Hamraborg 6a Kópavogi - Fundarherbergið Tilraunastofan 1h. undir bókasafninu Hamraborg 6a, Kópavogur
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Faghópur um gæðastjórnun og ISO staðla býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utanum samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.
Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall.
Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 32 þannig áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær 😊
Dagsetning: 28. nóv. kl. 9:00 - 10:15.
Staðsetning: Hamraborg 6A, Kópavogi (fundarherbergi: Tilraunastofan – 1. hæð - undir bókasafninu).