Veitingaaðstaða og -þjónusta vega þungt í vinnustaðaupplifun og starfsánægju starfsmanna. Meðal hápunkta vinnudagsins eru hjá mörgum hádegishléið þegar matar er neytt í góðu spjalli við samstarfsfélaganna eða þegar stutt vinnuhvíld er tekin með góðum kaffibolla í huggulegu horni. Eftir Covid er þetta ekki bara vaxandi mannauðsmál sem starfsfólk horfir til í ráðningarferlinu heldur einnig mikilvægari aðstaða þar sem veitingarýmin hafa í mörgum tilfellum fengið nýtt og fjölbreyttara hlutverk sem veitinga-, félags- og fundarrými.
Thorana Elín Dietz mannauðsráðgjafi og Matthías Ásgeirsson byggingarverkfræðingur og aðstöðuráðgjafi eru skipuleggjendur viðburðarins. Þau munja setja viðfangsefnið í samhengi við fagið aðstöðustjórnun og gera grein fyrir hlutverki þess.
Birna Helgadóttir, forstöðumaður aðfanga og umhverfis, mun kynna umbreytingu á eldhúsum og matsölum Landspítala (ELMU) sem þykja hafa heppnast afar vel .