Faghópur um fjármál hélt einstaklega áhugaverðan fund í HR í morgun þar sem þeir Ragnar Árnason hjá SA og Steinþór Þórðarson hjá PCC Bakka ræddu um komandi kjarasamninga. Ragnar er mikill reynslubolti við samningaborðið á vegum SA og Steinþór hefur stýrt og unnið að sérkjarasamningum hjá Alcoa Fjarðaráli og vinnur nú að undirbúningi kjarasamninga fyrir PCC Bakka.
Tilfinning Ragnars er sú að lítið hafi breyst og að viðræður muni fara seint af stað eða skömmu áður en samningar renna út. Erfitt er að koma viðræðum af stað áður en samningar falla úr gildi. Erlendis er mikið lagt í að lönd tapi ekki samkeppnisstöðunni sinni og mega því ekki verðleggja sig of hátt. Mikilvægt er að horfa á samkeppnishæfið. SA sendi öllum verkalýðfélögum bréf þar sem hvatt var til þess að samkeppni íslensks samkeppnis yrði tryggð í komandi kjarasamningum. Þau fyrirtæki á Íslandi sem ekki geta greitt mannsæmandi laun eiga ekki að vera á markaðinum. Sum fyrirtæki eru í mikilli samkeppni. Ferðaþjónusta er ekki hálaunagrein og það þarf að passa sig að verðleggja ekki Ísland út af markaðnum. Hæstu laun hafa hækkað mikið í undanförnum samningum. Meðalheildarlaun hjá starfsgreinarsambandinu eru 500þúsund og lægstu laun 300þúsund. Verið er að greiða mikla yfirvinnu og þvi þarf að hækka dagvinnuna. Með þessu er verið að koma til móts við þá sem þurfa að stóla á dagvinnu.