Teams
Gæðastjórnun og ISO staðlar, Sjálfbær þróun, Góðir stjórnarhættir , Loftslags- og umhverfismál,
Click here to join the meeting
Við ætlum að fjalla um losunarlausa framkvæmdastaði á Íslandi. Farið verður yfir stöðuna á losunarlausum framkvæmdastöðum á Íslandi og hvað er framundan í þeim efnum.
Þóra Margrét Þorgeirsdóttir frá Húsnæðis og Mannvirkjastofnun kynnir Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð og þær aðgerðir sem eru í vinnslu varðandi losunarlausa framkvæmdastaði.
Hulda Hallgrímsdóttir og Gyða Mjöll Ingólfsdóttir frá Reykjavíkurborg ætla að segja hvernig Reykjavíkurborg sér fyrir sér framkvæmdastaði framtíðarinnar og hvaða aðgerðir er stefnt að fara í til að ná því.
Þröstur Söring frá Framkvæmdasýsla ríkiseignir kynnir hvernig FSRE sér fyrir sér framtíðarverkefni og hvernig unnið er að losunarlausum framkvæmdastöðum.
Sigrún Melax frá JÁVERK fer yfir helstu áskoranir verktaka við að uppfylla kröfur um losunarlausa framkvæmdastaði.
Fundarstjóri er Sigríður Ósk Bjarnadóttir frá Hornsteinn ehf.