Fundur á vegum faghóps um viðskiptagreind
Fundarefni
Upplýsingar sem stefnumótandi auðlind
Fyrirlesutrinn er hugleiðingar um virði upplýsinga og hvað við getum gert til að meðhöndla upplýsingar sem þá stefnumótandi auðlind sem þær eru. Ætlunin er að að hafa fyrirlesturinn opinn á þann hátt að áhugi fundarmanna ræður svolítið för (sér í lagi í seinni hlutanum).
Mögulega lyki fundinum þannig að fyrirlesarinn kafaði ofan í verkefni (CASE), tæki umræðu um virði upplýsinga, segði frá eigin hugmyndum varðandi rétt skref á þeirri leið að ná tökum á kvikyndinu eða jafnvel að sýnd bíómynd um baráttu hugprúðs riddara við stóran dreka.
Fyrirlesari
Sigurður Jónsson hjá Platon
Sigurður er giftur þriggja barna faðir úr Kópavogi. Hann hefur unnið við Information Management síðan 1998 og starfar þessa stundina sem ráðgjafi í þeim málum hjá hinu alþjóðlega ráðgjafafyrirtæki Platon (www.platon.is). Sigurður hefur unnið að innleiðingu jafnt sem ráðgjöf á þessu sviði hérlendis og erlendis.
Fundarstaður
Síminn við Ármúli 27 (verslun Símans), gengið inn bakvið.