- febrúar 2015 | 08:30 - 10:00
Er gæðastjórnun misskilinn kostnaður?
Gæðastjórnun
Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining
Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1.
Sameiginlegur viðburður tveggja faghópa, annars vegar Gæðastjórnun og hins vegar Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining.
Í drögum að nýrri útgáfu ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalsins sem gefinn verður út á árinu er ein af breytingunum frá fyrri útgáfu að aukin áhersla er lögð á að gæðastjórnun skili auknu virði fyrir skipuheildir og hagsmunaaðila. En hvernig á að meta virði gæðastjórnunar? Getur verið að gæðastjórar séu ekki að leggja nægilega áherslu á að sýna fram á virði gæðastjórnunar? Er mögulegt að af þeim sökum er litið frekar á gæðastjórnun sem kostnað en virðisauka? Í mörgum tilfellum, er litið svo á að kostnaður sé bara sá kostnaður sem er tilgreindur í rekstrarreikningi.
Rekstrarhæfi er hins vegar miklu víðtækara hugtak, en kostnaður í rekstrarreikningi til tólf mánaða. Reynt veður að svara þeirri spurningu hvernig gæðastjórnun, rekstrarkostnaður og rekstrarhæfi tengjast.
Fyrirlesarar:
Elín Ragnhildur Jónsdóttir, frá Gæðastjórnun
Einar Guðbjartsson, frá Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu
Skráning á viðburð:
http://stjornvisi.is/vidburdir/658