Velferð er samfélagsverkefni - Vilborg Ingólfsdóttir Velferðarráðuneytinu

Velferð er samfélagsverkefni
Samráð og samvinna einstaklinga, félagasamtaka, stofnana, sveitarstjórna og ráðuneyta.

Lýðræði, mannréttindi, réttlæti, jöfnuður og samábyrgð eru nokkur þeirra grunngilda sem íslensk velferð byggir á.

Á Íslandi hefur verið víðtæk sátt um að samfélagið skuli vera fyrir alla og að íbúar eigi að hafa tækifæri til að nýta hæfileika sína, taka virkan þátt í samfélaginu, búa við félagslegt öryggi og heilbrigði. Því þarf á hverjum tíma að líta á áskoranir og verkefni samfélagsins í víðu samhengi og byggja upp skilning á mikilvægi framlags hvers og eins.

Í erindinu verður fjallað um hvernig einstaklingar, félagasamtök, stofnanir, sveitarfélög og ráðuneyti eru að vinna saman að velferðinni og rætt um mögulegar leiðir til að gera enn betur.

Vilborg Ingólfsdóttir skrifstofustjóri hjá Skrifstofu gæða og forvarna hjá Velferðarráðuneytinu flytur erindið og verður það í Verinu sal Velferðarráðuneytisins.

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Af hverju er alltaf brjálað að gera? "The art of not giving a f...".

Nánari lýsing síðar.

Án hurða - Verkefnastýrð vinnurými.

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi.

Í framhaldi af þessum viðburði verður boðið upp á heimsókn til Icelandair þann 14. maí.

Nánari lýsing síðar.

Verkefnastýrð vinnurými - Heimsókn í nýtt húsnæði Icelandair

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi

Nánari lýsing síðar

Eldri viðburðir

• Gervigreind og heilsuefling á vinnustað - hver eru tengslin? Hvernig nýtist gervigreindin til að bæta heilsu á vinnustöðum?

Fundurinn verður á Teams og hægt að finna hlekk hér

Hvernig nýtist gervigreindin fyrir heilsueflingu á vinnustöðum? Gervigreindin er komin til að vera og tímbært að skoða hvernig vinnustaðir geta nýtt sér hana við heilsueflingu starfsfólks. Þær Anna Sigríður Islind og Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir ætla einmitt að hjálpa okkur að skoða það. 

Dr. Anna Sigríður Islind er dósent í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík (HR) og er að vinna að rannsóknum á hönnun, þróun og notkun á stafrænni heilbrigðistækni. Hún setti á laggirnar meistaranám í HR í stafrænni heilbrigðistækni og mun m.a. segja frá þeirri vegferð og náminu í fyrirlestrinum. Dr. Anna Sigríður Islind fjallar um stafræna heilbrigðistækni og hvernig hún getur nýst á vinnustöðum.

Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er lýðheilsufræðingur með áherslu á jákvæða sálfræði. Hún starfar við hönnun inngripa hjá nýsköpunarfyrirtækinu Sidekick Health og er stundakennari við heilbrigðisvísindasvið HÍ. Áður starfaði hún fyrir Embætti landlæknis meðal annars við að setja á laggirnar Heilsueflandi vinnustað í samstarfi við VIRK og Vinnueftirlitið. 
Sigríður mun fjalla um nýtingu tækninnar þegar kemur að heilsueflingu.

Fundarstjóri er Ingibjörg Loftsdóttir, sjálfstætt starfandi lýðheilsu- og stjórnunarfræðingur. Ingibjörg er formaður faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi og situr í stjórn Stjórnvísi. 

 

 

Loftgæði að utan sem innan

Faghópur Stjórnvísi um loftlagsmál og umhverfismál kynnir: 

Á þessum viðburði kynnum við leiðir til að fylgjast með loftgæðum bæði innan- og utandyra.

Umhverfisstofnun heldur úti vefsíðunni loftgæði.is sem margir ættu að kannast við en þar varpa þeir ljósi á loftgæði í rauntíma á öllu landinu.

VISTA verkfræðistofa sérhæfir sig í allskonar mælingum og þar á meðal innanhúss loftgæðamælingar.

Einnig verður fjallað um hvernig þéttleiki húsa getur verið heilsueflandi bæði á heimilum og í vinnu umhverfi.

 

Fyrirlesarar: Jóhanna Kristín Andrésdóttir hjá VISTA verkfræðistofu, Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun og Ásgeir Valur Einarsson hjá Iðunni fræðslusetri.

 

Við minnum á að viðburðurinn verður tekinn upp og sendur beint út á streymi, en hér er linkurinn: 

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_MWI0YmEyYTItMTE0Ny00OGNiLWFjMmUtYTBhYzNlNmMzZjNj%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%2259266489-036c-41e7-ab6f-357fb6772d40%22%2c%22Oid%22%3a%22154129fe-3709-43cb-b0df-2425dd350ccc%22%7d

Hvernig gengur með Heilsueflandi vinnustað? Staðan tekin.

Hér má finna fundinn á Teams

Heil­sue­flan­di vin­nus­taður er gag­n­virkt verk­færi sem al­lir vin­nus­taðir geta no­tað en­durg­jald­slaust til að átta sig á og máta sig við þá þæt­ti á vin­nus­tað sem hafa áhrif á heil­su og vel­líðan starfs­fólks. Niðurstöður­nar ný­tast síðan til að móta öflu­gan heil­sue­flan­di vin­nus­tað. Heilsueflandi vinnustaður er samstarfs verkefni Embættis landlæknis, Vinnueftirlitsins og VIRK. 
Verkfærið hefur nú verið í boði í nokkurn tíma og við ætlum að heyra hvernig gengur.

Heilsueflandi vinnustaður – verkfærið og vinnan.
Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur sem starfar sem verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.

Heilsuefling hjá Eflu - hvernig gengur og hvað er á döfinni?
Inga Berg Gísladóttir, mannauðssérfræðingur hjá Eflu. 

Fundarstjóri verður Valgeir Ólason, stjórn faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi.

 

 

Heilsuefling á vinnustað - Reykjavíkurborg og Isavia

Við heyrum frá tveimur vinnustöðum - Hvað er verið að gera í heilsueflingu? 

Hér má finna hlekk á viðburðinn 

Að þessu sinni fáum við fréttir af nýrri heilsustefnu Reykjavíkurborgar og því sem er helst á döfinni hjá Isavia í heilsueflingu.

Heilsustefna fyrir vinnustaðinn Reykjavíkurborg var í fyrsta sinn samþykkt haustið 2023. Stefnan gildir fyrir alla 11.000 starfsmenn borgarinnar og er undirstefna gildandi mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar, þar sem leiðarljósin eru m.a. að vera mannvæn, traust og samræmd. 

Framtíðarsýn heilsustefnunnar er að Reykjavíkurborg sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem starfsfólk finnur með áþreifanlegum hætti að vinnustaðnum er annt um heilsu þeirra og vellíðan. Vinnustaðurinn sýnir þessa umhyggju í verki með fjölbreyttum leiðum sem fela í sér hvatningu, stuðning, fræðslu og forvarnir. Lögð er áhersla á bæði líkamlega, andlega og félagslega heilsu, meðal annars gegnum þrjár grunnstoðir heilsu; hreyfingu, næringu og svefn. Jafnræði ríkir í aðgengi starfsfólks að heilsueflandi úrræðum og aðstæðum.  Fyrstu aðgerðirnar byggt á heilsustefnunni tóku gildi í byrjun árs 2024 en stefnt er að því að innleiða áframhaldandi aðgerðir og úrræði næstu árin.

Fyrirlesari:

Ásta Bjarnadóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu starfsþróunar og starfsumhverfis hjá Reykjavíkurborg.

 

Isavia er 1400 manna vinnustaður og leggur ríka áherslu á líkamlega, andlega og félagslega heilsu starfsmanna sinna og að vinnuumhverfi og aðbúnaður séu eins og best verður á kosið. Isavia er bæði annt um heilsu og öryggi starfsmanna sinna og vill efla meðvitund starfsfólks um mikilvægi þess að lifa heilbrigðu líferni. Í erindinu verður greint frá heilsueflandi úrræðum sem starfsfólk hefur aðgengi að.

 Fyrirlesari:

Margrét Theodórsdóttir mannauðsráðgjafi Isavia.

Kynning á ISO staðli um sálfélagslega áhættuþætti

Smellið hér til að tengjast fundinum á Teams.

Um er að ræða kynningu á fyrsta alþjóðlega staðlinum sem færir fyrirtækjum leiðbeiningar um hvernig rétt sé að haga og vinna með sálfélagslega þætti innnan vinnustaðar. Mat á sálfélagslegum áhættuþáttum, andleg heilsa og vellíðan starfsmanna er leiðarljós staðalsins.

Fyrirlesari er Garðar Jónsson sem er ráðgjafi og eigandi hjá Vinnu og vellíðan. Hann er viðskiptafræðingur, með meistaragráðu í altækri gæðastjórnun og jafnframt með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði.  Garðar hefur áratugalanga reynslu af stjórnunar- og rekstrarráðgjöf, fjármálum sveitarfélaga og gæðastjórnun. Hann hefur einnig setið í fjölda nefnda í stjórnsýslunni og sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum.

Smellið hér til að tengjast fundinum á Teams.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?