Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík Guðrúnartún, Austurbær Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur: Viðskiptagreind,
Notkun á PowerPivot er jafnt og þétt að aukast eftir því sem stjórnendur og greinendur eru að uppgötva þessa einföldu leið til að öðlast aukið innsæi í eigin rekstur.
Örnámskeiðið gengur út á það að kynnast því hvað PowerPivot er og hvað það getur. Farið verður yfir umhverfið, uppsetningu og uppbyggingu PowerPivot, hvernig unnið er með vensl í gögnum og hvernig stillt er upp einföldu mælaborði og skýrslu.
Um fyrirlesara: Ragnhildur Konráðsdóttir er sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Advania og hefur kennt bæði tölvunarfræði og viðskiptagreind í Háskóla Reykjavíkur. Þar að auki hefur hún kennt fjölda PowerPivot námskeiða hjá Advania og aðstoðað notendur við að greina gögnin sín með PowerPivot.
Staðsetning: Örnámskeiðið er haldið í Advania búðinn að Guðrúnartúni 10.