Ármúli 13, 108 Reykjavík Ármúli 13a, Ármúli 13a, 108 Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur, Mannauðsstjórnun, Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Ánægja starfsfólks er hornsteinn í árangri fyrirtækja. Kenningar sýna þó fram á að ekki er nóg að búa yfir ánægðu starfsfólki heldur er talið mikilvægara að starfsfólk helgi sig starfinu. Helgun er upplifun starfsmanna og má skilgreina sem jákvætt viðhorf starfsmanna til fyrirtækis og gildum þess og sá sem helgar sig starfinu áttar sig á hver áhrif hans sem starfsmanns eru á heildarafkomu fyrirtækis. Ýmsir þættir eru taldir hafa áhrif á það að hve miklu leyti starfsfólk helgar sig starfinu og helgun hefur sterkt forspárgildi um jákvæða rekstrarafkomu fyrirtækja.
Guðrún Ragna Hreinsdóttir og Kristjana Milla Snorradóttir, nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) gerðu rannsókn í tengslum við lokaverkefni sitt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort gæðastjórnun hafi áhrif á helgun starfsmanna. Byggt var á niðurstöðum vinnustaðagreininga Capacent á Íslandi. Tekin voru saman gögn úr mælingum sem voru gerðar fyrir og eftir ISO 9001 vottun fyrirtækja. Einnig voru bornar saman niðurstöður fyrirtækja sem voru með ISO 9001 vottun og fyrirtækja sem voru ekki með ISO 9001 vottun.
Niðurstöður mælinga Capacent benda til þess að gæðastjórnun hafi ekki áhrif á helgun starfsmanna. Það má þó greina tengsl á milli þátta úr hugmyndafræði gæðastjórnunar og helgunar starfsmanna sem gætu haft jákvæð áhrif á helgun starfsmanna.
Morgunverður verður í boði Capacent.
Staðsetning:
Capacent
Ármúli 13
108 Reykjavík