi yfir allar skýringar með skilgreindum ábyrgðaraðilum og krækju í vistuð gögn sem rekja má í skýringuna. Bryndís sýndi dæmi um verkefnalista á töflufundum. Annar var verkefnisskema ársuppgjörs og hinn var með ábyrgð, áætluð skil og raunveruleg skil. PDCA hringurinn er alltaf notaður. Rekstraruppgjör eru mánaðarleg og heildaruppgjör á 3ja mánaða fresti. Stöðufundir eru núna staðlaðir með KPMG þar sem farið er yfir spurningar frá þeim og svör/gögn afhent daginn eftir. PBC listar koma frá KPMG með ábyrgðaraðilum og tilvísun í göng. Listanum er skipt í tvennt og eru gögn ýmist tilbúin í október og 10.febrúar, það skapar vinnufrið og þá eru öll gögnin tilbúin. OR man eftir að fagna og bakar köku með skreytingunni „Það stemmir 2015 eða 2016“.
Staðan í dag er sú að ársuppgjör er nú birt tæpum mánuði fyrr en áður. Lokað er 14.hvers mánaðar í stað 22.hvers mánaðar. Skýringum við árshlutauppgjör var fækkað. Nú gefst tími til þess að rýna uppgjörin og stjórnendur hafa meiri tíma til að rýna tölurnar. Samvinnan hjá teyminu er mun meiri og allir þekkja sitt hlutverk. Stemningin er frábær og munað eftir að fagna. Allir vinna sem eitt teymi og þetta er uppgjör allra starfsmanna. Samvinna við endurskoðendur er mjög góð, rekjanleiki gagna betri, vandaðri vinna. Góðar og gagnlegar athugasemdir frá endurskoðendum og tækifæri til umbóta sóun.
Það allra besta er að yfirvinna hjá uppgjörsteymi hefur minnkað um 68% vegna vinnu við ársuppgjör (7 starfsmenn sem allir eru á heildarlaunum) sem samræmist markmiðum félagsins um fjölskylduvænan vinnustað og einu af stefnuverkefnum okkar sem heitir „Draumavinnustaðurinn“.
Framkvæmdastjóri FÍB, Runólfur Ólafsson kynnti sögu FÍB og hvernig FÍB hefur um áratugaraðir staðið að útreikningum á kostnaði er tilheyrir eldsneyti bifreiða. Viðburðurinn sem var á vegum faghóps um kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu var haldinn í Innovation House.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda er hagsmunafélag bifreiðeigenda og viðurkennt sem slíkt af stjórnvöldum. Fulltrúar FÍB eiga setu- og tillögurétt í nefndum á vegum hins opinbera og félagið fær til umsagnar frumvörp, tillögur og reglugerðir frá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Oftar en ekki hafa útreikningar FIB raktað í fréttirnar.
Stjórn faghóps um fjármál vill vekja athygli á þessari áhugaverðu ráðstefnu:
http://www.rb.is/radstefna-2016#forsida
Um er að ræða ráðstefnu RB um upplýsingatækni og fjármálaþjónustu framtíðarinnar sem fer fram miðvikudaginn 4. maí 2016 í Hörpu.
Hvernig mun upplýsingatækni og fj¬ármálaþjónusta þróast á næstu árum?
Á ráðstefnunni verður leitast við að svara þeirri spurningu með umfjöllun um Big Data, framtíðina í stafrænni bankastarfsemi (Digital Banking), ferilstjórnun (BPM), Internet of Me, Hackathon, umbreytingarverkefni, samnýtingu í upplýsingatækni o.fl.
Einn af aðalfyrirlesurum er Harper Reed, frumkvöðull og sérfræðingur í samþættingu tækni og upplýsinga (Big Data). Hann starfaði sem tæknistjóri fyrir árangursríka kosningaherferð Barack Obama árið 2012 og seldi nýlega fyrirtækið sitt, Modest, til PayPal.
Aðrir fyrirlesarar eru Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka, Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS, Julian Ranger Chairman/Founder digi.me, Ýmir Vigfússon PH.D., Þórhildur Jetzek PH.D., Bjarni Sv. Guðmundsson verkefnastjóri hjá Hugviti, Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB, Aðalgeir Þorgrímsson forstöðumaður Vörustýringar RB og Svava Garðarsdóttir Hugbúnaðarsérfræðingur.
Ráðstefnustjóri er Heiðrún Jónsdóttir stjórnarmaður í RB ásamt Herdísi Pálu Pálsdóttur framkvæmdastjóra Mannausðmála og samskipta hjá RB.
Beyond Budgeting Iceland 2015
Fyrsta ráðstefna BBRT (Beyond Budgeting Round Table) samtakanna
á Íslandi verður haldin 27. maí á Hótel Hilton kl. 8:30-17:00.
Fjöldi íslenskra fyrirtækja er að vinna í innleiðingu Beyond Budgeting (BB) aðferðanna og hafa
samtökin opnað íslenska deild sem sér um að miðla þekkingu á þessari aðferðafræði á Íslandi.
Á ráðstefnunni munu góðir gestir miðla af þekkingu sinni og reynslu af innleiðingu BB-aðferða í
mismunandi fyrirtækjum. Fyrstan ber að nefna Bjarte Bogsnes sem er okkur að góðu kunnur enda
hefur hann komið þrisvar til Íslands til að kynna Beyond Budgeting. Hann mun m.a. segja sögu
Statoil og fara yfir tæknileg atriði innleiðingar þeirra á BB. Núverandi forseti BBRT-samtakanna,
Anders Olesen, hefur áralanga reynslu af innleiðingu BB-aðferða sem ráðgjafi og sérfræðingur.
Þriðji gesturinn er Jesper Krüger frá A.P. Möller Mærsk sem segir okkur frá reynslu þeirra af
innleiðingu BB-aðferðanna.
Einnig munu Kristján Guðlaugsson, fjármálastjóri Ölgerðarinnar, og Axel Guðni Úlfarsson frá Össuri
segja frá innleiðingu BB-aðferða í þeirra fyrirtækjum. Fyrirlestrar þeirra verða á íslensku.
Pétur Arason, Global Innovation Program Manager hjá Marel, mun setja ráðstefnuna með erindi
um hvort BB, lean, agile og aðrar svipaðar aðferðir eigi eitthvað sameiginlegt og hvort að nýta megi
þessar aðferðir saman á einhvern hátt.
Megin inntak Beyond Budgeting er ekki að henda út fjárhags- og fjárfestingaáætlunum eins og
nafnið gæti bent til. Þeim þarf vissulega að ryðja úr vegi og innleiða nýjar aðferðir en aðalatriðið
er að frelsa starfsemina frá óæskilegum hlutum eins og einræði, ofstjórnun, talnadýrkun,
dagatalshugsun, veldisskipulagi, launung og leyndarmálum, bónuskerfum og öðrum klassískum
goðsögnum um hvaða stjórnunaraðferðum eigi að beita til að ná árangri í fyrirtækjarekstri.
Ráðstefnugjald er 65.000 kr. en meðlimum BBRT-samtakanna eru boðin sérstök kjör sem kynnt eru
við skráningu í BBRT. Þriðjudaginn 26. maí verður sérstakur fundur þeirra sem eru að innleiða
Beyond Budgeting (implementers meeting) og er sá fundur einungis opinn þeim sem skráðir eru
í BBRT samtökin.
Skráning: manino.is
Nánari upplýsingar: beyond@manino.is
Fundur um Beyond Budgeting aðferðarfræðina vakti heldur betur áhuga félagsmanna Stjórnvísi því á annað hundrað manns mættu á fund í Vodafone í morgun og komust því miður færri að en vildu. Beyond Bdgeting aðferðafræðin hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri og kynnt sem framsækin leið til þess að nýta betur tækifæri í rekstri, minnka sóun og kostnað í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna. Aðferðarfræðin hefur leitast við að boða breyttan hugsunarhátt í stjórnun fyrirtækja úr miðstýrðu eftirlitsdrifnu umhverfi yfir í dreifingu ábyrgðar og valds til starfsmanna.
Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus, fjallaði um þær 8 grunnreglur aðferðarfræðinnar sem lúta að breyttri stjórnun fyrirtækja og í framhaldi deildu Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone og Jón Sigurðsson forstjóri Össurar reynslu sinni af innleiðingu Beyond Budgeting stjórnunarfræða og hvaða áhrif innleiðingin hefur haft á stjórnun fyrirtækjanna. Góðar umræður urðu í lok fundar.
- febrúar 2015 | 08:30 - 10:00
Er gæðastjórnun misskilinn kostnaður?
Gæðastjórnun
Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining
Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1.
Sameiginlegur viðburður tveggja faghópa, annars vegar Gæðastjórnun og hins vegar Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining.
Í drögum að nýrri útgáfu ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalsins sem gefinn verður út á árinu er ein af breytingunum frá fyrri útgáfu að aukin áhersla er lögð á að gæðastjórnun skili auknu virði fyrir skipuheildir og hagsmunaaðila. En hvernig á að meta virði gæðastjórnunar? Getur verið að gæðastjórar séu ekki að leggja nægilega áherslu á að sýna fram á virði gæðastjórnunar? Er mögulegt að af þeim sökum er litið frekar á gæðastjórnun sem kostnað en virðisauka? Í mörgum tilfellum, er litið svo á að kostnaður sé bara sá kostnaður sem er tilgreindur í rekstrarreikningi.
Rekstrarhæfi er hins vegar miklu víðtækara hugtak, en kostnaður í rekstrarreikningi til tólf mánaða. Reynt veður að svara þeirri spurningu hvernig gæðastjórnun, rekstrarkostnaður og rekstrarhæfi tengjast.
Fyrirlesarar:
Elín Ragnhildur Jónsdóttir, frá Gæðastjórnun
Einar Guðbjartsson, frá Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu
Skráning á viðburð:
http://stjornvisi.is/vidburdir/658
Faghópur um fjármál fyrirtækja vekur athygli á eftirfarandi námskeiði: Valuation and Financial Modeling - námskeið með Bruce Watson sérfræðingi frá Harvard. Skráningarfrestur til 30. október
This is a day-long course on financial modeling and its role in corporate valuation. Various ways of valuing physical and financial assets will be considered, along with the issues and techniques involved in analyzing and modeling valuation. The focus will then turn to the process of analyzing and modeling leveraged buyouts (LBOs), including such topics as the key characteristics of an attractive LBO candidate, LBO structure and financing, and building the post-LBO model.
The course is designed for professionals who deal directly or indirectly with issues around corporate and financial valuation, with special emphasis on leveraged buyouts, and want to expand their skills at building the relevant models.
What you will learn:
How to value companies, and the relevant financial modeling.
Alternative ways to value physical and financial assets.
Issues and techniques involved in analyzing and modeling valuation.
The process of analyzing and modeling leveraged buyouts.
Topics covered:
Review of Present discounted value (PDV), net present value (NPV), and internal rate of return (IRR) and their modeling in Excel.
Investment and the NPV rule.
An alternative framework: Real options analysis.
The major approaches to computing valuation.
Building the pro forma model.
Valuation of financial assets: Equities, Bonds, Derivatives.
Leveraged Buyouts (LBOs).
Building the pre-LBO model.
Key characteristics of an attractive LBO candidate.
Modeling returns.
LBO structure and financing.
Building the post-LBO model.
Who should enroll:
Professionals who deal directly or indirectly with issues around corporate and financial valuation, with special emphasis on leveraged buyouts, and want to expand their skills at building the relevant models.
FURTHER INFORMATIONS:
http://www.endurmenntun.is/Namskeid/Fyrirstarfid/Skoda/130H14
Faghópur um Fjármál fyrirtækja vill vekja athygli á eftirfarandi:
Nú er sá tími að fyrirtæki eru að skoða fjárhagsáætlanir næsta árs og flest fyrirtæki kannast við að þetta ferli getur tekið á, margir fundir, sífelldar breytingar á plönum og tilfærslur á fjármunum milli verkefna og deilda o.s.frv. Eftir áramót batnar ástandið ekki þegar framúrkeyrslur, vanáætlanir, úreldar spár og enn fleiri breytingar einkenna vinnu með fjárhagsáætlanir.
Beyond Budgeting aðferðafræðin er framsækin leið til að minnka sóun og kostnað í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna. Bjarte stýrir innleiðingu Beyond Budgeting í Statoil og hefur náð frábærum árangri þar og saga Statoil er mjög áhugaverð.
Hvernig minnka má sóun og breyta ferlum í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna er innihald fyrirlesturs Bjarte.
Um er að ræða tvo fyrirlestra einn fyrir stjórnendur sem er frá 8:30-10:30 og kostar 40.000kr. og annar fyrir sérfræðinga og aðra áhugasama klukkan 13.30-16:30 og kostar 30.000kr.
Frekari upplýsingar um fyrirlestrana og skráningu má sjá í viðhengi bæði á íslensku og ensku og hér:
http://www.ru.is/opnihaskolinn/stutt-namskeid/implementing-beyond-budgeting
Stjórn faghóps um fjármál vill vekja athygli á fjármálanámskeiðum sem hefjast í maí.
ADVANCED COST ANALYSIS - HEFST 2. MAÍ
Opni háskólinn í HR kynnir 8 klst námskeið fyrir sérfræðinga og stjórnendur þar sem áhersla er lögð á umbætur í fjármálastjórnun. Námskeiðið fer fram á ensku og mun Carsten Rohde, prófessor frá Copenhagen Business School í Danmörku, sjá um kennslu.
„The purpose of the course is to offer the participants the opportunity to develop their knowledge on how to improve the financial management of their company. The focus is on how to design, implement and use different conventional as well as modern cost & management accounting models and techniques for analysis, decision making and control purposes.“ Carsten Rohde
Nánari upplýsingar og skráning
SAMSTÆÐUREIKNINGSSKIL FYRIRTÆKJA - HEFST 6. MAÍ
Opni háskólinn kynnir 9 klst námskeið þar sem farið verður yfir íslensk lög um samstæðureikningsskil, hvaða alþjóðlegir staðlar gilda og helstu atriði þeirra. Rætt verður m.a. um óbeint eignarhald þ.e. í gegnum önnur félög eða með sérsamningum og hvernig taka skal á þessu í samstæðureikningsskilum. Einnig verða kenndar aðferðir við bakfærslu á öllum algengustu innbyrðis viðskiptum innan samstæðu, svo eitthvað sé nefnt. Leiðbeinandi námskeiðsins er Árni Tómasson cand. oecon og löggiltur endurskoðandi.
Nánari upplýsingar og skráning er í Háskólanum í Reykjavík
Halldóra Katla Gunnarsdóttir markaðsstjóri Fjárvaks sagði frá því á fundi á vegum fjármálahóps hvað fær fyrirtæki til útvistunar. Halldóra studdist við könnun hjá alþjóðlegu fyrirtæki og niðurstöður hennar. Með útvistun verkferla er átt við að fyrirtæki flytji framkvæmd þeirra yfir til utanaðkomandi aðila sem hefur sérþekkingu í viðkomandi verkferlum. Algengast er að íslensk fyrirtæki útvisti tölvumálum, ræstingum og öryggisgæslu. Fyrirtæki sjá góða leið til að lækka rekstrarkostnað með útvistun fjármálaferla. Það sem algengast er að útvista er rafrænt samþykktarferli reikninga, greiðslur reikninga, reikningagerð, innheimta, færsla og afstemming bókhald o.fl. Í dag er meiri krafa um að stjórnendur hafi gögn til að taka góðar ákvarðanir. Helsti drifkrafturinn á útvistun er þrýstingur á lækkun kostnaðar, aukin þjónustugæði frá útvistunaraðilum, aukið álag vegna reglugerða og stjórnunarhátta. Aðrir drifkraftar eru 1. Efnahagshrunið 2. Fyrirtæki í samdrætti eða örum vexti 2. Mannaflaþörf breytileg eftir sveiflum í rekstri 4. Fyrirtækið að huga að endurnýjum á fjárhagsbókhaldskerfi 5. Of mikill tími fjármálastjóra fer í að búa til stjórnendaupplýsingar í stað þess að vinna úr þeim
Fundur á vegum faghóps um Fjármál fyrirtækja var vel sóttur. Fundurinn fjallaði um kynningu á Toolpack sem er viðbót við excel og nýtir vöruhús gagna. Raungögn eru lesin úr fjárhagskerfi yfir í vöruhús gagna. Þegar búnar eru til greiningarskýrslur í Toolpack getur kerfið sent þær áfram með tölvupósti. Fyrirtækið 1912 valdi Toolpack vegna þess að starfsmenn þekkja excelinn vel. Þeir eru búnir að byggja upp áætlunarkerfið fyrir fjögur fyrirtæki af sex.