Vegagerðin býður alla velkomna í Suðurhraun 3, Garðabæ en hér er linkur á fundinn fyrir þá sem ekki komast
Áskorun Vegagerðarinnar í öryggismálum starfsmanna og verktaka
Verkefni vegagerðarinnar eru margvísleg og því skiptir miklu máli að öryggismál verktaka og starfsmanna séu í góðum farvegi.
Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar fer yfir hvernig Vegagerðin hefur mætt öryggis áskorunum bæði gagnvart verktökum og ekki síst gagnvart starfsmönnum. Stofnun er með margar starfsstöðvar og vinna við mismunandi skilyrði. Þar starfa margir og verk eru oft ekki hættulaus. Því er mikilvægt að öryggismálum sé vel sinnt.
Sævar Helgi er með sveinspróf í bifvélavirkjun og MSc í vélaverkfræði. Sævar Helgi starfaði áður hjá Samgöngustofu en lengst af vann hann við rannsakari og rannsóknarstjóri á umferðarsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hann hefur sinnt stöðu öryggisstjóra Vegagerðarinnar frá 1. apríl 2023.
Um Vegagerðina
Hjá Vegagerðinni starfa um 350 manns og rekur stofnunin 18 starfstöðvar um allt land. Störfin eru fjölbreytt, allt frá hefðbundnu skrifstofufólki til ýmissa verklegra starfa í óbyggðum, á sjó og að sjálfsögðu á vegum úti. Að auki er Vegagerðin ein stærsta framkvæmdarstofnun landsins. Sævar Helgi kynnir hvernig uppbyggingu starfsmannaöryggismála er háttað hjá Vegagerðinni. Fer yfir tækifæri og áskoranir.
Vegagerðin býður alla velkomna í Suðurhraun 3, Garðabæ en hér er linkur á fundinn fyrir þá sem ekki komast