Join Microsoft Teams Meeting Sjá upplýsingar um tengingu inn á fundinn hér neðst.
Ingibjörg Loftsdóttir og Sara Lind Brynjólfsdóttir kynna gagnlegan fróðleik og ráð fyrir stjórnendur á velvirk.is sem er vefsíða forvarnarverkefnis VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs.
Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast heltast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi. Velvirk-síðunni er ætlað að halda utan um upplýsingar og gagnleg ráð fyrir starfsmenn og stjórnendur í forvarnarskyni. Síðan fór í loftið í lok árs 2018 og nýtt efni hefur bæst við reglulega síðan.
Í þessari kynningu verður farið yfir það efni síðunnar sem einkum snýr að stjórnendum. Nefna má efni sem talar til ástandsins vegna COVID-19 svo sem upplýsingar og ráð til stjórnenda um fjarvinnu, hvernig taka eigi á óöryggi og áhyggjum á vinnustað, hvernig virkja megi fólk á fjarfundum og bregðast við fjarfundaþreytu. Einnig er rætt um breytingar sem reikna má með að verði á skrifstofunni í kjölfar faraldursins.
Sagt verður frá umfjöllun um stjórnunarhætti, traust, merkingu, viðurkenningu og virðingu, lífshættulega stjórnun, streitu stjórnandans, óréttlæti, opin vinnurými, hamingju, teymisvinnu og „Streitustigann“ - svo fátt eitt sé nefnt. Einnig bent á stutt viðtöl við stjórnendur sem hafa verið að fara nýjar leiðir á sínum vinnustöðum.
Ef tími gefst til verður tæpt á áhugaverðu almennu efni á síðunni sem gagnast getur flestum óháð starfsheiti eða atvinnuþátttöku.
Gagnlegar upplýsingar varðandi tengingu inn á fundinn og fleira tengt því:
Gott er að mæta snemma og skrá sig inn, Teams fundurinn er boðaður frá kl 11:30 þó hann hefjist ekki formlega fyrr en kl 11:45. Við mælum með að mæta 5 mínútum áður en fundurinn á að hefjast til þess að hafa nægan tíma til þess að kveikja á fundinum og koma sér vel fyrir.
- Hægt er að fylgjast með fundinum á hvers kyns skjá; fartölvu-, síma- eða spjaldtölvuskjá. Við mælum með tölvu til þess að tryggja besta upplifun.
- Gott er að vera viss um að vera í góðu netsambandi.
- Þú getur sent inn spurningar á meðan á fundinum stendur og einnig verður hægt að svara nokkrum skoðanakönnunum.
- Ef þú lendir í vandræðum með að tengjast fundinum er hægt að senda póst á stjornvisi@stjornvisi.is