Stjórn faghóps um fjármál vill vekja athygli á þessari áhugaverðu ráðstefnu:
http://www.rb.is/radstefna-2016#forsida
Um er að ræða ráðstefnu RB um upplýsingatækni og fjármálaþjónustu framtíðarinnar sem fer fram miðvikudaginn 4. maí 2016 í Hörpu.
Hvernig mun upplýsingatækni og fj¬ármálaþjónusta þróast á næstu árum?
Á ráðstefnunni verður leitast við að svara þeirri spurningu með umfjöllun um Big Data, framtíðina í stafrænni bankastarfsemi (Digital Banking), ferilstjórnun (BPM), Internet of Me, Hackathon, umbreytingarverkefni, samnýtingu í upplýsingatækni o.fl.
Einn af aðalfyrirlesurum er Harper Reed, frumkvöðull og sérfræðingur í samþættingu tækni og upplýsinga (Big Data). Hann starfaði sem tæknistjóri fyrir árangursríka kosningaherferð Barack Obama árið 2012 og seldi nýlega fyrirtækið sitt, Modest, til PayPal.
Aðrir fyrirlesarar eru Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka, Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS, Julian Ranger Chairman/Founder digi.me, Ýmir Vigfússon PH.D., Þórhildur Jetzek PH.D., Bjarni Sv. Guðmundsson verkefnastjóri hjá Hugviti, Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB, Aðalgeir Þorgrímsson forstöðumaður Vörustýringar RB og Svava Garðarsdóttir Hugbúnaðarsérfræðingur.
Ráðstefnustjóri er Heiðrún Jónsdóttir stjórnarmaður í RB ásamt Herdísi Pálu Pálsdóttur framkvæmdastjóra Mannausðmála og samskipta hjá RB.