Innovation House, Eiðistorgi 13-15, 3. hæð, 1
ÖÖ: óvirkur: Viðskiptagreind,
Nú á dögum eru sífellt gerðar meiri kröfur um að stjórnendur séu með heildaryfirsýn yfir rekstur fyrirtækja. Þörfin fyrir áætlana- og skýrslugerð hefur því aukist og samhliða fer meiri tími í öflun og vinnslu gagna sem nauðsynleg er til þess að hægt sé að taka vel upplýstar ákvarðanir er varða fyrirtækið. Allir vilja vera með nýjustu tölur til að geta framkvæmt viðeigandi greiningar sem fanga þá þróun sem fyrirtækið er í hverju sinni.
Martin Thy Asmussen, ráðgjafi hjá danska fyrirtækinu Toolpack, mun fjalla um áætlana- og skýrslugerð. Martin hefur yfirgripsmikla þekkingu á efninu, er menntaður á sviði fjármála og endurskoðunnar ásamt gráðu í tölvufræðum. Martin hefur yfir 15 ára starfsreynslu sem endurskoðandi og síðar ráðgjafi í sérverkefnum hjá PWC, sem verkefnastjóri við Microsoft Dynamics AX verkefni og við hugbúnaðarsmíð.
Einstakt tækifæri fyrir alla áhugamenn um áætlanagerð og hvernig hægt er að nýta betur upplýsingatæknina við áætlangerð og samanburð áætlana við rauntölur ásamt greiningum.