Án hurða - Verkefnastýrð vinnurými.

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi.

Í framhaldi af þessum viðburði verður boðið upp á heimsókn til Icelandair þann 14. maí.

Nánari lýsing síðar.

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Settu þér skemmtileg markmið fyrir árið

Þóra Hrund er eigandi Munum sem síðustu 10 ár hefur gefið út dagbækur sem hannaðar eru með það að leiðarljósi að auðvelda markmiðasetningu, tímastjórnun og efla jákvæða og þakkláta hugsun. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um hvernig megi nýta ýmis tól til að skapa sér skýra framtíðarsýn, setja sér markmið og ásetning til að upplifa meiri lífsgleði, skapa það líf sem þig í langar í, í meira jafnvægi og í minni streitu.

 

Að setja sér markmið er mikilvægt til að ná fram því sem við óskum okkur í lífinu. Hvort sem það tengist góðri heilsu, atvinnu, að koma verkefnum og hugmyndum í framkvæmd eða að láta drauma okkar verða að veruleika. Markmið eru ákveðinn vegvísir að draumum okkar og því sem þig langar að gera, upplifa, eiga eða verða. 

 

Margir eru með hálfgert ofnæmi fyrir þessu orði, markmið. Það er eflaust því fólk tengir markmið gjarnan við eitthvað sem er leiðinlegt en það er svo mikill misskilningur því markmið geta líka verið skemmtileg.

 

Fyrirlesturinn Settu þér skemmtileg markmið, miðar að því að setja sér skemmtileg markmið, tengjast þínum innri draumum og skapa það líf sem þig langar í og uppgötva kraftinn sem býr innra með þér. Ég vil gefa þér tækifæri til að staldra við og skoða hvað það er sem þú raunverulega vilt í lífinu, skapa þér sýn fyrir framtíðina og finna leiðir til að breyta draumum í veruleika með því að setja þér skýr markmið.

 

Fyrilesturinn verður haldinn hjá Sýn á Suðurlandsbraut 8 og hvetjum við ykkur til að mæta í hús, í boði verður léttur morgunmatur og munum við eiga notalega stund saman.

Fundarstjóri verður Kolbrún S. Hjartardóttir, mannauðsráðgjafi hjá Sýn og fulltrúi í stjórn faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi.

Af hverju er alltaf brjálað að gera? "The art of not giving a f...".

Nánari lýsing síðar.

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Venjuleg aðalfundarstörf

Nánari upplýsingar síðar.

Tökum flugið með Icelandair - Heimsókn í nýtt húsnæði Icelandair

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi

Kynning á nýju húsnæði Icelandair og reynsla þeirra af verkefnamiðuðu vinnuumhverfi.

Nánari lýsing síðar

Eldri viðburðir

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Markþjálfunardagurinn 2025 - Mögnum markþjálfun til framtíðar!

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 7. febrúar næstkomandi kl.13.

 

ICF Iceland - fagfélag markþjálfa á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda.

 

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum, mannauðsfólki og markþjálfum sem vilja efla mannauð, auka árangur og stuðla að vexti manneskjunnar og skipulagsheilda. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru erlendar stórstjörnur í faginu og íslenskir markþjálfar sem hafa verið leiðandi á sínu sviði.

Búast má við að um 150 manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur, mannauðsfólk, markþjálfar og önnur áhugasöm um beitingu aðferða markþjálfunar til að efla velsæld og árangur.

Forsölu á viðburðinn lýkur 10. Janúar og því eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á besta verðinu.

Markþjálfunardagurinn er stærsti viðburður ársins í faginu og er hann að þessu sinni veisla í þremur þáttum:

a) vinnustofa, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16-21 í Opna Háskólanum í HR

b) ráðstefna, föstudaginn 7. febrúar kl. 13-17 á Hilton Reykjavík Nordica

c) vinnustofa, laugardaginn 8. Febrúar kl. 9-17 í Opna Háskólanum í HR

 

Sjá nánar um viðburðinn og verð hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Skráning á viðburð fer einungis fram hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1/form

 

Þetta er frábært tækifæri til að hittast aftur, tengjast og fá næringu.

Við hvetjum öll að tryggja sér miða og njóta með okkur.

 

Sjáumst á Markþjálfunardaginn 2025!

Bestu kveðjur

ICF Iceland

Ath! breytt tímasetning Markþjálfun vinnustofa: Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

🚨BREYTT TÍMASETNING: Vinnustofa með Lisu Bloom 6. febrúar
Kæru þátttakendur á vinnustofunni með Lisu Bloom,
Veðrið er hverfult og máttugt á Fróni og nú hefur yfirvofandi stormur haft áhrif á ferðatilhögun Lisu til landsins.
Hún átti að koma seinni partinn í dag en flugið hennar var fellt niður þannig að hún kemur ekki fyrr en á morgun. Eins og málin standa núna göngum við út frá því að það muni ganga samkvæmt áætlun, en við þurfum að byrja vinnustofuna kl.18 í stað 16 eins og auglýst var.
Vinnustofan fer fram í stofu M215 í Opna háskólanum í HR.
Boðið verður upp á samlokur, drykki, kaffi og nasl svo við höfum orku til að sitja og læra með Lisu frameftir kvöldi.
Við hlökkum til að sjá ykkur 🙂

 

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

6. febrúar 2025 : Vinnustofa með Lisu Bloom kl. 16-21 í Opna háskólanum í HR

Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Lisu Bloom:

My goal is to empower you to succeed in your business by finding and leveraging your own powerfully compelling story.

And when I say ‘succeed’, I mean to finally be able to:

articulate what you do in a way that attracts your ideal clients,

get clear and confident about how your business helps others,

achieve what you’re really here to do in the world.

Storytelling is the key to engaging, inspiring, and empowering the people you serve – not to mention making more sales and growing your business.

If you’re not telling your authentic, compelling story, you are not sharing your true purpose with your clients or yourself…and life is too short for that!

If you find yourself drawn into people’s real stories, or you love ‘once upon a time’ type stories, and you want to add that kind of magic into your business, then you’re in the right spot!

Because stories ARE magic. But I’m not talking about kid’s story-time kind of magic. I’m talking about the magic of connecting the gifts you have to the people you want to serve in a real and true way.

I’m talking about the magic of a business that supplies you with the time, money and freedom to create everything you dream of.

And I mean everything!

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Lífshlaupið

Til að tengjast viðburðinum er hægt að smella hér .

Um hvað snýst Lífshlaupið og önnur almenningsíþróttaverkefni? Hvernig hefur gengið hjá vinnustöðum að taka þátt?

Linda Laufdal, sérfræðingur á Fræðslu- og almenningsíþróttasviði, kynnir almenningsíþróttaverkefni ÍSÍ með fókus á Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna en Lífshlaupið hefst einmitt í næsta mánuði.
Linda mun kynna verkefnin og fara yfir markmið og þátttöku. Almenningsíþróttaverkefni ÍSÍ stuðla að því að auka hreyfingu og heilbrigði allra landsmanna og hafa fyrirtæki landsins verið ötulir þátttakendur.

Þórarinn Alvar þórarinsson, sérfræðingur á Fræðslu- og almenningsíþróttasviði, tekur boltann eftir kynningu fyrir spurningar og hugleiðingar ef tími gefst til.

Hér má finna tengla á öll almenningsverkefni ÍSÍ.

Fundarstjóri verður Valgeir Ólason, Gæða og öryggisstjóri hjá ÍAV og fulltrúi í stjórn faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi.

 

• Gervigreind og heilsuefling á vinnustað - hver eru tengslin? Hvernig nýtist gervigreindin til að bæta heilsu á vinnustöðum?

Fundurinn verður á Teams og hægt að finna hlekk hér

Hvernig nýtist gervigreindin fyrir heilsueflingu á vinnustöðum? Gervigreindin er komin til að vera og tímbært að skoða hvernig vinnustaðir geta nýtt sér hana við heilsueflingu starfsfólks. Þær Anna Sigríður Islind og Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir ætla einmitt að hjálpa okkur að skoða það. 

Dr. Anna Sigríður Islind er dósent í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík (HR) og er að vinna að rannsóknum á hönnun, þróun og notkun á stafrænni heilbrigðistækni. Hún setti á laggirnar meistaranám í HR í stafrænni heilbrigðistækni og mun m.a. segja frá þeirri vegferð og náminu í fyrirlestrinum. Dr. Anna Sigríður Islind fjallar um stafræna heilbrigðistækni og hvernig hún getur nýst á vinnustöðum.

Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er lýðheilsufræðingur með áherslu á jákvæða sálfræði. Hún starfar við hönnun inngripa hjá nýsköpunarfyrirtækinu Sidekick Health og er stundakennari við heilbrigðisvísindasvið HÍ. Áður starfaði hún fyrir Embætti landlæknis meðal annars við að setja á laggirnar Heilsueflandi vinnustað í samstarfi við VIRK og Vinnueftirlitið. 
Sigríður mun fjalla um nýtingu tækninnar þegar kemur að heilsueflingu.

Fundarstjóri er Ingibjörg Loftsdóttir, sjálfstætt starfandi lýðheilsu- og stjórnunarfræðingur. Ingibjörg er formaður faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi og situr í stjórn Stjórnvísi. 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?