Desember 2016

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
28
  •  
29 30
  •  
01
  •  
02
  •  
03
  •  
04
  •  
05
  •  
06
  •  
07 08
  •  
09
  •  
10
  •  
11
  •  
12
  •  
13
  •  
14 15
  •  
16
  •  
17
  •  
18
  •  
19
  •  
20
  •  
21
  •  
22
  •  
23
  •  
24
  •  
25
  •  
26
  •  
27
  •  
28
  •  
29
  •  
30
  •  
31
  •  
01
  •  

Stjórnarmenn ISO hópsins bjóða heim

Kristjana Kjartansdóttir, gæðarstjóri OR og stjórnarmaður ISO faghópsins, býður heim í Orkuveitu Reykjavíkur.
Á þessum fundi verða umræður um gæðastjórnunarkerfi, breyttar kröfur ISO 9001 og staða innleiðinga - og annað sem þátttakendur vilja ræða og fræðast um og miðla.
Hámark 10 manns.

Núvitund á vinnustöðum

Núvitund er öflugt leið til að takast á við krefjandi starf og auka vellíðan. Núvitund hjálpar okkur að auka athygli og efla einbeitingu, eykur skilvirkni, dregur úr neikvæðum áhrifum streitu, eflir ónæmiskerfið og hefur jákvæð áhrif á samskipti og starfsanda.

Á þessari kynningu verður farið yfir hvað felst í núvitund og hvað rannsóknir segja um ávinning einsktaklinga við að tileinka sér núvitund og hvaða hag fyrirtæki hafa af því að innleiða núvitund inn í vinnustaðamenningu. Farið verður yfir hvernig starfsfólk getur með einföldum æfingum aukið núvitund sína, þjálfað huga og heila, skerpt athygli og einbeitingu þannig að auðveldara verði að takast á við verkefnalista og áskoranir í lífi og starfi en jafnframt aukið vellíðan sína og velgengni.

Anna Dóra Frostadóttir er sálfræðingur, núvitundarkennari og félagsráðgjafi. Hún rekur eigin sálfræðistofu á Núvitundarsetrinu og sinnir jafnframt kennslu í núvitund á háskólastigi.

Bryndís Jóna Jónsdóttir hefur starfað við mannauðsstjórnun, verkefnastjórnun, ráðgjöf og kennslu. Hún er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með MA diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf.

Fundurinn verður haldinn í stofu M201 í Háskólanum í Reykjavík.

Glímt við matarsóun

Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) endar um þriðjungur þess matar sem framleiddur er í heiminum í ruslinu. Samkvæmt nýlegri greiningu Umhverfisstofnunar bendir allt til þess að Ísland sé engin undantekning. Matarsóun er ekki bara óþarfa sóun heldur hefur hún líka neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Síðustu misseri hefur matarsóun verið töluvert í umræðunni og er almennur samhljómur um að draga þurfi úr henni. Hjá Landspítalanum og Arion banka er unnið að því að draga úr matarsóun.

Á fundi hópanna samfélagsleg ábyrgð og umhverfi og öryggi 7. desember nk. verður farið yfir nálgun Arion banka og Landspítala:

Hlédís Sigurðardóttir, sérfræðingur á samskiptasviði Arion banka, fjallar um hvernig það kom til að Arion banki fór að mæla matarsóun í mötuneyti starfsfólks í höfuðstöðvum. Alfreð Ómar Alfreðsson, yfirmatreiðslumaður bankans, fjallar um framkvæmd verkefnisins og þann árangur sem náðst hefur.

Vigdís Stefánsdóttir deildarstjóri eldhúss og matsala Landsspítala fjallar um matarsóun, verkefni sem unnin hafa verið og þau sem eru í farvatninu.

Þess má geta að Umhverfisverðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar féllu þetta árið í skaut fyrirtækis sem hannaði app sem leiðir saman afganga veitingastaða og mötuneyta og kaupendur að ódýrum mat.

Endurskoðun stefnu vegna breytinga á ISO stöðlum

Nokkrar breytingar hafa orðið á ISO 9001 og ISO 27001 stöðulunum. Á fundinum verður kynnt hvernig Orkuveita Reykjavíkur hefur staðið að því að nýta stefnumótun til þess að innleiða breyttar áherslur í stöðlunum. Greint verður frá undirbúningi , framkvæmd, úrvinnslu og innleiðingu stefnumótunar þar sem lögð er áhersla á aðkomu stjórnenda að vinnunni.
Fyrirlesarar: Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR, og Olgeir Helgason, upplýsingaöryggisstjóri OR.

Nýársfagnaður og örvinnustofa fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi

Eins og undanfarin ár býður Stjórnvísi stjórnum faghópa upp á námskeið og er ætlunin að verðlauna fyrir gott starf. Á fyrsta fundi með stjórnendum faghópanna í haust kom fram eindregin ósk um hvernig hægt væri að efla enn frekar stjórnarsamstarf þ.e. virkja alla til starfa. Grundvallaratriði í þeim efnum er "Að skapa menningu trausts".

Námskeiðið sem boðið er að þessu sinni er því því tengt þeirri ósk. Traust er undiralda allrar frammistöðu og framþróunar atvinnulífsins. Traust er ekki óáþreifanlegt eða eingöngu byggt á huglægum gildi, heldur raunverulegur fjárhagslegur drifkraftur, sem eykur hraða og dregur úr kostnaði.

Á örvinnustofunni verða kynntar til leiks rannsóknir um virði trausts og unnið með aðferðir til að efla traust, ma. sjálfstraust, traust milli einstaklinga og teyma og í samfélaginu - með hagnýtum og skemmtilegum hætti. Leiðbeinandi námskeiðsins er Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.

Að vinnustofu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar og gefst félögum tækifæri til að spjalla saman og eiga góða stund.

Hafi þátttakendur áhuga þá gefst jafnframt tækifæri á að panta/kaupa fræðslu-og æfingapakka á sérstöku verði (Bókina Leading at the Speed of Trust og spilastokk með æfingum, coaching verkefnum og ágripi úr efni).

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?