Stjórn faghóps um kostnaðarstjórnun-og kostnaðargreiningu vill vekja athygli faghópsins á þessu áhugaverða námskeiði:
ProControl auglýsir námskeið í kostnaðarstjórnun, þann 05. nóv. 2014, kl. 14-17.
Þversagnir við kostnaðarstjórnun (Paradox of costs figures).
Í námskeiðinu verður fjallað um þversagnir við útreikning á kostnaði og kostnaðarhlutföllum.
Kostnaðarútreikningar er grunnur fyrir ákvörðunartöku. Er kostnaður, allur sem hann er séður? Hvað
er Stjórnunarlegur ákvörðunarréttur og hvernig tengist hann kostnaðarstjórnun? Kostnaður og
kostnaðarhlutföll eru oftast mikilvægustu forsendur við hverja ákvörðunartöku. En hvernig á að reikna
kostnað? Hverjar eru þrjár víddir rekstrarhæfis hvers fyrirtækis? Hvaða forsendur á að nota við
útreikninga? Er rekstrarkostnaður óháður fjárfestingu eða eigið fé félagsins? Þegar samanburður er
gerður á raunkostnaði og áætluðum kostnaði í fjárhagsáætlun, hvernig skal standa að þeim
samanburði? Hverjar eru veiku hliðarnar í þessum ferli?
Kostnaður og kostnaðarþróun eru mælikvarðar sem eru oft notaðir vegna árangursmælinga eða atriða
tengt árangri. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því hver er uppruni kostnaður og hvaða forsendur
eru notaðar við útreikning.
Hvaða árangursmælikvarða á að nota, prósentureikning, krónutölu, EVA greiningu, ABC greiningu,
fræðilega framleiðslukvarða? En hvað með annan kostnað eins og fjárfestingarkostnað,
stjórnunarkostnað, óbeinan kostnað, fórnarkostnað? Hafa mismunandi eiginleikar kostnaðar einhver
áhrif á rekstarhæfi og eykst alltaf rekstrarhæfi fyrirtækis þegar kostnaður lækkar, eða hvað?
Markmið: Að auka þekkingu og skilning á kostnaðarhegðun og hvernig kostnartölur geta verið villandi
í framsetningu, og varhugaverðar þegar kemur að ákvörðunartöku. Kostnaðarvitund hvað vaðar
forsendur, eðli og áhrif kostnaðar á rekstur og ákvörðun.
Markhópur: Sérfræðingar og aðrir sem bera ábyrgð á kostnaðarþróun í fyrirtækjum, sem og þeir sem
gera útreikninga vega verkefna og fjárfestingatækifæra.
Námskeiðið tekur 3 klst. og sætafjöldi takmarkast 20 þátttakendur.
Miðvikudagur 05. nóv., kl. 14-17. Verð kr. 30.000
Skeifan 11B, 2. hæð. (Promennt ehf.)
Skráning og upplýsingar procontrol@procontrol.is eða www.procontrol.is eða í
síma 853-7575
Einnig hægt að skrá sig á vef Promenntar ehf., www.promennt.is ,
Námskeiðið verður haldið í kennslustofu Promenntar ehf. Skeifðan 11B.