Lyngháls 4 og í streymi
Heilsueflandi vinnuumhverfi,
Smelltu hér til að tengjast fundinum.
Hversu oft hefur þú setið á fundi og hugsað....f**k it!? Hefur látið á það reyna að fara eftir þessu hugboði? F**k it Leadership snýst ekki um kæruleysi, heldur að sleppa takinu á því sem skiptir ekki máli.
Á þessum viðburði fáum við að heyra frá Valgerði Skúladóttur, framkvæmdastjóra Sensa. Valgerður er frumkvöðull og reynslumikill stjórnandi sem meðfram störfum sínum hjá Sensa situr einnig í stjórnum fleiri fyrirtækja.
Valgerður hefur sótt fjölmörg stjórnendanámskeið í gegnum tíðina og hefur ástríðu fyrir góðum stjórnunarháttum. Hún sótti m.a. námskeið í hugmyndafræðinni um F**k it Leadership og það á ítalskri eyju!
Í kjölfar erindis Valgerðar verður Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, með stutt innlegg um hvernig stjórnendur geta verið góðar fyrirmyndir þegar kemur að því að setja mörk („Walk the talk“) og passa upp á jafnvægi vinnu og einkalífs. Ingibjörg starfar sjálfstætt við ráðgjöf og situr í stjórn Stjórnvísis auk þess að vera formaður faghópsins um heilsueflandi vinnuumhverfi.
Viðburðurinn verður haldinn í húsnæði Sensa að Lynghálsi 4 auk þess sem honum verður streymt. Kaffi og léttar veitingar verða í boði Sensa. Húsið opnar kl. 8:30 og hægt að leggja bílum líka á bílastæði hjá Heiðrúnu.
Fundarstjóri verður Gunnildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.