Google meeting hlekkur - smelltu hér til þess að tengjast kynningu
Í þessari kynningu fjöllum við um tækifæri í nýtingu gervigreindar í verkstjórnunarkerfum (e. work management system). Kynningin er samstarf faghóps um aðstöðustjórnun og faghóps um gervigreind. Snjöll framtíð er þema Stjórnvísi í ár og hér horfum við á hvernig þessi kerfi geta orðið snjallari. Fyrirlesarar eru Matthías Ásgeirsson, aðstöðustjórnunarráðgjafi hjá VSÓ, og Róbert Bjarnason, tæknistjóri hjá Citizens Foundation og Evoly.
Hlutverk verkstjórnunarkerfa er að stýra upplýsingaflæði alveg frá því að kallað er eftir verki og þar til því er lokið. Það flæði getur innihaldið: mat á ábendingu, samskipti hlutaðila, skilgreining á verki, verkgögn, úthlutun verkbeiðnar, úttektargögn og frammistöðumælingu. Verkstjórnunarkerfi er oft mikilvægasta tól aðstöðustjóra.
Fjallað verður bæði um sjálfvirka úthlutun verkbeiðna hússtjórnarkerfa við boð utan viðmiðunargilda en einnig um hvernig gervigreind gæti nýst við mat á ábendingum notenda, ástandsskoðun og skilgreiningu verka.