Einn af mikilvægustu þáttum í vinnuumhverfi starfsfólks eru gæði innilofts í skrifstofubyggingum því þar dveljum við mörg í langan tíma. Slæm loftgæði geta haft áhrif á líðan starfsfólks, framleiðni þess og jafnvel fjarveru frá vinnu.
Stefán Níels Guðmundsson forstöðumaður eignaumsýslu hjá Eimskip og stjórnarmeðlimur faghóps Stjórnvísi um aðstöðustjórnun segir okkur frá þeirra áskorunum og verkefnum varðandi inniloft og loftræsingu.
Óli Þór Jónsson hjá Eflu byrjar á almennum fróðleik um innivist og loftgæði. Fjallar svo um ferskloftsmagn í skrifstofumannvirkjum. Að lokum kemur hann inná Innihitastig og rakastig í skrifstofumannvirkjum.
Alma Dagbjört Ívarsdóttir hjá Mannvit mun fjalla um innivist, loftgæði og tengingu við rakaskemmdir. Sjálfbærni og góð innvist er allra hagur. Að lokum segir hún okkur frá orkunotkun og áhrif innivistar á rekstur bygginga við nýbyggingar og endurbætur.
Kynning stendur yfir í um 50 mínútur og gefst tækifæri til spurninga að því loknu.