Kostnaðarstjórnun : Fréttir og pistlar
Eru umhverfismál markaðsmál?
Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðri sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar. Leitað var svara við þessum spurningum á fundi faghópa Stjórnvísi um umhverfi og öryggi, þjónustu-og markaðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og kostnarstjórnun í Háskólanum í Reykjavík í morgun.
Fyrirlesarar voru þau Ólafur Elínarsonar, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallups sem kynnti Umhverfiskönnun Gallup og Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius.
Ólafur talaði um mikilvægi þess að skilja viðskiptavininn. Ekki halda eitthvað, skoðaðu það með tölum. Skv. rannasóknum í dag telja flestir að loftslagsbreytingar séu af mannanna völdum. Mikilvægt er að kynna sér hvað fólki finnst og það er meirihluti allra á Íslandi sem hafa áhyggjur af loftslagsmálum og telja þær af manna völdum. 75% þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára telja að hlýnun jarðar muni hafa alvarlegar afleiðingar. Þegar við vitum hvernig fólki líður getum við í framahaldi haft áhrif. Góð greining skilar árangri. Níu af hverjum Íslendingum segjast vera að breyta hegðun sinni hvort heldur þeir trúa á loftslagsbreytingar af manna völdum eða ekki. En hefur fólk breytt venjum sínum? Spurt var hvort þú gætir hugsað þér að kaupa rafmagnsbíl og/eða hlaðanlegan blendingsbíl? Flestir gátu hugsað sér það. Spurt var: Hefurðu gert eitthvað á síðustu 12 mánuðum til að draga úr þeim áhrifum sem þú hefur á umhverfis-og loftslagsbreytingar? 89% voru farnir að flokka sorp, 76% hafa minnkað plastnotkun, 45% hafa keypt umhverfisvænar vörur. Fleiri skila plasti og gleri til endurvinnslu skv. forstjóra Sorpu. En hvað fær fólk til að breyta hegðun? Konur eru stærstur meirihluti þeirra sem kaupa vörur. En hvað vilja Íslendingar fá frá fyrirtækjum? 86% telja að fyrirtæki eigi að gera eitthvað sem hefur jákvæð áhrif. En hvað einkennir þá hópa sem eru tilbúnir að breyta sér? Ólafur vísaði í nýja erlenda rannsókn frá USA sem sýnir að 41% eru sammála að borga meira ef varan er lífræn, 30% ef hún tekur á samfélagsábyrgð, 38% ef hún er úr sjálfbærum efnum. En hverjir eru hvatarnir til að kaupa? Treysta vörumerkinu, hún þarf að hafa góð áhrif á heilsuna, fersk náttúruleg og lífræn hráefni, vörumerki sem er umhverfisvænt. www.nielsen.com er góð síða til að veita upplýsingar um hvert heimurinn er að fara. Þeir greiða ekki einungis US markað heldur einnig aðra markaða.
Silja Mist hjá Nóa Síríus sagði að sterk tengsl væru á milli umhverfis-og markaðsmála. Silja Mist velti upp spurningunni: Hver ber ábyrgðina á samfélagsábyrgð? Stjórnendur stjórna neyslu neytenda. Mikilvægt er að vera einlægur. Árið 2017 ætlaði Nói Síríus að sleppa öllu plasti innan í páskaeggjunum og tóku því plastumbúðir af piparmintumola sem leiddi til þess að út af uppgufun inn í egginu þá kom piparminntubragð af súkkulaðinu í eggjunum mörgum til lítillar ánægju. Þegar útskýrt var af einlægni hver upphaflegi tilgangurinn var þá var neytandinn fljótari að fyrirgefa þessi mistök. Núna er öllu suðusúkkulaði pakkað í pappír sem var góð fjárfesting. Að innleiða breytingar tekur tíma? Hugsaðu til þess hver þinn markhópur er og hvað gefur þínum neytendum mesta virðið. Mont – má það? Já segir Silja. Nói er í samstarfi við kakóbændur þar sem er verið að stuðla að hreinu vatni og aukinni menntun. Palmkin olía hefur smátt og smátt verið tekin úr framleiðslunni. Mikilvægt er að treysta neytandanum Ikea treystir neytandanum til að taka rétta ákvörðun og auglýsir aldrei lágt verð. Dominos fékk alla starfsmenn til að fara út og tína rusl sem var frábært framtak, en það koma alltaf einhverjir með athugasemdir. Pressan til að breyta kemur að utan t.d. frá Whole Foods. Aldrei segja að neitt sé vonlaust, til að ná fram breytingu þarf fólk að taka ákvörðunina sjálft og hvert lítið skref skiptir máli.
Faghópar um þjónustustjórnun, kostnaðarstjórnun og breytingarstjórnun héldu í morgun fund í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesarar voru þau Aðalheiður Sigursveinsdóttir og Gunnar Andri Þórisson.
Með því að veita góða þjónustu færðu tryggð sem þú hefur aldrei getað ímyndað þér. Aðalheiður sagði sögu af því hvernig hún eignaðist sinn fyrsta bíl í gegnum frábæra þjónustu sem hún veitti viðskiptavini. Viðmót á staðnum skiptir meira máli en upplýsingar. Fyrirtæki þurfa að ákveða með hvaða hætti er unnið og því er þjónustustýring hluti af stefnumótun. Það sem margir flaska á er að gleyma að setja fram mælikvarða. T.d. að lágmarka kvartanir er þjónustumarkmið, hve lengi viðskiptavinurinn bíður eftir þjónustu er þjónustumarkmið. En í þjónustu eru ekki öll augnablikin eins mikilvæg. Það fer eftir hvað verið er að fjalla um í hverju og einu tilfelli. Það er mikilvægara að klikka aldrei þegar verið er að fjalla um kvartanir heldur en þegar verið er að óska eftir nýrri þjónustu. Fókusa á hvar mestu tekjurnar koma? Mikilvægustu augnablikin eru 1. Auglýsingar á samfélagsmiðlum sem vekja nýja þörf 2. Umsagnir á netinu um vöruna 3. þegar viðskiptavinurinn sér vöruna þ.e. kemur inn í verslunina 4. Þegar viðskiptavinurinn fær vöruna, er upplifun miðað við væntingar 5. Umsagnir umtal. Tryggð er sú upplifun sem það tengir þjónustu eða einstaklings. Dæmi um það er þegar þú færir þig milli vinnustaða og viðskiptavinurinn fylgir með þ.e. hættir hjá fyrirtækinu og fer til samkeppnisaðila. Því þarf að greina virðisstraum þjónustunnar og fara alla leið. Hvað er sagt á samfélagsmiðlum um okkur? Byrja þarf þar. En hvaða þarfir er viðskiptavinurinn með? Hvaða þarfir uppfylli ég?
Bankar láta t.d. drauma rætast með því að opna dyr að því að eignast nýja hluti en ekki að skilja skilmálann að láninu. Það sama á við um tryggingar þær veita hugarró. Sóun í þjónustu er margs konar; óþarfa bið, ekki leyst úr kvörtunum, ekki samræmi milli tilbðs og virðis o.fl. Einnig þarf að skoða hvar er ósveigjanleiki? Og hvernig er fyrirtækið okkar uppbyggt?
Núna eru gríðarlegar breytingar og þær gerast hratt. Dæmi um það eru bankar þar sem allt er orðið sjálfsafgreiðsla; sama menntunarstig en allt aðrar lausnir. En hvað eiga Spotify, Google, Uber og Amazon sameiginlegt? Þau hafa sett fram nýtt þjónustuumhverfi og breytt um leið þjónustunni. Ný þörf=ný þjónusta. Öll störf eru að fara að breytast á næstu árum því gervigreind breytir því hvernig störfin eru unnin. Ríkisstjórn Íslands var að láta að gera greiningu á fjórðu iðnbyltingunni og skoða hvaða störf eru að breytast eða hverfa t.d. bankastarfsemi, innheimta, bókarar. Þetta þýðir minni sóun í pappír og færslum.
Þjónstugustigin 0=sjálfsafgreiðsla (engin persóna talar við þig) og virðið er mikið 1=fyrsta snerting getur lokið þjónustubeiðni (ekki þarf að ræða við annan til að klára málið) 2=sérhæfðari sérfræðingar sem styðja við þjónustuúrlasun. Burðarás í þjónustu eru tengsl við viðskiptavininn og forskotið næst með auknu trausti. Í dag þarf því að sýna samkennd, setja sig í spor annarra og sýna örlæti.
Gunnar Andri sagði frá því hvernig hann fékk hugmynd að söluskóla og einnig af sínu fyrsta sölustarfi. Virði er það sem öllu máli skiptir. Ef við erum eitthvað krumpuð þá finnst okkur virðið okkar minnka. Góð þjónusta leiðir af sér sölu. Tímarnir eru að breytast og þeir breytast ótrúlega hratt. Hvað getum við gert í breyttu umhverfi? Netverslun er að aukast mikið en kjarninn í okkur hann hefur ekkert breyst og við erum að leita eftir upplifun. Við erum alla daga stöðugt að selja hugmyndir okkar heima og að heiman. Gunnar fór yfir kauphita 0 og kauphita 10. Viðskipti ganga út á að ná í viðskiptavin og halda honum. Í kauphita 0 þekkir viðskiptavinurinn ekki vöruna en í 10 þá kaupir hann beint. Einnig er til viðskiptavinur í mínus kauphita þ.e. hann vill ekki skipta við viðskiptavininn. Sala er ferill. Undirbúningur, fyrsta snerting, fá viðskiptavin í lið og loka sölu. (tímalína). Viðskiptavinurinn kaupir út frá tilfinningu og notar síðan rök til að sannfæra sig um að kaupin séu rétt. Snerting við viðskiptavininn er mjög mikils virði. Gæðasala er þannig að kaupandi og seljandi fara sáttir fá borði win-win. En hvað er hægt að gera til að ná gæðasölu? Veita betri þjónustu og spá í hvernig við getum aukið virði. Fólk fjárfestir miklu meira í afþreyingu en endurmenntun. Það er mikilvægt að passa upp á endurmenntun starfsmanna. Walt Disney á engan viðskiptavin, einungis gesti. Ef hægt er að fá viðskiptavin til að brosa eða hlæja þá er hægt að fá hann til að kaupa. Fólk kaupir fólk. V= skiptir miklu máli – það vex það sem þú beinir athyglinni að v=viðskiptavinur v=virði v=victory
Er hægt að bregðast við þrengingum með öðrum hætti en beinum niðurskurði?
Markaðsaðstæður breytast hratt og stýring þjónustu- og vöruframboðs ber þess glöggt merki. Ytra rekstarumhverfi og örar tæknibreytingar kalla á sveigjanleika og hröð viðbrögð í þjónustu og rekstri.
Í þessum hagnýta fyrirlestri varr farið yfir hvernig virði þjónustu og sölu fer saman. Á hnitmiðaðan hátt var farið yfir virðishugtakið út frá viðskiptavinum annars vegar og rekstarmódeli fyrirtækja hins vegar. Fléttað var saman umræðu um þjónustu- og sölustýringu innan fyrirtækja, mikilvæg augnablik og mikilvægi gæðasölu á tímum breytinga.
Fyrirlesarar voru tveir:
Gunnar Andri hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum jafnt stór sem smá frá árinu 1997 ásamt því haldið málstofur fyrir fyrirtæki í öllum geirum viðskipta. Meðal viðskiptavina Söluskóla Gunnars Andra (SGA) eru fjármálastofnanir, tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki. Að auki hefur hann margoft verið gestafyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Andri er stofnandi og eigandi SGA, 2fyrir1, leikhus.is, offer.is og happyhour.is.
Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.
Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga í þjónustu og rekstri. Aðalheiður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum.Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.
Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars unnið sem rekstarstjóri, mannauðsstjóri, þjónustustjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðalheiður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og rekur www.breyting.is og er ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi.
Faghópurinn kostnaðarstjórnun hélt kynningu í Háskóla Íslands þar sem Einar Guðbjartsson hélt fyrirlestur um fjárfestingar og árangursmælingar. Fjárhæð hefur ekkert upplýsingargildi fyrr en þú prjónar önnur hugtök við þetta hugtak. Talan 900.000 eru einungis tala - bættu við krónur og þá skilurðu töluna betur – bættu við laun- bættu við á mánuði – bættu við strætóbílstjóri á Íslandi – og strætóbílstjóri í Noregi. Tölugildi fær ekki meiningu fyrr en öðrum upplýsingu er bætt við.
Einar kynnti módel sem sýnir x/y ás, á Y-ás er inntakið og X-ás er úttakið. Lítið/mikið hátt/lágt. Innput er óþekkt en output er þekkt t.d. þegar búin er til bíómynd. Á fyrstu helgi sést strax hvort mynd mun slá í gegn eða ekki. Hægt er að setja inn í módelið alla mögulega starfsemi. Einar ræddi um mælikvarða: Hvað er teygja löng Hvernig skal mæla lengd á teygju? Í innput og output skal passa sig að nota sömu kvarðana ekki t.d. pund í innput og dollara í output. NPV er núvirði á vöru. Í ársreikningum er notað kostnaðarverð. Einar sýndi mun á greiðslugrunni og rekstrargrunni. Eins árs mæling segir lítið til um hvernig fyrirtæki gengur. Sá sem á eign upp á 100millj. og skuldar 90millj. er hann betur eða verr settur en aðili sem á heima hjá sér 10millj.? Erfitt að segja fyrr en þú færð betri upplýsingar en sá seinni sefur örugglega betur.
Faghópar um gæðastjórnun, kostnaðarstjórnun og ISO staðla héldu í morgun fund í Staðlaráði þar sem farið var yfir ISO 55000 staðlaröðina, grundvallaratriði hennar, stefnu, strategíu og markmiðasetningu sem og samstillingu við aðra staðla fyrir stjórnunarkerfi. Farið var yfir hvað einkennir þessa staðla og hver er ávinningur af eignastjórnun sem uppfyllir ISO 55000. Einnig var farið yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem mögulega þarf að skoða við gerð eignastjórnunarkerfis.
Framsögumaður var Sveinn V. Ólafsson, ráðgjafi hjá Jensen Ráðgjöf. Sveinn er verkfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað hjá Staðlaráði Íslands og Flugmálastjórn Íslands/Samgöngustofu í margvíslegum verkefnum tengdum stjórnunarkerfum, fræðslu, úttektum og flugöryggi. Sveinn hefur kennt fjölda námskeiða hjá Staðlaráði Íslands og innan Flugmálastjórnar Íslands/Samgöngustofu.
Fundurinn hófst með því að Arngrímur kynnti Staðlaráð og starfsemi þess og í framhaldi kynntu aðilar sig á fundinum. Arngrímur hóf fyrirlesturinn á að fara yfir ISO 55000 staðlaröðina en hún er ISO 55000:2014 55001:2014 og ISO 55002:2014. Kröfustaðlarnir enda alltaf á tölunni einn. Markhópur þessara staðla eru þeir sem íhuga hvernig megi bæta raungerð virðis fyrir skipulagsheild sína úr eignastofni sínum, þeir se koma að stofnun, innleiðingu, viðhaldi og umbótum á eignastjórnunarkerfi. Þýðingarvinna er hafin innan Staðlaráðs og í henni eru sjö manns. Allt snýst í staðlinum um EIGN. PDCA (plan do check act) eiga staðlarnir sameiginlegt; 27001, 14001, 22301 og ISO9001. Hver kafli í öllum þessum stöðlum hefur sama efnisyfirlit.
Það sem einkennir ISO 55000 eru fjögur atriði: Virði: eignir eru til í því skyni að skila virði til skipulagheildarinnar og hagsmunaaðila hennar. Samstilling: með eignastjórnun eru heildarmarkmiðin sett fram í formi tæknilegra og fjárhagslegra ákvarðana, skipulags og athafna. Forysta: Forysta og vinnustaðamenning eru ákvarðandi þættir í raungerð virðis. Trygging: Eignastjórnun veitir tryggingu um að eignir muni þjóna þeim tilgangi sem krafa er gerð um. Skilgreining á eign: atriði, hlutur eða aðili sem hefur mögulegt eða raunverulegt virði fyrir skipulagsheild. Stefna skipulagsheildar (fyrirtækið): markmið og skipulag fyrir skipulagsheildina: SAMP (strategic asset management plan) markmið eignastjórnunar og skipulag fyrir eignastjórnun. Þetta fjallar um strategíuna/leikjafræðina og skipulagið. Áætlun er yfirleitt með tímasetningu i sér en strategia ekki.
Ávinningur af eignastjórnun: 1. Bætt fjárhagsleg frammistaða 2. Upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í eignum 3. Stjórnun áhættu 4. Bætt þjónusta og frálag 5. Samfélagsleg ábyrgð sýnileg 6. Reglufylgni sýnileg 7. Bætt orðspor 8. Bætt sjálfbærni skipulagsheildar 9. Bætt hagkvæmni og markvirkni.
En hvað situr eftir þegar unnið er með þennan staðal: 1. Líftímakostnaður 2. Stefna, strategía, markmið og skipulag 3. Traustleiki, áreiðanleiki og viðhald.
Framkvæmdastjóri FÍB, Runólfur Ólafsson kynnti sögu FÍB og hvernig FÍB hefur um áratugaraðir staðið að útreikningum á kostnaði er tilheyrir eldsneyti bifreiða. Viðburðurinn sem var á vegum faghóps um kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu var haldinn í Innovation House.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda er hagsmunafélag bifreiðeigenda og viðurkennt sem slíkt af stjórnvöldum. Fulltrúar FÍB eiga setu- og tillögurétt í nefndum á vegum hins opinbera og félagið fær til umsagnar frumvörp, tillögur og reglugerðir frá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Oftar en ekki hafa útreikningar FIB raktað í fréttirnar.
sæl öll,
Nú er hauststarf faghópsins um Kostnaðarstjórnun og -greiningu að fara af stað og allt tekur þetta smá tíma, en ekkert gerist að sjálfu sér. Nú eru tveir viðburðir komnir á dagskrá faghópsins, en vonandi að hægt sé að halda 4 viðburði á haustönn 2016. Hér með er óskað eftir fólki sem vill starfa í stjórn faghópsins. Mjög gott er að hafa 5 til 7 í stjórn faghópsins, þannig að hægt væri að skipta verkefnum á milli sín, án þess að það verði of tímafrekt fyrir hvern og einn. Það er vitað mál að allir geta ekki alltaf mætt á alla stjórnarfundi eða viðburði faghópsins, því er frábært að geta dreift verkefnunum eitthvað. Vinsamlegast sendið inn póst netfangið procontrol@procontrol.is ef þið hafið áhuga að starfa í faghópnum.
kveðja
Einar Guðbjartsson,
formaður.
Faghópur um kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu hélt í morgun fund á Landspítalanum, einum stærsta vinnustað landsins, en ársveltan er um 53,1 milljarðar króna á ári. Stöðugildi 3752 og starfsmenn að meðaltali 4827. Fjárhagsleg ábyrgð er á 80 einingum, 1 forstjóri, 11 framkvæmdastjórar og 80 deildarstjórar. Þrátt fyrir efnahagslegar hremmingar á síðustu árum hefur starfsemi spítalans bæði vaxið og tekið miklum breytingum og hefur sú þróun gert meiri kröfur til kostnaðarstýringar og kostnaðargreiningar en áður. Fjárhagskerfið er ORRI. Eitt af verkfærum spítalans til eftirfylgni með rekstri og starfsemi er framleiðslu- og kostnaðarkerfið Framtak, en smíði þess hófst á LSH um síðustu aldamót. Framleiðslan er greind með alþjóðlegu flokkunarkerfi, svo kölluðu DRG kerfi (Diagnosis Related Groups), en kostnaðargreiningin byggir á verkgrunduðum kostnaðarreikningi sem færir, skiptir og dreifir rekstrarkostnaði spítalans niður á einstakar þjónustueiningar (Activity Based Costing, ABC). Kerfið gefur möguleika á að bera saman fyrirfram ákveðið verð framleiðslunnar, byggt á kostnaðargögnum LSH, og raunkostnað á hverjum tíma og gefur möguleika á kostnaðarstýringu og framleiðnimælingum. Framtak er í dag hluti af vöruhúsi gagna, sem ásamt öðrum gögnum úr fjárhagskerfinu Orra leggur grunn að umfangsmiklum greiningum á starfsemi og rekstri spítalans.
Annað verkfæri við kostnaðarstjórnun er fjárhagsáætlun spítalans, bæði í heild og fyrir einstök svið hans. Fjárhagsáætlunin gegnir lykilhlutverki við ráðstöfun fjár til einstakra þátta starfseminnar og við eftirfylgni og eftirlit með henni. Ferlið við gerð fjárhagsáætlunarinnar er miðstýrt að hluta, en talsverð dreifstýring er þó við fjármálastjórn og rekstrarákvarðanir á spítalanum.
En hvernig stuðlaði fjárhagsáætlunin að árangri? Í dag er hún nýtt sem stjórntæki. 1. Gerð er aðgerðaáætlun fyrir spítalann í heild sinni- ekki flatur niðurskurður. 2. Fjárhagsleg ábyrgð skýr (eftir að nýtt skipurit var tekið í notkun 2009), forsendur raunhæfar og þekktar, byggðar á raunverulegri þörf, raunverulegri aðgerðaráætlun og skýrum markmiðum, vönduð útfærsla á kostnaði. Aðgerðaáætlanir verða til í hugmyndavinnu. Gerð er greining og kostnaðarmat á mismunandi tillögum. Fjárveiting byggir á fyrra ári en tekin er til athugunar ný verkefni. Þetta er top down budgeting. Forstjóri ber ábyrgð á fjárhagsáætlun Landspítala. Framkvæmdastjórar bera ábyrgð á fjárhagsáætlun síns sviðs. Fjármálaráðgjafar gera fjárhagsáætlun sviðs í samvinnu við stjórnendur sviðs og samkvæmt verklagsreglum. Mannauðsráðgjafar gera áætlanir um mönnunarþörf og vinnuskipulag í samvinnu við stjórnendur. Uppgjör eru mánaðarleg. Launagjöld eru u.þ.b. 70% af heildarveltu LSH og því er lögð megináhersla á forsendur og útreikning launaáætlunar. Launareiknilíkönin hjálpa gríðarlega mikið og tryggja að réttar forsendur liggi fyrir. Aðgengilegt fyrir stjórnendur eru stjórnendaskýrslur sem sýna rauntölur á móti áætlun. Stefnt er að því að gera allar skýrslur meira sjónrænar. Umfang starfsemi spítalans er mikið á einu ári eru 26þúsund legur 79þúsund manns á dagdeild, 230þúsund á göngudeild o.s.frv. Notað er DRG (Diagnosis Related Group) kerfi sem ákveður í hvaða flokki hver og einn sjúklingur lendir. Þetta er sama kerfi og hin Norðurlöndin eru að nota. Einingarverð er sett á hverja einustu aðgerð. Út úr kerfinu koma DRG jafngildiseiningar. Landspítalinn á gögn aftur til ársins 2003. Kostnaðarkerfi LSH er heimasmíðað að sænskri fyrirmynd. Allur kostnaður, beinn og óbeinn færður niður á kt. Sjúklinga (legur-komur) dreifireglur eða bein tenging. Gögn eru sótt í mörg upplýsingakerfi spítalans, greind, flokkuð og tengd saman. Kostnaðarsögn Framtaks eru flokkuð í þrennt.
Á Landspítala, einum stærsta vinnustað landsins, er ársveltan um 54 milljarðar króna á ári. Þrátt fyrir efnahagslegar hremmingar á síðustu árum hefur starfsemi spítalans bæði vaxið og tekið miklum breytingum og hefur sú þróun gert meiri kröfur til kostnaðarstýringar og kostnaðargreiningar en áður.
Eitt af verkfærum spítalans til eftirfylgni með rekstri og starfsemi er framleiðslu- og kostnaðarkerfið Framtak, en smíði þess hófst á LSH um síðustu aldamót. Framleiðslan er greind með alþjóðlegu flokkunarkerfi, svo kölluðu DRG kerfi (Diagnosis Related Groups), en kostnaðargreiningin byggir á verkgrunduðum kostnaðarreikningi sem færir, skiptir og dreifir rekstrarkostnaði spítalans niður á einstakar þjónustueiningar (Activity Based Costing, ABC). Kerfið gefur möguleika á að bera saman fyrirfram ákveðið verð framleiðslunnar, byggt á kostnaðargögnum LSH, og raunkostnað á hverjum tíma og gefur möguleika á kostnaðarstýringu og framleiðnimælingum. Framtak er í dag hluti af vöruhúsi gagna, sem ásamt öðrum gögnum úr fjárhagskerfinu Orra leggur grunn að umfangsmiklum greiningum á starfsemi og rekstri spítalans.
Annað verkfæri við kostnaðarstjórnun er fjárhagsáætlun spítalans, bæði í heild og fyrir einstök svið hans. Fjárhagsáætlunin gegnir lykilhlutverki við ráðstöfun fjár til einstakra þátta starfseminnar og við eftirfylgni og eftirlit með henni. Ferlið við gerð fjárhagsáætlunarinnar er miðstýrt að hluta, en talsverð dreifstýring er þó við fjármálastjórn og rekstrarákvarðanir á spítalanum.
Viðburður þann 01. okt. 2015, Borgarspítalahúsinu í Fossvogi, Blásalir, kl. 08:30-10:00. Hámark 40.
Faghópur Stjórnvísis um Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu
Aðalfundur faghópsins verður mánudaginn 24. ágúst 2015, kl. 08:30-10:00. Fundarstaður verður að Eiðistorgi 15, 170 Seltjarnes, í húsnæði Stjórnvísis, (Innovation House, 3.hæð). Allt áhugafólk er hvatt til að mæta.
Efnisskrá:
1) 08:30. Formaður bíður alla velkoma.
2) 08:35. Stutt erindi; Óskilvirkni rekstrarhagræðingar og innleiðingar.
(Hluti af stærra námskeiði)
3) 09:00. Aðalfundur og skipulag faghópsins haust 2015 og vor 2016
i. Kosning formanns og fimm til sjö nefndarmanna.
ii. Viðburði verða þrír að hausti og fjórir að vori.
4) 09:20. Viðburðir, haust 2015 og vor 2016. - áætlun -
i. 24. sept., kl. 08:30-10:00, Háskóli Íslands
ii. 23. okt., kl. 08:30-10:00, Kostnaðarúrreikningar.
iii. 19. nóv., kl. 08:30-100:00, upplýsingar síðar
iv. 18. febr. 2016, upplýsingar síðar
v. 17. mars, upplýsingar síðar
vi. 21. apríl, upplýsingar síðar
vii. 20. maí, upplýsingar síðar
Það er svo hægt að færa til daga eftir því sem þarf.
5) 09:50. Önnur mál.
Einar formaður faghóps um kostnaðarstjórnun og greiningu setti fundinn og minnti á næsta fund í HR þar sem fjallað verður um stjórnunarreikningsskil og verður sá fundur jafnframt aðalfundur. Einar hvatti félaga til að bjóða sig fram í stjórn. Kristján Elvar Guðlaugsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs kynnti sögu Ölgerðarinnar stuttlega, starfsmannafjöldinn fer yfir 500 á sumrin og Ölgerðin varð 100 ára fyrir 2 árum síðan.
Fyrirlestrinum var skipt upp í nokkra hluta; OLAP tenginga, mælaborð, rauntímaeftirlit, úthlutun kostnaðar stoðsviða og Beyond Budgeting. Ölgerðin notar Microsoft BI lausn (OLAP). Skipt er upp í söluteninga, rekstrar-og efnahagstening, greiðslugreiningartening og aðra sérhæfða teninga. Söluteningurinn gefur upplýsingar um sölu dag frá degi. Rekstrar-og efnahagsteningur gefur upplýsingar um reksturinn, greiðslugreiningarteningurinn segir hvað er að koma inn og þar fæst vikulegt sjóðsstreymi. Í öðrum sérhæfðum tengingum eru ósamþykktir reikningar og mjög góðar upplýsingar um launakerfi þ.e. hvernig launin eru að þróast. Í þessum fyrirlestri var fókusað á rekstrartenginginnn.
Sala - kv seldra vara - framlegð - framlegðar% - laun og launatengd gjöld - rekstrarkostnaður - ebita - ebitda - afskriftir - Ebit - Ebit%- Fjámunatekjur og fjármagnsgjöld - skattar og óreglulegar tekjur/gjöld - Grand total.
Í teningnum er hægt að finna allt án þess að þurfa að bóka sig inn í bókhaldskerfið. Þar eru upplýsingar um deildarvíddir - verkefni - málefni í bílakostnaði er ákveðið bílnúmer. Hægt er skoða eftir gjaldmiðlum, lyklum, lánadrottnum. Lánadrottnar eru tengdir við hverja færslu og hjálpar það til við að semja við lánadrottna. Hægt er að gera upp rekstrarreikninginn fyrir hvern viðskiptavin. Hægt er að sjá fylgiskjalsnúmer, númer á reikningi og allt þetta auðveldar greiningu á kostnaði. Mjög fljótt sjást óeðlilegar færslur ef áætlun stenst ekki.
Síðan voru kynnt mælaborð fyrir framkvæmdastjórn. Mælaborðin eru þau sömu og deildarstjórar hafa. Framkvæmdastjórar hafa einnig sýn á önnur svið. Ölgerðin innleiddi 4DX á sl. ári. Strax sést hvort grípa þurfi til einhverra aðgerða. Hvert svið fyrir sig þ.e. verslunarsvið, fyrirtækjasvið, yfirstjórn, tæknisvið, vörustjórnun, samskiptasvið skoða sameiginlega sýn. Þar sést rekstarkostnaður allra sviða, launakostnaður, Ebitda, ósamþykktir reikningar, Einnig er sjálfvirkt rauntímaeftirlit á völdum atriðum í fjárhagskerfinu. Stjórnendur eru aðstoðaðir við eftirlit á ýmsum kostnaði s.s. samningsbundinn kostnaður, frívörur, afsláttur viðskiptavina, kostnaðarverð í framleiðslu. Rauntímaeftirlit er mikill tímasparnaður við að leita að villum í kerfunum.
Í febrúar var gerð í fyrsta skipti Beyond Budgeting áætlun hjá Ölgerðinni. Smáatriði voru minnkuð mikið og er mesta ánægjan með það. Áætlun er gerð fyrir fjóra ársfjórðunga fram í tímann. Þar með næst betra yfirlit yfir páska, sumar og jól. Q1, Q2 og Q3. Mikil tilhlökkun er hjá framkvæmdastjórn fyrir þessari aðferð. Sumarið er orðið stærra en jólin hjá Ölgerðinni.
Sameiginlegur viðburður tveggja faghópa, annars vegar Gæðastjórnun og hins vegar Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining.
- febrúar 2015 | 08:30 - 10:00 - Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1.
Í drögum að nýrri útgáfu ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalsins sem gefinn verður út á árinu er ein af breytingunum frá fyrri útgáfu að aukin áhersla er lögð á að gæðastjórnun skili auknu virði fyrir skipuheildir og hagsmunaaðila. En hvernig á að meta virði gæðastjórnunar? Getur verið að gæðastjórar séu ekki að leggja nægilega áherslu á að sýna fram á virði gæðastjórnunar? Er mögulegt að af þeim sökum er litið frekar á gæðastjórnun sem kostnað en virðisauka? Í mörgum tilfellum, er litið svo á að kostnaður sé bara sá kostnaður sem er tilgreindur í rekstrarreikningi.
Rekstrarhæfi er hins vegar miklu víðtækara hugtak, en kostnaður í rekstrarreikningi til tólf mánaða. Reynt veður að svara þeirri spurningu hvernig gæðastjórnun, rekstrarkostnaður og rekstrarhæfi tengjast.
Fyrirlesarar:
Elín Ragnhildur Jónsdóttir, frá Gæðastjórnun
Einar Guðbjartsson, frá Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu
Sæl öll, og gleðilegt nýtt ár, og munið að bóka eftirfarandi dagsetningar.
- febr. 2015, Háskólinn í Reykjavík, kl. 8:30-10:00
Í drögum að nýrri útgáfu ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalsins sem gefinn verður út á árinu er ein af breytingunum frá fyrri útgáfu að aukin áhersla er lögð á að gæðastjórnun skili auknu virði fyrir skipuheildir og hagsmunaaðila. En hvernig á að meta virði gæðastjórnunar? Getur verið að gæðastjórar séu ekki að leggja nægilega áherslu á að sýna fram á virði gæðastjórnunar? Er mögulegt að af þeim sökum er litið frekar á gæðastjórnun sem kostnað en virðisauka? Í mörgum tilfellum, er litið svo á að kostnaður sé bara sá kostnaður sem er tilgreindur í rekstrarreikningi.
Rekstrarhæfi er hins vegar miklu víðtækara hugtak, en kostnaður í rekstrarreikningi til tólf mánaða. Reynt veður að svara þeirri spurningu hvernig gæðastjórnun, rekstrarkostnaður og rekstrarhæfi tengjast.
-
mars 2015, Ölgerðin hf., kl. 8:30-10:00. Efni, rætt verður um kostnaðarstjórnun.
-
apríl 2015, Háskólinn í Reykjavík, kl. 8:30-10:00
Árið 2008 og 2014 stóð Háskólinn í Reykjavík fyrir rannsóknunum ICEMAC 1 og 2 um breytingar og þróun í stjórnunarreikningsskilum í íslenskum fyrirtækjum. Rannsóknin, sem var styrkt af RANNÍS, náði til fjármálastjóra í 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Stjórnunarreikningsskil (e: management accounting) er samheiti fyrir stjórntæki eins og áætlunargerð, kostnaðargreiningu, árangursstjórnun og innra eftirlit. Megintilgangur stjórnunarreikningsskila er að bæta ákvörðunartöku stjórnenda.
Á fundi mun Páll Ríkharðsson, dósent við Háskólann í Reykjavík og Catherine E Batt rannsóknastjóri ICEMAC kynna niðurstöður þess hluta rannsóknarinnar sem tók á kostnaðargreiningum í íslenskra fyrirtækja. - maí 2015, Efni óstaðfest og auglýst síðar
Stjórn faghóps um kostnaðarstjórnun-og kostnaðargreiningu vill vekja athygli faghópsins á þessu áhugaverða námskeiði:
ProControl auglýsir námskeið í kostnaðarstjórnun, þann 05. nóv. 2014, kl. 14-17.
Þversagnir við kostnaðarstjórnun (Paradox of costs figures).
Í námskeiðinu verður fjallað um þversagnir við útreikning á kostnaði og kostnaðarhlutföllum.
Kostnaðarútreikningar er grunnur fyrir ákvörðunartöku. Er kostnaður, allur sem hann er séður? Hvað
er Stjórnunarlegur ákvörðunarréttur og hvernig tengist hann kostnaðarstjórnun? Kostnaður og
kostnaðarhlutföll eru oftast mikilvægustu forsendur við hverja ákvörðunartöku. En hvernig á að reikna
kostnað? Hverjar eru þrjár víddir rekstrarhæfis hvers fyrirtækis? Hvaða forsendur á að nota við
útreikninga? Er rekstrarkostnaður óháður fjárfestingu eða eigið fé félagsins? Þegar samanburður er
gerður á raunkostnaði og áætluðum kostnaði í fjárhagsáætlun, hvernig skal standa að þeim
samanburði? Hverjar eru veiku hliðarnar í þessum ferli?
Kostnaður og kostnaðarþróun eru mælikvarðar sem eru oft notaðir vegna árangursmælinga eða atriða
tengt árangri. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því hver er uppruni kostnaður og hvaða forsendur
eru notaðar við útreikning.
Hvaða árangursmælikvarða á að nota, prósentureikning, krónutölu, EVA greiningu, ABC greiningu,
fræðilega framleiðslukvarða? En hvað með annan kostnað eins og fjárfestingarkostnað,
stjórnunarkostnað, óbeinan kostnað, fórnarkostnað? Hafa mismunandi eiginleikar kostnaðar einhver
áhrif á rekstarhæfi og eykst alltaf rekstrarhæfi fyrirtækis þegar kostnaður lækkar, eða hvað?
Markmið: Að auka þekkingu og skilning á kostnaðarhegðun og hvernig kostnartölur geta verið villandi
í framsetningu, og varhugaverðar þegar kemur að ákvörðunartöku. Kostnaðarvitund hvað vaðar
forsendur, eðli og áhrif kostnaðar á rekstur og ákvörðun.
Markhópur: Sérfræðingar og aðrir sem bera ábyrgð á kostnaðarþróun í fyrirtækjum, sem og þeir sem
gera útreikninga vega verkefna og fjárfestingatækifæra.
Námskeiðið tekur 3 klst. og sætafjöldi takmarkast 20 þátttakendur.
Miðvikudagur 05. nóv., kl. 14-17. Verð kr. 30.000
Skeifan 11B, 2. hæð. (Promennt ehf.)
Skráning og upplýsingar procontrol@procontrol.is eða www.procontrol.is eða í
síma 853-7575
Einnig hægt að skrá sig á vef Promenntar ehf., www.promennt.is ,
Námskeiðið verður haldið í kennslustofu Promenntar ehf. Skeifðan 11B.
Fyrsti fundur nýstofnaðs faghóps um kostnaðartjórnun og kostnaðargreiningu var haldinn hjá Strætó í dag þar sem einstaklega vel var tekið á móti Stjórnvísifélögum. Einar Guðbjartsson formaður faghópsins setti fundinn og kynnti áhugaverða dagskrá vetrarins. Einar vakti athygli á næsta faghópafundi þar sem umræðuefnið verður m.a. að þó kostnaður lækki er ekki alltaf víst að reksturinn batni. Einar Kristjánsson sviðsstjóri skipulags-og þróunarsviðs sagði frá því að 83% tekna Strætó fara beint í akstur og hjá fyrirtækinu er gríðarlegur fókus á kostnað. Stætó hefur farið í farþegatalningu frá árinu 2005 , markmið þeirrar talningar er að telja hvern einasta farþega sem kemur inn og hvar hann fer út. Slíkar talningar eru kostnaðarsamar og er stefnt að því að gera talninguna rafræna. Út frá talningunum getur Strætó hagrætt ferðum, veitt sem besta þjónustu til viðskiptavina og lækkað kostnað. Einnig er framkvæmd greiðslugreining. Tölvuverð aukning var á farþegum 2013 en þá voru fluttir 9,8milljónir farþega. Strætó veit með 100% vissu hvaða leiðir bera sig og hverjar ekki og er mesta álagið milli kl.07:00 og 08:00 á morgnana. Hver dagur í rekstri kostar 14,9milljónir. Mikilvægt er fyrir Strætó að geta borið sig saman bæði innanlands og utanlands.
Hér eru drög að starfsdagskrá faghópsins fyrir starfsárið 2014/2015. Þeir viðburðir sem skráðir eru hér eru allir staðfestir, nema annað sé tekið fram.
Viðburðir, haust 2014 og vor 2015.
i. 24. sept., kl. 08:30-10:00, Kostnaðarstjórnun hjá Strætó bs.
ii. 22. okt., kl. 08:30-10:00, Háskóli Íslands -
iii. 19. nóv., kl. 08:30-100:00, Íslandspóstur hf.
iv. 25. febr. 2015, Háskólinn í Reykjavík
v. 25. mars 2015, Ölgerðin hf.
vi. 29. apríl 2015, Óstaðfest
vii. 27. maí 2015, Óstaðfest
Efnisinnihald fyrirlestranna verður tilkynnt þegar hver og einn fyrirlestur er auglýstur sérstaklega.
Sæl verið þið öll,
Nú hafa 37 aðilar skráð sig í faghópinn og er það mjög ánægjulegt. Fyrsti fundur faghópsins verður haldinn fimmtudaginn, 15. maí 2014, kl. 17-19. Fundurinn verður staðsettur í Innovation House, Eiðistorgi 3.hæð (gengið upp beint á móti Bókasafninu), í húsnæði Stjórnvísis.
Þau ykkar sem hafa áhuga að starfa í stjórninni og þar með undirbúa fundi og viðburði, eru hvött til að mæta, þar sem liður nr. 4 á dagskránni er að kjósa stjórn, 5 til 7 manna stjórn.
Dagskrá:
1 Kynning og markmið með faghópnum.
2 Stuttur fyrirlestur um „Beyond Cost Analysis“- Einar Guðbjartsson, dósent.
3 Kaffi og kökur (hvet fundargesti að koma með smá nesti, t.d. kleinur eða vínabrauðslengjur)
4 Skipan í stjórn og starfið framundan.
5 Fastsetja næsta fund.
6 Önnur mál.
Kveðja
Einar
Takk fyrir góðar móttökur á faghópnum, alls hafa 34 skráð sig í hópinn. Stefnt er að því að hafa fyrsta fundinn fyrstu vikuna í maí. Má gera ráð fyrir því að fundurinn verið sambland af umræðum um markmið með faghópnum, skipun stjórnar og svo stutt og vonandi áhugavert erindi um kostnaðarstjórnun.
Nánari upplýsingar verða sendar út fljótlega eftir páska.
Með kveðja
Einar Guðbjartsson
Stofnaður hefur verið nýr faghópur um kostnaðarstjórnun og -greiningu. Markmiðið með faghópunum er m.a. að efla þekkingu og skilning á viðfangsefninu sem og mikilvægi þess fyrir fyrirtæki sem stofnanir. Stefnt verður að því að hafa bæði fræðandi (educational) sem og hagnýta/lýsandi (practical) fundi.
Stefnt er að því að fyrsti fundur faghópsins verði fyrstu vikuna í maí. Nánari upplýsingar um tíma og staðsetningu veður komið síðar á framfæri.
Öllum þeim sem hafa áhuga á viðfagnsefni faghópsins eru eindregið hvattir til þess að skrá sig í faghópinn.