Tryggvagötu 17, Hafnarhúsinu Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús, Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Ísland
Heilsueflandi vinnuumhverfi,
Velferð er samfélagsverkefni
Samráð og samvinna einstaklinga, félagasamtaka, stofnana, sveitarstjórna og ráðuneyta.
Lýðræði, mannréttindi, réttlæti, jöfnuður og samábyrgð eru nokkur þeirra grunngilda sem íslensk velferð byggir á.
Á Íslandi hefur verið víðtæk sátt um að samfélagið skuli vera fyrir alla og að íbúar eigi að hafa tækifæri til að nýta hæfileika sína, taka virkan þátt í samfélaginu, búa við félagslegt öryggi og heilbrigði. Því þarf á hverjum tíma að líta á áskoranir og verkefni samfélagsins í víðu samhengi og byggja upp skilning á mikilvægi framlags hvers og eins.
Í erindinu verður fjallað um hvernig einstaklingar, félagasamtök, stofnanir, sveitarfélög og ráðuneyti eru að vinna saman að velferðinni og rætt um mögulegar leiðir til að gera enn betur.
Vilborg Ingólfsdóttir skrifstofustjóri hjá Skrifstofu gæða og forvarna hjá Velferðarráðuneytinu flytur erindið og verður það í Verinu sal Velferðarráðuneytisins.