Stjórn faghóps um fjármál vill vekja athygli á fjármálanámskeiðum sem hefjast í maí.
ADVANCED COST ANALYSIS - HEFST 2. MAÍ
Opni háskólinn í HR kynnir 8 klst námskeið fyrir sérfræðinga og stjórnendur þar sem áhersla er lögð á umbætur í fjármálastjórnun. Námskeiðið fer fram á ensku og mun Carsten Rohde, prófessor frá Copenhagen Business School í Danmörku, sjá um kennslu.
„The purpose of the course is to offer the participants the opportunity to develop their knowledge on how to improve the financial management of their company. The focus is on how to design, implement and use different conventional as well as modern cost & management accounting models and techniques for analysis, decision making and control purposes.“ Carsten Rohde
Nánari upplýsingar og skráning
SAMSTÆÐUREIKNINGSSKIL FYRIRTÆKJA - HEFST 6. MAÍ
Opni háskólinn kynnir 9 klst námskeið þar sem farið verður yfir íslensk lög um samstæðureikningsskil, hvaða alþjóðlegir staðlar gilda og helstu atriði þeirra. Rætt verður m.a. um óbeint eignarhald þ.e. í gegnum önnur félög eða með sérsamningum og hvernig taka skal á þessu í samstæðureikningsskilum. Einnig verða kenndar aðferðir við bakfærslu á öllum algengustu innbyrðis viðskiptum innan samstæðu, svo eitthvað sé nefnt. Leiðbeinandi námskeiðsins er Árni Tómasson cand. oecon og löggiltur endurskoðandi.
Nánari upplýsingar og skráning er í Háskólanum í Reykjavík