Teams
Heilsueflandi vinnuumhverfi, Aðstöðustjórnun,
Click here to join the meeting
Vinnurými og vinnuumhverfið hefur verið endalaus uppspretta umræðna allt frá örófi alda. Rannsakendur beina sjónum sínum í auknum mæli að þeim áhrifum sem vinnuumhverfið getur haft á viðveru á vinnustað, starfsánægju og jafnvel heilsu fólks.
Í hvernig umhverfi líður okkur best? Þurfum við plöntur og hugguleg rými? Pössum við öll í sömu "fötin"?
Vinnuumhverfi: Vinsældir og veruleiki. Ólafur Kári Júlíusson, M.Sc. í vinnusálfræði fjallar um áhrif vinnuumhverfis á fólk og mikilvægi þess að sinna málaflokknum vel, sérstaklega í ljósi þess að vinsælu lausninar eru ekki alltaf bestu lausninar.
Ólafur Kári starfar hjá DTE ehf. sem Director of People and Culture.
Guðrún Vala Davíðsdóttir, deildarstjóri verkefnastofu húsnæðis hjá FSRE, fræðir okkur um það sem þau hjá FSRE hafa verið að gera í þeirra eigin húsnæði og hvað þau eru að horfa til almennt hvað varðar húsnæðismál.
Guðrún Vala er viðskiptafræðingur og innanhússarkitekt að mennt og tengir þessar tvær faggreinar í vinnuumhverfismálum. Síðustu ár hefur hún unnið sérstaklega með verkefnamiðað vinnuumhverfi.
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, stýrir viðburðinum.