Sæl öll, og gleðilegt nýtt ár, og munið að bóka eftirfarandi dagsetningar.
- febr. 2015, Háskólinn í Reykjavík, kl. 8:30-10:00
Í drögum að nýrri útgáfu ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalsins sem gefinn verður út á árinu er ein af breytingunum frá fyrri útgáfu að aukin áhersla er lögð á að gæðastjórnun skili auknu virði fyrir skipuheildir og hagsmunaaðila. En hvernig á að meta virði gæðastjórnunar? Getur verið að gæðastjórar séu ekki að leggja nægilega áherslu á að sýna fram á virði gæðastjórnunar? Er mögulegt að af þeim sökum er litið frekar á gæðastjórnun sem kostnað en virðisauka? Í mörgum tilfellum, er litið svo á að kostnaður sé bara sá kostnaður sem er tilgreindur í rekstrarreikningi.
Rekstrarhæfi er hins vegar miklu víðtækara hugtak, en kostnaður í rekstrarreikningi til tólf mánaða. Reynt veður að svara þeirri spurningu hvernig gæðastjórnun, rekstrarkostnaður og rekstrarhæfi tengjast.
-
mars 2015, Ölgerðin hf., kl. 8:30-10:00. Efni, rætt verður um kostnaðarstjórnun.
-
apríl 2015, Háskólinn í Reykjavík, kl. 8:30-10:00
Árið 2008 og 2014 stóð Háskólinn í Reykjavík fyrir rannsóknunum ICEMAC 1 og 2 um breytingar og þróun í stjórnunarreikningsskilum í íslenskum fyrirtækjum. Rannsóknin, sem var styrkt af RANNÍS, náði til fjármálastjóra í 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Stjórnunarreikningsskil (e: management accounting) er samheiti fyrir stjórntæki eins og áætlunargerð, kostnaðargreiningu, árangursstjórnun og innra eftirlit. Megintilgangur stjórnunarreikningsskila er að bæta ákvörðunartöku stjórnenda.
Á fundi mun Páll Ríkharðsson, dósent við Háskólann í Reykjavík og Catherine E Batt rannsóknastjóri ICEMAC kynna niðurstöður þess hluta rannsóknarinnar sem tók á kostnaðargreiningum í íslenskra fyrirtækja. - maí 2015, Efni óstaðfest og auglýst síðar