Höfðatorg - Kerhólar Borgartún 12-14
Mannauðsstjórnun,
Á viðburðinum verða þrjú áhugaverð erindi um þetta skemmtilega og mikilvæga málefni.
Glatað fé eða fundið? Miðaldra og eldra fólk í starfi.
Í erindi sínu mun Jóna Valborg koma með hugmyndir að því hvernig styrkja megi aldurstengda stjórnun starfsmannamála (e. age management). Byggir hún umfjöllun sína á rannsókn sem ætlað var að auka þekkingu og skilning á starfsmannahópnum 50 ára og eldri. Starfsánægjuvogin verður kynnt sem hagnýtt verkfæri fyrir stjórnendur og ýmis ráð gefin sem eiga að geta ýtt undir starfsánægju þessa verðmæta starfshóps.
Ekki bíða þar til þeir eru farnir.
-Um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs
Elín Greta mun fjalla um niðurstöður rannsóknar sem hún gerði í tengslum við mastersverkefni sitt sl. vor um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs. Rannsóknin var gerð í orkufyrirtækjum þar sem kannað var hvort fyrirtækin hefðu sett sér stefnu eða væru með ákveðna ferla við yfirfærslu þekkingar. Einnig var skoðað hvaða aðferðir viðmælendur töldu árangursríkastar að nota við yfirfærsluna og hverjar væru helstu hindranirnar.
Komdu með að dansa gogo já við dinglum okkur eins og jójó.
Berglind ræðir mikilvægi þess að fólk starfi lengur bæði fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga. Hvaða þýðingu vinna hefur fyrir okkur andlega og hvernig þessi lífsbreyting hefur áhrif á okkur og hvernig við getum með sveigjanlegri starfslokum stuðlað að betri og árangursríkari starfslokum.